Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTOBER 1975 Lofsvert framtak Ekki mun langt síðan franska bókasafnið við Laufásveg var opnað almenningi, en þó hefur þar farið fram ýmiss konar menningarstarfsemi, sem athygli hefur vakið og einkum hafa það verið kynningarsýn- ingar á ýmsum greinum mynd- listar. Þessar sýningar hafa verið mjög misjafnar og upp- hengingu iðulega ábótavant, enda bjóða þröng húsakynnin ekki upp á mikla fjölbreytni á því sviði, en lakara verður þó að teljast, að frágangur hefur ekki verið sem skyldi þar sem slfk menningarþjóð á hlut að. En nú hefur verið sett upp óvenjuleg og jafnframt merki- leg sýning. Er hér um að ræða kynningarsýningu á frönsku impressjónistunum, en á síð- asta ári voru 100 ár liðin síðan þeir komu fyrst fram. Sýningin fer þannig fram, að á tveim misstórum tjöldum eru samtim- is sýndar litskyggnur, — á minna tjaldinu eru málverkin sýnd í heild sinni, en á stóra tjaldinu eru einstakir hlutar verkanna sýndir mjög stækkað- ir og eru myndirnar útskýrðar um leið á frönsku eða ensku allt eftir óskum sýningargesta. Sýningin fer fram í þrem her- bergjum samtfmis þannig, að tjöldin eru samtals 6 og mynd- flokkarnir jafnmargir þ.e. tveir myndflokkar í hverju herbergi sem skiptast þannig: 1) „Konan“, „Hið malerfska“ 2) „Impressjónistarnir og þjóð- félagið“, „Þróun impressjón- ismans" 3) „Náttúran", „Manneskjan í málverkinu". Allt er þetta fróðlegt og vel sett fram, en menn verða líka að gefa sér góðan tíma ef allt á að koma til skila, en að sjá þetta allt á þennan hátt á einum stað veitir einstakt tækifæri fyrir fólk til að kynnast og komast til botns í þessari listastéfnu. Segja má, að impressjón- istarnir Cézanne, Degas, Gauguin, Van Gogh, Manet, Monet, Renoir, Seurat, Sisley, Toulouse Latrec o.fl., hafi upp- götvað litinn í sjálfu sér, þeir boðuðu að skuggi væri ekki vöntun á lit heldur litur með minna ljósmagni, þeir uppgötv- uðu í blæbrigðum ljóss, lita og endurskins hin beinu áhrif náttúrunnar. Brautryðjendur íslenzkrar nútímalistar, Ásgrímur Jóns- son, Jón Stefánsson og Jóhannes Kjarval, voru allir undir mjög sterkum áhrifum frá impressjónistunum, svo sem allir geta sannfærzt um á þessari sýningu. — Almenningur og ekki sizt gagnrýnendur fengu ofbirtu í augun er impressjónistarnir komu fyrst fram og að sjálf- sögðu voru þeir sallaðir niður enda framúrstefnulistamenn síns tíma. Margir þeirra lifðu sárustu neyð og mörg dæmi eru þess að þeir skiptu á málverki og máltíð í einhverju veitinga- húsanna og þá oftast eingöngu fyrir manngæzku veitinga- mannanna, sem höfðu samúð með þessum furðufuglum. En sennilega hafa máitíðir sjaldan verið hærra verði greiddar því að jafnvel minnstu málverk þessara manna eru tugmilljóna virði í dag! Heimildir segja að veitingastofa eins veitinga- mannsins hafi verið þéttskipuð myndum eftir Claude Monet, en enginn veitingastofa mun geta státað af slikum auðæfum í dag. Eiginkona Edouard Manet gat ekki selt nema hinar minni myndir eftir hann, að honum látnum, og brá þá á það ráð með hjálp sonar síns að flytja stór og mikil málverk ofan af háalofti og búta þau niður i margar litlar myndir, þar á meðal nokkur höfuðverk Manets! Flestir munu vita að Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Sýning Ragnars Páls Ég vil víkja nokkrurn orðum að sýningu Ragnars Páls í óbeinu framhaldi af pistli mín- um um impressjónistana. Ekki svo að skilja að sýning Ragnars sé í nokkru samhengi við þá listastefnu, eða minni á vinnu- brögð þeirra, það væri þá að líkja saman slípuðum eðal- steinum og lituðum eftirlfk- ingum, — hins vegar vík ég þar að listmati almennings, sem hér kemur einnig við sögu. Framgangsmátinn á bak við þessa sýningu þykir mér í meira Iagi undarlegur, svo sem fram kemur I auglýsingum í hljóðvarpi og í fréttum blaða, en þar telur Ragnar Páll mjög hallað á sinn hlut af hálfu fyrra sýningarráðs, sem