Morgunblaðið - 19.10.1975, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 19.10.1975, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTOBER 1975 39 Það tekur nokkra stund að átta sig á þvi, að Áslaug er ekki lengur meðal okkar. I rúm 40 ár bjuggum við í sama húsi, og er því ekki nema eðlilegt að nokkur tími líði þar til við venjumst að breyting er orðin á. Þetta er langur tími, sem ljúft er að minnast, en minn- ingarnar geymast, og þar ber eng- an skugga á aldrei ósætti né orða- hnippingar, og átti Áslaug sinn ríka þátt f að svo var með sinu elskulega viðmóti. Sama var hvort fundum bar saman á götu úti eða I húsum inni, alltaf sama hógværð- in og bjarta brosið. Þessi skapgerð Áslaugar hefur áreiðanlega verið henni mikil stoð í lífinu, þvf ekki var lífið henni leikur einn. Barn að aldri veiktist hún alvarlega og bar þess merki alla tfð. Ekki er að efa, að hún hefur farið margs á mis bæði í lffi og leik, hluti sem jafnaldrar hennar töldu sjálfsagða, en ekki varð séð hvernig henni var innan brjósts, þótt líðanin væri oft ekki góð lfkamlega, og lífsbaráttan mikið andlegt álag. Á seinni árum bjó Áslaug við mikla vanheilsu, sem að lokum leiddi til dauða hennar. Ekki flíkaði hún áhyggjum sínum og erfiðleikum frekar en áður. Mætti þeim með æðruleysi og milda brosinu sínu. Hér er ekki ætlunin að rekja æviatriða Áslaugar nánar. Það munu aðrir gera. Þessum fáu kveðjuorðum er aðeins ætlað að þakka henni löng og elskuleg kynni, sem munu framvegis verða ofarlega í huga okkar, sem lengst bjuggum í nábýli við hana. Aldraðri móður, vinum og vanda- mönnum öllum vottum við inni- legustu samúð. Ásgeir Jónsson Haustið er í húmveldi sínu og skýjanna skip þokast áfram f drunga. Sú sorgarfregn berst okkur nú að Áslaug Rögnvaldsdóttir, einka- ritari i Landssmiðjunni, hefur safnazt til feðra sinna. Hún andaðist á Landakotsspltalanum 8. þessa mánaðar. Áslaug var borin og barn- fæddur Reykvfkingur, fædd 12. júni 1926, einkabarn hjónanna Önnu Sigurðardóttur frá Hrepp- hólum i Hrunamannahreppi og Rögnvalds Þorsteinssonar múrarameistara í Reykjavík. Rögnvafdur lézt af afleiðingum slyss árið 1948 og var það mæðg- unum mikill harmur. Árið 1935 byggði Rögnvaldur ásamt Jóni Ófeigssyni, menntaskólakennara, sem var náfrændi frú Önnu, vandað og fallegt hús á Hólavalla- götu 3. 1 þessu húsi hafa mæðgurnar alltaf búið síðan. Frændsemi og tengdir bera verkinu gott vitni og sambúðin i dag með sama frændsemisbrag, er glaðir eigendur bjuggu um sig f nýju húsi. í frumbernsku átti Áslaug öruggt athvarf f örmum móður sinnar og föður. 1 bernsku og frameftir ævi dvaldi Áslaug oft með móður sinni tima og tima að sumarlagi meðal ættingja og vina f Hrepphólum og Hvftárholti. Berggrös og blóm í túni heilluðu litlu stúlkuna svo og Hreppafjöll- in er þau falda fegurð í litum og iínum, ásamt víðum sjóndeildar- hring, kryngdum frægum fjöll- um. Þarna teygaði Reykjavíkur- barnið að sér ágæti íslenzkrar sveitamenningar og skyggndi náttúrufegurð um öræfi, engi og tún. Frá þeim stundum var Ás- laug reykvískur aðdáandi