Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÖBER 1975
Landslag í sköpun:
þessum fallega garði, auk jurta
eins og vatnaliljanna f kastala-
gryfjunni, og inni í kastalanum er
safn með steingervingum úr
brúnkolanámunum, þar sem eru
leifar af þessum sömu trjám eins
og.þau voru fyrir 20 milljónum
ára og af yfir 100 tegundum af
frjókornum, sem ekki fengu að
verða að jurtum þá.
Þetta sýnir hvað hægt er að
gera, ef vilji er fyrir hendi og fé.
Auðvitað kostar þetta mikið. Um
40 þúsund mörk þarf til að bæta
einn hektara lands til land-
búnaðar, 20—22 þúsund mörk í
skóg. Kostnaði er að sjálfsögðu
bætt á kolaverðið, sem fór hækk-
andi með olíukreppunni og veitir
meira svigrúm. Ekkert er með
öllu illt.
I rauninni eru vandamálin
fleiri. Á brúnkolasvæðinu býr
fólk i þorpum. Það verður að
flytjast með gróðrinum aftur
fyrir námuna og þorpin að endur-
nýjast. 7 þorp hafa þegar verið
flutt með 11 þúsund manns, en
alls munu um 20 þúsund manns
þurfa að flytja sig áður en upp er
staðið, á kostnað námunnar. En
Fyrrum var talað um náttúru-
vernd í ákveðinni merkingu, þar
sem miðað var við að geyma
landslag og lífríki óhreyfð. Nú er
ekki síður í þéttbýlum löndum
talað um stjórnun á landinu eða
landslagssköpun. í orðinu felst
hvers konar verndun á landslagi,
dýra og jurtalífi, gömlum minjum
og grænum svæðum, en jafnframt
nýsköpun á því landslagi, sem
áður hafði orðið fyrir hnjaski af
völdum mannsins og endurbætur,
þar sem nýta þarf land á einhvern
hátt, þannig að frá því sé gengið
aftur eftir fyrirframgerðri
ákvörðun. Það getur þá ýmist
orðið eins og það var áður eða
breytt, með nýjum hæðum,
skógum og vötnum. Slík lands-
lagssköpum hljómar kannski dá-
lítið tilgerðarlega. Maður getur
ekki almennilega fellt sig við að
maðurinn taki að „skapa“ lands-
Iag, en með þeirri fyrirmynd, sem
hann hefur hvarvetna í náttúr-
unni, getur það tekist býsna vel,
þó á teikniborði sé. Það sá ég
mörg dæmi um í ferð um Þýzka-
land, til að kynnast hvers konar
umhverfisverndun. Raunar
miðast þetta við þá staði, þar sem
maðurinn hefur skemmt eða nýtir
enn gæði landsins sér til lífsviður-
væris. Og Þjóðverjar gera þetta
vissulega í stórum stíl, sem annað
þar sem þeir taka til hendi. Ég
ætla til skýringar að draga fram
nokkrar myndir af því, sem ég
kynntist.
Skammt vestur af Köln eru ein-
hverjar stærstu brúnkolanámur
heims, með um 55000 milljón
tonnum af kolum, sem geysileg
þörf er fyrir nú eftir að oliu-
kreppan hófst. Þarna eru brún-
kolin unnin á 2500 ferkm svæði
milli Aehen, Köln og Neuss, en
það er álíka stórt land og Luxem-
burg. Landinu er flett ofan af
brúnkolaæðunum, sem liggja ská-
hallt í jörðu frá 4—10 metra dýpi
og niður á 400 m dýpi. Þarna
hefur landið sigið fyrir 20
milljónum ára og sandur lagst
yfir skóga og plöntur, svo súrefni
komst ekki að og úr urðu brún-
kolin dýrmætu. Þau eru nú nýtt
þannig að 85% þeirra eru notuð
beint í rafmagnsframleiðslu fyrir
1'á milljón manna byggð og til
stóriðnaðar í Ruhrhéraðinu. Risa-
kranar, sem vega 7400 tonn og
kosta um 100 milljón mörk, moka
þarna upp kolunum niðri í litríkri
risagryfju, sem nú er um 200 m
djúp. Aðgerðin er svo hrikaleg að
sjá, þegar staðið er og horft
yfir námurnar, að manni hálf
hryllir við. Og sárið er stórt í
jörðinni.
En það er ekki skilið eftir
þannig, heldur er það grætt. t
rauninni var byrjað að bæta tjón-
ið, þó á annan hátt væri, á 17. öld,
þegar fyrstu kolin voru tekin úr
Aftan við námuna er landíð grætt, klætt hæðum, vötnum og grænum
skógum — þar sem þéttbýlisfólkið getur unað sér.
það leysir kannski ekki allan
vanda. Þó hefur þetta gengið vel,
var mér sagt. Fólkið lifir mikið á
námunum og rekstrinum í sam-
bandi við þær og skilur þörfina.
Auk þess fer það úr gömlum
húsum, sem lengi hefur verið
vitað að þyrftu að víkja og flytur í
önnur ný með öllum nútímaþæg-
indum í staðinn. Fólkið í þorp-
unum flytur Ifka saman á nýjan
stað í sama héraði. Það ræður
hvort það fer þangað eða fær
húsið sitt bætt, og fer alveg í
burtu, sem fáir kjósa. Húsin eru
metin og borguð, en útveguð hag-
stæð lán fyrir mismuninum. Al-
mennar byggingar skólar, sam-
komuhús og kirkjur reisir námu-
félagið í stað þeirra gömlu. Ég
kom í einn slíkan bæ, Körpen-
Mútrath, sem 3500 íbúar fluttu í
fyrir 10 árum. Hann er vaxandi,
og hús og garðar mjög fallegt og
vel frágengið. Það er athyglisvert
að þegar slíkt þorp er flutt, þá er
byrjað á því að flytja kirkjugarð-
inn með öllu sem í honum er.
