Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKT0BER 1975 TlU HÁLFBRÆÐUR — Þessir tíu hrútar eru allir undan Hrauna frá Efra-Langholti. Fjórir þeirra dæmdust í flokk heiðursverðlaunahrúta, fimm hlutu fyrstu verðlaun A og einn hlaut fyrstu verðlaun B. Þriðjungur hrútanna synir Hrauna frá Efra-Langholti Haukur Glslason, Stóru-Reykjum, heldur hér ( hrút sinn Blævar, sem stóð efstur 1 flokki heiðursverð- launahrúta. Héraðs.sýning á hrútum aðEystra- Goldingaholti ★ ★ Texti & myndir: Tryggvi Gunnarsson. Haraldur Sveinsson veitir forstöðu fjárræktarbúinu á Hrafnkelsstöðum f Hrunamannahreppi. Hér heldur hann í hrút sinn Gylfa, sem varð annar f flokki heiðursverðlaunahrúta. Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri, var um langt árabil dómari á hrútasýningum. Hér kemur hann út úr fjárhúsinu í Eystra-Geldingaholti. Til hliðar stendur Stefán Jasonarson (t.v.) f Vorsabæ, formaður Búnaðarsambands Suðurlands og ræðir við einn þeirra mörgu sem komu til að fylgjast með héraðssýningunni. HÉRAÐSSÝNING á hrútum fór fram að Eystra-Geldingaholti i Gnúpverja- hreppi síðast liðinn sunnudag Til þessarar sýningar var komið með hrúta, sem valdir höfðu verið á sýn- ingum hreppabúnaðarfélaganna i Árnessýslu, austan Hvitár og Ölfus- ár, og voru alls 30 hrútar sýndir Sérstaka athygli vakti að þarna voru sýndir 10 hálfbræður, sem allir voru undan sama hrútnum, Hrauna frá Efra-Langholti. Þá voru á sýningunni sýndir 6 hópar lambhrúta, 5 frá sauðfjárræktarfélögum og einn frá fjárræktarbúinu á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi Héraðssýningar á hrútum fara fram i hverjum landsfjórðungi á fjögurra ára fresti og eru hrútar, sem þar eiga að mæta, valdir á hrútasýn- ingum, er fram fara i hverjum hreppi það sama haust Fjöldi hrúta á héraðssýningu úr hverjum hreppi fer eftir sauðfjáreign i hreppunum og er gert ráð fyrir að 1000 vetrar- fóðraðar kindur séu á bak við hvern hrút Til sýningarinnar I Eystra- Geldingaholti komu flestir hrútar úr Hrunamannahreppi eða 7 en bænd- ur i Gnúpverjahreppi sendu næst flesta hrúta eða 6 Eins og áður var tekið fram komu aðeins til þessarar sýningar hrútar úr Árnessýslu aust- an Hvitár og Ölfusár en vegna smit- hættu á tannlosi og kýlapest er bannað að flytja fé milli þessara svæða i ár Dómar hrútanna á þessari sýn- ingu fór á þann veg að 1 4 höfnuðu i heiðursverðlaunaflokki, 12 fengu fyrstu verðlaun A og fjórir fyrstu verðlaun B I flokkt heiðursverðlaunahrúta stóð efstur Blævar, 3ja vetra frá Oddgeirshólum, eign Hauks Gísla- sonar, Stóru-Reykjum, Hraungerðis- hreppi Faðir Blævars er Frosti frá Oddgeirshólum Frosti er sonur Þokka frá HoTi i Þístilfirði, sem not- aður var á Sæðingarstöðinni á Akur- eyri og siðar á Sæðingarstöðinni í Laugardælum Sauðfjársæðingar- stöð Búnaðarsambands Suðurlands i Laugardælum hefur keypt Frosta og er hann kominn á stöðina. Mál Blævars eru: 114 kg að þyngd, brjóstmál 115 sm, spjaldhryggur 27,5 og leggur 126 mm Blævar hlaut samtals 85,5 stig. Þess má geta, að sonur Blævars, Vestri, 2ja vetra, eign Ingvars Þórðarsonar, Reykjahlíð á Skeiðum, var dæmdur sjötti bezti hrúturinn i flokki heiðurs- verðlaunaiirúta. Annar bezti heiðursverðlaunahrút- urinn var dæmdur Gylfi, 4ra vetra frá Efra-Langholti, eign Haralds Sveinssonar, Hrafnkelsstöðum, Hrunamannahreppi Faðir Gylfa er Hrauni frá Efra-Langholti, en Hrauni stóð efstur á héraðssýningu