íslenzkra sveita. I farsælli handleiðslu foreldra sinna gekk Áslaug vel námið i barnaskóla og síðar i Verzlunar- skólanum. Að námi loknu gerði hún skrifstofustörf að ævistarfi og sóttist vel. Fyrir tæpum þrem- ur áratugum réðst Aslaug sem einkaritari til Landssmiðjunnar og hófust þá kynni okkar. Brátt sýndi sig að hún réð yfir vel þjálf- uðum starfshæfileikum. Daglangt hrönnuðust verkefnin upp á vinnuborði hennar, en hurfu fljótlega sem dögg fyrir sólu, og mun hún jafnan hafa staðið upp frá' auðu borði að dagsverki loknu. Þessi starfshæfni veitti henni ómælda virðingu yfir- boðara sinna og samstarfsfólks og þá ekki síður til virðingarauka er vingjarnlegt tal hennar og bros ljómaði í önn dagsins. Hér koma því heim orð úr hinni helgu bók: „Far þú og et brauð þitt með glöðu hjarta, því Guð hefur vel- þóknun á verkum þfnum.“ í þá daga var félagslíf í Landssmiðj- unni með drjúgum menningar- brag, og oft haldnar góðar skemmtanir, sem þær mæðgur tóku þátt í með okkur. Nokkrum árum eftir að Áslaug byrjaði að starfa í Landssmiðjunni stofnuðu mæðgurnar ásamt nokkrum eigin- Á MORGUN, mánudag, fer fram frá Fossvogskirkju jarðarför Aðalheiðar Guðmundsdóttur frá ísafirði, en hún andaðist í Reykja- vik þann 10. október s.l. Aðalheiður var fædd á Isafirði þann 17. júní 1888, og var því á áttugasta og áttunda aldursári er hún dó. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Ebenesersson, skipstjóri á ísafirði, og Kristjana Guðmundsdóttir kona hans. Guð- mundur drukknaði frá fjörum ungum börnum og var Aðalheiður þá tekin í fóstur hjá Gunnari Bachmann, trésmið á Patreks- firði, og konu hans Guðrúnu, en þau voru foreldrar Áróru er síðar giftist Ólafi Jóhannessyni, þeim mikla athafnamanni, sem byggði upp Vatneyrarfyrirtækin, er um árabil voru aðal driffjöðrin I öllu athafnalífi Patreksfjarðar. En þvi er drepið á þetta hér að þær fóstursysturnar voru ákaflega samrýndar og héldust þau bönd óslitin meðan báðar lifðu. Á unglingsárum dvaldi Aðal- heiður um tíma f Reykjavík og fluttist þaðan til móður sinnar á ísafirði, en þá hafði hún tekið að sér ráðskonustarf hjá Birni Guðmundssyni, kaupmanni, sem þá hafði verið ekkjumaður um árabil. Þar kynntist Aðalheiður siðar manni sinum Guðmundi Björnssyni, en þau gengu i hjóna- band 6. janúar 1912. Að loknu verzlunarnámi hóf Guðmundur störf við verzlun föð- ur síns og tók við rekstri verzlunarinnar laust fyrir 1920. í þá daga var Björnsbúð, eins og verzlun Björns Guðmundssonar var kölluð í daglegu tali, ein stærsta verzlun við Djúp, en auk verzlunarinnar rak Guðmundur sláturhús og stórt kúabú. Börn þeirra Aðalheiðar og Guðmundar urðu þrettán. Það varð því fljótt í mörg horn að líta fyrir húsmóðurina, enda þó hún hefði aðstoð vinnukvenna á heimilinu. Á heimili þeirra Aðalheiðar og Guðmundar var stöðugt mikill gestagangur. Viðskiptin við Djúp- bændur áttu Sinn þátt í þeirri þróun, en það þótti sjálfsagt að viðskiptavinir, sem voru langt að komnir, þægju kaffi eða mat á heimilinu. Mikil þátttaka fjölskyldunnar í margskonar félagslifi varð