Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1975 35 Fyrir stríð voru þarna ljótar malarnámur. Seinna notuðu Bandarlkjamenn það fyrir skotæfingasvæði. Nú hefur bærinn Karlsfeld gert þar skemmtilegt útivistarsvæði, sem íbúar frá Miinchen fá að njóta. Eitthvað þurfa þeir eldri að dunda við f skemmtigörðunum. Þar má tefla, engu sfður en inni f húsi. 14 stöðuvötn eða lón þarf áin Ruhr sem varaforða, til notkunar f þurrum sumrum. Við vatnið er útivistarsvæði fyrir borgarbúa með hjólhýsa- og tjaldsvæði, þar sem skolpi er safnað til hreinsunar, en ekki látið fara í vatnið. þegar lög voru sett um þátttöku allra iðnaðarfyrirtækja og sveitarfélaga við ána. Það hefur beitt sér fyrir þvi að komið yrði upp miklum hreinsistöðvum fyrir skolp og iðnaðarúrgang meðfram allri ánni. Og bæði sveitarfélög og iðnaðarfyrirtæki verði að borga fyrir hreinsun á sínum úrgangi. Samt er vatnsþörfin svo mikil ef losna á við mengun og sjá fyrir nauðsynlegu vatni, að i þurrum sumrum nægir árvatnið engan veginn. Um 410 millj. kubik- metrúm þarf að jafnaði að dæla úr ánni. Því hefur verið ráðizt í þessar geysimiklu framkvæmdir Ruhrsambandsins. Þær eru m,a. fólgnar í þvi að tryggja stór vötn uppi í fjöllunum, sem hleypa má úr þegar á þarf að halda, á sama hátt og Þórisvatn er hér notað sem varavatnsforði fyrir Búrfells- virkjun. Þarna er vatnið líka nýtt til rafvirkjunar. þar sem það fer úr lónunum og hreinsað um leið. Hefur verið komið upp 14 slíkum lónum eða stöðuvötnum. Ég kom upp í fjöllin að þessum geysistóru vötnum, sem draga að fólk til úti- vistar og til veiða. Víðáttumiklir skógar eru i kring og ákaflega fallegt frá náttúrunnar hendi, enda mikið gert til að nýta landið fyrir ferðafólk, um leið og eftirlit er haft með úrgangi. T.d. tekur hreinsistöð úrgang frá stóru tjald- stæði og um sum vötnin mega aðeins fara farþegaferjur, en aðrir bátar ekki leyfðir. Að sjálf- sögðu er mjög erfitt að fylgjast með tjaldfólki og umgengni við stórt vatnasvæði, sem dregur svo mjög að náttúruunnendur. Þorpin þrjú, sem um var rætt, fóru undir vatn, en voru réist ofar í hlíðunum. Og Ruhrsambandið flutti bæði járnbrautarlínuna og lagði nýja vegi ofar. Það er vissu- lega bæði dýrt og erfitt að halda þéttbýlu landi hreinu og tryggja hreint vatn. önnur gamalgróin samtök í Ruhrhéraðinu, sem miða að því að halda um 40% af landinu grænu, vinna að því að græða upp og gera við skemmdir. Það er Siedlungs- verband, sem stofnað var um 1920 af 24 bæjum, þegar fólk streymdi á þessar slóðir vegna kolanám- anna og þeir gátu illa tekið við öllum þessum fólkstraumi. Ruhr Siedlungsverband byggði þá járn- brautir og vegi og ákveðið var að bindast samtökum um að taka frá náttúrulega græna bletti. Nú á siðari árum hefur verið plantað trjám f járnbrautar- og vegabrún- ir, ræktaðar upp sandgryfjur og græddar upp hæðir, sumar til- búnar úr úrgangi eða kolasalla. Þarna vinna um 200 manns við gróðursetningu. Og allt gert í svo stórum stíl að íslendingur frá fátæku landi, stendur agndofa. Tekin hafa verið frá vernduð svæði, sem ýmist eru ræktuð upp og haldið óbreyttum eða gerð að útivistarsvæðum og iþróttasvæð- um fyrir þá miklu mannmergð, sem býr í nálægum borgum. Þörf- in fyrir slfkt átak kom mjög f ljós fyrir nokkrum árum, þegar fólk tók að flytjast burt úr þessum menguðu iðnaðarhéruðum og suður á bóginn. Það var farið að gera kröfur til þess að geta notið útivistar í óspilltu umhverfi. Hug- myndin