Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 1
40 SIÐUR
138. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 22. JUNÍ 1975 PrcntsmiSja Morgunblaðsins.
Brellanfl á neiiarpröm
launaverðbólgan reisar óeim áDvrgÖartullu en
veröiaunar Da elglngjdrnu og samvlzkulausu
FYRIR RÉTTI, AKÆRÐUR UM
ÞJÓFNAÐ. — Þessi mynd barst til Bangkok í
Thailandi á miðvikudag og sýnir 22 ára gamlan
mann, Tran Tien Dung, sem ásakaður hefur verið
um þjófnað, handjárnaðan við steinsúlu. Hann
var yfirheyrður af alþýðudómstóli I þorpinu Tam
Hiep, norðaustur af Saigon 9. júnf. Mörg hundruð
manna söfnuðust saman til að fylgjast með réttar-
höldunum. Tveim klukkustundum seinna var
Dung leiddur á brott til „endurmenntunar og til
að öðlast skilning á hversu alvarlegt brot hans
var“, en Iffi hans var þyrmt.
Dæmd fyr-
ir njósnir
Lausanne21. júnf — Rcuter.
HÆSTIRÉTTUR Sviss dæmdi f
dag austur-þýzk hjón f 7 ára
fangelsi fyrir njósnir f þágu lands
síns. Er mál þeirra mesta njósna-
mál, sem upp hefur komið í Sviss
eftir stríð.
Akærandinn fór fram á 8 ára
fangelsi fyrir Hans-Guenther
Wolf, og 7 ár fyrir konu hans
Giesel. Bæði voru fundin sek um
hernaðarlegar, pólitískar og efna-
hagsleg'ar njósnir, fyrir birtingu á
iðn- og viðskiptaleyndarmálum og
falsanir.
Erfiðar viðræður
við Sýrlendinga
Washiniilon, 21. júní. .\P.
Utanrfkisráðherra Sýrlands,
Abdel Halim Khaddam, og Hnery
Kissinger, utanrfkisráðherra
Bandaríkjanna ákváðu að halda
áfram viðræðum sfnum um frið-
arhorfur f Miðausturlöndum í
dag þótt við þvf væri ekki búizt.
Það var gert að ósk Kissingers,
sem vildi fá nánari skýringu á
afstöðu Sýrlendinga gagnvart
Israelsmönnum.
Talið er að i viðræðum þeirra
hafi Khaddam látið i ljós ugg um
að Sýrlendingar einangrist þegar
nýjar og óbeinar viðræður hefjast
að nýju milli Egypta og Israels-
manna fyrir tilstilli Bandarikja-
manna. Hann mun einnig hafa
látið i ljós ugg vegna þeirrar yfir-
lýsingar Verkamannaflokksins i
Israel, stærsta stjórnarflokksins,
að Golan-hæðirnar verði innlim-
aðar í Israel.
Bandariskir embættismenn eru
þögulir um viðræðurnar en hafa
ekki minnzt á það að áfram hafi
miðað i samkomulagsátt. Kissing-
er sagði að viðræðunum við Sýr-
lendinga yrði haldið áfram og þó
er vitað að hann og Ford forseti
telja að árangur verði að nást
Framhald á bls. 39
HÆSTA LAUSNAR-
GJALD SÖGUNNAR
Bucnos Aircs 21. júní
— Rcuter.
Tveim argentfnskum auðmönnum
var sleppt í gær eftir að alþjóð-
legt fyrirtæki þeirra hafði greitt
60 milljón dollara, sem álitið er
vera hæsta lausnargjald sem
greitt hefur verið til vinstri sinn-
aðra Montoneros skæruliða, sem
rændu þeim fyrir 9 mánuðum sfð-
an.
Juan Born og bróður hans Jorge
Born var rænt 19. september í
fyrra í úthverfi Buenos Aires.
Drápu viðhald
forsetafrúar
Cotonou, Dahomcy, 21. júní. AP.
MENN úr lífverði forset-
ans í Vestur-Afríkurikinu
Dahomey skutu innanríkis-
ráðherra landsins til bana í
nótt þegar þeir komust að
því að hann hélt við konu
Mathieu Kerekou forseta.
Tilkvnnt var í útvarpi
landsins að Kerekou hefði
verið tjáð að kona hans
væri heima hjá innanríkis-
ráðherranum, Michel
Aipke höfuðsmanni.
Kerekou fór sjálfur til heimilis
Aipke ásamt lífverðinum, sem
brauzt inn, og sá konu sína þar
með innanríkisráðherranum, sem
var nakinn. Sagt var að Aipke
hefði verið skotinn til bana þegar
hann reyndi að flýja.
Þeir eru synir stofnanda og
stjórnarformanns Bunge et Born,
sem er þriðja stærsta kornverzl-
unarfyrirtæki heims. Við ránið
voru bflstjóri þeirra og yfirmaður
f fyrirtækinu drepnir.
Góðar heimildir segja að
Montoneros hafi skýrt frá lausn-
argjaldinu á leynilegum blaða-
mannafundi, sem leiðtogi þeirra,
Mario Firmenich, mest eftirlýsti
maður Argentfnu, hélt í gær.