einnig til að fjölga gestakomum i Smiðs- götu 10, en þar bjuggu þau hjón allan sinn búskap. Það var veturinn 1945, sem ég kom fyrst f Smiðjugötu 10 i fylgd með næst yngstu dótturinni. Ég var kynntur fyrir húsmóðurinni, sem sat i djúpum leðurstól i vist- legri dagstofu, klædd í upphlut og saumaði út i kaffidúk. Hún þéraði mig, spurði nokkurra almennra spurninga og bauð mér síðan í betri stofuna, sem lá þar inn af og sagðist mundu koma með kaffi- sopa. Þessi fyrstu kynni við Aðalheiði Guðmundsdóttur urðu mér minnisstæð. Mér varð strax ljóst að hér var ekki aðeins á ferðinni virðuleg hefðarkona heldur einn- ig gáfuð og kjarkmikil kona, sem vissulega var þess umkomin að leiða stóran barnahóp til þroska og manndóms. Það er lfka fullvíst að þó að sumar ytri aðstæður hafi verið henni hagstæðar þá þurfti hún á stundum á þessum eigin- leikum sínum að halda. konum skrifstofumanna sauma- klúbb, þar sem spjallað hefur verið saman i léttum dúr, og einnig talað um vandamál lfðandi stundar í bland. Þannig vill það vera er félagslyndi og gleði taka saman höndum. Saumaklúbbur- inn hefur starfað siðan og er því nú nær aldafjóðungs gamall. Áslaug og móðir hennar bjuggu ætið saman og áttu sér velbúið og fallegt heimili, þar sem rausn og snyrtimennska þeirra naut sin vel. Á merkisdögum þeirra, sem og á öðrum stundum, hefur þar Guðmundur Björnsson var konu sinni ástríkur og góður eiginmaður, en Aðalheiður var hans styrka stoð, sem aldrei haggaðist þó sterkt blési. Menn sem þurfa að sinna um- fangsmiklum rekstri hafa ekki ævinlega margar stundir aflögu til að sinna uppeldi barna sinna, þá kemur til kasta konunnar. Það sér ekki á .börnum Aðal- heiðar og Guðmundar að nokkuð hafi skort á í uppeldi þeirra. Þau hafa öll, þrettán talsins, skilað góðu dagsverki hvert á sinu sviði. Fjögur systkinin hafa búið Mánudaginn 20. okt. verður jarðsettur Guðmundur J. Breið- fjörð blikksmíðameistari, sem andaðist 12. þ.m. Foreldrar hans voru Jóhanna Guðmundsdóttir, fædd 1855 að Osi á Skógaströnd, og Jóhannes Sigurðsson, fæddur 1854 að Höfða í Eyrarsveit. Þau eignuðust þrjú börn saman, Sigurð, Guðmund og Jóhönnu, en hálfbróðir var Þor- leifur. Heimilisfaðirinn, Jóhannes, andaðist meðan börnin voru enn í æsku, að talið var af afleiðingum meiðsla er hann hlaut við björgun mannslífa. Orsakaðist það þannig að Jóhannes var á sjó ásamt mönn- um sinum og voru fleiri bátar i róðri er á skall hið versta veður. Jóhannesi tókst að ná landi. Snæ- björn i Hergilsey var formaður næsta báts sem bar að, hvolfdi þeim í brimgarðinum og fóru allir i sjóinn. Jóhannes sem var i fjör- unni lét menn sina binda vað um mitti sér og óð út í brimgarðinn þar sem mennirnir voru að drukkna. Tókst honum að ná Snæbirni sem einn var orðinn lifs og heppnaðist að koma þeim báð- um að landi. Skaddaðist hann lík- amlega við þrekraun þessa og lézt síðar á sama ári. Móðir Guðmundar giftist aftur nokkrum árum sfðar Haraldi bróður Jóhannesar fyrri manns sins og eignuðust þau þrjú börn, Bergsvein, Guðrúnu og Jónu, er eitt þeirra hálfsystkina, Guðrún, á