Morgunblaðið - 14.09.1975, Síða 1

Morgunblaðið - 14.09.1975, Síða 1
48 SIÐUR 209. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Stjórn USA ekki gísl byssumanna segir Ford St. Louis og Dallas, 13. sept. AP. Reuter. FORD Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi i tilkynningu sem skrifstofa hans gaf út að hann mundi ekki láta „halda lýð- ræðisstjórn í gíslingu með mið- aðri byssu“ og að hann mundi halda áfram að hitta fólk persónu- lega á götum úti. Ummæli þessi áttu að vera i ræðu sem forsetinn flutti, en þeim var sleppt í flutn- Ford stöðvar rannsókn áCIA Washington 13. september AP—Reuter FORD Bandaríkjaforseti stöðvaði í dag rannsókn þing- nefndar á starfsemi banda- rísku leyniþjónustustofnan- anna á þeirri forsendu að uppljóstranir nefndarinnar stofnuðu öryggi Bandarikj- anna í hættu. Var nefndinni skipað að afhenda Hvita hús- inu þegar í stað öll leyniskjöl, sem hún hafði fengið I hendur frá ráðuneytum. Var sagt að nefndin fengi ekki að halda áfram störfum fyrr en breytt hefði verið reglum um starf- svið hennar, sem heimila birt- ingu leyniskjala eftir að nefnd- in hefur fjallað um þau. ingi ræðunnar, þar sem öryggis- verðir forsetans héldu að þau væru ónauðsynlega ögrandi fyrir þá sem kynnu að hafa hug á að ráða forsetann af dögum. Ford fer í dag til Dallas, borgarinnar i Texas, þar sem Kennedy forseti var skotinn til bana í nóvember árið 1963. I gær fundu verðir mann sem var á ferli við bygg- inguna, þar sem Ford hélt ræðu í st. Louis og var hann vopnaður. Maðurinn komst undan og er ekki vitað um áform hans og forsetinn hefur gert lítið úr atvikinu. Hafi maður þessi haft áform um að skjóta Ford, er það annað tilfelli af þvi tagi á einni viku. Ford var I skotheldu vesti fyrir nokkru á ferð sinni um ríkið New Hampshire, en notaði það ekki í gær í St. Louis, enda var ekki búizt við að hann færi inn í mann- fjölda. Sérfræðingar telja að litið gagn sé af vestum þessum nema þau séu úr stáli, en slík vesti eru mjög þung og er erfitt að bera þau á sér lengi. Léttari vesti eru til, sem vega aðeins um eitt kiló, en þau eru ekki örugg gegn öllum skotum, t.d. ekki riffilskotum. Einn aðstoðarmanna Fords lét þess getið nýlega að til þess að geta talizt alveg öruggur gegn skotárás þyrfti forsetinn að ferðast um i skriðdreka. Gengið á fjöru við Stokkseyri. (Ljósm. Mbl. Ólafur K. Magnússon) Indónesíumenn á Tímor? Viðræður í Macao um eyna Jafntefli í 4. skákiimi Milanó, 13. sept. KARPOV og Portisch gerðu jafn- tefli f 4. einvígisskák sinni i loka áfanga stórmeistaramótsins f Mil- ano. Bauð Karpov jafntefli eftir aðeins 20 mfnútur og 26 leiki. Karpov hefur nú hlotið 2'A vinn- ing er Portisch 1V4. Sá sem sigrar hlýtur 12000 doilara f verðlaun. Ljubojevic vann Petrosjan f 4. skák þeirra og hafa þeir nú báðir tvo vinninga. Dili, Tfmor, 13. sept. Reuter A.M.K. 20 indónesfskir hermenn eru sagðir hafa laumazt inn fyrir landamæri portúgölsku nýlend- unnar Tímor og segir í fréttum að hersveitir Fretilin- hreyfingarinnar, sem ræður mestu í nýlendunni, hafi um- kringt þá og náð af þeim ein- hverju af vopnum. Þetta er haft eftir taismönnum Fretilin, sem er vinstrisinnuð hreyfing og vill að Vestur-Tfmor verði sjálfstætt rfki þegar í stað. Hinar hreyfingarnar tvær, sem sótzt hafa eftir völdum f nýiendunni, UDT, sem áður vildi náið samstarf við Portúgal, og Apodeti hafa nú báðar lýst þvf yfir að þær séu fylgjandi þvf að vesturhfuti eyjarinnar verði sameinaður austurhlutanum, en honum ræður Indónesfa. Leiðtogar Fretilin hafa óskað eftir góðu samstarfi við stjórnir Indónesíu og Ástraliu, en Adam Malik utanríkisráðherra Indónesíu sagði í dag, að Indónesía gæti ekki liðið núverandi ástand á Vestur-Tímor, þar sem hundruð manna hefóu látið lífið í bardögum undanfarið. Malik sagði að þessi orð hans væru aðvörun til stjórnar Portúgals, sem enn ber formlega ábyrgð á ástandinu á Tímor. Malik hefur átt fund með fulltrúa stjórnar