Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTOBER 1975 47 — Rætt við Birgi Kjaran Framhald af bls. 23 mál lögð fyrir minni starfshópa sem síðan skila niðurstöðum til stjórnar. Allur undirbúningur þessa ársfundar var mjög góður frá hendi Norðmanna Ég spurði framkvæmdastjórann norska hvað svona fyrirtæki kostaði og taldi hann kostnaðinn lauslega áætlaðan um 700 þúsund norskra króna eða sem næst 20 milljónir íslenzkra króna. Að visu var hann vongóður um að þetta fé myndi skila sér til baka fljót- lega, beint eða óbeint. Hann bætti við, að þátttakendur skildu alltaf eftir tölu- vert af gjaldeyri i landinu og að hótelin nytu góðs af og kannski væri mesti óbeini hagnaðurinn fólginn i þeirri landkynningu sem ársfundurinn hefði I för með sér. Hann fleygði þvi fram hvort íslendingar myndu geta haldið svona ráðstefnu. Ég svaraði því til að mér vitanlega hefði það ekki borizt i tal en eftir að hafa sótt þennan fund og vitandi hvað bæði gistihúsakostur og ráðstefnuaðstaða hefði batnað geysi- lega fyndist mér sú hugmynd engan veginn út i hött að upp á þvi yrði bryddað enda nýverið fengið reynslu af stórum ráðstefnum hér á landi sem þótt hefðu takast vel. — Fundinum lauk með hátiðlegri athöfn og kosinn var nýr forseti sem er frá Mexico og ætlunin er að næsta ráðstefna verði haldin í Singapore. FYRIRLESTUR UM NÁTTÚRUVERNDARMÁL — í leiðinni notaði ég tækifærið og hélt fyrirlestur um náttúruverndarmál almennt og þó með sérstöku tilliti til íslands. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum tveggja samtaka, Náttúru- verndarsamtaka Noregs og World Wildlife Fund en þau samtök þekkjum við íslendingar af mörgu góðu, t.d. lögðu þau fram á sinum tíma fé til kaupa á Skaftafelli og gerðu það mögulegt að stofna þar þjóðgarð. Fyr- irlesturinn var fluttur í kennslustofu i nýja háskólanum i Ósló og var hann á norsku. Ég sýndi auk þess þrjár stuttar islenzkar kvikmyndir, arnarmynd Magnúsar Jóhannssonar, Surtseyjar- mynd Ósvalds Knudsen og mynd um vorkomuna á íslandi eftir erlenda kvikmyndagerðarmenn. Þær vöktu allar mikla athygli og sérstaklega þó hafarharmynd Magnúsar, en ég hef áður orðið var við sérstaka hrifningu á henni t.d. þegar ég flutti fyrirlestur I Englandi. Að þessu sinni var ástæðan kannski ekki slzt sú, að arnarmálin eru nú mjög ofarlega á baugi hjá náttúru- verndarmönnum i Noregi því þótt arn- arstofninn hjá þeim sé all miklu sterk- ari en sá islenzki, þar sem þar i landi munu vera um 300 pör hafarna og kóngsarna samanborið við þau 100 pör sem eru hér, er samt talin vera hætta á ferðum. Mér var ánægja af þvl að þessi náttúruverndarsamkoma var all fjölsótt og m a. var þarna mikið af stúdentum og öðru ungu fólki sem greinilega hefur áhuga á náttúru- verndarmálum. Að lokum vil ég svo bæta þvi við að eftir þeim viðtökum sem ég fékk og viðtölum við íslenzka námsmenn þá held ég að óhætt sé að fullyrða að gott sé að vera Islendingur i Noregi ------—t—------ — Minning Guðmundur Frainhald af bls. 39 um tíma. Hann kom smiðju sinni í fyrstu fyrir í kjallara, þar til hann reisti verkstæði bak við húsið 1912 og stækkaði það 1936. Guð- mundur var sívinnandi, afkasta- mikill í starfi og stóð ávallt sjálf- ur að öllum slíkum framkvæmd- um. Guðmundur var lífrænn og at- hafnasamur maður. Utan megin- starfs fékkst hann við ótal verk- efni framkvæmda og félagsmála. Árið 1916 