Morgunblaðið - 19.10.1975, Page 30

Morgunblaðið - 19.10.1975, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1975 Björn Þorsteinsson Van Den Broeck William R. Hartston W. Jansa Eugena Laine BJÖRN ÞORSTEINSSON Fæddur 7. janúar 1940. Sinn fyrsta meiri háttar sigur vann Björn á haustmóti T.R. 1960, er hann varð skákmeist- ari félagsins. Árið eftir varði hann titil sinn glæsilega, fékk 8'á vinning af 9 möguleikum. Björn varð skákmeistari Reykjavíkur 1964 og lét sig ekki muna um að^vinna allar skákirnar, 9 að tölu. Árið 1967 varð Björn skákmeistari ís- lands hlaut 7'A vinning af 11 mögulegum. Björn hefur oft teflt fyrir islands hönd á Olympíuskákmótum og öðrum alþjóðlegum keppnum. Björn er núverandi skák- meistari Íslands og teflir sem slikur á svæðamótinu. Dr. H. VAN DEN BROECK Belgía. Van Broeck hóf þátttöku í skákmótum 1951, er hann tefldi á alþjóðlegu unglingamóti í Zevenbergen og árið eftir í Bevervik. Á árunum 1953—55 tefldi hann reglulega í Klúbba- keppni Evrópu, en sú keppni er mjög vinsæl á meginlandinu. Van Broeck varð í 3. sæti á belgíska meistaramótinu 1956, á eftir stórmeistaranum O’Kelly og alþjóðlega meistar-. anum Dunkelblum. Van Broeck hefur teflt tvisvar á Olympíu- skákmótum, Moskvu 1956 og Munchen 1958. SVEN HAMANN Danmörku. Hamann hefur um nokkurt skeið verið talinn næst öfl- ugasti skákmaður Dana, á eftir Bent Larsen. Hann hefur áður teflt á svæðismóti í Vrjaneka Banja 1967, þar sem hann hafnaði í 6. sæti með 9'A vinn- ing, jafn Pachman og 'A vinn- ingi á undan Jansa. í fjarveru Larsen hefur Hamann teflt á 1. borði fyrir Danmörku i fjölda keppna. Nefna má Clare-Bepedickt keppnina 1971, þar sem Ha- mann hlaut beztu útkomu 1. borðs manna, 4 vinninga af 6 mögulegum og Olympíuskák- mótið í Siegen 1972. Á Skákþingi Norðurlanda 1973 varð Hamann í 2.—3. sæti ásamt Westerinen með 8 vinn- inga, en Larsen varð efstur með .9 vinninga. Keppendur voru 111 talsins. WILLIAM R. HARSTON Fæddur 12. ágúst 1947. Englandi. Helstu afrek hans við skák- borðið eru þessi: Skákmeistari Bretlands 1973, og 1975, 1. sæti í skákmóti í Alieante á Spáni 1973, þátttakandi i svæðis- mótinu á Praia da Rocha 1969 og í Vrnjacka Banja 1972 og í þriðja sæti á skákmótinu I Hast- ings 1972/73. William R. Hartston hefur, auk þátttöku i fjöldamörgum skákmótum smærri og stærri, skipað sæti í bresku skáksveit- inni á Olympíuleikunum í skák, sem hér segir: Havana 1966, Siegen 1970, Skopje 1970 og Nice 1974. William R. Hartston hefur verið mjög virkur þátttakandi i Vladimir Liberzon Ekki tókst honum þó að gera sér mat úr stöðuyfirburðunum og svo fór að Matulovic vann skákina og varð i 1. sæti fyrir bragðið. Jansa hefur teflt ötullega undanfarið og meðal afreka hans má nefna 3.—5. sæti f Sarajevo 1972 ásamt Keres og Hort með 9!4 vinning af 15 mögulegum. Jansa sigraði á al- þjóðlegu skákmóti á ítalíu, 1973 með 7 v. af 11 mögulegum. 1 2. sæti var Llengyel með 6 vinninga og Ivkov f 3. sæti með 5'A vinning. Jansa varð skákmeistari Tékkóslóvakíu 1974, og sama ár varð hann i 1.