Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKT0BER 1975 ÞEGAR vinstri stjórnin beitti sér fyrir því, að Framkvæmdastofn- un ríkisins yrði sett á fót, snerist Sjálfstæðisflokkurinn öndverður gegn þeirri ákvörðun og töldu þingmenn flokksins og aðrir mál- svarar, að með Framkvæmda- stofnun rfkisins væri sett á stofn nýtt bákn, sem mundi draga til sín mikið miðstjórnarvald í efna- hags- og atvinnumálum lands- manna. Þá var hin pólitíska þrí- eykisstjórn þáverandi stjórnar- flokka talsmönnum Sjálfstæðis- flokksins mikill þyrnir í augum. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, var tveimur af þrem- ur forstöðumönnum Fram- kvæmdastofnunar sagt upp störf- um, þ.e. fulltrúum Alþýðubanda- lags og SFV, en i þeirra stað var ráðinn Sverrir Hermannsson, einn af alþingismönnum Sjálf- stæðisflokksins, og hefur hann veitt Framkvæmdastofnuninni forstöðu ásamt Tómasi Árnasyni nú um tíu mánaða skeið. Morgun- blaðið hefur átt viðtal við Sverri Hermannsson um Framkvæmda- stofnunina, hlutverk hennar og störf og fyrsta spurningin var sú, hvernig það gæti samrýmzt ofan- greindri afstöðu Sjálfstæðis- flokksins til Framkvæmdastofn- unar, að einn af þingmönnum hans veitti henni forstöðu. Varnaðarorð okkar höfðu úrslitaáhrif — Það var eðlilegt eins og til var stofnað af hálfu vinstri stjórnar, að Sjálfstæðisflokkur- inn snérist harkalega gegn þess- um áformum, sagði Sverrir Her- mannsson. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur einkaframtaks og vald- dreifingar. En ég tel, að varnaðar- orð okkar hafi haft úrslitaáhrif í þá átt, að sú risavaxna stofnun, sem vinstri stjórnin virtist ætla að koma á fót, varð aldrei til. í inngangi laganna um Fram- kvæmdastofnun rfkisins, er henni ætlað að annast hagrannsóknir, áætlunargerð og heildarstjórn fjárfestingarmála. Hér var ekki lítið lagt undir. Sjálfstæðis- flokkurinn hafði brotið niður að verulegu leyti ofboðsleg ríkisaf- skipti, sem hér höfðu þróazt og vildi ekki hverfa aftur til kerfis hafta og skömmtunar og náðar og miskunnar hins opinbera. Hins er svo að gæta, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur aldrei lagt til, að yfirstjórnin í þjóðfélag- inu ætti ekki að vera í höndum þjóðkjörinna manna. Það kom fram í máli okkar manna, þegar við vorum komnir í stjórn, að ótti okkar hefði reynzt að mestu ástæðulaus. Út frá þessum sjónar- hól þarf að skoða málið. Við stjórnum ekki landinu einir. I málefnasamningi stjórnarflokk- anna var tekið inn ákvæði um endurskoðun á lögum um Fram- kvæmdastofnunina. Það voru fyrst og fremst fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, sem vildu ekki óbreytt lög. Af þessum ástæðum var strax í september 1974 skipuð nefnd til þess að endurskoða lög um Framkvæmdastofnun og í henni áttu sæti auk mín, þeir Ingólfur Jónsson, Tómas Árnason og Steingrímur Hermannsson. Þessi nefnd skilaði, samkvæmt beiðni, sein trúnaðarmáli, tillög- um um endurskoðun á lögunum þ.á m. tillögum um að leggja kommissararáðið niður, og voru þessar tillögur Iagðar fram í októ- ber á sl. ári. Ríkisstjórnin hefur haft í mörg horn að lita á þessu tímabili, og formaður sjálfstæðis- flokksins hefur sagt, að það standi upp á sig í þessum efnum. Ástæðan fyrir því, að menn hafa ekki látið sér liggja meira á er sú, að við höfum i framkvæmd farið eftir tillögum okkar, en ekki eftir núverandi lögum. Hvert einasta smáatriði, sem kemur til Framkvæmdastofnunar er Iagt undir ákvörðunarvald þingkjör- innar stjórnar þessarar stofn- unar. Það er ekki hægt að tala um að