Segja heimildirnar að Jorge hafi
verið sleppt i gær, en Juan hafi
losnað fyrir nokkrum dögum, eft-
ir að fyrirtækið hafði fallizt á
kröfur um að það dreifði fatnaði
og mat, meira en einnar milljón
dollara virði, meðal fátækra.
Á BLS 10 birtist viðtal
Matthíasar Johannessen,
ritstjóra, við rússneska
rithöfundinn Andrei
Sinjavskí, „Einn góðan
veðurdag munu þeir iðr-
ast þess að hafa ekki
drepið mig.“
Á BLS. 18—19 birtist
hin víðfræga grein Paul
Johnsons, fv. ritstjóra
New Statesman, þar sem
hann tekur brezku verka
lýðshreyfinguna til
bæna. Paul Johnson er
einn skeleggasti málsvari
brezkrar verkalýðshreyf-
ingar, sem hann telur nú
á hættulegri braut.
Greinin nefnist:
„Bretland á heljarþröm."
Sjúkur um borð
London 21. júnf
— Rculcr.
BREZKA lystiskipið Qucen
Elisabet II breytti stefnu á
miðju Atlandshafi til að taka
um borð mann af sovézkum
togara, sem nauðsynlcga
þurfti að komast undir læknis-
hendur.
Skipið, sem er með tvo
lækna um borð og fullkomna
skurðstofu, var á leið til New
York, þegar það var kallað
upp af sovézka togaranum
Luga Esgy. Var maðurinn með
innvortis blæðingar.
Ofgahópum hótað
hörðu 1 Portúgal
Lissabon, 21. júnf.
Rculcr. AP.
BYLTINGARRAÐIÐ I Portúgal
boðaði f dag strangar ráðstafanir
gegn vopnuðum hópum öfgasinn-
aðra vinstrimanna og takmarkaði
völd st jórnlagaþings landsins.
Ráðið boðaði jafnframt sparnað-
arráðstafanir f cfnahagsmálum
og aukið eftirlit með skrifum dag-
blaða.
I tilkynningu sem ráðið birti
sagði að vopnavaldi yrði beitt ef
nauðsynlegt reyndist gegn hópum
sem trufluðu almannafrið. Því
var lýst yfir að stefnt væri að
stéttlausu þjóðfélagi og sagt að ný
lög yrðu sett til að stuðla að fram-
gangi stefnumála portúgölsku
byltingarinnar.
Byltingarráðið ítrekaði stuðn-
ing sinn við lýðræði margra
flokka i Portúgal og lagðist þar
með gegn kröfum vinstrimanna
um myndun byltingarstjórnar
óháða stjórnmálaflokkum og til
vinstri við kommúnista, sósialista
og miðdemókrata sem nú deila
völdunum með hreyfingu hersins.
Tekið var fram að sósíalisma yrði
framfylgt án ofbeldis og gerræðis-
aðferða.
Tilkynningin var gefin út að
loknum fundi sem stóð i alla nótt
og var haldinn að loknum viku-
löngum viðræðum sem leiddu til
götubardaga milli vinstrisinna og
hægrimanna í Lissabon.
I tilkynningunni sagði að stuðn-
ingur byltingarráðsins við margra
flokka lýðræði fæli i sér að sam-
vinna yrði að vera milli stjórn-
málaflokkanna og hersins. Jafn-
framt mundi herinn leyfa að kom-
ið yrði á fót verkamannaráðum og
ráðum sem íbúar hverfa i borgum
og til sveita fengju aðild að til að
tryggja bein áhrif borgara á
stjórn landsins. Hins vegar mættu
Framhald á bls. 39
McNamara og
Dean Rusk
til yfirheyrslu
Wastiington 21. júní — Rcuter.
HATTSETTIR embættismenn úr
stjórn John F. Kennedys, þar á
meðal Dean Rusk utanrfkisráð-
herra, koma fyrir þingnefnd, sem
fjallar um málefni leyniþjónust-
unnar, CIA, á mánudag. Hefur
stjórnin verið sett I samband við
samsæri til að myrða stjórnmála-
mennina Fidel Castro forsætis-
ráðherra Kúbu, Ngo Dinh Diem
fyrrum forseta Suður Vietnam og
Rafael Trujillo fyrrum forseta
Dominfkanska lýðveldisins.
Auk Rusks mun Robert
McNamara fyrrum landvarnaráð-
herra og ráðgjafar Kennedys
koma fyrir nefndina, en formaður
hennar Frank Church, segir að
óvefenganlegar sannanir tengi
CIA við morðsamsæri.
CBS sjónvarpið hefur sagt frá
því að dr. Henry Kissinger utan-
ríkisráðherra og Nelson Rocke-
feller varaforseti vilji losna við
William Colby sem yfirmann CIA.
Hefur sjónvarpið eftir Rockefell-
er að Colby vanti þann persónu-
styrk sem þarf til að geta gegnt
þeirri stöðu.