Morgunblaðið - 19.10.1975, Síða 2

Morgunblaðið - 19.10.1975, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÖBER 1975 4000 tonn af dilka- k j ö tsframleiðslu flutt út á þessu ári ÁFORMAÐ er aö flutt verði út um 4000 tonn af framleiðslu þcssa árs af dilkakjöti, en þegar hafa verið flutt út um 1000 tonn til Noregs og um 200 tonn til Færeyja. Norðmenn munu sennilega kaupa um 2000—2500 tonn af ís- Ienzku dilkakjöti nú, en þar fæst einnig bezta verðið fyrir kjötið. Mun hærra verð er greitt fyrir islenzka dilkakjötið en kjöt frá Nýja-Sjálandi og munar um 75 kr. ísl. á kíló á smásöluverðinu. Ekki er vitað um endanlegt verð fyrir íslenzka kjötið í Noregi, en þó er reiknað með nokkurri hækkun frá í fyrra. Þá fengust um kr. 270 fyrir kílóið en síðan fékkst upp- bót á þetta verð. Nú er talið að niðurgreiðslur á dilkakjöti í Noregi muni lækka um 60 kr. hvert kíló og munu is- lenzkir framleiðendur koma til með að njóta góðs af þeirri lækk- un. Nú fá norskir bændur um 500 krónur islenzkar fyrir eitt kiló af dilkakjöti, að því er segir í frétt frá Upplýsingamiðstöð Iand- búnaðarins. Þar kemur einnig fram, að Svíar munu hafa ákveðið að kaupa um 650 tonn af dilkakjöti héðan og verður það flutt út i febrúar. Danir og Færeyingar munu kaupa afganginn að mestu. Á undanförnum árum hefur út- flutningurinn annars sjaldan verið meiri en 3 þúsund tonn en mestur varð útflutningurinn fyrir 6 árum eða um 5800 tonn og fór þá stærsti hlutinn á brezka markaðinn. Loftræstingin bætt Afríkuveiðarnar fyrir „VIÐ tökum næturnar um borð í Guömund á morgun og ég á frekar von á þvf að við leggjum af stað suður til Mauritaníu f kvöld. Við höfum undanfarna daga verið að gcra klárt til makrílveiðanna, fyrir utan það að skroppið var út á sfldina, þar sem við fengum 160 tonn af fallegri síld. Við höfum t.d. aukið loftblásturinn f manna- fbúðunum, þannig að hitinn f þcim verði ckki óbærilegur," sagði Páll Guðmundsson skip- stjóri þegar Mbl. ræddi við hann i gær. Þá er ennfremur gert ráð fyrir að Börkur NK haldi af stað til Afrfku i kvöld. Önnur skip, sem ætla til þessara veiða munu fara um miðja næstu viku og t.d. mun Sigurður fara á miðvikudag, og Reykjaborg, Ás- berg og Oskar Halldórsson á svip- uðum tíma. Flest munu skipin verða með tvær nætur og önnur nótin, sem Sigurður verðu með er Rangt heimilisfang Ileimilisfang fermingartelp- unnar Sigrúnar Erlu Sigurgeirs- döttur, sem fermist i Dónkirkj- unni i dag, hefur misritazt í blað- inu í gær. Sigrún Erla á heima að Ljárskógum, 17, Reykjavík — ekki í Kópavogi. sú stærsta sem sett hefur verið upp hér á landi, en hún mun vera 130 faðma djúp og 350 faðma löng. — Víkingar Framhald af bls. 1 um sex öldum á undan Kólum- busi, samkvæmt rúnaletri sem sérfræðingar hafa staðfest að eru ekta. En enginn hinna 10 rúnaleturssérfræðinga heims hafi staðfest gildi samsvarandi uppgötvana i Suður-Ameríku enn þá, segir hann. Á syðsta odda Argentinu hafa fundizt steinar með ókennileg- um áletrunum, eins og raunar á mörgum öðrum stöðum í álf- unni, ,,en eðli þeirra er algjör- lega hulið,“ segir Vellard. Prófessor Vellard, sem einn- ig hefur staðið í sambandi við Guayaquis-þjóðflokkinn og skrifaði fyrstu bókina um tungumál þeirra árið 1933, lýsir þessu einkennilega fólki sem „paleo-mongoloidum". „Þeir tilheyra þjóðfræðilega fyrstu útflytjendunum sem komu frá Asíu til Ameríku fyrir um 20.000 til 30.000 árum síðan og veiddu vísunda og mammúta, eins og ýmsir steingervingar staðfesta," segir hann. Tryggvi Ólafsson sýnir í SÚM TRYGGVI Ólafsson opnar í dag málverkasýningu I Gallery SUM. Tryggvi hefur verið búsettur f Danmörku sfðan 1961, en heim hefur hann komið af og til m.a. til að sýna verk sfn, að þessu sinni 