Portúgals, dr. Antonio Santos, og er verið að reyna að koma á viðræðum í portúgölsku nýlendunni Macao um framtíð Vestur-Tímor, með þátttöku Indónesíu, Portúgals og frelsis- hreyfinganna þriggja á eynni. Fulltrúar Fretilin segjast ekki Nýr forseti í Argentínu í dag munu setjast niður til viðræðna með fulltrúum UDT og Apodeti, enda ráði þeir nú nýlendunni. Enn eru einhverjir bardagar á Tímor og er barizt um borgir og landssvæði, sem UDT-menn og Apodeti-menn hafa haldið til þessa. Formaður UDT, Lopos de Cruz, sagði í dag, að hersveitir hreyfingarinnar væru að búa sig Framhald á bls. 2. Buenos Aires 13. september — Reuter. MARIA Estela Peron forseti Argentfnu mun f kvöld Iáta af Streita flugmanna oft orsök mistaka í starfí RUMLEGA 70% flugmanna þjást af streitu vegna hjóna- bandsvandamála, að þvf er dr. Lionel Haward, sálfræðingur við háskólann f Surrey á Bret- landi, segir og fram kemur f nýlegri frétt f The Times. Dr. Haward telur ennfremur að þessi streita geti haft aivarleg áhrif á frammistöðu flug- manna f starfi. Haward, sem rekur leynileg heilsuhæli fyrir flugmenn, sem þjást af streitu, segir að rannsóknir sýni að 71% flugmanna konunglega flughersins séu haidnir streitu vegna fjölskyldu- eða hjóna- bandsvandamála, og enginn vafi leiki á að tfðnin sé hærri, jafnvel mun hærri, hjá flug- mönnum f farþegaflugi. Dr. Haward segir að lfkur bendi til að streita sé helzti þátturinn í mistökum flug- manna í flúgi, en í fyrra til- kynnti Alþjóðasamband flug- félaga, IATA, að helmingur allra flugslysa væri af völdum mistaka flugmannana, eins og t.d. að gleyma að skipta á milli eldsneytistanka, fylgjast með mælum og tækjum og almennu ónæmi fyrir umhverfinu. Haward segir að sjálft flug- mannsstarfið sé oft orsök hjónabandsvandamálanna sem svo væru orsök streitunnar. Hann Iýsti því yfir á ársþingi brezku vísindaþróunarsamtak- anna að með tilliti til þess að 142 flugslys hefðu orðið á síð- asta ári, þar sem um tvö þúsund farþegar fórust, væri tímabært að miklu meiri gaumur væri gefinn að því vandamáli sem streita flugmanna er, og víð- tækari rannsóknir bæri að hefja á eðli þess. völdum „um stundarsakir" af heilsufarsástæðum og Italo Árgentino Luder öldunga- deildarþingmaður verður svar- inn inn f embætti við hátfðlega athöfn. Frú Peron, sem er 44 ára, hefur á sfðustu vikum oft brostið f grát eða fallið f yfir- lið við opinber störf, og á hún að taka sér hvfld og vera undir læknishendi f einn til einn og hálfan mánuð. Eftir 14 mánaða valdatíma hefur stjórn hennar átt f höggi við sfvaxandi stjórnmála,- efnahags-, verkalýðs- og hervandamál og er frú Peron að mestu rúin völdum og virðingu. Luder öldungadeildaþing- maður er 58 ára Perónisti og forseti öldungadeildarinnar. Hann verður fimmti forseti Argentínu sfðan Perónistar tóku völd á ný í maí 1973. Hann er af ítölsku bergi brotinn, sagður hægfara og vilja samráð við stjórnar- andstöðuna, en ekki er vitað hversu mikil raunveruleg völd hans verða. Corvacho rekinn Lissabon 13. september AP-Reuter. EINI svæðisforingi portú- galska hersins sem vitað er að fylgir kommúnistum að máium, Eurico Corvacho hers- höfðingi, hefur verið rekinn úr starfi og hefur hægfara her- foringi komið f hans stað, að þvf er áreiðanlegar heimildir hermdu f dag. Eftirmaður Corvachos, Antonio Pires Velos hershöfðingi tók við völdum f Oporto f gær. Hann var einn helzti stuðnings- maður Vasco Goncalves fyrr- um forsætisráðherra og var rekinn úr byltingarráðinu f fyrri viku um leið og Goncalves. öll fjögur svæðis- fylki Portúgals eru nú undir stjórn andkommúntskra hers- höfðingja. Áreiðanlegar heimildir hermdu í morgun, að þjóð- stjórn Portúgals yrði tilkynnt f dag, en fréttamenn ýmsir töldu líklegra að vegna þeirrar hörðu afstöðu sem helztu stjórnmálaflokkarnir hafa tekið í stjórnarmyndunarvið- ræðunum, þá kunni stjórnar myndunin að dragast fram á mánudag eða þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.