á hrút- um fyrir fjórum árum í Árnessýslu og var eftir þá sýningu keyptur að Sæðingarstöðinni í Laugardælum Hrauni er fæddur i Kílhrauni á Skeiðum, sonur Sprota frá Kil- hrauni Synir Hrauna hafa að sögn Árna G Péturssonar, sauðfjárrækt- arráðunauts, verið áberandi á hrúta- sýningum i Árnes- og Rangárvalla- sýslu á þessu hausti og má geta þess, að á héraðshrútasýriingu i Rangárvallasýslu stóð sonur Hrauna, Drellir frá Voðmúlastöðum efstur Eigandi Drellis er Guðlaugur Jónsson, Voðmúlastöðum, A- Landeyjum Á sýningunm að Eystra- Geldingaholti var þriðji hver hrútur undan Hrauna Nokkuð hefur borið á að fitan sé gul á kjötföllum lamba undan Hrauna og er talið að hér geti verið um erfðagalla að ræða, en á þessu hausti fæst úr þvi skorið hvort þessi grunur á við rök að styðjast Mál Gylfa reyndust vera: Þyngd 120 kg , brjóstmál 122 sm, spjald- hryggur 26,5 sm og leggur 128 mm Hann hlaut 85,0 stig j þriðja sæti heiðursverðlauna- hrúta hafnaði Gámur, frá Oddgeirs- hólum, eins vetra, eign Guðmundar Árnasonar, Oddgeirshólum, Hraun- gerðishreppi Faðir Gáms er Þristur frá Oddgeirshólum en hann er und- an Vegg, sem notaður var á Sæð- ingarstöðinni i Laugardælum en var i fyrra seldur stöðinni á Akureyri. Gámur hlaut einkunnina 9 fyrir læri en aðeins einn annar hrútur hlaut svo háa einkunn fyrir læri. Mál Gáms: Þyngd 96 kg., brjóstmál 1 10 sm, spjaldhryggur 25 sm og leggur 1 28 mm Hann hlaut 84,5 stig. Ef úrslit sýningarinnar eru skoðuð með tilliti til hreppanna kemur i Ijós að hrútarnir úr Hraungerðishreppi hafa dæmzt jafnbeztir eða allir i flokk heiðursverðlaunahrúta og þaðan eru fyrsti og þriðji hrútur í þeim flokki Næst koma hrútarnir úr Villingaholtshreppi en þeir höfnuðu allir þrír i heiðursverðlaunaflokki Þriðju jafnbeztu hrútana áttu bænd- ur í Hrunamannahreppi en fjórir lentu i heiðursverðlaunaflokki og þrir hlutu fyrstu verðlaun A Eins og áður sagði voru einnig sýndir á þessari sýningu sex hópar lambhrúta Hópinn, sem þar stóð efstur, átti Guðmundur Árnason, Oddgeirshólum. Öðru og þriðja sæt- inu deildu með sér hópur frá Ingólfi Bjarnasyni, Hlemmiskeiði, Skeiðum, og annar frá Jóni Ólafssyni, Eystra- Geldingaholti, Gnúpverjahreppi. Með dómi á lambhrútum er reynt að spá fyrir um hvernig þeir kunni að reynast sem kynbótahrútar. Þess má geta að hópurinn frá Hlemmiskeiði var allur undan sama hrút, Flá, sem ættaður er frá Jóni í Eystra- Geldingaholti en Flár var á sl. vori keyptur inn á Sauðfjársæðingarstöð- ina í Laugardælum Dómarar á héraðssýningunni voru þeir Árni G Pétursson, sauðfjár- ræktarráðunautur, Leifur Jóhannes- son, ráðunautur I Stykkishólmi, og Einar Þorsteinsson, ráðunautur, Sól- heimahjáleigu. Á hreppasýningun- um dæmdu Árni og Hjalti Gestsson, ráðunautur á Selfossi, en alls voru á þeim sýningum sýndir-588 hrútar Víð spurðum Árna G. Pétursson álits á þessari héraðssýningu i samanburði við fyrri sýningar. Árni sagði að hrútarnir á þessari sýningu væru jafnbetri en áður og mun færri hrútar dæmdust i fyrstu verðlaun B og hrútar i fyrstu verðlaunum A væru mjög jafnir. „Það hefur náðst verulegur árangur i að stytta fótleggi og skapa þannig betri skilyrði fyrir vöðvasöfnun i lærum," sagði Árni. En hvað er það einkum, sem bet- ur mætti fara í sauðfjárrækt bænda i Árnessýslu? „Menn mættu leggja si£ meira fram i sambandi við fjárval Einkum ættu menn að beina sjónum sínum að styrkleika