Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTOBER 1975 25 EINS OG MÉR SÝNIST eftir GÍSLA J. ÁSTÞÓRSSON Þegar íslenskir fjármálasnill- ingar lýsa efnahagsmálum okkar íslendinga á ráðstefnum með starfsbræðrum sínum f út- landinu, þá kváðu hintr síðar- nefndu venjulega leka undir borðið í öngviti, svo að þjón- arnir hafa varla undan að panta sjúkrakörfur. Erlendu fjármálasnillingarnir þykjast ýmsu vanir af kynnum sínum af þriðja heiminum, en þegar fslenski snillingurinn er búinn að upplýsa hvernig málunum er komið hér hjá okkur, þá finnst mönnum allt I einu eins og Uruguay til dæmis hljóti að vera stjórnað af eintómum séníum eða að buxnalaus lýðurinn f Uganda megi þakka | sínum sæla fyrir hlutskipti sitt, þó að menn þar í landi séu stundum skotnir í hausinn fyrir að hnerra of hátt, þegar Amin | (sem er eini maðurinn þar í ( landi sem á buxur) er á þeim buxunum. En hvernig farið þið eigin- lega að þessu? kjökrar erlendi fjármálasnillingurinn þegar fslenski snillingurinn mætir á sjúkrahúsinu að færa honum rósir sem hann hefur látið skrifa hjá ríkinu. Enginn vandi, segir íslenski snillingurinn og hlammar sér ofan á lappirnar á honum. Æfingin skapar meistarann, stendur einhverstaðar. Ég hef verið að velta því fyrir mér, hvfslar erlendi fjármála- snillingurinn, hvernig þið kom- ist upp með það þarna uppi á íslandi að láta vísitöluna rjúka upp um fimmtfu stig: persónu- lega yrði ég persónulega hengdur. Tja, segir íslenski snillingur- inn, við kennum fólkinu auð- vitað alltaf um þegar illa fer. Við segjum við dótið: Þið hafið ____________________________________ Fangfylli af rósum lifað um efni fram, bölvaðir fáráðarnir ykkar, og nú eruð þið að súpa af þvi seyðið, hel- vítis apakettirnir ykkar. En eitthvað hljótið þið nú samt sjálfir að eiga að dúlla, segir erlendi fjármálasnilling- urinn og þefar af rósunum sin- um. Þú fyrirgefur framhleypn- ina, en eigið þið ekki einmitt að stjórna? Jú. svarar islenski snillingur- inn, og þegar allt gengur eins og i sögu þá erum við heldur ekkert að leyna þvi hver heldur i stjórnartaumana. En þegar allt gengur á afturfótunum, þá stjórnar rumpulýðurinn. En hvernig fer fólkið að þvi að lifa? jarmar erlendi fjár- málasnillingurinn með tárin i augunum. Menn vinna þetta sjötiu tima á viku til þess að falla ekki úr hor, svarar sá islenski og dustar sig. Þið hafið þá sjötiu stunda vinnuviku eða hvað! hljóðar sjúklingurinn og biður um sprautu. Nei, þrjátiu og átta stunda vinnuviku og sifellt að styttast, upplýsir okkar maður hróð- ugur. Nú hljótið þið samt að þurfa að kreista útúr mönnum ein- hverja skatta, segir erlendi fjármálasnillingurinn og þurrk- ar af sér svitann. Og það enga smápeninga, monsjúr! hrópar islenski snill- ingurinn sigri hrósandi. Já, þið hátekjumennirnir eruð vist ekkert öfundsverðir, segir erlendi fjármálasnillingurinn hrærður. Hérna er einn gull- franki, monsjúr: þér veitir vist ekki af. Nú, okkur finnst ekki nema sanngjarnt að láta þessa með breiðu bökin bera byrðarnar, segir islenski snillingurinn og fær sér tvo vindla. Aumingja monsjúrinn, kvakar erlendi fjármálasnilling- urinn. Hérna er annar gull- franki. Já, verkakona sem stendur i fiski til miðnættis má