er því m.a. að hafa á boðstólum útivistarsvæði fyrir fólk með ólíkan smekk, unga og gamla, fólk með hvers konar íþróttaáhuga og aðra sem vilja ganga um skóga og óspillt lands- lag. Einn slíkur garður, 32 hektar- ar að stærð, var opnaður á sl. ári, Revierpark Vonderort, og hefur að kjörorði „Eitthvað fyrir alla“. Er honum skipt í göngusvæði með vötnum og skógum, þar sem jafn- framt er hægt að veiða fisk, róa og tefla með stórum taflmönnum á grasflötunum, og hins vegar f sportlegra svæði með sundlaug- um, tennisvöllum, badmintonvöll- um, leiktækjum hvers konar o.s.frv. Aðgangur er ókeypis I nema að sundlauginni. Þarna ! koma nú allt að 324 þúsund gestir á dag. I einni sundlauginni er ! framleiddur öldugangur með loft þrýstingi á hálftíma fresti, gestum til mikillar skemmtunar. Og það vekur athygli hve mikil hreyfing er á öllum og hve fólkið virðist hafa margt við að vera. Allir eru eitthvað að gera, hlaupa, stökkva, fara f ýmiss konar íþróttir, ganga um skógana o.s.frv. Þarna voru áður sand- gryfjur, en nú er þar landslag með lægðum og hæðum, sem myndaðar voru úr rústaleifum frá stríðsárunum, og allt svo þakið trjágróðri og jurtum. Utivistarsvæði eru þó ekki aðal- verkefnið. Það er miklu fremur að græða landið í héraðinu, ekki síst gömul sár, hreinsa og rækta upp skurðbakka, fylla upp og rækta gamlar malarnámur og hæðir og stunda það sem i upp- hafi þessarar greinar var kallað landslagssköpun. Þarna var fyrir geysimikið af úrgangsbingjum, þeir stærstu úr kolasalla, sem eftir varð við útskolun úr námunum eða úr ónothæfu grjóti. Og úr þessum úrgangi úr iðnaðinum og kola- námunum, og jafnvel sorpi og skolpi, eru mynduð „tilbúin“ fjöll, að svo miklu leyti sem það er ekki notað í vegarlagningu og slíkt. Úrgangurinn er felldur inn f landslagið. Og ekki er hægt að sjá annað en þarna hafi alltaf verið hæðir, grónar upp á tinda. Ég kom á einn stað þar sem verið er að byggja upp heilt fjall. Þar var þegar komin umfangs- mikil 34ra metra há hæð, en á að verða 90 metrar. Efnið í hæðina er tekið í tveimur námum og hún byggð upp í stöllum, sem hver um sig er 12 metrar á hæð og 6 m á breidd, en halli 22,5 gráður. Fyrst er ekið í grófa efninu, beðið í nokkra mánuði, þá bætt utan á jarðvegi og plantað að nokkrum tfma liðnum trjám, birki, ösp o.fl. Trén virðast þrífast mjög vel, þó enginn áburður sé borinn á. Til- raunir hafa verið gerðar með að sá grasi, en það er mjög dýrt, kostar 12—15 þúsund mörk á hektarann á móti 5—6 þúsund á hektara af trjám. Reynslan sýnir að á sex árum myndast svipaður batngróður eins og á landinu i kring, þó ekkert sé frekar að gert. Þannig leggur sambandsríkið til uppgræðslu þessara hæð, og eign- ast þær þar með, en gefur síðar til almenningsnota. Eru ,á þennan hátt ræktaðir upp 10 ha lands á ári þarna austan Rinar. Á svipuðum slóðum skoðaði ég framkvæmdir sama aðila við að vinna upp malar- og sandgryfjur á stóru svæði. Þarna eru ekki nema 6—8 metrar niður á fast, en lengi hefur stórfyrirtækið Dr. Múller aflað sér þar efnis í kera- mik og glergerð. Nú er þegar búið að vinna upp og hæta 1500 hektara svæði og 1000 hektarar eru í viðgerð. Þarna er fyllt upp í gryfjurnar eða landið bara lag- fært og sáð í. Þar sem vatn er í gryfjunum, er gjarnan búið tf stöðuvatn og útivistarsvæði í kring, þvf fólk vill fá vatn, skóg og helzt hæðir. Nú geta bændur, sem selja efni f landi sínu, valið um það hvort þeir vilja fá landið eins aftur eða