lifi, og dvelur að Hrafnistu. Guðmundur J. Breiðfjörð var fæddur 30. ágúst 1879 i Hrappsey oft verið margmenni. Ríkulega veitt, glaðst með glöðum og öllum klukkum gleymt. Söngur og glatt hjal hafa gert þessar stundir ævarandi f. minningunni, og hvenær sem ég og fjölskylda min höfðu heimsótt mæðgurnar hafa þær tekið á móti okkur með sama sinni og sama brag. Höfðingslund frú önnu og dóttur átti jafnan heimatökin. Áslaug var mikil lánsmanneskja að njóta kærleiks- ríkrar og glæsilegrar móður sem I góðs félaga, alla sina lífsins daga. Móóirin hlaut líka svo ríkuleg laun í ástrikri umönnnum dóttur erlendis og þrjú gifzt þar, en þau sem heima éru búa á Isafirði og á höfuðborgarsvæðinu. I dag minnumst við öll með þakklæti allrar þeirrar um- hyggju, sem við urðum aðnjótandi af hendi Aðalheiðar fyrr og síðar. Hún var mér ávallt imynd hinnar sönnu islenzku hefðarkonu, sem engir effiðleikar buga, sér ávallt bjartari hliðar hvers máls og er þvi gott að leita til f bliðu og striðu. Ég þakka henni ánægjulega samfylgd og bið góðan Guð að varðveita minningu hennar. Guttormur Sigurbjörnsson. Á morgun fer fram útför Aðal- heiðar Guðmundsdóttur, ekkju Guðmundar Björnssonar, fyrrum kaupmanns á tsafirði, en hún andaðist hér i bænum hinn 10. þ.m. Er mér barst fréttin um andlát þessarar mætu konu, vinkonu minnar, þá hvarflaði hugurinn til liðinna ára fyrir vestan. Ég kom fyrst drengur á heimili hennar í hópi jafnaldra með Aðal- birni syni hennar og minnist enn hve ungleg hún var og létt í spori þrátt fyrir allan barnahópinn. Þetta var árið 1930, en það er ekki fyrr en þrettán árum siðar að ég kynntist henni nánar. Þá dvaldi ég um sex mánaða skeið á ísafirði og varði veruleg- um hluta frftima míns á heimili hennar i Smiðjugötu, með vini mínum Alla. Ég tel mér trú um að frá þessum tima hafi ég getað á Breiðafirði. Þegar faðir hans lézt var honum komið í fóstur hjá móðurbróður hans, Guðmundi Guðmundssyni í Gvendareyjum. Ólst hann þar siðan upp að mestu. Móðurbróðir hans var bátasmiður og átti bæði eldsmiðju og tré- smiðju, mun Guðmundur þar strax í æsku hafa fengizt við smið- ar. Snæbjörn í Hergilsey tók bróð- ur hans, Sigurð, i fóstur. Árið 1896 kemur Guðmundur aleinn og öllum ókunnugur til Reykjavikur. Veraldarauður hans var eldspýtustokkur fullur af fimmeyringum, en djarfhugur var honum i blóð borinn. Fjölbreytni atvinnulífs var tak^ mörkuð i þá tið, en Guðmundur fékk fljótlega vinnu við járnsmiði hjá Gfsla Finnssyni. Ári siðar tókst honum að ráða sig til náms hjá Pétri Jónssyni blikksmiða- meistara. Vinna var árstímabund- in, ráðningarsamningurinn 5 ára námstimi, engin laun en fritt fæði og húsnæði. Vinnutími frá 7 að morgni til 10 að kvöldi og starfað að daglaunavinnu ef hlé var á smíðinni, á sörnu kjörum. Vorið 1901 útskrifaðist Guð- mundur og fékk sveinsbréf í blikksmiði, en vann áfram eitt ár hjá Pétri fyrir 10 aura á klst. ásamt fæði og húsnæði. í maimánuði 1902 ræðst Guð- mundur i það stórræði sem þá var, að leigja sér vinnupláss i húsi Þorsteins Tómassonar i Lækjar- götu 10, sem hann notaði jafn- framt sem ibúð. i byrjun notaði hann handverkfæri við starfið eins og titt var og hafði að mestu smíðað þau sjálfur, en hófst skjótt sinnar, að orð fá varla lýst. Áslaug var frið sýnum; ákveðin í skoðun- um og vildarvinur vina sinna. 