Morgunblaðið - 19.10.1975, Síða 46

Morgunblaðið - 19.10.1975, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTOBER 1975 SÆBJÖRN VALDIMARSSON legur, enda vel þekkt nöfn 1 aðalhlutverkum: Reyndar tel ég Anthony Quinn full gamlaðan til að leika byssu- mann og kvennagull en það er náttúrulega smekksatriði. Myndin er tekin f Frakk- landi og er 1 fallegum litum. Chateau Masons er glæsileg á að Ifta og sama er að segja um kvinnur þær er þar búa. Og bófarnir eru illmannleg- ir og til alls vfsir. Michael Caine glæsilegur og tvfsýnn. En þetta er allt á yfirborð- inu. Undir þvf er myndin eitt það mesta endemisrugl sem mig rekur minni til að hafa séð f langan tfma — af mynd f þessum framleiðslu- gæðaflokki. Það er ekki heil brú f handritinu, og þvf verður myndin ekki annað en dauf- ur skuggi annarra mynda, sem af svipuðum toga eru spunnar. S.V. STJÖRNUBÍÓ ★ HVER ER MORÐINGINN LAUGARÁSBIÓ THE STING ★ ★ ★ GAMLA BIÓ WESTWORLD ★ ★ ★ aðallega Roger Daltrey og Ann-Margret. Dal- trey (gítarleikari og söngvari THE WHO), er algjör nýgræðingur í leiklistinni, og baðst undan hlutverkinu í upp- hafi. En Russel lét sig hvergi, og nú er árangurinn kominn í ljós. Daltrey er sem skapaður í hlutverkið, hann á ein- staklega auðvelt með að tjá sig og sakleysislegt yfirbragð hans og sjarmi er myndinni nauðsyn- legur. Ann-Margret er stór- kostleg. Að öðrum leikur- um ólöstuðum, þá ber hana hæst. Jafnt í gleði sem sorg er tjáning hennar sterk, glæst og eftirminnileg. Oliver HAFNARBIÓ SKRYTNIR FEÐGAR ENN Á FERÐ ★ Þcssi endemisvitleysa kom mér þægilega á óvart, — það má nefnilega hlæja að henni. Það er meira en hægt er að segja um ýmsar ábúðarmeiri stöllur hennar. Efni hennar treysti ég mér ekki til að rekja, vil aðeins ráðleggja þvf fólki sem vill hlæja ærlega að vit- leysunni f sjálfu sér, að leggja leið sfna í Hafnarbfó þessa dagana. LEIGUMORÐINGINN ★ (The Marseille Contract) Myndin er þokkaleg að yfirbragði. Leikurinn bæri- kvik mund /idan ★ ★ ★ ★ TOMMY Brezk, 1975. 111 mfn. Leikstj.: Ken Russel. Handrit: Ken Russel, byggt á „rock-óperu“ Pete Townshend og rokk- hljómsveitarinnar The Who. Kvikmyndataka: Dick Bush og Ronnie Taylor. Tónlist e. Pete Townshend, John Ent- wistle og Keith Moon. Framleiðendur: Ken Russel og Robert Stig- wood. Rokk-óperan TOMMY ér gjörólík öllum öðrum myndum. Reyndar er hún full af þeim krafti, næstum brjálæðislega hugmyndaflugi og fítons- anda sem einkennt hefur fyrri myndir snillingsins ófyrirleitna, Ken Russels. Það sem skilur á milli er hröð, sefjandi og hávær rokktónlistin. I henni hefur Russel fundið stórkostlegt hjálparmeðal til aö koma sínu villtasta hugarflugi á tjaldið. Poppskáld og tónsmiðir eru höfuðskáld vorra tíma, og Russel hefur látið svo ummælt að Townshend sé Shake- speare vorra tíma, og er allnokkuð til í því. Það er illmögulegt og óréttlátt að útlistasöngu- þráð myndarinnar, en í fáum orðum er hann þessi: Tommy fæðist í hrjáðan heim í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Faðir hans, sem er flug- maður í flugher hennar hátignar, er talinn af um það leyti sem frum- burðurinn fæðist. Sex árum síðar kynnist móðir hans öðrum manni og fer að búa með honum, og um líkt leyti kemur faðir- inn heim, en kokkállinn styttir honum aldur. Þessir atburðir léiða til þess að litli drengurinn verður daufdumbur. Að tuttugu árum liðnum, eftir margvís- legar læknisaðgerðir og margbrotna lífsreynslu, fær pilturinn loks sjón, heyrn og mál að nýju. Hann er sem endur- fæddur til þessa heims og sér hann í allt öðru ljósi en samferðafólkið sem er alltof upptekið af lífs- gæðakapphlaupinu og sjálfu sér. Fyrir Tommy er frelsið raunveruleik- inn og hann verður Messiah vorra tíma. Russel hefur tekizt að ná fram athyglisverðum leik hjá flestum, og þá Reed gerir margt gott að venju, en hlutverk hans sem fóstri Tommy er ill- meðfærilegt. Smáhlutverkin eru vel leikin af þeim Keith Moon (trommari THE WHO), sem öfugugginn Ernie frændi. Paul Nicholas (fór með hlut- verk Tommys í uppsetn- ingunni í London) er reffilegur óþverri, Kevin frændi, sem í laginu segir sig vera: „. . . the school- room bully^ the class- room treat the nastiest playfriend you ever could meet...“ Þá er hinn brúni kroppur Tinu Turner seiðmagnaður og fullur af krafti og rythma í hlut- verki sýrudrottning- TOMMY getur sjálf- sagt virkað illa á sumt fólk, þ.e. fyrri hlutinn, sem er átakanlegur og svo áhrifaríkur að undir- ritaður hefur ekki upp- lifað annað eins síðan á sýningu A CLOCKWORK ORANGE. TOMMY er tvímæla- laust eitt sterkasta og heilbrigðasta verk Russ- els í langan tíma. Honum hefur tekizt að skapa óvenju litríkt og lifandi verk, fullt af hugmynda- auðgi og áhrifum. Næsta mynd hans er einnig með Daltrey í aðalhlutverki, það er LISZTOMANIA, og fjallar um ævi tón- skáldsins. Þá er og búið að dusta rykið af WOMEN IN LOVE, og stilla henni upp í Tóna- bíó. Betra er seint en aldrei! Sæbjörn Valdimarsson. arinnar. Þeim Elton John og Jack Nicholson rétt bregður fyrir, en á eftirtektarverðan hátt. Townshend — Shakespeare vorra tíma?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.