Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNl 1975 15 ki hugsuðurinn og „Bítlayoginn" Maharishi Mahesh Yogi flutti til Vesturlanda on, hefur nú náð fótfestu á íslandi. Stofnað hefur verið íslenzka f r að yfir 200 manns stunda nú innhverfa íhugun á Islandi. „Það getur verið. Ég hafði ekki neina sérstaka trú á henni.“ — En þú segist vera að hugsa um það annað slagið að byrja á ný? „Já. Líklega er það af því að maður vill ekki fara á mis við þetta, ef það væri eitthvað til f þessu.“ «■ — En samt ertu ekki viss um að það sé eitthvað i þessu? „Nei, ekki almennilega. Sumir aðrir, sem höfðu stundað þetta í stuttan tíma, töldu sig strax finna árangur. En það gæti verið, að ef menn trúa á þetta, þá fari þeir að setja í samband við 'íhugunina suma hluti, sem ég mundi ekki setja f samband við íhugun. Þeir fari að þakka henni ýmislegt gott, sem ég mundi aldrei gera.“ — Hvernig gekk þér að finna þér tima til iðkunarinnar? „Þetta krafðist skipulagningar ... Kannski hef ég tekið þetta of alvarlega. Ég nennti svo bara ekki að standa i þeirri skipu- lagningu. Ég átti að byrja daginn með þessu og hefði þá orðið að vakna fyrr ... og það rann út f sandinn.“ „Svo eru aðrir, sem bara hnussa” • Hanna Gréta Thorlacius, 15 ára, hefur stundað innhverfa íhugun í tæpa tvo mánuði. Hún fór á kynningarfyrirlestur eftir að hafa séð auglýsingu f Morgunblaðinu, en ekki hafði hún haft nein kynni af ihugun áður. Hins vegar hafði hún haft nokkurn áhuga á dulspeki, hafði lesið bækur um þau efni og farið á fundi í Guðspeki- félaginu. En þetta tvennt er raunar gjörólíkt. „Ég hef auðvitað ekki mikla reynslu af íhuguninni," segir Hanna Gréta, „en ég hef stundað hana nokkuð reglulega og mér finnst ég miklu af- slappaðri, gera minna veður út af smámunum. Og svo er skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt, eins og þetta.“ — Hvernig hefur þér gengið að finna þér tíma til íhugunar- innar? „Yfirleitt hefur það gengið ágætlega á morgnana, ef ég get þá á annað borð vaknað, en hins vegar rekst það stundum á á kvöldin. En í heildina hefur það gengið ágætlega, enda er það ekki það mikill tími, sem í þetta fer.“ — Hver eru viðhorf fjölskyld- unnar og kunningja þinna til íhugunarinnar? „Mamma er svolítið fyrir svona lagað og er jafnvel að hugsa um að fara á námskeið. Bróður minum finnst þetta óttalega bjánalegt. En þau láta mig alveg ráða þessu sjálfa. Ein vinkona mín er lika að hugsa um að fara á námskeið, en svo eru aðrir, sem bara hnussa, þegar þeir heyra þetta nefnt.“ Yfip 200 íslendinoar Iðka innhverfa fhuoun tslenzka íhugunarfélagid var stofnað 12. janúar sl. Hefur það gengizt fyrir kerfisbundinni kennslu í innhverfri íhugun hér á landi, eingöngu í Reykja- vík fram til þessa, en á næstunni hef jast námskeið í Keflavík. Félagið hefur það að markmiði að kenna innhverfa íhugun og vísindi um sköpunargreind- ina, en svo nefnast í heild sinni þau fræði, sem indverski hugsuðurinn Maharishi Mahesh Yogi hef- ur kennt á Vesturlöndum undanfarin 17 ár. ís- lenzka fhugunarfélagið starfar ekki til söfnunar gróða fyrir félagsmenn, heldur rennur ágóði félags- ins beint í aukningu starfsins og útbreiðslu. Félags- menn eru liðlega 20 og vinna þeir að