áttí hann þátt í því að athugun var gerð á hvort unnt væri að vinna kalk (steinlím) í Mógilsárlandi við Esju. Safnað var 35 þús. kr. til framkvæmd- anna, byggt yfir starfsemina og fenginn brennsluofn. Starfsemin var ýmsum erfiðleikum bundin og varð að hætta, en húsið var selt og tókst að endurgreiða söfnunar- féð. Um svipað leyti keypti hann í félagi við aðra bát frá Noregi, sem gerður var út um fimm ára tíma- bil. Nokkur ár starfrækti Guð- mundur verzlun í útbyggingu sem hann reisti við hús sitt að Laufás- vegi. f félagsmálum kom hann viða við. Fyrir aldamótin gekk hann í Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík (síðustu ár heiðursfélagi). Hann var nokkur ár formaður Taflfé- lags Reykjavikur. Félagsmaður Verzlunarmannafélagsins. Stofn- félagi í Eimskipafélagi Islands. Einn af stofnendum Stangaveiði- félagsins gamla og gjaldkeri þess alla starfstíð þess. Á fyrri árum tók Guðmundur talsverðan þátt í stjórnmálum. Stóð hann jafnan í stríðinu þar sem það var harðast. Þeir Þor- steinn Erlingsson skáld og Guð- mundur voru nábýlismenn og góðir kunningjar. Guðmundur hafði yndi af kveð- skap og kunni mikið af ljóðum, brá hann títt fyrir sig í viðræðum ef hann vildi komast að megin- efni máls, kjarnyrtum ljóðlinum þjóðskálda. I trúmálum og lifsviðhorfum var Guðmundur mjög viðsýnn og hafði í þeim efnum að einkunnar- orðum þessar hendingar úr kvæði Þorsteins: „Ég trúi því sannleiki að sigurinn þinn, að síðustu vegina jafni.“ Á fimmtugsaldri var Guðmund- ur mjög þjakaður af veikindum er sóttu þungt á hann. Leitaði hann nokkuð lækninga, en fékk enga bót. Það lá ekki í eðli hans að gefast upp við erfiðleika og tók hann það þá til bragðs að gera tilraunir á sjálfum sér með breytt mat- aræði. Hætti aó neyta almennra fæðutegunda svo sem fisks, kjöts, með fleiru, en tilreiddi sér sjálfur máltiðir úr lífrænum efnum. Leið ekki á löngu þar til alveg skipti sköpum um heilsufar hans, og hélt hann sig eftir það mjög reglubundið við slíkt mataræói sem margir telja sérvizku, en hann sagði hafa sannað réttmæti sitt með þvi, að síðan bjó hann við kvillalausa hestaheilsu til ævi- loka. Árið 1933 varð Agnar son- ur hans meðeigandi I blikksmiðj- unni, en tók við fyrirtækinu nokkrum árum siðar og starfræk- ir nú ásamt sonum sínum Breið- fjörðsblikksmiðju, að Sigtúni 7. Hér hefur verið stiklað á stóru um æviatriði Guðmundar J. Breiðfjörð, en jafnframt sækja á endurminningar áratuga kynna við mjög sérstæðan persónuleika. I öllu athafnalifi sfnu gaf Guð- mundur sér tíma til þess að laða að heimili sinu og Guðrúnar okk- ur nokkra drengi úr nágrenninu á Laufásvegi og Frikirkjuvegi. Kenndi hann okkur skák og spil, smiðaði sjálfur taflborð og tafl- menn, m.a. eitt forkunnarfagurt úr málmi, er gekk nokkur ár sem meistaraverðlaunagripur. Þegar að þroska unglingsár- anna kom, stofnaði hann með okk- ur málfundafélag sem hann stýrði af miklu frjálsræði, en húsmóðir- in annaðist ytri aðstæður af góð- leik og myndarskap. Var oft glatt á hjalla og ríkti þar innileg vin- átta og drengskapur. Guðmundur var stórhuga og hiklaus I öllu sem hann fékkst við, en laus við allt stærilæti eða tilgerð I umgengni. Hann var mjög frábitinn öllu umstangi og dekri við eigin persónu, en þakk- látur börnum sínum og tengda- börnum og virti að verðleikum þá nærgætni og umhyggju er þau lögðu fram honum til velfarnaðar. Aldurinn fer misjafnlega með fólk en bugaði aldrei Guðmund J. Breiðfjörð þótt hann næði yfir 96 ára tilveru þessa heims. Ég heim- sótti hann títt siðasta árið og tók- um við ávallt skák saman, hélt hann nákvæma skrá yfir þetta og átti hann til góða tvo vinninga er við tefldum siðast saman viku fyr- ir andlát hans. