Morgunblaðið - 19.10.1975, Síða 23

Morgunblaðið - 19.10.1975, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1975 23 króna, framlag til Kröflu var hækkað úr 250 milljónum í 955 milljónir, þótt miklar rannsóknir væru eftir. Mér er sagt af sér- fróðum mönnum að þeir þekki ekki til slíks glapræðis að kaupa vélar og ryðjast um f framkvæmd- um með þessum hætti. Það eru veittar 522 milljónir í byggðalínu en hún kemst bara norður á Holtavörðuheiði. Ég hefi ekki þrek til að minnast á Borgar- fjarðarbrúna. Byggðasjóður hafði til ráðstöf- unar 661 milljón, sjóðurinn lánaði umfram ráðstöfunarfé i fyrra um 218 milljónir. Við erum ákveðnir í því að stytta þennan hal^ það verður erfitt um vik að ná honum öllum inn f ár. Við eigum f vök að verjast. Ásóknin f lánsfé hefur aldrei verið nálægt þvi jafnmikil og útlánaþök bankanna hafa haft veruleg áhrif í þeim efnum. Vaxtapólitíkin, er áhrifalaus en útlánaþökin áhrifarík. Þess vegna áttum við í vor að lækka vextina um 4—5% og lagði ég það til að létta þannig undir með atvinnu- vegunum eftir of miklar launa- hækkanir. Þá segja menn: Á nú enn einu sinni að að ræna sparifjáreig- endur? En höfum við ekki alltaf verið að því hvort sem er og mun- aði vart um einn keppinn til við- bótar f hinni síendurteknu gengisfellingarsláturtíð. Við verðum að finna aðrar leiðir til að tryggja hag sparifjáreig- enda. Hin háa forvaxtapólitík er vitlaus og verðbólguhvetjandi og á ekki við á íslandi þótt svo sé víðast annarsstaðar. Byggðastefna — Þvf hefur verið haldið fram, að útgerð og fiskvinnsla á Suður- nesjum hafi dregizt mjög aftur úr þessum atvinnugreinum í öðrum landshlutum vegna þess, að Byggðasjóður láni ekki til þessa landshluta. Hvað er hæft í þessu? Byggðastefnan er ekki f því fólgin að mismuna einum lands- hluta á kostnað annars. Byggða- stefnan er sú að rétta hlut strjál- býlis miðað við þéttbýlið. — Þegar Byggðasjóður var stofnaður voru sett takmörk á út- lánastarfsemi hans og fyrir- greiðslu. Sjóðurinn tók forystu um atvinnuuppbyggingu f strjál- býlinu. Útlánastefna Byggðasjóðs var miðuð við svæðið frá Akra- nesi til Þorlákshafnar með sama hætti og var hjá Atvinnujöfn- unarsjóði og er þetta í samræmi við þau lög, sem við höfum starf- að eftir. En hér hefur veruleg breyting orðið á. Það sýndi sig, ekki sfzt á tímum atvinnumála- •nefndanna, að þær reglur að úti- loka algjörlega þetta svæði frá fyrirgreiðslu stóðust ekki. Þær voru brotnar niður. Framleiðslu- tækjum, sem má flytja milli landshluta, er ekki hægt að mis- muna í kaupum. Reykjanesskag- inn hefur átt f vök að verjast. Aðrir hafa fengið lán til að kaupa skip, þar á meðal á Reykjanesi. Þessi mismunun hefur leitt til þess, að á Suðurnesjum hefur skipastólnum hrakað mjög. Nú hefur verið breytt til að þessu leyti, til skipasmíða innanlands og skipaviðgerðælánum við hvar- vetna á landinu. Við höfum lánað á þessu svæði 5% vegna kaupa á nokkrum minni skuttogurum. Suðurnesin liggja ekki eins vel við fiskimiðum og þau áður gerðu. Þeir þurfa að sækja æ lengra út. Hin dýra hraðfrysti- húsaáætlun knýr á um jafnara hráefnisframboð. Við höfum eftir fremsta megni reynt að beita að- haldi í útlánum Byggðasjóðs á þessu ári og notum ráðstöfunar- féð í ár til að minnka skulda- halann frá fyrra ári. * Aætlanagerð — Svo við víkjum þá að áætlunardeild Framkvæmda- stofnunar. Hver eru helstu verk- efni hennar? — Hún hefur með höndum gerð landshlutaáætlana og atvinnu- greinaáætlana. Þessi verkefni eru margvfsleg. Aðallega er unnið að áætlunum samkvæmt ályktunum Alþingis t.d. um Norður- Þingeyjasýslu, Vestfjarðaráætlun og Austfjarðaáætlun. Nú er lokið landshlutaáætlun fyrir Norður- Þingeyjasýslu nema landbúnaðar- þættinum sem unnin er af Land námi ríkisins. Gagnasöfnun er lokið vegna Austfjarðaáætlunar og mikil gagnasöfnun hefur staðið yfir vegna Vestfjarða- áætlunar. Sfðan f fyrra hefur verið unnið að Vesturlandsáætl- un og vegaáætlun fyrir