1 kærleiksríkri tónvitund dagsins bar hún trauðla hug til hismis og trega. Hún geislaði í dyggðum meðan dagur entist. Við útför Áslaugar á morgun drúpum vér, ættingjar og vinir, höfði og sendum með fleyi hugans þakkir þangað sem vér hyggjum sál hennar kanna nýja vegu í óm- þýðum Ijóma Alveldissala. Gfsli Gfslason frá Mosfelli. kallað mig heimilisvin, enda var mér alltaf tekið sem slíkum, og átti margar ferðir niður í Smiðju- götu meöan ég var búsettur vestra. Ég hygg að heimili þeirra Aðal- heiðar og Guðmundar hafi verið með mannfiestu heimilum á ísa- firði meðan börn þeirra voru að alast upp, og að starfsdagur Aðal- heiðar hafi þá verið lengri en nú tiðkast, en aldrei bognaði hennar beina bak. Þótt hún hafi verið heilsulitil hin síðari ár þá fannst mér hún ekki eldast, hún var ætið hin sama meðan ég þekkti hana. Minningarnar frá heimilinu I Smiðjugötu eru mér kærar, hin hljóðláta hlýja heimilisföðurins og hin fjörlega framkoma Aðal- heiðar. Ég þakka þeim nú báðum vináttu þeirra. Aðalheiður fæddist hinn 17. júni 1888 á ísafirði, dóttir hjón- anna Guðmundur Ebenezerssonar og-Kristjönu Guðmundsdóttur en til 14 ára aldurs ólst hún upp á Patreksfirði hjá Guðmundi Bach- man, trésmið, og konu hans Guð- rúnu. Þá fluttist hún aftur til ísafjarðar til móður sinnar sem þá var ekkja. Hinn 6. janúar 1912 kvæntist hún Guðmundi Björns- syni kaupmanni, á Isafirði, og þar bjuggu þau og ólu upp börn sin 13 talsins, en nú eru níu þeirra á lífi. Þau hjónin yfirgáfu ísafjörð eftir langan vinnudag i april 1970 og fluttu að Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Eiginmann sinn missti Aðalheiður í febrúar 1971, og dvaldi hún síðustu æviárin á Grund í Reykjavik. Ég sendi börnum Aðalheiðar og öðru venzlafólki samúðarkveðjur. Einar B. Ingvarsson. handa og útvegaði sér erlendis frá fyrstur manna tæknitæki I þess- um iðnaði. Varð brátt svo mikió að starfa að hann réð sér aðstoðar- mann. Þremur árum siðar keypti hann gamla Waageshúsið sem stóð þar sem nú er Iðnaðarbank- inn. Arið 1905 kvæntist hann Guð- rúnu Bjarnadóttur frá Hörgsdal á Síðu, mikilli ágætiskonu. Með léttri lund sinni, góðsemi og gjörvileika bjó hún manni sinum gott og myndarlegt heimili. Þau eignuðust tvö börn, Dórótheu, gift Þorsteini Ö. Stephensen, og Agn- ar, kvæntur Ólafiu Bogadóttur. Árið 1929 tóku þau I fóstur Ág- ústu Jónasdóttir að foreldrum hennar látnum, gift Jóni Berg- mann. Árið 1906 seldi Guðmundur Waageshús en keypti húseignina Laufásveg 4, þar sem hann bjó alla tíð síðan, en gerði á hjúskap- arárum sínum margvíslegar breytingar á innréttingu hússins eftir þörfum heimilisins á hverj- Framhald á bls. 47. Aðalheiður Guðnumdsdótt- ir, Isafirði — Minning Minning: Guðmundur J. Breiðfjörð blikksmíðameistari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.