—3. sæti á mjög öflugu móti í Amsterdam, ásamt Ivkov og Tukmakov með 10 vinninga af 15 mögulegum. Þeir tefla á svœðamótinu ALÞJÓÐLEGA svæðamótið í skák hefst í Reykjavík í dag. Þátttakendur í mótinu eru 15 að tölu, þar af eru sex stórmeistarar. Tveir íslenzkir keppendur verða á mótinu, þeir Friðrik Ólafsson stórmeistari og Björn Þorsteinsson, núverandi skákmeistari Islands. Athyglin mun að sjálfsögðu beinast mest að þeim tveimur og þá sérílagi að Friðrik sem stefnir að því að hreppa annað tveggja efstu sætanna á mótinu sem tryggir áframhald á millisvæðamót. Hér fer á eftir kynning á þátttakendum mótsins og myndir af þeim flestum, en ekki reyndist unnt að fá myndir af þeim öllum. Bresku skáklíf i um árabil, hann er alþjóðlegur skákmeist- ari, með 2475 Elo-stig, einnig hefur hann ritað mikið um skák, og má þar finna meðal annars, bækur um skákbyrj- anir. Wiiliam R. Ilartston mun áreiðanlega stefna að árangri stórmeistara á svæðismótinu i Reykjavik 1975. W. JANSA Tékkóslóvakla. Jansa hefur oft verið nærri því að komast áfram í milli- svæðamótin eins og t.d. á svæðamótinu í Aþenu 1969, þar sem hann varð í 5. sæti með 12 vinninga af 17 mögulegum. 1 síðustu umferð varð hann að sigra Matulovic og hafði betra tafl langt fram eftir skákinni. John Murray EUGENE LAINE Guernsey. Eugene Laine er 48 ára gamall og tefldi í Olympíusveit lands síns í Siegen 1970. Á Guernsey er vaxandi áhugi fyrir skáklistinni og í nóvem- ber n.k. er fyrirhugað þar mikið alþjóðlegt skákmót. VLADIMIR LIBERZON er nú teflir fyrir Israel, fæddist 1 Sovétrfkjunum, nánar tiltekið í Moskvu þann 23. 3. 1937. Liberzon náði árangri alþjóð- legs skákmeistara, á árinu 1963 og tveimur árum siðar, var hann útnefndur alþjóðlegur stórmeistari. Liberzon hefur borið sigur úr býtum, á eftirtöldum alþjóð- legum skákmótum: Zinnowitz, A-Þýzkalandi 1967 (ásamt Uhl- mann), Debrecen, Ungverja- landi 1968, Feneyjum, Italiu 1974, og Lone — Pine, U.S.A. 1975. Liberzon gerðist israelskur þegn árið 1973, og titilinn „skákmeistari lsrael“, vann hann árið 1974. Vladimir Liberzon er mjög öflugur skákmeistari, og hefur skákstyrkur hans vaxið jafnt og þétt undanfarið, og er sigur hans á skákmótinu í Lone Pine mjög athyglisverður, en þar leiddu saman hesta sína 22 stór- meistarar, i 44 manna skák- móti, og voru tefldar 10 um- ferðir, eftir svissneska kerfinu. Liberzon hlaut'7!4 v. og skaut aftur fyrir sig þekktum nöfnum úr skákheiminum, svo sem Gligoric 2593, Browne 2550, Panno 2545, L. Schmid 2540, Csom 2530, Gheorghiu 2521, svo nokkrir séu nefndir, en Liberzon var með 2485 Elo-stig, og hefur trúlega aukið stigatölu sina verulega, á þessu móti. Á þessari stuttu kynningu á Vladimir Liberzon, má sjá að hann verður hættulegur keppi- nautur, um efstu sætin á svæðismótinu í Reykjavík 1975. JOHN MURRAY Irland. John Murray er .31 árs gamall og hefur teflt á alþjóðlegum skákmótum síðan 1969. Hann varð írlandsmeistari i bréfa- skák 1968 og teflir á 1. borði fyrir Irland i Evrópukeppninni sem nú stendur yfir. Murray hefur orðið mjög sigursæll á skákmótum heima á írlandi, og skulu nokkur þeirra talin hér: 1. sæti á minningarmóti Mulcahy, Cork 1971. l.’Sæti á meistaramóti Dublin 2 ár í röð, 1971 og 72, og 1974 sigraði Murray á opnu páska- móti í Dublin. Sfðustu 3 árin hefur Murray verið fastur maður í liði Irlands i hinum ýmsu sveitakeppnum. Hann sigraði í „efra flokki“ á skák- móti í Wijk-an Zee 1975 og hlaut 1. borðs verðlaun í Arm- strong-Cup kepinni sama ár. PETER OSTERMEYER Fæddur 12. 10. 1943. V-Þýzkalandi. Ostermeyer hefur tvisvar orðið unglingameistari V-Þýzkalands í skák, árin 1961 Framhald á bls. 47. Peter Ostermeyer BrunoParma Friðrik Ólafsson ZoItanRibli Jan Timman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.