punga út með allt upp i þrjú hundruð þúsund kall, segir islenski snill- ingurinn, en útgerðarmaðurinn sem á skipið sem veiðir fiskinn er aftur á móti oftast skattfrir hjá okkur. Þegar læknarnir hafa lifgað erlenda fjármálasnillinginn við með æðislegu hjartahnoði lit- ur íslenski snillingurinn venju- lega inn til hans aftur með aðra fangfylli af rósum sem hann hefur lika látið skrifa hjá rikinu. Nei, er það ekki monsjúr Kadilak! stamar erlendi fjár- málasnillingurinn og byrjar að skjálfa. Vedeskuld, kæri kollega! segir islenski snillingurinn og sest klofvega ofan á hann og byrjar að leggja kapal. Ég var að hugsa um ykkur islendinga i nótt þegar þeir vo'ru með mig i súrefnistjald- inu, korrar i erlenda fjármála- snillingnum, og mér datt i hug að kannski gerði það gæfumuninn hjá ykkur hvað þið hafið strangt verðlagseftir- lit. Jú, vitanlega bjargar það miklu. segir islenski snillingur- inn, einkanlega þar sem okkur sást yfir svosem milljarð sem byggingakailarnir okkar smurðu á reikningana sina í ógáti. En við höldum prjóna- konum i járngreipum, sem er enda það mikilvægasta. Verður eitthvað gert við byggingamennina? spyr er- lendi fjármálasnillingurinn og krossar sig. Ertu með óráð, monsjúr? svarar islenski snillingurinn þurrlega. Kannski gerir það gæfumun- inn hvað þið eruð strangir við landhelgisbrjóta, segir erlendi fjármálasnillingurinn og spólar i sig stikkpillum undir sæng- inni. Sektum þá sundur og sam- an, segir islenski snillingurinn og gnistir tönnum, og ein- hverntima kann sá dagur meira að segja að renna upp að við innheimtum sektirnar. Nú ætlið þið náttúrlega að herða mittisólina, kjökrar er- lendi fjármálasnillingurinn, og spara i smáu sem stóru. Já, við ætlum til að byrja með að brúa Borgarfjörð til þess að taka beygju af vegin- um og við ætlum lika að snara upp þúsund milljóna leikhúsi á næstunni, segir islenski snill- ingurinn. Hvernig er það með kapal- inn, monsjúr, másar erlendi fjármálasnillingurinn. Gengur hann ekki upp hjá þér, monsj- úr? Það er helvitis rakkarapakk- inu að kenna, urrar islenski snillingurinn og þeytir spilun- um út um gluggann. Aðeins ein spurning i viðbót, segir erlendi fjármálasnilling- urinn, áður en ég kveð þennan spillta heim. Það er nú einmitt min sér- grein, svarar islenski snilling- urinn: Að svara sérhverri spurningu af fullkominni hrein- skilni eins og ég væri að byggja flokkshús. Ráðherrarnir ykkar, sem eru auðvitað fyrirmynd ykkar i einu og öllu, hóstar erlendi fjármálasnillingurinn og er aft- ur orðinn klökkur. Hvernig tekst þeim að hjara, aumingja mönnunum, siðan krónan ykk- ar varð eins og þriðja flokks tautala á gatslitnum nærbux- um? Jú, þeir eru í bílabransanum, blessaðir, segir islenski snill- ingurinn og nýr saman hönd- unum. Fá tollfrjálsa Bensa og þannig drasl sem þeir pranga upp á náungann. Heldurðu þú réttir mér ekki blóðvatnið þarna, kæri monsj- úr Kaviar, veinar erlendi fjár- málasnillingurinn og bendir með erfiðismunum á náttborðið. Dokaðu aðeins við. góði: ég þarf að fægja orðurnar minar, segir islenski snillingurinn og Framhald á bls. 16 i * IsSÉf 1 p|( \ \ r j 1 Á Jh - s í s-M I 1 L 1MI i fefc. J J fj LgáL I 'jörð við þingsetningu. Reynast þeir