leggja verkefni Framkvæmda- stofnunarinnar niður, það þyrfti þá að finna þeim annan stað og það væri ekki hægt nema undir pólitiskri stjórn. — Væri ekki hugsanlegt að skipta verkefnum Framkvæmda- stofnunar miili Þjóðhagsstofn- unar og Seðlabanka, eins og raun- verulega var áður en Fram- kvæmdastofnunin var sett á fót? — Það mætti alveg eins spyrja, hvort Þjóðhagsstofnun ætti ekki að leggja undir áætlunardeild og Framkvæmdastofnun. — Hvers vegna? — Min rök eru fyrst og fremst þau, að það vantar meiri pólitiska stjórn á þetta þjóðfélag. Ráð- herrar hafa engin tök á að hafa með höndum þá stjórn, sem þarf, sökum tímaskorts. Þótt afreks- menn séu eru málaflokkar þeirra svo margir og viðamiklir, að þeir hafa engin tök á að anna þeim og veita þá pólitísku forystu, sem þarf. Þeir eru á bólakafi við að afgreiða vandamálin og enginn tími til nýsköpunar. Þegar ný ríkisstjórn er mynduð fer áróðursmilla embættismanna- kerfisins í gang og styður á blaða- mannahnappana, sem aldrei mega vera að því að hugsa heila hugsun og kröfurnar birtast. Ekki fleiri ráðherra. Höfum engin efni lánasjóða. Það fé, sem hann hefur til ráðstöfunar, er dálítið eigið fé en aðallega innlent og erlent láns- fé. Á árinu 1974 lánaði Fram- kvæmdasjóður 2040 milljónir króna, en árið 1975 er áformað að hann láni 3650 milljónir króna. Lánakjörin sníðum við eftir þeim markaði, sem við tökum lánin á. Lán eru nú ýmist gengistryggð eða verðtryggð. — Hvernig hefur Fram- kvæmdastofnuninni tekizt að beita aðhaldssemi í útlánum Framkvæmdasjóðs, sem er ein forsenda þess, að takast megi að hafa hemil ð verðbólgunni? — Það var áform ríkisstjórn- arinnar að láta staðar numið við 2700 milljóna lánveitingar á þessu ári. En eftir að málin höfðu verið þæfð mánuðum saman og lagzt hafði verið á öll tog í átt til hækkunar . . . enduðu þau áform í skötulíki. I þessu sambandi er rétt að taka fram tvennt: Fiskveiðasjóður hefur verið mjög aðþrengdur og lögmæt krafa hans til lána úr Framkvæmdasjóði nemur 2000 milljónum króna. Fjárfestingar- áform í landbúnaði hafa vaxið með þeim risaskrefum, að úti- lokað reyndist nú á þessu ári að vantar meiri pólitíska stjórn á þetta þjóðfélag” segir Sverrir Hermannsson í viðtali um Framkvæmdastofnun ríkisins á því. En mig minnir að Seðla- bankinn hafi verið 3 ár að ná því marki að fara fram úr Stjórnar- ráðinu í mannahaldi með 113 starfsmenn á móti 111 hjá Stjórnarráðinu. Til þess eru nóg efni. Embættismannakllkan veii að því meiri pólitísk yfirstjórn þeim mun minna vald þeim til handa. Svo fara embættismenn- irnir öllu sínu fram. En ekki má gleyma því, að stjórnmálamenn- irnir bera ábyrgð á þessari öfug- þróun. Og það sem er átakan- legast: Við höfum einnig sett upp þetta bákn til að verja-okkur. — ... Verja ykkur fyrir hverjum? — ... Fyrir ásókn umbjóðenda okkar, af því, að við þorum ekki að takn ákvarðanir, segja já eða nei. Við verðum að hætta þessum feluleik og taka óhræddir ákvarð- anir sjálfir fyrir opnum tjöldum. Hér hjá okkur í Framkvæmda- stofnuninni verður að segja já eða neí í sambandi við afgreiðslu mála. Við viljum ekki vísa þeim málum frá okkur til eins eða neins. Verkefni Framkvæmdasjóðs — Hver eru meginverkefni Framkvæmdastofnunar? — Þau eru þríþætt. I fyrsta lagi stjórn Framkvæmdasjóðs. Hann lánar fé til annarra fjárfestinga- draga úr þeim svo nokkru næmi. Nú hafa verið settar nýjar reglur um verðtryggingu Iána, en menn mega vara sig á því að stefnu- breyting til samdráttar getur ekki orðið á einu ári. Ákvarðanir eru teknar að jafnaði