Morgunblaðið - 14.09.1975, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975
7
8r. BOLLI
GÚSTAFSSON
í Laufási:
himninum. Hversu fagurlega
skartar þjáningin. Dauði í
nánd og undanfari hans er
kvíði, þessi óumflýjanlega
þjáning. Samt er allt svo
fagurt hér við Eyjafjörð eða
austurí heiðalöndum Þing-
eyjarsýslu. Mjúkar mosa-
þembur, fjalldrapi og víðir.
Blöðin dimmgræn, gul, fjólu-
blá, fölrauð og dumbrauð.
Engin árstíð býr yfir svo
margslungnum litbrigðum og
jafnmikilli kyrrð hérá norður
slóð. En safinn rennur ekki
lengur frjáls um æðar blað-
anna, líf þeirri er að fjara út.
Á morgun falla þau hægt til
jarðar, til þess að samlagast
moldinni. Og þó, þau eru
lífsmagn I stundarviðjum,
þeirra bíður hlutverk við upp-
risu nýs vors,— Þegar Jesús
Kristurfann dauðann nálgast
bjó hann postula sína undir
viðskilnaðinn. Honum virtist
þá innanbrjósts líkt og for-
eldri, sem er að kveðja börn
sín, þegar ótímabæran gest
hefur borið að garði, er kallar
það á brott með sér. Ekkert
vitum við jafn öruggri vissu,
að öll bíðum við þessa dular-
fulla gests, sem vekurgeig
og síðan trega, sára sorg,
jafnvel örvæntingu. Jesú
Kristi var eins farið og góðu
foreldri. Er hann fann dauð-
ann nálgast, varði hann
nokkrum tíma að undirbúa
börnin sín. Þau vildi hann
ekki skilja eftir munaðarlaus.
En postularnir virtust tapa
áttunum, þegar hann var svo
handtekinn og leiddurá
brott. Þeir sáu sitt óvænna
og flýðu út í næturmyrkrið.
En orð Jesú gleymdust ekki.
Þeir tóku þau með sér á
flóttanum. „Það er ykkur til
góðs, að ég fari burt; því fari
ég ekki burt, mun huggarinn
ekki koma til yðar." Þegar
hann talar um huggarann, á
hann við heilagan anda.
Hann sér fyrir, að kirkjan
samfélag lærisveinanna,
verður farvegur andans til
mannanna.
— Um þessar mundir eru
skólar að hefjast. Víðs vegar
um landið búa ungmenni sig
undir að yfirgefa heimili sín
og halda mislangan veg til
náms. Sum þeirra munu jafn-
hliða skólanámi búa sig undir
fermingu, ganga til prests-
ins. Allt frá því þau fóru að
gera sér grein fyrir umhverfi
sínu og höfðu fundið orðabrú
yfir í huglönd ástvina sinna,
þá hafa þau notið leiðsagnar
þeirra. Þeim varsnemma
gerð grein fyrir skírninni, að
við laugina voru þau tekin
inn í kirkju Krists. Brátt lærðu
þau fyrstu bænirnar og
glöddust, voru talsvert
hreykin yfir þeim áfanga að
geta hjálparlaus spennt
greipar og borið fram bæna-
vers. Þá vöknuðu ýmsar
spurningar, sem hiklaust
voru bornarfram. Þótt marg-
ar þeirra reyndust fullorðna
fólkinu ofviða, þá var
trúnaðartraust barnsins svo
sterkt,að það lokaði augun-
um ánægt að kveldi í trausti
þess, að mamma og pabbi
gætu leyst úr spurningunum
síðar. Þau höfðu sagt: ,,Þú
veizt það, er verður þú stór".
— Árin liðu í öryggi innan
heimilisveggjanna og sjón-
deildarhringurinn sýndist svo
nærri í fljótu bragði. En er
fram liðu stundir virtist
sjónarröndin fjarlægjast,
myndflöturinn víkkaði og þá
„Mig skelfir ei
þó skyggi að”
fóru ýmsir nýir drættir að
bætast í myndina, er við
barninu blasti, sumir fíngerð-
irfagrirog haganlega gerðir,
aðrir grófir og Ijótir. Það
kviknaði efi um ýmis atriði,
sem fyrstu árin virtust óbif-
andi staðreyndir, m.a. var
óskeikulleiki þess fróðleiks,
sem mamma og pabbi höfðu
veitt, dreginn mjög í efa.