vandanum vaxnir, hoilir þjóð og lunnar? Það er spurningin, sem brennur á vörum almennings 1 landinu haga eyðslu sinni í samræmi við það. Jafnvel með hagstæðum eða að- gengilegum samningum þarf þjóðin að mæta erfiðum við- skiptakjörum, greiðsluhalla við útlönd, rýrðum þjöðartekjum og vaxandi verðbólgu með nauðsyn- legum aðhaldsaðgerðum. Og rétt er að reikna með því, að engir landhelgissamningar verði gerðir, þar eð þeir kunni að verða of hátt verðlagðir. Hvort sem verður, kemur til kasta aðila vinnu- markaðarins, starfstéfta þjóðfé- lagsins, að fylgja eftir aðhaldsað- gerðum ríkisvaldsins, sem von- andi fá staðfestingu þingsins, með hófsemi í hvers konar kröfugerð. f því sambandi skal enn minnt á ummæli forseta ASÍ um aðgerðir gegn orsökum verðbólgunnar, ekki siður en afleiðingum hennar. Sá eini raunhæfi grundvöllur kjarabóta, þ.e. varanlegra kjara- bóta, sem ekki brenna þegar á báli verðbólgu, er aukin verð- mætasköpun I þjóðarbúinu, vax- andi þjóðartekjur, þann veg, að meira verði til skiptanna. For- senda vaxandi þjóðartekna er traustur rekstrargrundvöllur at- vinnuveganna, atvinnuöryggi al- mennings, þ.e. traust og vaxandi verðmætasköpun I þjóðarbúinu. Sú forsenda verður ekki tryggð nema hagsmunahópum þjóðfé- lagsins lærist það að líta á hags- muni heildarinnar i stað þröngra sérhagsmuna; að það er kaup- máttur ráðstöfunartekna, en ekki krónutala, sem skiptir máli, þegar grannt er skoðað. Reynslan, sem jafnan er ólygnust, ætti að hafa fært okkur nægjanlegan lærdóm í því efni til að draga af réttar ályktanir. Gagnrýni á fjárlagafrum- varpið Fyrstu viðbrögð stjórnarand- stöðunnar við frumvarpi til fjár- laga eru ekki rishá. Þau eru aðal- lega tvíþætt. Annarsvegar er tal- að um „stórhækkun skatta“ og hinsvegar ,,árás“ á almannatrygg- ingar. Skatthækkunarkenningin byggir á þeirri fullyrðingu, að skattvísitala hækki aðeins um 25% í tvöfalt meiri verðbólgu og að tvö söluskattsstig, sem áður runnu i Viðlagasjóð lendi nú hjá ríkissjóði. Hækkun skattvisitölu byggist hinsvegar á áætlaðri meðalhækkun tekna einstaklinga til skatts, milli áranna 1974—1975. Hún er við það mið- uð, að hlutfall beinna skatta I skattskyldum tekjum hækki ekki milli ára. Verðbólguvöxturinn skiptir hér alls engu máli. Tvö söluskattsstig, sem áður runnu til þessa en nú hins — , þáttar sameiginlegra útgjalda, breyta að sjálfsögðu engu um heildarskatt- byrðina. Eina skattbyrðin, sem hækkar, er eignasköttunin og vissulega skýtur skökku ef hún mætir andófi svokallaðra vinstri flokka. Þvert á móti lækkar skattþung- inn, ef mál þróast á þann veg, sem fjárlagafrumvarpið boðar. Afnám 12% vörugjalds og boðaðar tolla- lækkanir gefa skattborgurum í aðra hönd 2.575 m. kr. umfram lækkanir á niðurgreiðslum bú- vöruverðs. Tryggingakerfið er stærsti út- gjaldaliður ríkisins. Endurskoðun þess og aðhald f útgjöldum má ekki og á ekki að koma niður á þeim, sem verst eru á vegi staddir í þjóðfélaginu. Hins vegar njóta nú ýmsir, sem litla eða enga t?