fóta Nokkuð hefur bor- ið á veikleika i afturkjúkum, þannig að rétt er að menn hugi sérstaklega að kjúkuliðum Vöðvagerð verður að skoða vel með tilliti til holdasöfn- unar en víða skortir fé meiri lærvöðva." Með nýjum búfjárræktarlögum frá árinu 1973 voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi hrútasýninganna. Hvað felst i þessum breytingum? „Hreppahrútasýningar fara nú fram á tveggia ára fresti og á hverju ári eiga bændur þess kost að fá dóma á veturgamla hrúta. Ég tel að með þessum sýningum miði mjög i rétta átt með vaxtarlag fjárins," sagði Árni að lokum Búnaðarsamband Suðurlands starfrækir Sauðfjársæðingarstöð í Laugardælum og við báðum Hjalta Gestsson, ráðunaut og fram- kvæmdastjóra Búnaðarsambands- ins, að segja okkur frá starfsemi stöðvarinnar. Hjalti sagðist gera ráð fyrir að stöðin yrði með 1 2 hrúta i vetur en á hverju ári eru sæddar um 4000 til 5000 ær og lætur nærri að fimmti hver bóndi noti þjónustu stöðvarinnar. Nú eru starfræktar þrjár slikar stöðvar i landinu, á Akur- eyri og Hesti í Borgarfirði auk stöðv- arinnar i Laugardælum. Það kom fram hjá Hjalta, að stöðvar þessar hafa með sér mikið samstarf og hafa á undanförnum árum skipzt á hrút- um. Lauslega áætlað má gera ráð fyrir að milli 25 Og 30% þeirra veturgamalla hrúta, sem sýndir hafa verið á hrútasýningum, séu afkvæmi hrúta á sæðingarstöðvum „Ég tel að starfsemi þessara stöðva verðí til að styðja sauðfjár- ræktina í landinu en með starfsemi þeirra hefur verið reynt að kalla fram meiri kjötlægni Annað verkefni bið- ur þá óunnið en það er leit að mjólkurlægni og frjósemi og hlýtur það að verða i höndum bænda sjálfra. En hvað sem fyrrnefndum eiginleikum liður mega bændur ekki gleyma mikilvægi góðrar fóðrunar og meðferðar," sagði Hjalti er við spurðum hann um árangur af starfi sauðfjársæðingarstöðvanna Á Hrafnkelsstöðum í Hruna- mannahreppi er starfrækt fjárræktar- bú, sem nýtur styrks úr rikissjóði Fjárræktarbú af þessu tagi eru nú fjögur I landinu en auk búsins á Hrafnkelsstöðum eru þau á Segl- búðum í V-Skaftafellssýslu, hluti ánna á Skriðuklaustri á Fljótsdals- héraði mynda fjárræktarbú og ær á bæjunum Þórisstöðum á Hvalfjarð- arströnd og Ytrahólmi i Innra- Akraneshreppi mynda fjórða fjár- ræktarbúið Haraldur Sveinsson tók við fjárræktarbúinu á Hrafnkelsstöð- um af Helga Haraldssyni fyrir nokkr- um árum. Við spurðum Harald, hversu margt fé búið hefði haft á fóðrum á sl. vetri Hann sagðist hafa verið með 270 fjár á húsi en væri nú að byggja nýtt fjárhús, sem ætti að rúma 450 fjár. „Fjárræktarbúin fjögur njóta sam- bærilegs styrks og fjárræktarfélögin úr rikissjói en þegar búin voru stofn- uð var styrkur til þeirra i raun hærri en lækkaði við tilkomu fjárræktarfé- laganna," sagði Haraldur og hélt áfram: „Þetta eiga að vera stofn- ræktarbú með hreinum stofni og fylgjast sauðfjárráðunautar Búnaðar- félags íslands með starfsemi búanna og t.d. eru allar veturgamlar gimbrar mældar á hverju vori." Samhliða hreppasýningum á hrút- um í nokkrum hreppum I Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Þá fer fram sunnudaginn 19. þessa mánaðar héraðshrútasýning í Vestur- Skaftafellssýslu en vegna sauðfjár- veikivarna verður sýningin tviskipt, fyrir vesturhlutann verður sýning i Höfðabrekku í Mýrdal og fyrir aust- urhlutann á Hungurbökkum i Kirkju- bæjarhreppi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.