útbreiðslu fhugunarinnar með þeim árangri, að nú þegár eru iðkendur hennar yfir 200 á tslandi. Slagsíðan hitti að máli for- mann félagsins, Sigurþór Aðal- steinsson arkitekt, og tvo menn, sem hafa annazt kynningar- fundi og kennslu i innhverfri fhugun, þá Sturlu Sighvatsson arkitekt og Reiner Santuar, þýzkan mann, sem hefur dvalizt hér á landi í hálft ár og kennt ihugun. Þeir Sturla og Steinþór hafa báðir stundað innhverfa ihug- un í um fimm ár, kynntust henni er þeir voru við nám í Þýzkalandi. Við spurðum þá fyrst um þann ávinning, sem þeir teldu sig hafa haft af inn- hverfri íhugun: Sturla: „Þetta kom mér að gagni i náminu, ég var miklu fljótari að hugsa og námsárang- urinn fór batnandi. Þetta hefur veitt mér meira öryggi í fram- komu, meiri orku og vellíðan í líkamanum. Og ég finn mikinn mun á sjálfum mér eftir hverja íhugun kvölds og morgna." Sigurþór: „Minn ávinningur hefur verið bæði beinn og óbeinn. Beini ávinningurinn er t.d. sú mikla hvild, sem hægt er að fá í hverri fhugun, og það aukna starfsþrek sem þannig fæst. Þegar maður kemur heim úr vinnunni, kannski illa upp- lagður til að sinna fjölskyld- únni, þá finnur maður, að eftir fhugunina, er maður kraft- meiri, sinnir betur konu og börnum og getur unnið í nokkr- ar klukkustundir i viðbót, ef þörf krefur. Öbeini ávinningurinn er t.d. langtimaáhrifin, sem helzt hafa lýst sér i þvi,hvað ég á betra með að umgangast fólk en áður. Samskiptin við annað fólk veita mér meiri ánægju en áður. Eins finn ég meiri hæfni hjá sjálfum mér til að sinna mörgum ólfk- um viðfangsefnum i einu. Það er ekki eins truflandi og áður. Og það eru fleiri en maður sjálfur, sem finna þennan ávinning. Ég get nefnt dæmi um norskan starfsfélaga minn, sem ég var ekkert sérstaklega hrifinn af. Hann hafði á orði eitt sinn, eftir að ég var byrj- aður að Ihuga reglulega, að honum fyndist ég ekki eins nöldursamur og áður. Ég hváði, því að ég hafði ekki talið mig neinn sérstakan nöldrara. En þetta sýnir, að aðrir finna breytingu á manni sjálfum.“ Þeir Sturla og Sigurþór voru í hópi stofnenda félagsins, ásamt þremur stúlkum, sem kynnzt höfðu íhuguninni i Bandarikjunum, og nokkrum fleiri. — Raunar hafði íhugun náð hér dálitilli fótfestu fyrir 12 árum, er Maharishi Mahesh Vogi kom hingað sjálfur og hélt fyrirlestra f Stjörnubiói. Þá hófu um 12—15 manns reglu- bundna ihugun, en félaginu er ekki kunnugt um nema örfáa úr þeim hópi, sem hafa stundað íhugun fram áþennan dag. Islenzka íhugunarfélagið hef- ur fengið húsnæði til starfsem- innar á Hverfisgötu 18 og mun halda þar námskeið fyrir byrj- endur og fundi með þeim, sem lengra eru komnir. Kynningar- fyrirlestrar verða þó líklega áfram að Kjarvalsstöðum. Reiner Santuar er nú á Is- landi öðru sinni, þvi að á ár- unum 1967—1970 stundaði hann nám i Háskóla Islands. Talar hann mjög góða fslenzku af Þjóðverja að vera. Hann vinnur nú eingöngu að kennslu innhverfrar ihugunar og hefur haft nóg að gera. Við biðjum hann að lýsa kennslunni og uppbyggingu hennar: „Innhverf ihugun er kennd í sjö skrefum," segir hann. „1. Fyrirlestur um áhrif hennar á lfkamann, andlegt at- gervi, hegðun, um gagn hennar fyrir samfélagið og fyrir ein- staklinginn. 