Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1975 13 Bandarísk listakona sýnir hjá Menningar- stofnun Bandaríkjanna HELEN C. Frederick, bandarísk listakona, opnar sýningu á verkum sínum í sýningarsal Menningarstofnunar Banda- ríkjanna, Neshaga 16, sunnudag- inn 19. október milli klukkan 14 og 17. . Verkin sem eru svartlist og teikningar eru um 50 talsins, hafa sum verið á sýningu í Noregi, og segir listakonan sjálf að gróska jarðar, landbúnaður og landslag hafi haft mikil áhrif á sig í gerð myndanna. Helen C. Frederick er fædd árið 1945 í Pennsylvaníuríki í Banda- ríkjunum, og stundaði nám við Rhode Island School of Design og Rfkisháskólann í Ohio. Hún hefur starfað við Rhode Island School of Design listasafnið, Garrigues í Frakklandi og Hartwick College í New Yrok. Listakonan hefur hlotið styrki frá American-Scandinavian Foundation og Fulbright stofnun- inni 1973—74 til rannsókna í Skandinavíu og við Munch safnið í Oslo. Helen er meðlimur i Atelier Nord og Norske grafikere. Hún hefur tekið þátt í sam- sýningum og haldið einka- sýningar víðsvegar um Banda- rfkin, og sýnt erlendis. Sýningin verður opin 20.—24. október klukkan 13—18. Sum verkanna eru til sölu og er verð þeirra milli sjö og þrettán þúsund krónur. SUS styður kvennafrí MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkynning frá stjórn Sam- bands ungra sjálfstæðismanna um samþykkt sem gerð var á fundi hennar sl. mánudag. Samþykktin er svohljóðandi: Stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna styður kvennafríið 24. október n.k. á grundvelli þeirra jafnréttishugmynda, sem að baki liggja. Stjórn sambands- ins hvetur íslenzkar konur eindregið til að sýna samstöðu og leggja niður störf á degi Sam- einuðu þjóðanna, hvort sem þær starfa i atvinnulífinu eða á heimilunum. Stjórn S.U.S. ERUM FLUTTIR Höfum flutt skrifstofu og söludeild að ÁRMÚLA11 "*11 0 P PORf SÍIVII B1500-ÁRMÚLA11 HELLA HALOGEN LUKTIR 2 X MEIRAUÓS ®| | m Siðumúla 7- nausrh.n simi 82722. ÁLIORMA - HAKDRIÐ SAPA — handriðið er hægt að fá í mörgum mismunandi útfærslum, s.s. grindverk fyrir útisvæði, íþróttamannvirki o.fl. Ennfremur sem handrið fyrir veggsvalir, ganga og stiga. Handriðið er úr álformum, þeir eru rafhúðaðir i ýmsum litum, lagerlitir eru: Natur og KALCOLOR amber. Stólparnir eru gerðir fyrir 40 kp/m og 80 kp/m. Með sérstökum festingum er hægt að nota yfirstykkið sem handlista á veggi. SAPA — handriðið þarf ekki að mála, viðhaldskostnaður er því enginn eftir að handriðinu hefur verið komið fyrir. Gluggasmiðj an Gissur Simonarson Siðumúla 20 Reykjavik — Simi 38220 Hluti handavinnunnar, sem verður á handavinnu- og kökubasar, sem Kvenfélagið Hringurinn efnir til laugardaginn 25. okt., verður til sýnis f glugga Málarans núna um helgina. Myndin hér að ofan sýnir hluta af þeim munum, sem verða á basarnum. Kenya: Deilur KANU- flokksins magnast 2 þingmenn handteknir Nairobi 15. okt. Reuter. AÐSTOÐARTALSMAÐUR Kenyaþings, John Marie Seroney, og annar þingmaður, sem hefur gagnrýnt stjórnvöld voru báðir handteknir i þinghúsinu f Nairobi f dag. Borgaralegir lög- reglumenn komu á vettvang og handtóku mennina i ásýnd þing- heims og blaðamanna. Handtökur þessar koma ekki með öllu á óvart að sögn Reuters þar sem mikil ólga hefur verið innan KANU-flokksins en siðan 1969 hefur hann verið eini leyfði flokkur landsins. Hafa báðir mennirnir gagnrýnt flokkinn og starf hans. Jomo Kenyatta, forseti Kenya, tilkynnti i dag og að hann myndi vera i forsæti sérstaks þingfundar á morgun, og er búizt við að handtökurnar og ágrein- ingurinn innan flokksins verði á dagskrá fundarins. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7 8. 9. 10. 11. 12. Vélarþvottur Hreinsun og feiti á geymissambönd Mæling á rafgeymi Mæling á rafhleðslu Hreinsun á blöndung Hreinsun á benzíndælu Skipt um kerti Skipt um platínur Skoðuð viftureim Skipt um olíu og olíusíu Mæling á frostlegi Vélastilling Verð: kr. 7333.- með söluskatti Innifalið í verði: Platínur, olíusía, þurrkublöð, ventlalokspakkning, vinna. Voivobónus: Ókeypis kerti í bílinn. VELTIR HF SuÓurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.