25 myndir málaðar f Kaupmanna- höfn. Kvaðst Tryggvi einnig ætla nú til Neskaupstaðar, fæð- ingarbæjar sfns, til þess að huga að nýju Læknamiðstöð- inni, en hann hefur þegið boð um að skreyta hana. Tryggvi kvaðst vonsvikinn yfir þvf að sjá breytinguna sem væri orðin á Islandi síðan hann kom síðast. „Það ræður gúmmikúnst hér,“ sagði hann, „íslendingar eru farnir að læra af Chigaco. Þegar maður kemur nú og sér fósturjörðina, eru orðnir fleiri gangsterar á göt- unum en áður og þetta er sorg- legt vegna þess að á bak við þetta liggur tilfinningalegur kuldi. Kjarvalsstaðamálið, t.d., það er fasismi vegna þess að þar ráða stjórnmálamennirnir. Við sjáum aldrei Svavar, Þor- vald og Einar G. Baldvinsson. Það var hneyksli að brjóta prinsippið i þessu efni, þvi myndlistarmennirnir eiga að velja beztu myndlistarmennina hjá þjóðinni og þeir hafa bezt vit á myndlistinni, ekki stjórn- málamenn eða almenningur og Mjófirðingar. Stéttarleg staða myndlistarmanna er allt of bág- borin. Ef . hún væri sterkari myndu myndlistarmál á íslandi vera miklu ákveðnari, þau eru ekki nógu sosialseruð.“ Sýning Tryggva er opin kl. 4—10 daglega frá 18. okt. og í hálfan mánuð eða þar um bil með 25 myndum. Útselur var það heillin SELURINN sem fannst á Stokks- nesfjöru um miðjan síðasta mánuð hefur nú nýlega borizt Náttúrufræðistofnuninni og að sögn dr. Finns Guðmundssonar var hér um að ræða útsel, gamlan brimil, en ekki munksel eins og franski háhyrningaveiði- maðurinn á Hornafirði taldi. Munkselir eru ættaðir frá Kara- bfska hafinu, en útselir eru að sjálfsögðu hagvanir hér við Iand. Slípirokk stolið AÐFARARNÓTT 15. október s.l. var brotizt inn í vélsmiðju Péturs Auðunssonar við Óseyrarbraut i Hafnarfirði og þaðan stolið nýjum slípirokk af Wolf-gerð. Rann- sóknarlögreglan í Hafnarfirði óskar eftir þvi, að þeir, sem telja sig hafa orðið varir við manna- ferðir við vélsmiðjuna eftir klukkan 23 um kvöldið eða vita eitthvað um málið, gefi sig fram. Opinber háskóla- fyrirlestur CAND. PHILOS. Gro Hagemann, kennari í „kvennasögu" við Historisk Institutt í Osló, flytur í boði Heimspekideildar opiriberan fyrirlestur við Háskóla Islands. Fyrirlesturinn nefnist Kvinne- historie og kvinnehistorisk forskning og verður fluttur þriðjudaginn 21. okt. n.k., kl. 17.15, í stofu 201 f Árnagarði. öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. (Frétt frá Háskóla tslands) Lánasjóður íslenzkra námsmanna: 50 milljónir vantar miðað við milljónir tekjuaukningu milli ára LÁNASJÓÐUR fslenzkra náms- manna fékk á fjárlögum, svo sem komið hefur fram í fréttum, 680 milljónir króna og 100 milljón króna lánsheimild eða samtals 780 milljónir króna. Á fjárlögum Útfærslan í vestur-þýzkum fjölmiðlum: „Islendingar hafa fiskinn, en við höfum markaðinn” Hamborg 18. október. Frá fréttaritara Mbl. Sverri Schopka: SEGJA má að óvenju hljótt hafi verið um fyrirhugaða út- færslu lslendinga f 200 mflur undanfarnar vikur ef miðað er við blaðaskrifin sumarið 1972. En f gær og fyrradag er þó skýrt frá útfærslunni og fisk- veiðideilunni á forsfðum blað- anna og f sjónvarpinu var sýnd 45 mfnútna kvikmynd um hana. Sum blaðanna eru afar harðorð f garð tslendinga. Sagt er að tsiand fari ekki að al- þjóðalögum, — bent á dóminn f Haag. Hér sé um sjórán að ræða sem niuni hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þýzkan fisk- iðnað og stofni til atvinnu- leysis, og stór hækkaðs fisk- verðs, en Þjóðverjar veiða um 14% af aflasínum við tsland. Bent er á það, að íslendingar séu ekki einir færir um að grisja fiskstofnanna nægilega og leiði þetta til offjölgunar á fiski, sem ekki verði nýttur á sama tfma og þjóðir heims líði skort á eggjahvítuefnum. Sagt er frá því að