Norður- land; sem nær einnig yfir Strand- ir. Að þessum áætlunum er unnið i samvinnu við landshlutasam- tökin. Við styrkjum landshluta- samtökin til slíkra starfa og viljum hafa sem bezt samstarf við þau. Áætlunardeildin er of fámenn, en verkefnin gífurleg og það er alveg ljóst, að við verðum í vaxandi mæli að byggja á áætlunargerð. Hraðfrystihúsaáætlunin hefur haft gifurleg áhrif til hins betra. Það var hafizt handa um hana 1972 og henni var lokið fyrri hluta 1974 og kom út í júní það ár. Siðan hefur verið farið eftir þessari áætlun. Heildarkostnaður við hana var áætlaður 6031 milljón á verðlagi fyrsta árs- fjórðungs 1974. Með þessari áætlun er ýtt úr vör nýjum kröf- um um hollustuhætti, nauðsyn- lega vélvæðingu og endurskipu- lagningu. Á árabilinu 1971 til 1973 var framkvæmt samkvæmt þessari áætlun fyrir 3,2 milljarða og áformað er að verja á árabilinu 1974 til 1976 2,8 milljörðum. Byggðasjóður hefur lagt fé til þessara framkvæmda frá 10 og upp í 25% eftir stærð og gerð frystihúsanna. Fiskveiðasjóður er aðallánasjóðurinn í þessu sam- bandi, Byggðasjóður hins vegar viðbótalánasjóður. Við þurfum að rækta miklu meira sambandið við hinn opin- bera þátt framkvæmdanna en hér hefur gerzt. Þar er hver að snudda í sinu horni. Það er nauð- synlegt að sem best samvinna tak- ist milli einstaklinga, sveita- félaga, stofnana og stjórnmála- manna og embættismennirnir verða að átta sig á þvi að við stjórnmálamennirnir erum kjörn- ir til meiri valda og áhrifa en þeir. Líður eftir atvikum vel — Hvernig liður einkafram- taksmanninum, Sverri Her- mannssyni f stól forstöðumanns þessarar rfkisstofnunar? — Mér lfður eftir atvikum vel. Starfið er geysilega fjölbreytilegt. Ég á kost á að kynnast öllum hræringum í atvinnulifi lands- manna og fólkinu sjálfu. Það eru áhugaverð verkefni við að glima um gjörvalt landið og ég fær tæki- færi til að taka beinan þátt í upp- byggingu atvinnulffsins. Ég legg áherzlu á ferðalög um landið og að kynnast af eigin raun ástand- inu í hverjum landshluta og sitja fundi með hreppsnefndum. -Ég hef heimsótt sveitarfélög á Vest- fjörðum og einnig ferðast mikið um Austfirði og um Norður-Þing fór ég og viðar. Við þurfum að hafa hraðann á, á Vestfjörðum. Byggðasjóður getur ekki haldið að sér höndum, þar sem fólkinu heldur áfram að fækka en kjör- dæmið er hið eina sem svo er ástatt um. Byggðasjóður þarf að lána til framkvæmda og sinna þörfum þessa fólks. Ég hef heim- sótt allan þennan landshluta og mjög mörg atvinnufyrirtæki þar og hef myndað mér ákveðnar skoðanir á þörfum hans. Eins rennur mér blóð til skyldunnar, þar sem ég er eðalborinn Vest- firðingur og að lokum: Einka- framtaksmanni hlýtur að líða vel í stofnun sem styður einkafram- tak eins vel og Framkvæmda- stofnunin hefur gert. StG Gott að vera íslendingur í Noregi Birgir Kjaran. Rætt við Birgi Kjaran um nýafstaðna Noregsferð, þar sem hann sat ársfund IATA og flutti fyrir- lestur um náttúruvernd BIRGIR Kjaran er fyrir skömmu kominn úr ferð til Noregs. Birgir fór þessa ferð i tvennum tilgangi, til að sitja ársfund Alþjóðasambands flugfélaga, IATA, sem stjórnarformaður Flugfélags íslands og til að flytja fyrirlestur um náttúruverndarmál á vegum Náttúruverndar- samtaka Noregs og World Wildlife Fund. Morgunblaðið átti í vikunni samtal við Birgi Kjaran um ferð hans til Noregs. — Ársfundur IATA hófst í Ósló 28 september s.l og hann stóð i fjóra daga. Þetta var 31. ársfundurinn sem þessi samtök halda. Fundurinn var hald inn i nýju og glæsilegu SAS-hóteli í Ósló. Setning fór fram með viðhöfn i griðarstórum sal i hinu nýja hóteli og var þar margt stórmenna saman kom- ið, til dæmis Ólafur Noregskonungur og Bratteli forsætisráðherra Noregs. Fundinn setti Knut Flagerup en siðan hélt forseti samtakanna, Knut Flammerskjöld, inngangserindi Þarna voru samankomnir um 700 fulltrúar frá þeim 110 flugfélögum sem eru i samtökunum. Þetta var ákaflega litrik- ur hópur eins og