ári fyrirfram þannig, að þessi rfkisstjórn stóð frammi fyrir feiknalegum fram- kvæmdaáformum, sem stofnað var til á árinu 1974. Þess vegna mega menn ekki verða fyrir von- brigðum, þótt nokkurn tíma taki að snúa dæminu við. — Hefur Framkvæmdasjóður getað aflað alls þess fjár, sem hann hefur þurft á að halda á þessu ári? — Það var teflt á tæpasta vað um fjármögnun Framkvæmda- sjóðs. I dag er útlit fyrir, að á muni skorta um 400 milljónir króna, að sjóðurinn nái inn því fé, sem hann vantar. Það fjármagn, sem átti að koma frá Iffeyrissjóð- unum verður miklu minna en til stóð, þar sem Byggingasjóður ríkisins gengur fyrir og fær þar 852 milljónir króna. Ég skal ekkert um það segja á þessu stigi, hvernig þetta vandamál verður Ieyst. Okkur stendur til boða að taka erlend lán, en það er rikis- stjórnarinnar að ákveða það. Sumum sýnist við vera búnir að taka meira en nóg af erlendum lánum, þegar vextir og afborganir nálgast 20% af útflutningstekjum 1979 miðað við hóflegar lántökur. — En hvað um útlánaáformin á árinu 1976? Er ætlunin að láta peningana streyma úr Fram- kvæmdasjóði á þvf ári einnig eða má búast við þvf, að meiri og sterkari hömlur verði settar á út- lán sjóðsins á næsta ári? — Það er erfitt að svara þessari spurningu. Við náum því aðeins tökum á óðaverðbólgunni, að úr lánveitingum dragi almennt. Mér sýnist margt benda til þess, að við ættum að geta dregið úr Iánveit- ingum á næsta ári. Það fer mikið eftir samningum við launastétt- irnar hvort þenslan heldur áfram, en takist að draga verulega úr verðbólgunni verður meira svig- rúm til að hafa hemil á útlánum. En á það verður lögð áherzla að veita sterkt aðhald. Við megum ekki verða fyrir vonbrigðum, þótt ekki hafi tekizt betur til en raun ber vitni um. Byggðaröskun af mannavöldum — Og þá er komið að öðru meg- inverkefni Framkvæmdastofn- unar, sem er Byggðasjóður er ekkisvo? — Jú, hlutverk Byggðasjóðs er að veita fjármagni til lands- byggðarinnar til eflingar byggðar, framkvæmda og til að treysta atvinnuvegina út um land. Allir stjórnmálaflokkar hafa sam einast um þetta stefnumark. Byggðasjóður hefur á þessu ári til ráðstöfunar um 1020 milljónir króna, en það er eins og krækiber í helvíti, ef miðað er við einokun suðvesturlandsins á stórvirkjum og stóriðju. Það er mesta byggða- röskun af mannavöldum, sem þekkzt hefur hér á landi bæði fyrr og síðar. Nú er lands- byggðinni haldið f teygju með góðu tali og breiðum yfirlýsingum um virkjun á ýmsum stöðum út á landi, svo að Suður- og suðvestur- landið geti enn haldið fram eig- okun sinni á stórvirkjunum í Þjórsá og stóriðju við Faxaflóa og þessar breiðu yfirlýsingar halda áfram, hvort sem vit er f eða ekki. Það er verið að leggja veg fyrir 100 milljónir króna upp á Fljót- dalsheiði, þótt vatnið í Bessa- staðaá sé tæplega i rakvatn og sérfræðingar þeytist um í leit að vatni, en dreifikerfi rafmagns á Austurlandi í lamasessi. Vatnið er hinsvegar að finna inn við Eyjabakka. Það er farið til Sauð- árkróks og lýst yfir 150 Mw. virkjun í Blöndu og Eykon segir í Reykjavfkurbréfi, að þar myndist uppistöðuvatn til að veiða i og koma upp áveitum til þess að rækta upp heiðarlöndin. Það hlýt- ur að gerast með því að veita vatninu upp í móti, annars væru þau gróin nú þegar. En nú fljúgast bændur á og Sjálfstæðis- flokkurinn er laus allra mála og getur haldið áfram í friði að byggja stórt á Suðvestur-horninu. En hvað gerðist i sambandi við niðurskurð? Framlög til orku- mála hækka um 1140 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.