Morgunblaðið - 19.10.1975, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 19.10.1975, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1975 45 VELVAKAIMOI Velvakandi svarar I síma 10-100 kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- daas. 0 Vargfugl 1 Bændaspjalli s.l. föstudag var lesið upp athyglisvert bréf frá konu í Hrunamannahreppi. Fjall- aði það að mestu um vargfugl, usla sem hann gerir í varplöndum og meðal fugla, sem ekki standast honum snúning og það, hvort út- rýma ætti honum eða lofa honum að halda áfram að vinna að útrým- ingu annarra fugla, óáreittum að mestu. Bréfritara þótti ekki vel að verki staðið hvað snerti baráttuna við svartbakinn og gagnrýndi hvað honum væri gert létt fyrir í lifsbaráttunni, þar sem haugar af lostæti væru við hvert sláturhús og fiskverkunarstöðvar um allt land. Þá var sagt frá tilraun, sem gerð hafði verið til að eitra fyrir varginn. Tvær skjátur hafði af einhverjum orsökum rekið upp í fjöru og voru hræin eitruð í þeirri von, að vargfuglinn biti á agnið. Ekki tókst þó betur til en svo, að eitrið varð haferni — hinum mesta sparifugli — að bana. I bréfinu setti konan loks fram þá frómu ósK, að nú yrði farið að huga að þvi, að gera eitthvað raunhæft í þvi að útrýma þessum friðspillum I fuglaríkinu. Stundum hafa orðið blaðaskrif um útrýmingu af þessu tagi og hafa menn þar ekki orðið á eitt sáttir. Sumir mega ekki heyra það nefnt, að stuggað sé við nokkurri lífveru í ríki náttúrunnar — telja jafnvel, að með þvi myndi hring- rásarkerfið ruglast. Þeir eru þó sjálfsagt fleiri, sem vilja mikið til vinna svo að blessaðar endurnar og aðrir sakleysingjar fái frið við uppeldisstörf sin, enda þótt mávurinn geti tekið sig vel út á mávastellum, í leikriti eftir Tsjekov og Jónatan Livingston mávur hafi verið dálitið sér- stakur. Hins vegar virðast menn ekki geta orðið á eitt sáttir um hvernig bezt sé að standa að þessu útrým- ingarstarfi. Þótt einn og einn lög- regluþjónn skreppi með riffil niður að Tjörn stöku sinnum er ekki von til þess að slikar aðferðir reynist notadrjúgar í þessari bar- áttu. Það er því kominn timi til að farið verði að ræða þetta mál í alvöru — I fyrsta lagi hversu mikið tjón vargfugl vinni árlega, hvort ætlunin sé að láta hann í friði á kostnað annarra fugla, og hvernig bezt sé að vinna á honum, ef yfirleitt er ætlunin að gera það. hefði ég nægan tfma til að af- henda jólablómin mfn hjá Sandellshjónunum og prestinum áður en ég ætti að vera kominn til frú Motander klukkan scx. Já, hin elskulega vinkona mín, frú Motander, hafði sem sé boðið mér að koma og halda hátfðlegt jóla- kvöldið hjá þeim og það þótti mér auðvitað ALDEILIS UNAÐS- LEGT, eins og þið getið fmyndað ykkur. En hvorki Arne né Bar- hara voru heima og það fannst mér nú satt að segja ANSI SKRÍTIÐ. Ég hringdi fyrst dyra- bjöllunni á dyrunum bakatil á húsinu og þær voru ekki læstar, svo að ég gekk inn f ganginn og hrópaði upp stigann. Þvf næst gægðist ég inn f eldhúsið, en þar var enginn og ekki heldur f stof- unni... já ég skal alveg viður- kenna að ég gáði reyndar f hverju herbergi f fbúðinni, því að mér fannst þetta svo kyndugt. Hún lýsti með tilþrifum athöfn- um sfnum og sjaldan hefur hún haft áhugasamari áheyrendur, enda naut hún sfn til fullnustu. — Já, hvað átti ég eiginlega að gera. Ég setti hyasintuna mfna á borðið f forstofunni og fór niður aftur. En til að vera nú alveg viss • Fína fólkið og öryrkjarnir örn Sveinsson skrifar: „Velvakandi góður. 