Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTOBER 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10 100. Aðalstræti 6, sfmi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Hér í Morgunblaðinu hefur því margsinnis verið haldið fram á undan- förnum mánuðum og miss- erum, að þjóðfélag okkar geti ekki staðizt 50% verð- bólgu ár eftir ár, en senn hefur sú þróun staðið um tveggja ára skeið. Nú er þetta að koma í ljós. Nú er- um við í raun og veru komin að rauða strikinu. Og eitt fyrsta fórnarlamb hinnar æðisgengnu verðbólgu, sem hér hefur geisað um tveggja ára skeið eru námsmenn og lánasjóður þeirra. Á tímum Viðreisnarstjórnarinnar var mörkuð ný stefna í lána- málum námsmanna sem miðaði að því að lán til þeirra ykjust jafnt og þétt á næstu árum á eftir, þar til ákveðnu marki yrði náð. Þessi breyt- ing fól í sér miklar kjarabæt- ur fyrir námsmenn um leið og hún þýddi umtalsverðan útgjaldaauka fyrir ríkissjóð. Á næsta ári er talið, að til þess að sjóðurinn hafi nægi- legt fjármagn til að úthluta lánum til námsmanna skv. gildandi reglum-þurfi ríkis- sjóður að leggja Lánasjóði námsmanna til hvorki meira né minna en 1700 milljónir króna, einn milljarð og 700 milljónir króna. Þessi upp- hæð nemur hvorki meira né milljónir, sem á vantar, eru einfaldlega ekki til. Menn verða að horfast í augu við þann blákalda veruleika, að þessir peningar eru ekki til og að það er ekki hægt að búa þá til með neinum töfra- brögðum. Lánasjóður námsmanna er í raun og veru fyrsta alvar- lega fórnarlamb verðbólg- unnar. 50% verðbólgan veld- ur því, að allt lánakerfi námsmanna er brostið. Endurgreiðslur til sjóðsins eru nú taldar nema um 7% af verðmæti þess, sem út er lánað. Þetta þýðir í raun, að hér er ekki lengur um lán að ræða heldur yfir 90% styrki til 3600 námsmanna, sem stunda nám heima og erlend- is. Við svona dæmi verður birgða, þar sem haustlánin verða greidd út eftir helgina en þó aðeins hluti þeirra. En hér er aðeins um bráðabirgðalausn að ræða. Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra hafa und- anfarnar vikur unnið að því að útvega það fé, sem vant- aði. Það reyndist ekki auð- velt. Óðaverðbólgan hefur brennt á báli þá fjármuni, sem til voru í þjóðfélaginu. Allir sjóðir eru að tæmast. Við erum komin í botn. Það er af engu að taka. Það er rétt, sem Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráð- herra, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær í tilefni af heimsókn námsmanna til hans í fyrradag, að við erum þjóð, sem ekki getur veitt sér LANAMAL NAMSMANNA OG ÓÐAVERÐBÓLGAN minna en 3% af heildarupp- hæð þess fjárlagafrumvarps, sem lagt var fram á Alþingi fyrir skömmu. Það er auðvitað óðaverðbólgan, sem þenur fjárþörfina svona gífurlega út en til saman- burðar má geta þess, að á fjárlögum yfirstandandi árs eru Lánasjóði námsmanna ætlaðar um 680 milljónir króna og í fjárlagafrumvarpi því, sem lagt hefur verið fram er áætlað að hækka þessa upphæð um 127 milljónir króna. Þarna vex fjárþörf Lánasjóðsins svo gífurlega, að þær 1000 einfaldlega ekki ráðið. En hér er glöggt dæmi á ferð- inni um afleiðingar óðaverð- bólgunnar fyrir þjóðfélag okkar og menn munu sjá fleiri slík á næstu mánuðum. Hér er að sjálfsögðu um mjög alvarlegt mál að ræða. Það hefur skapað náms- mönnum og aðstandendum þeirra mikla erfiðleika á undanförnum vikum, hversu mjög hefur dregizt að borga haustlánin út. Stundum er ekki hægt að leysa mál fyrr en þau eru komin í algeran hnút. Þetta vandamál hefur nú verið leyst til bráða- það á þessu hausti, sem hún gat í fyrra. Og það er líka rétt, sem fjármálaráðherra segir, að forsenda fyrir því að endurreisa lánakerfi námsmanna er í rauninni sú, að endurgreiðslureglum til sjóðsins verði breytt. 