2. Fyrirlestur um tæknina sjálfa, hvernig hún er frábrugð- in öðrum aðferðum, um sögu hennar o.fl. Eftir þessa tvo fyrirlestra getur fólk ákveðið sig, hvort það vill skrá sig á námskeið. Ef svo er, þá halda skrefin áfram: 3. Stutt persónulegt samtal leiðbeinandans við byrjandann, þar sem honum er visaður vegurinn i upphafi iðkunar- innar. 4—7. Eiginlegt námskeið, sem stendur i fjóra daga, byrjar gjarnan á laugardegi og er siðan á kvöldin fram á þriðju- dag. Það hefst með einkaleið- beiningum, en síðan eru þrir hópfundir, þar sem þátttak- endur fhuga undir eftirliti, fylgzt er með reynslu þeirra og svarað spurningum og gefnar nýjar leiðbeiningar og skýr- ingar. Þetta nægir til að læra inn- hverfa ihugun, en síðan er fólki ráðlagt að iáta fylgjast með ihugun hjá sér mánaðarlega, þar sem leiðbeinandinn getur athugað hvort tækninni er beitt á réttan hátt.“ — Og getur hver sem er íhug- að og hvar sem er? „Já, ihugun geta allir stund- að, allt frá fjögurra ára aldri og upp úr. Það þarf enga sérstaka einbeitingarhæfileika og menn þurfa ekki að uppfylla nein sér- stök skilyrði. Menn geta ihugað hvar sem er, en bezt er að vera einn, án truflunar, og menn verða að hafa stól til að sitja á. Það þarf ekkert sérstakt um- hverfi, enga sérstaka stemmn- ingu, enda er allt umhverfi eins, þegar menn hafa lokað augunum." Reiner hlaut kennararéttindi í fhugun eftir að hafa verið á sex mánaða námskeiði á Spáni hjá sjálfum Maharishi Mahesh Yogi. Hefur Reiner kennt iliug- un I Þýzkalandi og segir, að enginn munur sé á Islending- um og Þjóðverjum á þessu sviði, nema hvað þar hafi flestir þátttakendur verið ungt fólk, innan þritugs, en hér komi einnig margar fjölskyldur saman og miðaldra fóik og gamalt, allt upp í sjötugt. Námskeiðsgjöld á fhugunar- námskeiðunum hafa verið há, 12 þúsund krónur fynr þá, sem eru I fullu starfi, én lægra fyrir hina, sem eru i námi eða fyrir húsmæður. Við spyrjum um ástæðuna: „I rauninni er fólk ekki að borga fyrir árangurinn," segir Reiner, „því að hann er óborg- anlegur. Við notum þessa pen- inga til að auka útbreiðslu fhug- unarinnar enn meir. I þessu sambandi má benda á heims- áætlunina sem Maharishi gerði 1972, en hún felur I sér, að komið verði á fót svonefndum meginstöðvum, 3600 talsins, í stórborgum heimsins, og er ein meginstöðin i Reykjavik. Þar verður þekking fræða hans varðveitt og breidd út. Nú þegar eru meginstöðvarnar orðnar 8—900 talsins. En það má einnig taka fram í sambandi við námskeiðsgjöldin, að fólk fær einnig áframhaldandi leið- beiningar og þjónustu sér að kostnaðarlausu eftir námskeið- in.“ Að Iokum spyrjum við Sturlu og Sigurþór hvernig gangi að fella fhugunina inn I annir dagsins: Sturla: „Reynsla min af íhug- uninni er það jákvæð, að ég geng að þessu sem föstum og sjálfsögðum hlut, rétt eins og fólk borðar mat á vissum timum dagiega. Þetta er fastur liður i deginum hjá mér.“ Sigurþór: „Ef ég ihuga ekki reglulega, þá er allt annað eins og hálfkák. Aðrir hlutir fá fyrst fullt gildi, þegar ég hef íhugað. Þetta er eðlilegur og sjálfsagð- ur hlutur í mínu daglega lífi.“ — sh. REINERSANTUAR SIGURÞÓR AÐALSTEINSSON Sturla sighvatsson (Ljósmyndir: KBR.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.