Pabbi var ekki lengur
sterkasti maður heims og
mamma gerði sig seka um
alls kyns vitleysu. Og þegár
nær dregur því tímabili, sem
við köllum gelgjuskeið, þeg-
ar barnið breytist í ungling,
þá skortir í mörgum tilvikum
mjög á jafnvægi sálarlífsins
og öfgafullar myndir eru
dregnar upp af ástvinum,
sem eru allt í einu og að
ósekju sagðir gjörsamlega
ómögulegt fólk, sem ekkert
skilureða a.m.k. vill ekkert
skilja. Það er vorleysing ævi-
skeiðsins, þegarlæknir
breytast allt i einu í fljót,
byltast fram eins og þeir ætli
engu að eira. — Það er um
það leyti, sem gengið er til
spurninga og presturinn ber
fram öll þessi hátíðlegu og
háfleygu orð um Guð og
góða siðu. Afneitunin er á
næsta leiti, löngunin til að
vísa þessu málrófi um mann-
gildi, skyldur og trúartraust
veg allrar veraldar og stand á
eigin fótum, þarsem brjósk
hafði breytst í bein. „Það er
ykkur til góðs, að ég fari
burt," sagði Jesús. Við get-
um sagt við unglingana:
„Það er ykkur til góðs, að þið
reynið að standa á eigin fót-
um og glímið af djörfung og
bjartsýni við lífið. Ástvinanna
nýtur heldur ekki að eilífu.
En gætið að einu. Það er
erfitt, hvort heldur þið veljið
að sæka á brattann eða hald-
ið undan brekkunni. Hið
síðarnefnda er auðvelt og
Ijúft i upphafi. Lífsreynsla
manna hefur ótvírætt leitt
það í Ijós, að ávextir erfiðisins
eru misjafnir, eftir því hvor
leiðin er valin. — Á dögun-
um hitti ég mann á förnum
vegi. Atvikin höguðu því svo,
að fyrir fáum árum tókst með
okkur tveim allgóð vinátta,
þótt hann sé reyndar tveim
áratugum eldri en ég. Þessi
kynni eru mér þakkarefni,
því ég hefi lært eitthvað nýti-
legt í hvert sinn, sem við
höfum tekið tal saman,
enda þótt við séum ekki
endilega alltaf sammála.Það
er vegna þess, að vinur minn
hefur glímt knálega við lífið,
og leitaðá brattann. Þótt
líkamleg heilsa þessa
manns sé biluð, þá verður
það ekki fundið, ef þú réðir
við hann. Hann er skáld.
Hugmyndaauðgi, andleg
alúð og fögnuðurinn yfir
dásemdum lífins bera allt
annað ofurliði, þótt skugga-
hliðar dyljist honum ei.
„Meðan við sleppum ekki
þeirri trú, að unnt sé að gera
heiminn betri og hægt er að
sætta andstæðinga og
kveikja lítil kærleiksljós, enda
þótt geislar þeirra dragi
kannske skammt, þá er lífið
hér á jörð einhvers virði."
Þetta sagði hann við mig á
dögunum. Ég spurði hann þá
hvort hann ætti ekki eitthvað
í fórum slnum, sem ætti
erindi til ungmenna, sem ég
þyrfti að ræða við innan
skamms. „Á liðnum vetri
varð til lítið Ijóð". Hann hafði
kvæðið hægt yfir og þegar
kom að síðasta erindinu,
stanzaði hann og sagði:
„Kannske þú leggir þetta á
minnið og flytjir þeim þetta,
sem kveðju mína:
Mig skelfir ei þó skyggi að
og skaflar tefji spoo
því ég á næga sumarsól
í sinni fram á vor."
Vinur minn, skáldið frá
Djúpalæk, kvaddi og gekk
brosandi sina leið. Það er
einmitt þetta innra sólskin,
andle.gt lífsfjör, sem við
öðlumst, ef við veljum ekki
auðveldustu og
auvirðulegustu leiðina,
heldur sækjum á brattann.
Þá erum við ekki ein, heldur
finnum við glögglega til
návistar sannleiksandans.
Það er æðsta hnossið i
þessum heimi að finna sig
leiddan af anda Guðs til þess
að starfa og tjá sig
óhræddur. Þá skelfumst við
„ei þó skyggi að" hið ytra „og
skaflar tefji spor". Það
kraftaverk Guðs styður trú
okkar og gæðir hana
lifsmagni, að hann hefur i
sannleika gefið okkur anda
sinn til huggunar í raunum
og til allra góðra athafna og
manndóms, en um fram allt
til eilífs lífs fyrir drottin vorn,
Jesúm Krist, hinn krossfesta
og upprisna frelsara.
leÉur,
Ijósmynair
ný Ijósmyndastofa
TÖKUM EINGÖNGU LITMYNDIR
LeÉur.
Ijósmyndir
BARNAMYNDIR
FJÖLSKYLDUMYNDIR
BRÚÐARMYNDIR
FERMINGARMYNDIR
PASSAMYNDIR meðan
beðið er.
Laugavegi 96. Simi 21151.
NU ER m
OTSOLU
MARKAÐURINH
J^\\
I NYJU HUSNÆÐI
AÐ
LAUGAVEGI 66
I sama huslvló
miólna a verzlun
okkar
Ótrúlegt
vöruúrval
á frábærlega góðu
iii
| j Terelyne & ullarbuxur í miklu úrvali
Q Föt með vesti Pils og kjólar
i Bolir [~l Stakir kvenjakkar
j | UFO fíauelisbuxur.
Nú er hægt að
gera reyfarakaup
Laugavegi 66, sími 28155
/f\