bara upp grætt. Á þennan hátt hefur stjórnin í fylkinu Norður-Rín og Vestfallen vald á landslagsmynduninni. Ýmist eru landslagsarkitektar, náttúruvfsindamenn eða sérstök fyrirtæki látin gera tillögur á veg- um þróunarstofnunar, en þar þarf svo að samþykkja, ef um breytingu er að ræða á landslagi, þ.e aukið vi,ð hæð eða lægð. Og þá er haft að leiðarljósi að það stingi ekki í stúf við landslagið sem fyrir er. Þetta er gífurlegt við- fangsefni, sem verið er að takast á við, en markmiðið er að samhæfa not af landinu — og þá námunum líka — og náttúruvernd og útivist fyrir hið mikla þéttbýli. Að þetta sé gert skipulega og meðvitað, svo ekkert fari forgörðum. En þetta er ekki aðeins verið að gera í stærstu iðnaðarhéruðum í Þýzkalandi. Áhugi er nú vaknaður og skilningur á því um allt Þýzkaland að þannig verði staðið að málum, þó ekki sé brugðizt við á sama hátt alls staðar. Berlínarbúar reyna t.d. að planta trjábeltum með þriggja km millibili út að grænu svæðunum utan við borgina, sem þeir halda fast í þrátt fyrir landþrengsli. Og þeir berjast, við að halda gróðri á árbökkunum og við vötnin. Jarð- végurinn þolir þar lítinn ágang, þvf Berlín stendur á viðkvæmum sendnum jökulöldum frá siðustu jökulöld. Og Berlínarbúar búa til hæðir úr rústum og sorpi og þekja þær gróðri. Þar má m.a. fá vel hæfar skíðabrekkur að vetrinum. Þrátt fyrir landleysi vernda þeir alveg lítinn dal með sérkennileg- um jurtum og miklu fuglalifi f nánd við borgina. t Bayern er verið að taka fyrir allt landslag og skipuleggja á Umhverfismálaskrifstofunni f Múnchen. Raunar er þegar hafin landslagsáætlun í 18 þáttum, þar sem öll óbyggð Iandsvæði eru tek- in fyrir, ákveðið hvar ekki verði leyfð byggð, hvar megi setja úr- gang úr sorpi og skolpi í hæðir eða malargryfjur, hverjar þeirra megi nýta sem fiskivötn og hvern- ig eigi að þekja með gróðri. í þeirri áætlun er ákveðið að í framtíðinni megi ekki taka nýjar gryfjur nema á 5—6 afmörkuðum stöðum. Einn þátt þessarar áætl- unar skoðaði ég með einum af þeim mönnum, sem að hafði unnið. Sú áætlun er um það bil að fara fyrir sérstaka skipulags- nefnd og verður siðan lögð til staðfestingar fyrir skipulags- nefnd Bayern og héraðsstjórnina. Skammt norðvestan við Múnch- en, milli borgarinnar og Dachau, er lítill bær að nafni Karlsfeld. Þar er verið að útbúa stórt úti- vistarsvæði fyrir þéttbýlið í nágrenninu og er dæmi um það hvernig fátækt sveitarfélag og stórborg með lítið landrými geta unnið saman að sameiginlegum hagsmunum Múnchenarborg reið- ir fram fé með því að greiða 1 mark á íbúa og leggur til fólkið, sem þarf á þessari útivist að halda, en Karlsfeldbær leggur frarn landið og fær umferðina og viðskiptin af henr.i. Um 85% af ibúunum eru bændur, og mikið af flóttafólki frá Rúmeniu og Tékkóslóvakíu settist þar að eftir 1960. Fyrir stríð hafði verið tekið mikið af efni í byggingar á þess- um slóðum og skildar eftir gryfj- ur, sem Bandarikjamenn notuðu Framhald á bls. 36 'Glænýtt útivistarsvæði fyrir iðnaðarborgina, Revierpark Vonderort að nafni. Hæðin sú arna var fyrir skömmu rústahaugur frá þvf f strfðinu. Þarna var jafnslétta áður. Nú er þar að rfsa fjall, sem á að verða 90 m hátt gert úr kolasalla og skógurinn farinn að teygja sig upp eftir hæðinni. Þorpið, sem var fyrir kolanámunni, var bara flutt aftur fyrir hana, með fólki og húsum. Þarna er ein af nýju götunum f nýjum bæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.