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tima heyrt Guðmund mæla kvörtunar- eða æðruorð, hins vegar hafði hann ákveðnar skoðanir á hverju þvi er hann lét sig nokkru skipta og fór ekki á milli mála hver meining hans var á hlutunum. Hann viðurkenndi ekki hugtak- ið hlífð við sjálfan sig, en réttsýni og góðvild gagnvart öðrum voru sterkustu þættir i hugarfari hans til hinztu stundar. Ilalldór Jónsson. — Svæðamótið Framhald af bls. 30 og 1962. Árið 1974 varð hann skákmeistari V-Þýzkalands, hlaut 10‘/z v. í 2. sæti varð Eising með 10 v. og 3. Reichenbach með 9V6 v. Ostermeyer starfar að stærðfræðikennslu við háskólann í Dusseldorf. FRIÐRIK ÓLAFSSON Fæddur 26. janúar 1935 Þegar á unga aldri þótti sýnt að Friðrik byggi yfir óvenjulegum skákhæfileikum. Fimmtán ára gamall sigraði hann í meistaraflokki á skákþingi Norðurlanda og varð siðan . skákmeistari Norðurlanda , þermur árum síðar. Þetta var þó aðeins byrjunin á glæsilegum ferli. Á jólaskákmótinu í Hastings 1955 vakti Friðrik heimsathygli með þvi að verða efstur á mótinu ásamt Kortsnoj, Sovétríkjunum. Taimanov og Ivkov voru fyrirfram álitnir sigurstranglegastir, en urðu að gera sér 3. og 4. sætið að góðu. Eftir þetta tók einn sigurinn við af öðrum og í Portoroz 1958 var Friðrik útnefndur stórmeistari í skák. Á þessu móti vann Friðrik sér rétt til að keppa um áskorendaréttinn á hendur heimsmeistaranum. Botvinnik. Hér yrði of langt mál að rekja afrekaskrá Friðriks, en með glæsilegum ferli sínum hefur hann orðið íslenzkum skákmönnum mikil hvatning til dáða og laðað unga menn að skáklistinni. Sá áhugi sem spratt hér upp um og eftir 1955 er fyrst og fremst einum manni að þakka, stórmeistaranum okkar, Friðriki Ólafssyni. BRUNO PARMA Júgóslavia. Sínum bezta árangri á skákbrautinni náði Parma á friðarskákmótinu mikla i Zagreb 1965, en þar tefldu m.a. 15 stórmeistarar. Efstir urðu Ivkov og Uhlman með 13V4 vinning af 19 mögulegum, i 3. sæti varð heimsmeistarinn Petroshan, og siðan komu Parma og Portisch með 12 vinninga. Parma var eini keppandi mótsins sem ekki tapaði skák, enda situr öryggið jafnan í fyrirrúmi. Parma var meðal keppenda á minningarmóti um dr. Vidmar sem haldið var i júni s.l. Heimsmeistarinn Karpov sigraði með 11 vinningum af 15 mögulegum, næstur kom Gligoric með .10 vinninga og Parma og Portisch höfnuðu i 6.—7. sæti með 8'/i vinning og Parma var taplaus rétt einu sinni. PERTTI POUTIAINEN Finnland. Poutiainen er einn yngsti og jafnframt efnilegasti skákmaður Finnlands i dag. Hann tefldi á 1. borði i finnsku stúdentasveitinni á siðasta heimsmeistaramóti og varð skákmeistari' Finnlands 1974. Þar sigraði Poutiainen örugglega með 9V$ v. en næstu. menn voru vinningi á eftir. Poutiainen náði alþjóðlegum meistaratitli á alþjóðlegu skákmóti í Budapest í april s.l. Þar sigruðu Ribli og Polugaevsky með lO'/i v. af 15 mögulegum en Poutiainen fékk 8 v. og hafnaði I 6.