1 fréttum nýlega var sagt frá tilraunum öryrkjabandalagsins til að fá eftirgjöf tolla á bifreið, sem bandalagið ætlaði að hafa fyrir starfsemi sína hér í Reykja- vík. Þetta gekk treglega og var bandalaginu synjað. Astæðan var m.a. sögð sú, að ekki ættu aðrir kröfu á eftirgjöf tolla á bifreiðum en ráðherrar og sendiráðsstarfs- menn. Það er kannski til of mikils mælzt að biðja um svar — en hvenær byrjaði þessi dómadags- vitleysa eiginlega? Hver er hugsunin á bak við þetta og er ekki ætlunin að breyta þessu? Ég bendi á, að nú er ekki árið 1875 heldur 1975. Ég veit ósköp vel, að fríðindi sendiráðsstarfsmanna eru gömul hefð, og hingað til hef ég ekki fengið viðunandi skýringar á þvi hvers vegna ekki er hægt að rjúfa þessa hefð. Þetta með ráðherra- friðindin er nýrra, og að þvi leyti verra, að mönnum skuli hafa dottið sú vitleysa í hug á þessari öld. Nú vita allir, að bæði ráðherrar og sendiráðsstarfsmenn þurfa að komast leiðar sinnar eins og annað fólk. En fá þeir ekki sín laun fyrir sína vinnu, eins og allir, sem þurfa að greiða tolla af þessum nauðsynlegu tækjum? Það mun vera gildandi einhver alþjóðlegur samningur um frið- indi sendiráðsstarfsmanna, sem virkar þannig t.d., að við veitum sendiráðsstarfsmönnum annarra ríkja hér á landi ákveðin friðindi gegn því að okkar menn njóti sömu friðinda annars staðar. Mér finnst liggja I augum uppi, að okkar menn séu látnir greiða skatta af launum sínum, rétt eins og annað fólk. Samkvæmt reglum um sendiráð telst sendiráðið yfir- ráðasvæði þess rikis, sem rekur það, og þvi sé ég ekki hvers vegna Islenzkir ríkisborgarar á islenzku yfirráðasvæði geta ekki borgað skatta og gjöld af launum, sem íslenzka rikið greiðir þeim. Með tollfríðindin gegnir ofur- litið öðru máli. Það væri ekki beint handhægt að láta íslenzka sendiráðsmenn greiða tolla hér af neyzluvarningi, sem keyptur er erlendis. Hins vegar gætum við Islendingar haft frumkvæði um það að segja upp þessum samn- ingi um fríðindi sendiráðsmanna, a.m.k. einstökum ákvæðum hans. Þannig mundum við ekki ætlazt til þess að íslenzkir sendiráðs- starfsmenn fengju friðindi annars staðar og létum heldur ekki erlenda sendiráðsmenn njóta þeirra hér. í nútimaþjóðfélagi, þar sem keppt er að jafnrétti þegnanna, á svona della alls engan rétt á sér. Það er kominn timi til að við íslendingar látum tala um okkur fyrir eitthvað skynsamlegt, eins og það að breyta þessum yfir- stéttarverndarreglum. Stjórn- málamenn geta ekki vænzt þess, að almenningur taki mark á tali þeirra um jöfnuð og réttlæti þegar þeir vilja setja sjálfa sig og einstakar stéttir skör hærra en þá, sem eiga að borga fyrir þá. Örn Sveinsson." Q Pétur boðinn velkominn til starfa Guðrún Benediktsdóttir skrifar: „Velvakandi. Ég gladdist innilega eins og ég væri að heyra i gömlum lang- þráðum vini er ég heyrði hina skemmtilegu rödd Péturs Péturs- sonar i útvarpinu morguninn 11. október s.l. eftir fjarveru. Ég er þess fullviss, að ég tala fyrir munn fjölmargra hlustenda, en ég óska þess að við fáum að vakna við hina hressilegu rödd og oft hugljúf lög sem oftast á morgn- ana i vetur. Guðrún Benediktsdóttir." Kálið er nú ekki endilega sopið þótt i ausuna sé komið. Það sannaðist þegar Pétur varð að renna af hólmi sakir hæsi s.l. föstudag. Aðdáendaklúbbur Péturs sendir honum beztu óskir um skjótan bata. HÖGNI HREKKVÍSI „Þetta er einhver nýr strigabassi!“ SIG6A V/öGA g 1/LVEgAk wvtffa VöK9öLt60 WL\óQ VtöMimOáÚ0?/NN^ 49KöHAO?WAWAOblWN 4 0KKOW BSM TOW A9 wmw PHILIPS 30% meira Ijós ávinnuflötinn sami orkukostnaður PhilipsArgenta’ SuperLux keiluperan meö (widjafnanlega birtuglugganum Opiö í kvöld Opið í kvöld Opiö í kvöld HÓT4L /AGA SÚLNASALUR Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og söngkonan Þuríöur Sigurðardóttir Dansaö til kl. 1. Opið í kvöld Opiö í kvöld Opið í kvöld KVARTETT ÁRNA ÍSLEIFS ásamt Lindu Walker skemmtir í kvöld. HOTEL BORG CdW MWL VEW MW- 'MMLíT/ VfjALÍA Uí’R , VMMWólAN /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.