Morgunblaðið - 19.10.1975, Side 27

Morgunblaðið - 19.10.1975, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÖBER 1975 27 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna | Létt þjónustu- og viðhaldsstörf Fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða lag- hentan mann til ýmis konar léttra þjón- ustu- og viðhaldsstarfa á skrifstofu sína. Starfið felur m.a. í sér erindrekstur og akstur, minniháttar viðhald á skrifstofu, bæði á húsnæði og búnaði, svo og ýmis konar pökkun. Starfið krefst lipurrar og prúðmannlegrar framkomu. Umsóknir sendist afgr. Morgunblaðsins merkt: „Trúverðugur — 2361" Taka skal fram m.a. nafn, heimili, aldur, fyrri störf og hjá hverjum og lágmarks launakröfur fyrir 8 stunda vinnudag. Duglegur maður vanur stjórnun er að leita eftir starfi. Starfið má gjarnan krefjast frumkvæðis. Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar leggi nafn og heimilisfang inn á afgr. Mbl. merkt: „forráð — 5420" fyrir 25. okt. Saumakona Saumakona vön gluggatjaldasaum óskast til áramóta. Uppl. í verzluninni frá kl. 5 — 6 mánud. og þriðjud. ekki í síma. Gluggatjöld, Laugavegi 66. Launadeild Fjármála- ráðuneytisins óskar að ráða starfsfólk til síma-, afgreiðslustarfa og undirbúnings skýrslu- vélavinnslu. Laun samkvæmt kjarasamningum fjár- málaráðherra, B.S.R.B. og félags starfs- manna Stjórnarráðsins. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 24. október n.k. Launadei/d Fjármálaráðuneytisins. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilkynningar fundir — mannfagnaöir Söngfólk Óratóríukór Dómkirkjunnar ætlar að bæta við söngfólki fyrir vetrarstarfið. Nýir félag- ar fá þjálfun í nótnalestri og raddbeitingu. Upplýsingar í síma 84646. Starfsstúlknaféíagið Sókn auglýsir Félagsmálaskóli alþýðu haldinn af Menn- ingar- og fræðslusambandi alþýðu verður haldinn í Ölfusborgum, dagana 2. —15. nóv. n.k. Starfsstúlknafélagið Sókn ætlar að senda einn fulltrúa á skólann og greiðir félagið kostnaðinn. Umsóknum óskast skilað til skrifstofu Sóknar fyrir 25. þ.m. Skrifstofan gefur allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag skólans. Stjórnin. ísfirðingar — Vestfirðingar Hef opnað lögfræðiskrifstofu að Aðal- stræti 13, ísafirði, sími 3214 annast öll lögfræðistörf þ.m.t. innheimtur, samn- ingagerðir, skattamál og fasteigna og skipasölu. Arnar G. Hinriksson hdl. Bridgeáhugafólk Bridgekennsla verður að Garðaholti, á miðvikudagskvöldum. Fyrsta kvöld mið- vikudag 22. þ.m. kl. 8.15. Allt áhugafólk úr Garðahreppi og ná- grenni velkomið. Upplýsingar í símum 42947 og 42967 á kvöldin frá kl. 7 — 1 0. Kvenfélag Garðahrepps bátar — skip Fiskiskip Höfum til sölu 1 50 rúml. stálskip, smíðað 1 963 með 495 hp. Lister aðalvél. Landssamband ís/. útvegsmanna, skipasala — skipaleiga, sími 16650. Landeigendafélag Mosfellssveitar. Aðalfundur verður haldinn að Hlégarði í Mosfellssveit laugardaginn 25. október n.k. kl. 2 e.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Önnur mál á dagskrá eru m.a.: Vatnsverndunarmál, skipulagsmál ofl. mál. Hreppsnefnd Mosfellshrepps og sveitar- stjóra er m.a. boðið á fundinn. Félagar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn, þar sem mörg afgerandi hags- munamál, verða tekin til meðferðar. Stjórnin. __________tilboð — útboö | Útboð Tilboð óskast í gerð innkeyrslu og bílastæða við fjölbýlishúsið Kaplaskjólsvegur 37—41. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistofu Ríkarðs Steinbergs- sonar, Skipholti 35, gegn 3000 króna skilatryggingu. Útboðsfrestur til 31. október. Útboð — íbúðir fyrir aldraða. Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í bygg- ingu 30 íbúða í fimm húsum við Sólvang útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Bæjarverkfræðings á Strandgötu 6 gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 1 1. nóvember kl. 11. Bæjarverkfræð ingur. Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í 145.000 m af álblönduvír fyrir 220 kv háspennulínu milli Geitháls og Grundar- tanga. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Landsvirkjunar, Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, frá og með mánudeginum 20. október 1975 og kostar hvert eintak kr. 2.000. — . Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 1 4.00 föstudaginn 5. desember 1975. Reykjavík, 19. október 1975 LA NDS VIRKJUN Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreið, dráttarbifreið, sendiferðarbifreið og pick- up-bifreið er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 21. október kl. 12—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnarliðseigna. v.w. Nokkrir Volkswagen 1300 árgerð 1973 og árgerð 1 974 til sölu, á tækifærisverði. Bílaleigan Faxi, sími 41660. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Fíat 125 ..................árg. 1971 VolvoAmason ...............árg. 1965 Pontiac ...................árg. 1 968 Vauxhall víva .............árg. 1974 Datsun 180 b.....................árg. 1973 Volkswagen 1300 ...........árg. 1968 Fíat 1 25 .................árg. 1968 AustinGipsi......................árg. 1963 Volkswagen.......................árg. 1963 Taunus 20 m ...............árg. 1967 Hilman Hunter....................árg. 1974 Honda............................árg. 1972 Bifreiðarnar verða til sýnis að Smiðshöfða 17, Rvík. Mánudaginn 20. október nk. frá kl. 18—18. Tilboðum sé skilað til Samvinnu- trygginga, bifreiðadeild, fyrir 17. þriðju- daginn 21. október 1 975. Utanlandsfarar athugið Til sölu er nú þegar, fyrir íslenska pen- inga bifreið sem er Peogeut 204 model 69 sem geymdur er í Þýzkalandi. Upplýs- ingar í síma 94-3855.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.