gefur að skilja þvi þjóðernin voru nærri jafn mörg og flugfélögin og þarna mátti sjá alla litarhætti. Af íslands hálfu vorum við 4 sem sátum fundinn, Örn 0. Johnson forstjóri Flugfélags Islands, Birgir Þor- gilsson, fulltrúi hjá FÍ, Skarphéðinn Árnason, sem veitir forstöðu skrifstofu Flugleiða hf i Ósló og ég sem stjórnar- formaður Flugfélags Islands. Örn O. Johnson hefur sótt mjög marga svona fundi og mun hann hafa haft einna lengstan starfsaldur á sviði flugsins af þeim mönnum sem þennan fund sátu Var greinilegt að hann var þekktur og virtur meðal fulltrúanna. HÆKKUN FLUGGJALDA FRAMUNDAN? — Þarna á fundinum voru gefnar alls konar skýrslur um flug I heiminum almennt og fjárhagsafkomu flugfélag- anna, fargjöld, öryggismál í flugi og sitthvað fleira. Kom i Ijós, að flugið hefur á síðasta fjárhagsári átt við tölu- vert mikla fjárhagsörðugleika að stríða, þannig að áætlað tap félaganna er talið nema 300 milljónum dollara eða tæp- lega 50 milljörðum íslenzkra króna Tapið á rætur að rekja til margra hluta t.d. jókst eldsneytiskostnaður mjög mikið, varahlutir, þjónusta á flugvöll- um og annað sem verðbólgan hefur sin áhrif á. Það er þvi við þvi að búast að flugfargjöld komi til með að hækka nokkuð á næstunni Verða flugfar- gjaldsmálin til umræðu innan IATA á næstu vikum. Inn I þetta fléttast, að flugvallargjöld hafa hækkað þó óviða séu þau eins há og hér Eru þau orðin snar þáttur í kostnaði hjá flugfélögum og flugfarþegum og drjúg tekjulind fyrir þá sem gjöldin renna til, þvi t.d. fóru um 2 milljónir farþega um Heathrow-flugvöll i London I júni sl En þótt yfirleitt hafi verið hallarekstur á flugfélögunum hafa sum þeirra sýnt góða útkomu t.d stór flugfélög i Bandaríkjunum og SAS, en það virðist vera að rétta við eftir nokkurt erfiðleika- timabil — Segja má um skiptingu flug- félaga innan IATA eftir eignaraðild að þriðjungur sé ! einkaeign, þriðjungur i ríkiseign og þriðjungur blandaður rekstur Yfirleitt ber rikið hallarekstur sem verður hjá flugfélögum ef það á aðild að rekstrinum og að öðru leyti njóta flugfélögin viða opinberrar fyrir- greiðslu á einn og annan hátt til að 31st AGM-Oslo, Norway Septembcr 29lh Oaobcr 2nd 1975 Merki World Wildlife Fund. Merki ársfundar IATA. mæta tapinu. Flugfélag íslands hefur sérstöðu meðal hlutafélaga og það nýt- ur ekki neinna opinberra styrkja þó að það hafi vitaskuld notið opinberrar að- stoðar sem orðið hefur til mikils gagns t.d. við rikisábyrgðir af flugvélum. AÐILD HEFUR BÆÐI KOSTI OG GALLA — Á fundinum kom upp töluvert viðkvæmt deilumál en það var greiðsla til umboðsmanna. Hún hefur numið um 7% af seldum farmiða Óskir hafa komið frá ferðaskrifstofum um að fá • umboðslaunin hækkuð en það er erfitt eins og fjárhagsstaðan er nú Höfuð- deilumálið i sambandi við þetta er það, að grunut leikur á að sum félög hafi ekki fylgt lATA-reglunum heldur greitt ferðaskrifstofunum hærri þóknun og þá væntanléga í trausti þess að fá betri þjónustu. Hérna er þessu þannig háttað að Flugfélag íslands er i IATA og verður að hlita þessum reglum og nýtur á móti þeirra hlunninda sem bjóðast. Önnur islenzk flugfélög hafa hins vegar staðið fyrir utan IATA. Að vera i IATA hefur bæði sina kosti og galla. Kostirnir eru t.d. þeir að auð- veldara er að fá lendingarleyfi fyrir áætlunarflug og sömuleiðis veitir IATA fyrirgreiðslu á ýmsu sviði t.d tæknileg- ar upplýsingar og aðstoð við þjálfun flugliðs Ókosturinn, ef svo mætti segja, er sá að lATA-félög hafa bundnari hendur með ákvörðun far- gjalda á áætlunarleiðum en þeir sem fyrir utan standa og reka kannski mest- megnis leiguflug og geta þess vegna síður mætt þeim undirboðum sem slik- ir aðilar kunna að vilja notfæra sér i einstökum tilfellum ÁRSFUNDURINN HALDINN HÉR? — Um verulegar niðurstöður af árs- fundi IATA er ekki svo mikið að segja, þær fást venjulega ekki á svona stórum samkundum heldur eru helztu Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.