—7. sæti ásamt Sax, Ungverjalandi. ZOLTÁN RIBLI Fæddur f Mohács 1951. Ungverjalandi. Ribli var útnefndur meistari 1967, alþjóðlegur meistari 1970 og nafnbótina stórmeistari í skák, hlaut hann árið 1973, aðeins 22 ára. Skákmeistari Ungverjalands varð hann árin 1973 og 1974. Ribli hefur átt sæti í ungversku skáksveitinni á Olympíuskákmótum frá því í Siegen 1970. Á þessu ári hefur hann náð þeim mjög svo góða árangri, að skipa 1.—2. sæti, ásamt rússneska stórmeistar- anum L. Polugaevsky, á sterku skákmóti í Budapest. Zoltán Ribli er einn af efnilegustu skákmönnum heimsins um þessar mundir, og hefur hann sýnt geysimiklar framfarir undanfarið. Elo-stigakerfið, gefur Ribli 2520 stig. Aðstoðarmaður Riblis á svæðamótinu í Reykjavik, verður skákmeistarinn Laszló Vadász. TIMMAN Holland. Timman er islenzkum skákunnendum vel kunnur, síðan hann tefldi hér i Reykjavíkurskákmótinu á dögunum. Timman hefur teflt mikið undanfarið og yfirleitt með góðum árangri. Hann varð I 1. sæti á alþjóðlegu skákmóti f fsrael sem fram fór i júní s.l. Þar hlaut Timman 9 vinninga af 13 mögulegum, en næstir urðu Liberzon og Kraidman, en neðar voru þekktir stórmeistarar svo sem Najdorf og Pachman með 7 vinninga. Wijk-an Zee skákmótið sem haldið var um síðustu áramót dró að sér 11 stórmeistara og í efstu sætum urðu Portisch með 10'A vinning og Hort með 10 vinninga. Timman lenti í 8. sæti með 8 vinninga. jafn Geller og Browne. Timman hefur um nokkuð skeið verið öflugasti skákmaður Hollands, og á meistaramótinu 1974 hlaut hann 8 'A vinning af 11 mögulegum, 2 vinningum meira en næstu menn, Ree og Sosonko. ARNE ZWAIG Noregi. Zwaig hefur áður teflt hér á landi, árið 196Í er hánn tSk þátt í Skákþingi i\orouilauua. Þar tefldi Zwaig í unglingaflokki og lenti í 1.—2. sæti á samt Braga Kristjánssyni. Zwaig hefur áður teflt á svæðamótum. Hann varð i 8. sæti í Halle, 1967 með 10'/i vinning, tveim vinningum á undan íslenzka keppandanum, Jóni Kristjánssyni. Þá tefldi Zwaig á svæðismótinu i Raach 1969 og varð I 12.—14. sæti ásamt Dueball, V-Þýzkalandi og Drimer, Rúmeníu, Meðal þátttakanda var Guðmundur Sigurjónsson sem varð í 6. sæti. Zwaig hefur oft tekið þátt i Skákþingi Norðurlanda, og 1965 varð hann í 3. sæti í landsliðsflokki. nýjasca Coskm i Sungumú x 1=» Heilsuræktin Heba, Auðbrekku 53 NÝUNG Þjálfun fyrir karlmenn á öllum aldri, hefst 31. október 1 sinni til 2 í viku af næg þátttaka fæst. Sturtur, sauna, gigtarlampi, hvild, viktun og jafnvel nudd ef óskað er. Uppl. og innritun í síma 42360 eftir kl. 4 á virkum dögum og um helgar heimasími 40935. Þjálfari verður Haraldur Erlendson Með snældum (kassettum) og kennslubókum getur nemandinn af egin rammleik náð góðu valdi á tungumálum með 10 — 15 mínútna daglegu námi í 3 — 6 mánuði. Hann þarf ekki aðra leiðsögn en þá sem er að finna í námsgögnunum. Nú eru á boðstólum: Enska án erflðlS: kennstubók, 3 snaeidur og íslensk þýðing. Þýska án erflðlS: kennslubók, 3 snældur og íslensk þýðing. Spænska án erfiðis: kennslubók, 3 snældur og íslensk þýðing. Sænska handa ykkur: kennslubók, æfingabók, 4 snældur og íslensk þýðing. French without toil: kennslubók á ensku og 3 snældur. Italian without toil: kennslubók á ensku og 3 snældur. Russian Wlthout toil: kennslubók á ensku og 3 snældur. Ennfremur eru á boðstólum bréfanámskeið í ensku, þýsku, dönsku, spænsku, frönsku og esperantc HEIMANÁM SEM HENTAR ÖLLUM BRÉFASKÓLINN Suðurlandsbraut 32 Reykjavík sími 81255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.