Fólkið leggur höfuðáherzlu á að
taka með sér á nýja staðinn sína
látnu ættingja. Þar kemur hinn
mannlegi þáttur inn í.
Umhyggja fólks fyrir hvílustað
ættingja sinna kemur á sama hátt
fram, þar sem 3 þorp hafa orðið
að vikja fyrir hinum geysimiklu
vatnsmiðlunarlónum Ruhrárinn-
ar. Þar var kirkjugarðurinn lfka
fluttur fyrst og síðan reist kirkja
og skóli, að ósk íbúanna. I fyrsta
þorpið, Leue Listernohn, fluttu
1600 manns árið 1961. Ég kom í
þann bæ. Þar hafði aðeins verið
fyrir eitt skógarvarðarhús, en á
hálfu ári var bærinn byggður upp
með fallegum húsum og görðum. 1
mörg ár hafði verið vitað að að
þessu kæmi og fólkið við því búið.
Ibúrnir á vatnasvæðinu ákváðu
að þeir vildu halda hópinn eða
öllu heldur að halda 3 hópa í
þremur þorpum. Þeir völdu sér
arkitekta og fengu svo jafnstór
hús sem þeir höfðu átt fyrir, án
milligreiðslu. Landslagsarkitekt
fékk það verkefni að halda
svæðinu sem mest óbreyttu og
þarna í brekkunni er Ijómandi
fagurt með útsýni yfir vatnið, sem
nú hylur gamla þorpið.
Ástæðan fyrir því að nauðsyn-
legt þótti að fá þessi stóru vötn, er
sú, að áin Ruhr, sem rennur í
gegn um mikil iðnaðarhéruð, er
mjög misvatnsmikil. En þarna er
mjög þéttbýlt með tilheyrandi
þörf fyrir drykkjarvatn. Vatns-
þörfin hefur aukist mikið sem
annars staðar, úr 20 lítrum á
mann upp í 250 lítra nú. Samband
vatnakerfis Ruhrárinnar, Ruhr-
verband, var stofnað á árinu 1913,
Brúnkolanáman er sem flakandi sár, djúpt í jörðinni og f baksýn nýr skógur og raforkuverið, sem nýtir kolin.
Risakraninn rffur upp brúnkolin, sem fyrir 20 millj. ára voru margs-
konar tré og jurtir, og nýtir þau f dýrmæta orku til rafmagnsfram-
leiðslu f rafstöðinni skammt frá.
litlum holum. Þá setti furstinn,
eigandi landsins, þau lög, að fylla
ætti holuna aftur og gróðursetja
þar tré, þvf hann vildi geta haldið
áfram að fara í veiðiferðir um
óspillt land. 1 rauninni var þó
ekki byrjað að fylla í og rækta
yfir kolanámuna fyrr en eftir
1880. Og 1953 voru svo sett lög í
héraðinu, sem segja fyrir um að
landinu eigi að skila eins og það
var fyrir — með ökrum þar sem
akrar voru og trjám þar sem
skógur var áður. Nú er þetta
raunverulega gert jafnóðum.
Jarðveginum er flett ofan af,
kolin tekin og fyllt í á eftir.
Það er í rauninni furðulegt að
horfa á þéssar Ijósu gryfjur langt
niður í jörðina, þar sem risakran-
arnir éta í sig grjótið og senda
burtu á færiböndum beint f raf-
stöðina eða á járnbrautarvögnum
burt, og sjá svo við endann á
gryfjunni hæðir og ása með fal-
legum skógi, 6—7 ára gömlum og
þar sem verið að er planta út 4—5
ára gömlum trjám með vélum,
sem geta afkastað allt að r>000
plöntum á dag á jafnsléttu. En
sfðan 1965 er búið að planta
þannig 65 milljón trjám. Græn-
meti grær á ökrum bændanna,
þar sem kolasárin voru áður og
gert hefur verið 2500 hektara
stórt útivistarsvæði með skógum,
görðum og vötnum, þar sem pytt-
irnir voru dýpstir. Þar er fuglalíf
auðugt og fiskur í vötnum. Dýrin
hafa með svolítilli hjálp komið
aftur. Um helgar sækja nú 50—60
þúsund manns úr iðnaðarborg-
unum í kring þangað, til að veiða
og róa, ganga um og njóta úti-
vistar. Byrjað var á verndarsvæði
á þessum slóðum árið 1880. Nú
eru allar námur fylltar jafnóðum.
Síðasta gamla gryfjan var tekin
fyrir 1964.
Ekki er síður furðulegt að geta
komið í grasgarða þessa risafyrir-
tækis við aðalstöðvarnar í Pfeifer-
dalskastala, sem er frá 15. öld, og
séð allar þær trjátegundir og
jurtir, sem fyrir 20 milljónum ára
uxu þarna og urðu með tfmanum
að brúnkolum. Þetta eru 10
tegundir af trjám, sem öll má sjá í
Skógar, hæðir, vötn og bæir
koma í kjölfar námusáranna