örf hafa, fjármuna þaðan. Það er sú hlið mála, sem og hagræðing í tryggingakerfinu sjálfu, sem fyrirhugaður sparnaður á að ná til. Jafn víðtækur opinber sparnaður, sem nú er fyrirhugað- ur, var óhugsandi án þess að hann kæmi fram á þeim útgjaldalið fjárlaganna, sem langstærstur er. Hins vegar er það rétt, að magn- minnkun ríkisframkvæmda um 15 til 20% hlýtur að koma niður á öllum framkvæmdaþáttum hins opinbera. Það var hinsvegar óhjákvæmilegt, að skert fram- kvæmdageta segði til sin með þessum hætti. „Kóngur vill sigla, en byr verður að ráða,“ segir mál- tækið. Það er hyggilegt að slá á frest framkvæmdum öðrum en þeim allra brýnustu i slfku ár- ferði og við þær efnahagsaðstæð- ur, sem við búum nú við. Hér er um markvissa stefnu að ræða, sem tekur mið af raungetu rfkisins á fjármálavettvangi. Markmið hennar er að ná tökum á þeirri óðaverðbólgu, sem hrjáð hefur landslýðinn um árabil. Fái hún áfram að geisa óheft, eyða kaupmætti launa, grafa undan rekstrargrundvelli atvinnutækja og atvinnuöryggi almennings, sem og að veikja samkeppnisað- stöðu íslenzkrar framleiðslu á heimsmarkaði, verður þess skammt að bfða, að fjármuni þrýt- ur í þjóðarbúinu, bæði til að mæta framkvæmdaþörf á öllum sviðum þjóðlífsins og samfélagslegri þjónustu, hvort heldur sem er á sviði almannatrygginga, heil- brigðisþjónustu, fræðslukerfis eða öðrum slíkum. Hér er um læknismeðferð að ræða, sem eng- an veginn er sársaukalaus, hvorki fyrir einn né neinn, en stefnir hins vegar að bata og framtíðar- giftu. Án slikrar aðgerðar gæti sjúkdómurinn ekki haft nema einn og dapurlegan endi. Sól að skýjabaki Öllum mætum við á lífsleiðinni, einstaklingar, heimili eða stærri heildir, bæði björtum gleðidögum og erfiðum reynslustundum. Erfiðleikar þeir, sem á vegi okkar verða, eru hins vegar aðeins við- fangsefni, sem kljást þarf við og yfirstiga. Og það tekst ævinlega, ef rétt er að málum staðið. Útfærsla landhelginnar, orku- gjafar fallvatna, jarðvarminn, blómleg landbúnaðarhéruð og sívaxandi menntun þjóðarinnar, bæði tæknileg og bókleg, leggja okkur vopn i hendur i lifsbarátt- uni, sem nægja til sigurs, vel- megunar og hamingju, ef við kunnum fótum okkar forráð. Mestur er þó auður okkar í þvi unga fólki, sem gengur nú betur búið út i þjóðlífið en nokkur önn- ur kynslóð í íslandssögunni. — Það eru vissulega ský á lofti — en það er alltaf sól að skýjabaki. Við lifum bæði reynslu og ör- lagatíma. Og við verðum að gera okkur ljós þau sannindi, að hver er sinnar gæfu smiður; og að Guð hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfir. Við eigum færa leið til framtiðarvelmegunar, leið sam- stöðu og samátaks. Við þurfum að vísu að þreyja þorrann og góuna, stundarerfiðleika. En framundan er nýtt velmegunarskeið, ef við aðeins rötum leiðina að því. Alþingi á nú fyrsta leikinn i meðferð fyrirliggjandi fjárlaga- frumvarps. Það þreytir nú sitt reynslupróf. Hefur það reisn og manndóm til að varða þann veg, sem við verðum að ganga út úr aðsteðjandi erfiðleikum? Það er s’purningin, sem brennur á vörum almennings í landinu í dag. Og hinn almenni borgari er engan veginn öruggur um jákvætt svar. En svarið geta þingmenn einir gefið. Það verður nýjársgjöf þeirra til þjóðarinnar, við upphaf siðasta fjórðungs tuttugustu aldarinnar. Vonandi renna þeir, landsfeðurnir, ekki af hólmi, inn i skýjabakkann, sem byrgir þjóð- inni sólarsýn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.