að meiri hluta var skipað listamönnum er allir sem einn höfnuðu honum, hið sama gerðist áður hjá sýningarráði Norræna húss- ins, en þar treysti sér enginn til að styðja umsókn hans og enginn sat hjá. Hér heldur Ragnar sér fram sem píslarvotti og skírskotar til almennings að kveða upp sinn dóm um rétt- mæti ákvörðunar sýningarráðs- ins fyrra. I stað þess að draga nokkurn lærdóm af slíkri reynslu hefur Ragnar Páll nú sem sagt ákallað almenning til að kveða upp sinn dóm, sem vafalítið á að vera hinn eini rétti líkt og dómur almennings fyrir 100 árum, og raunar á öllum tímum. En sé sagan skoðuð niður f kjölinn voru engir sannari mannvinir né báru rikari sam- kennd með almenningi síns tíma en einmitt hinir vanmetnu listamenn, sem leituðu gullsins í sjálfri listinni en ekki i pyngju almennings. Aðrir aftur á móti notfærðu sér vanþekk- ingu og óþroskað listmat al- mennings og hlutu aura hans og hylli að launum. í Hollandi og viðar eru til verksmiðjur er framleiða mál- verk á heimsmarkaðinn á færi- böndum, myndir þessar eru settar í fallega ramma og sendar í stórum gámum til Ameríku t.d., og aftan á mál- verkin er stimplað „Hollenzk list“. Hægt er að fá keyptar slíkar stimplaðar myndir, landslag, vinsæl abstrakt mótív o.s.frv. Margir munu Meðal mynda, sem sýndar eru á litskyggnum f franska bökasafninu, eru margar eftir Pierre Auguste Renoir, og getur hér að líta teikningu, sem er einkennandi fyrir vinnubrögð meistarans. van Gogh lifði í sárustu fátækt og seldi ekki eina einustu mynd allt sitt líf, þrátt fyrir margar tilraunir. Hann á þó að hafa selt eina mynd, en það var bróð- ir hans Theo, sem lét vin sinn kaupa myndina og galt fyrir hana úr eigin vasa. Van Gogh varð þá svo upp með sér yfir hinni meintu sölu að hann málaði lengi á eftir í sigurvímu, sem óður væri. Holiendingar hafa byggt risastórt safn yfir myndir hans í Amsterdam við Paulus Potter-götu og mun til- tölulega stutt síðan það var opnað. Þess er óþarft að geta að á sama tíma var uppi fjöldi málara er betur féll í „smekk“ almennings og lifðu sem blómi í eggi á hans vegum, en eru nú fyrir löngu gleymdir. Ég geri ráð fyrir að almenn- ingi í dag finnist, að fólk fyrir hundrað árum hafi verið í meira lagi skrýtið, jafn gull- fallegar og þessar myndir þykja nú, en sagan er einungis stöðugt að endurtaka sig þvf að almenningur virðist jafnan ára- tugum á eftir samtíð sinni hvað listmat áhrærir. Hins vegar lif- ir og hrærist listamaðurinn í hringiðu samtíðar sinnar. Eitt- hvað mun þetta þó vera að breytast miðað við gífurlega að- sókn á nútímalistasöfn og sýn- ingar viðsvegar um þessar mundir. En sem sagt þá gefst almenn- ingi nú einstakt tækifæri til að kynna sér list impressjónist- anna og þróun þeirra í húsa- kynnum franska bókasafnsins, og hvet ég sem flesta að láta ekki þetta einstaka tækifæri fram hjá sér fara. Framhalds- skólar ættu að senda bekkjar- deildir sfnar í skipulegum hópum á sýninguna í samráði við forsvarsmenn hennar, en listfræðsla er, sem kunnugt er, algjörlega f molum á því skóla- stigi í okkar kerfi. Gott væri ef möguleiki væri á að senda sýn- inguna til Akureyrar og jafnvel vfðar. Að lokum þakka ég sér- stætt og lofsvert framtak franska bókasafnsins. Ragnar Páll. í fjarska er portrett af dr. Kristni Guðmundssyni fyrrverandi utanrfkisráðherra. kannast við hlaupagæðinga- og veiðihundamyndir sem koma frá Englandi f tonnatali. Slík „skilirí" eru mjög vinsæl meðal almennings -enda rjómabollu- sala á varningnum. Ramma- gerðin f Hafnarstræti auglýsti um árið umboð sitt fyrir japanskri portrett-list. Ahuga- samir þurftu einungis að senda Ijósmynd af sér í umslagi og ákveðna peningaupphæð, 15—25 dollara að mig minnir, og fengu innan skamms tíma málaðar portrett-myndir af sér. Nú hef ég eingöngu gaman af þessu og get vel skilið það fólk, Framhald á bls. 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.