1 því sambandi er eftirtektarvert að kynnast viðhorfum náms- manna í Stýrimannaskóla og Vélskóla, en þeir segja í ályktun: „Fundurinn telur eðlilegt, að endurgreiðslu- fyrirkomulagi sjóðsins verði breytt þannig, að lánin verði vísitölutryggð og endur- greiðsla miðist við laun að loknu námi, þannig að ljóst sé, að hér sé um lán að ræða en ekki ölmusu.“ Þetta eru heilbrigð sjónarmið, en jafn- víst er, að margir námsmenn mundu hugsa sig um tvisvar áður en þeir tækju verð- tryggð lán úr lánasjóði náms- manna. I lánamálum námsmanna er komið að vegamótum. Því veldur fyrst og fremst 50% verðbólgan. Stundum heyr- ast þær raddir, að við verjum of miklum fjármunum til þess að gera þessu unga fólki kleyft að stunda nám í nokkur ár. Gleymum því ekki, að nútima þjóðfélag byggist á þekkingu. Þekk- ingar verður ekki aflað, al- mennt talað, nema með nokkru námi. Og gleymum því heldur ekki, að þótt námsmenn fái mikil lán verða foreldrar þeirra einnig að leggja þeim til umtals- verða fjármuni. Það er saga, sem velflestar fjölskyldur á Islandi þekkja vafalaust. En um leið og vel er búið að námsmönnum má líka gera til þeirra miklar kröfur. Þær kröfur fyrst og fremst, að þeir stundi nám af kost- gæfni, svo að þessum fjár- munum skattgreiðenda þ. á m. foreldra þeirra, sé ekki sóað og einnig þá kröfu, að þeir horfist i augu við þá staðreynd, að þjóðfélag okkar á í miklum erfið- leikum og að þeir erfiðleikar' hljóta að koma niður á þeim, alveg eins og öðrum þjóðfé- lagsþegnum. Rey kj avíkurbréf Laugardagur 18. október Jafnvægi í þjóð- arbúskapnum Leikir og lærðir, sem einhverja innsýn hafa í efnahagsmál, munu sammála um, að brýnasta við- fangsefnið á þeim vettvangi sé að hamla gegn óðaverðbólgunni og draga úr hallanum á greiðslu- viðskiptum við erlendar þjóðir. Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, sagði riýverið, að tímabært væri að snúa þeirri baráttu, sem á gengnum árum hefur verið háð við afleiðingar- verðbólgunnar, gegn orsökum hennar, eða þeim þáttum hennar, er rætur eiga heima fyrir. Þessi herkvaðning forseta Alþýðusam- bandsins þarf að ná eyrum alþjóð- ar. Forsenda árangurs í slíkri bar- áttu er, að ríkisvaldið stuðli að almennu jafnvægi í þjóðarbú- skapnum. Frumvarp það að fjár- lögum komandi árs, sem nýverið var lagt fyrir Alþingi sýnir í fyrsta skipti um langt árabil um- talsverða viðleitni í þessa átt, til raunhæfs aðhalds bæði í ríkis- rekstri og ríkisframkvæmdum. Þannig er bersýnilega að þvf stefnt, að frumvarpið feli ekki í sér neinar þær ráðstafanir, sem valdið gætu verðhækkunum, fremur hið gagnstæða. Jafnframt er fótum spyrnt gegn útgjalda- þenslu ríkisins, miðað við önnur svið efnahagsstarfseminnar í landinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir 4.700 milljóna króna niður- færslu útgjalda frá því sem orðið hefði, ef öllum kostnaðarhækkun- um yfirstandandi árs hefði verið hleypt inn í hin nýju fjárlaga- drög. Þannig er, þrátt fyrir 40 til 50% verðbólgu á árinu, aðeins gert ráð fyrir 21.5% hækkun rík- isútgjalda í krónum talið, en hækkun þeirra milli áranna 1974 og 1975 nam 60.6% Niðurfærsla ríkisútgjalda Áætluð niðurfærsla ríkisút- gjalda, samkvæmt fjárlagafrum- varpinu, hlýtur óhjákvæmilega að segja til sín á ýmsum sviðum. Ráðgert er að flytja sérstakt laga- frumvarp um 5% niðurskurð nú lögbundinna útgjalda ríkissjóðs, en áætlaður sparnaður af þeirri niðurfærslu er 300 m.kr. Þá er boðað frumvarp -um breytingar á lögum um almannatryggingar, sem leiða á af sér sparnað sem nemur 2000 m.kr. Niðurgreiðslur á búvörum verða lækkaðar um fjórðung, sem þýðir 1.425 m.kr. Útflutningsuppbótum á landbún- aðarvörur verður haldið innan núverandi marka, sem gerir 870 m.kr. sparnað. Vikulegum kennslustundum á grunnskóla- stigi verður fækkað um sem nem- ur 50 m.kr. Þessar ráðstafanir, ef sam- þykktar verða, gera það kleift að framkvæma umtalsverða skatta- lækkum, þ.e. niðurfellingu 12% vörugjalds frá og með nk. ára.mót- um, sem og að standa við um- samdar tollalækkanir, sem hvort tveggja þýðir um 4000 m.kr. ávinning fyrir heimilin í landinu. Þó lækkun niðurgreiðslna á bú- vörum sé dregin frá þessari upp- hæð, 1425 m.kr., standa enn eftir um 2.575 m.kr. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir 25% hækkun skattvísitölu og að bein skattbyrði verði hlutfalls- lega óbreytt frá yfirstandandi ári. Fjármálaráðherra boðaði þegar á þessu þingi frumvarp um breyt- ingar á skattalögum. Fimm starfs- hópar hafa um nokkurt skeið starfað að því á vegum fjármálá- ráðuneytis að undirbyggja hugs- anlegar skattalagabreytingar. Skýrsla um staðgreiðslukerfi og söluskatt með virðisaukasniði liggur þegar fyrir. Endurskoðun á afskriftarreglum, skattlagningu söluhagnaðar og tillögugerð um sérsköttun hjóna er yfirstand- andi. Væntanlega kemur árangur þessa undirbúningsstarfs í ljós í boðuðu stjórnarfrumvarpi um breytingar á skattalögum. Hlutur þing- manna er eftir Sú hefur jafnan orðið raunin, að frumvarp að fjárlögum hefur hækkað verulega í meðförum þingmanna. Það ætti að vera al- mannakrafa, með hliðsjón af stöðu efnahagsrnála, greiðsluhalla við útlönd og verðbólguvexti, að þingliðið hverfi úr hlutverki kröfugerðarhóps í þjóðfélaginu. Þvert á móti væri það verðugt hlutskipti kjörinna landsfeðra að bæta enn um betur mótaða að- haldsstefnu í fjárlagafrumvarp- inu. Það er eðlileg krafa hins al- menna borgara á hendur þingfull- Irúum, að þeir leiti viðbótarráða til frekari samdráttar í ríkiskerf- inu og sníði sér stakk eftir vexti og raungetu þjóðarbúsins í ríkis- framkvæmdum. Sú þinghefð, sem einkennzt hefur af yfirboð- um og kjördæmapoti við fjárlaga- gerð stangast einfaldlega á við staðreyndir þjóðarbúskaparins í dag, og þarf að mæta órofa and- stöðu almenningsálitsins við rikj- andi aðstæður. Fjárlagagerð sú, sem verður verkefni þingsins á næstu mánuðum, þarf að verða að próíraun þingmanna í hugum fólksins i landinu, þar sem það þýðir falleinkunn að stuðla að aukinni ríkiseyðslu, ekki einungis að því er varðar almannafé, held- ur jafnfratnt lánsfjármagn til annarra en allra brýnustu og óhjákvæmilegra framkvæmda. Nú er unnið að lánsfjáráætlun fyrir næsta ár, heildaryfirliti, sem spanna á lánamálin í landinu á næsta ári og lántökur erlendis til hvers konar framkvæmda. Þess- ari áætlanagerð á að verða lokið í næsta mánuði og leggjast fram meðan fjárlagafrumvarpið er í meðförum þingsins. Hún á m.a. að auðvelda ákvarðanatöku um framkvæmdir, sem í þessu frum- varpi er ráðgert að afla lánsfjár til og ekki hefur verið tekin af- staða til í einstökum atriðum. Hún ætti að skapa nauðsynlega yfirsýn við fjárlagagerðinni. Von- andi verður sú upplýsingasöfnun, sem i henni felst, til að auðvelda þingmönnum að standa fast í ístaðinu, varðandi nauðsynlega aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum. Þjóðartekjur, viðskiptakjör og varzla landhelgi Hér verður ekki fjallað um út- færslu fiskveiðilandhelgi okkar né vörzlu hennar, enda hefur það verið rækilega gert 1 Morgunblað- inu i vikunni, sem var að liða, og raunar lengi undanfarið. Við skulum hinsvegar gefa okkur þær forsendur, sem vel geta orðið staðreynd næstu daga eða vikna, að ekki takist samningar við fisk- veiðiþjóðir á Norðaustur- Atlantshafi um frið á Islandsmið- um. Þingmenn hylla forseta og fóstui þegnum, á hólmi fjárlagaafgreiðsl í dag. Erfitt er að segja fyrir um af- leiðingarnar ef til ófriðar og átaka kemur. Við munum að vísu mæta þeim afleiðingum með framsýni og einurð, og árangur útfærslunnar verður framtlðar- gæfa okkar, með eða án samn- inga. En'við kunnum að þurfa að axla margháttaðar byrðar á leið- inni aó sigri. Óhjákvæmilegt verður að stórefla landhelgisgæzl- una með stórauknum kostnaði I búnaði og rekstri. Tollmúrar munu enn rýra viðskiptakjör okk- ar og þjóðartekjur, a.m.k. um nokkurt skeið. Efnahagsvandinn mun vaxa, viðskiptakjörin rýrna og þjóðin sem heild verður að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.