Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1975 26 [ atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna | Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða fulltrúa til starfa á inn- heimtuskrifstofu. Laun skv. 19. Ifl. B.S.R.B. Upplýsingar er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra fyrir 31. okt. 1975. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 116 Reykjavík. Skrifstofustarf Afgreiðslu- og operatorstarf á Bæjarskrif- stofunni í Kópavogi er laust til umsóknar. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða vélritunarkunnáttu og geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 26. október og skal skila umsóknum til undirritaðs, sem veitir allar nánari uppl. ásamt Magn- úsi Á. Bjarnasyni, aðalbókara. Bæjarritarinn í Kópavogi. Laus staða Starf slökkviliðsstjóra í ísafjarðarkaupstað er laust til umsóknar. Starfið felur í sér m.a. stjórn slökkviliðs viðhald tækja og búnaðar og eldfæraeftirlit. Kjör sam- kvæmt kjarasamningum og nánara sam- komulagi. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfs- reynslu berist skrifstofu Bæjarstjóra sem veitir nánari upplýsingar fyrir 10. nóv- ember. Bæjarstjóri ísafjarðar. NORRÆNA BA NKA MA NNA SA MBA NDIÐ (NBU) auglýsir laust starf framkvæmdastjóra (OMBUDSMAN) Norræna Bankamannasambandið (NBU) eru samtök Bankamannasambanda í Dan- mörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. NBU skipuleggur þing, ráðstefn- ur, og námskeið. Starf framkvæmdastjóra hjá NBU er nýtt, og mun framkvæmdastjóri vinna sjálf- stætt undir yfirstjórn Sambandsstjórnar og aðalritara að skipulagningu og fram- kvæmd allra daglegra verkefna NBU. Aukin alþjóðatengsl milli bankamanna eru einnig á starfsskrá NBU. Staðsetning skrifstofu framkvæmdastjóra verður ákveðin eftir samkomulagi, í einhverri af höfuðborgum Norðurlanda. Umsækjandi þarf að geta hafið störf í ársbyrjun 1976. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar af aðalritara NBU, Lennart Lundgren (sími 08/24 69 50 í Stokkhólmi), eða trúnaðarmanni NBU á íslandi, Sóloni R. Sigurðssyni (sími 91-27722). Skriflegar umsóknir sendist fyrir 15. nóvember 1975, til: — NBU's GENERALSEKRETARE, BOX 7009, S 103B1 STOCKHOLM, Sverige. Stýrimann og vélstjóra vantar á rúmlega 100 lesta togbát. Upp- lýsingar í síma 72181. Bakari Opinber stofnun í Reykjavík óskar að ráða bakara hið fyrsta. Vinnuaðstaða er góð og tæki ný. Umsóknum, er greini aldur og fyrri störf, og skal sérstaklega tekið fram, hvenær umsækjandi getur hafið störf, sé skilað á afgreiðslu blaðsins merkt Bakari — 5455. Forstöðustarf Vér óskum að ráða nú þegar forstöðu- mann fyrir Hótel EDDU. Æskilegast að viðkomandi hafi reynslu í hótel og veit- ingarekstri. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu vorri. Ferðaskrifstofa Ríkisins Reykjanesbraut 6, sími 1 1540. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða nú þegar vana götunarstúlku. Laun skv. kjarasamningum ríkisstarfs- manna. Upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 116 Reykjavik. Framkvæmdastjóri H.F. Ofnasmiðjan í Reykjavík óskar að ráða framkvæmdastjóra sem fyrst. Vél- fræðileg- eða skipulagsmenntun er æski- leg og að auki einhver reynsla i störfum eftir skólanám. Skriflegar umsóknir óskast fyrir 22. þ.m. til skrifstofu fyrirtækisins, Háteigsvegi 7. Farið verður með umsóknir sem algjört trúnaðarmál. Kröflunefnd Kröfluvirkjun óskar eftir að ráða vanan rafvirkjameistara til starfa við undirbúning og umsjón með niðursetningu raftækja og frágangi raf- búnaðar í Kröfluvirkjun. Starfið er laust til umsóknar strax og er ráðningartími óákveðinn. Umsóknir um starfið, með upplýsingum um fyrri störf og menntun, sendist skrif- stofu Kröflunefndar, pósthólf 5, Akureyri fyrir 1. desember n.k. Nauðsynlegt er, að væntanlegir umsækj- endur búi yfir starfsreynslu við svipaðar framkvæmdir og ráði yfir enskukunnáttu. Frekari upplýsingar um starfið veitir skrif- stofa Kröflunefndar, Strandgötu 1, Akur- eyri, sími 21 102. Verkamenn Óskum að ráða nú þegar eða síðar röskan lagtækan verkamann til starfa í verk- smiðju okkar. Framtíðaratvinna fyrir góðan mann. Upplýsingar ekki í síma. Sigurður E/íasson h. f. trésmiðja, Auðbrekku 52—54, Kópavogi. Húsvarzla Húsvörður óskast í fjölbýlishús í Hafnar- firði. Um heilsdagsstarf er að ræða. Góð íbúð fylgir. Umsóknir með uppl. um aldur og fyrri störf, sendist Mbl. fyrir 1 nóv. 1 975. merkt: „húsvarzla — 5425" Hjúkrunar- fræðingur Viljum ráða 2 hjúkrunarfræðinga nú þeg- ar. Góð kjör. Uppl. í síma 95-1 329. Sjúkrahúsið Hvammstanga. Atvinna óskast Ung stúlka með stúdentspróf (máladeild) óskar eftir atvinnu frá 8—4 eða hluta úr degi. Tilboð sendist Mbl. merkt: „atvinna — 5427", fyrir 24. þ.m. Starf Vélstjóri, með full réttindi, mikla reynslu í flestu, sem viðkemur vélum, skipum og verkstjórn, óskar eftir starfi í landi. Þeir sem áhuga kynnu að hafa, vinsamlega leggi nöfn sín inn á afgreiðslu blaðsins merkt: „Vélstjórastarf — 2362" fyrir 25. þ.m. Vátryggingarfélag óskar að ráða starfsmann til að annast ýmis störf, m.a. söfnun gagna og úr- vinnslu þeirra. Æskilegt er, að viðkomandi hafi stúdents- verzlunar- eða samvinnuskólapróf og einhverja starfsreynslu. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 27. okt. merkt — 5428. Kröflunefnd Kröfluvirkjun óskar eftir að ráða vanan vélameistara til starfa við undirbúning og umsjón með niðursetningu véla og frágangi vélbúnað- ar í Kröfluvirkjun. Starfið er laust til umsóknar strax, og er ráðningartími óákveðinn. Umsóknir um starfið, með upplýsingum um fyrri störf og menntun, sendist skrif- stofu Kröflunefndar, pósthólf 5, Akureyri fyrir 1 . desember n.k. Nauðsynlegt er, að væntanlegir umsækj- endur hafi vélskólapróf og búi yfir starfs- reynslu við svipaðar framkvæmdir. Enskukunnátta er æskileg. Frekari upplýsingar um starfið veitir skrif- stofa Kröflunefndar, Strandgötu 1, Akur- eyri, sími 21 102.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.