Ægir og Týr hafi rekið átta þýzk fiskiskip út fyrir 200 mílurnar og að Wis- chnewski, aðstoðarutanríkis- ráðherra, hafi kvatt Árna Tryggvason, sendiherra f Bonn, á sinn fund og mótmælt þessum aðförum. Margir benda á ótta íslend- inga við ofveiði og stefnu í haf- réttarmálum og tala um það, að þessar tvær gömlu vinaþjóðir þurfi nú endilega að komast að samkomulagi. Þá kom í Frank- furter Allgemeine Zeitung fram ásakanir frá Kristilegum demókrötum um að ríkisstjórn sósíaldemókrata og frjálsra demókrata hafi ekki bfeitt sér af nægilegri festu fyrir samkomu- lagi við íslendinga. I gær skýrðu blöðin frá því að íslendingar hefðu samþykkt að samningaumleitanir hæfust í Reykjavík 28. október, og sem endurgjald hefðu þýzk stjórn- völd hlutazt til um að löndunar- banninu i strandfylkjunum yrði aflétt þegar í stað. Þegar á heildina er litið er óhætt að segja það, að Þjóðverj- ar fari nú mun hægar í sakirnar heldur en sumarið 1973. Einn af framámönnum þýzkra tog- araeigenda sagði: „íslendingar hafa fiskinn, en við höfum markaðinn. Ef samkomulag næst fellur niður 15% tollur af fiski á svæði Efnahagsbanda- lagsins. Þessar staðreyndir hljóta að leiða til samkomu- lags.“ 1976 eru sjóðnum áætlaðar 807,5 milljónir króna og jafnframt er gert ráð fyrir 100 milljón króna lánsheimild eða samtals 907,5 milljón krónum. Þá er gert ráð fyrir, að sjóðurinn hafi í eigin tekjur 18 milljónir króna. Skatvísitala milli áranna hefur hækkað um 25%, en það er sú aukning í tekjum launþega, sem orðið hefur. Til þess að náms- menn sitji við sama borð, þ.e. ef 25% eru lögð ofan á heildarupp- hæð þá, sem Lánasjóðurinn fékk til umráða, 780 milljónir, þyrfti fjárframlag til sjóðsins að verða 975 milljónir og vantar þvf uppá 49,5 milljónir króna til þess að hækkun fjárframlags til sjóðsins sé hin sama og í fyrra miðað við tekjuaukningu fólks milli áranna. I meðförum Alþingis á fjár- lögum f fyrra var fjárframlag til sjóðsins hækkað um 50 milljónir króna. Bregðist þingið eins við nú og hækki framlagið til sjóðsins um sömu upphæð, er þeirri 25% aukningu, sem skattvísitalan kveður á um, náð og rúmlega það. Svo sem fram kom í fréttum Mbl. * gær, er fjárþörf Lánasjóðs fs- lenzkra námsmanna að mati sjóðs- stjórnar rúmlega 1.700 milljónir á árinu 1976. Sá mismunur, sem fram kemur á framlagi til sjóðsins nú og var f fyrra er um 5%, en það er sá niðurskurður, sem ríkisstjórnin ákvað að gera á föstum fjárfram- lögum til sjóða á fjárlögum. — Svæðamót Framhald af bls. 48 hann ætlaði að dveljast hér eitt- hvað áfram eftir að svæðamót- inu lyki. Fyrsta umferð svæðamótsins verður tefld á Hótel Esju klukkan 14 í dag. f gærkvöldi var mótið sett formlega af borgarstjóranum i Reykjavík, Birgi ísleifi Gunnarssyni, og þá var einnig dregið um töfluröð keppenda. Þátttakendur eru 15, en til stóð að þeir yrðu 16. Alþjóða- skáksambandið lenti í vanda með svæðamótið í Barcelona á Spáni, en þar neituðu 6 keppendur að vera með vegna stjórnarfarsins f Iandinu. Var reynt að koma þremur af þess- um keppe'ndum á mótið hér en því var hafnað. Skáksamband íslands bauðst til að bæta éinum keppanda við, en því hafnaði Alþjóðasambandið og þvf verða þeir ekki nema 15 sem hér keppa. Teflt verður á 2. hæð Hótel Esju og þar er góð aðstaða fyrir áhorfendur. Sérstakt pósthús verður opiö þar f dag. Iðnnemar þinga 33. ÞING Iðnnemasambands Is- lands hefur staðið yfir f Reykja- vfk frá því á föstudaginn og þvi lýkur í dag. Þingið er haldið að Hótel Loftleiðum og sækja það um 100 fulltrúar frá 18 aðildarfé- lögum. Helztu málaflokkar sem fjallað hefur verið um á þinginu, eru iðnfræðslumál, kjaramál, fé- lags- og fræðslumál og þjóðmál.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.