Morgunblaðið - 14.09.1975, Side 11

Morgunblaðið - 14.09.1975, Side 11
Hefur setið alla aðal- fundina nema einn ERLENDUR Arnason á Skíð- bakka í Austur-Landeyjum hefur átt sæti á öllum aðal- fundum Stéttarsambandsins nema einum. Erlendur er fæddur á Skfðbakka og tók þar við búi eftir föður sinn 1934 en býr nú aðeins að litlu leyti því börn og tengdabörn hans hafa tekið við búinu. Við spurðum Erlend um fyrstu búskaparár hans. „Um þær mundir, sem ég var að hefja búskap, kom fyrsta vakningin um vélvæðingu og var þá farið að nota hesta fyrir vélar. I Landeyjunum hefur verið þurrkað og ræktað upp mikið land frá því að ég hóf búskap. Á þessum tíma fundu menn til þess að hafa engin hagsmunasamtök, sem gætu staðið vörð um hagsmuni bænda. Á fundum Búnaðar- sambands Suðurlands árið 1944 og jafnvel fyrr var farið að ræða það í alvöru að stofna þyrfti stéttarsamband en Búnaðarfélag Islands hefur frá stofnun sinrú unnið að fræði- legum þáttum og leiðbeiningar- Erlendur Arnason á Skfðbakka. þjónustu við bændur á sviði ræktunar og búpenings." Var ekki í fyrstu deilt eitt- hvað um hver ættu að vera tengslin milli Stéttarsambands- ins og Búnaðarfélagsins? „Jú, það var ágreiningur um hvernig ætti að haga þessum samtökum. Sumir vildu að þetta væri deild i Búnaðar- félaginu en á stofnfundinum var samþykkt að Stéttar- sambandið yrði byggt upp af búnaðarfélögunum i Sveit- unum og er svo enn. Hreppa- búnaðarfélögin kjósa tvo kjör- menn en síðan koma kjörmenn í hverri sýslu saman og kjósa tvo fulltrúa á aðalfund Stéttarsambandsins fyrir hverja sýslu. Ég tel að það hafi verið mikið gæfuspor fyrir bændur og bændasamtökin að upp úr Laugarvatnsfundinum fyrir 30 árum, þegar Stéttar- sambandið var stofnað, náðist fljótlega full samstaða og ein- ing og ég tel að einingin hafi haldizt vel allt til þessa dags.“ En hvað hefur áunnizt með starfi Stéttarsambandsins þessi 30 ár? „Þó ekki sé um að ræða neinn lokaáfanga hefur margt miðað í rétta átt og miða ég þá við bændastéttina í heild. Búin hafa stækkað og afurðirnar aukizt. Stéttarsambandið hefur reynt að gæta hagsmuna okkar, þó ég telji að enn vanti töluvert á að bændur hafi náð sambæri- Framhald á bls. 37 i — MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975 11 — Byggðin var Framhald af bls. 10 Djúpið og hafa menn orðið að notast við litlar dísilvélar. Nú er unnið að tveimur virkjunum en báðar eru þær smáar. Önnur þessara virkjana er i eigu einstaklings úr Reykjavik, sem þarna á jörð. Frá hinni er fyrir- hugað að leggja linu i Naut- eyrarhrepp og i ögur en það er hæpið að það hafist fyrir haustið.“ — Ekki stórir byggðakjarnar Framhald af bls. 10 breytnina og um leið möguleika yngra fólks til að finna sér at- vinnu við sitt hæfi úti um land. Við verðum að gera okkur grein fyrir að á næstunni verður ekki um að ræða fjölgun þeirra, sem starfa að land- búnaði. I sveitum verða að vera fyrir hendi skilyrði fyrir ungt fólk að vinna að öðrum störfum en landbúnaði, þá getur það verið að þó að fólk sé alið upp í sveit sé það ekki hneigt fyrir búskap. Það er ekki lausnin á byggðamálunum að stofna stóra byggðakjarna heldur þarf að dreifa byggðinni í smákjarna í sem flest sveitarfélög og stað- reyndin er sú, að þau sveitar- félög, sem hafa slika byggðar- kjarna eru fjárhagslega sterk- ari og minni hætta er á að byggð í næsta nágrenni fari í eyði.“ Húsbyggjendur Einangrunar- plast Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavlkursvæðið með stuttum fyrirvara. Afhending á byggingarstað. HAGKVÆMT VERÐ. GREIÐSLÚSKILMÁLAR Borgarplast hf. Borgarnesi sími: 93-7370 Kvöldsími 93-7355. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? ÞL AUGLÝSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ ALGLYSIR I MORGt NBLADINl Lágu haustfargjöldin okkar lengja sumaríð hjá þér 30% lækkun á fargjöldum býöur upp ásumarauka fyrir okkartil Evrópu á tímabilinu þig í stórborgum Evrópu. 15.september til 31.október, FUJGFÉLAG LOFTLEIDIR ISLANDS Félög meó eigin skrifetofur í 30 stórborgum erlendis i • a-mumm* mmmmrnnmmm* mm m ■ ■ <j m M

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.