Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTOBER 1975 Hagsmunasamtök þinga um skýrslu Haf- r annsókn astofnun ar RAÐSTEFNA hagsmunasamtaka f sjávarútvegi hófst á Hótel Esju f gær, en á ráðstefnunni er fjallað um skýrslu Hafrannsóknastofn- unarinnar um ástand og horfur fiskstofnanna við Island. Til ráð- stefnunnar er boðað af sjávarút- vegsráðherra, Matthíasi Bjarna- syni, sem gert hafði ráð fyrir að sitja ráðstefnuna, en gat það ekki, þar sem hann liggur f sjúkrahúsi. Ráðstefnuna sátu um 50 manns og verður henni fram haldið f dag. Einar Ingvarsson, aðstoðar- maður sjávarútvegsrgðherra, tjáði Mbl. í gær að ráðstefnuna sætu fulltrúar allra hagsmuna- samtaka í sjávarútvegi og full- trúar Hafrannsóknastofnunar- innar. Var hugmyndin að koma af stað skoðanaskiptum og reyna jafnframt að auka gagnkvæman skilning milli aðila. Ráðstefnan hófst f gær klukkan 14 og lauk Playboys unnu I gærkveldi fór fram körfu- knattleikur f Evrópukeppni bikarmeistara milli Armanns og finnska liðsins Playboys. Finnarnir sigruðu með 88 stigum gegn 65. t hálfleik var staðan 43 gegn 32 fyrir Finnana. Þetta var fyrri leikur þessara aðiia, en síðari leikurinn fer fram í Helsinki í næstu viku. klukkan 18. Var ákveðið að halda áfram f dag klukkan 13. Rætt er um hagsmuni sjávarút- vegsins í heild, enda varðar skýrslan hann allan. Jón Jóns- son, forstöðumaður Hafrann- sóknastofnunarinnar, kynnti skýrsluna i upphafi fundarins og síðan ræddu fiskifræðingar um hana. Á eftir voru almennar um- ræður og töldu menn almennt ráðstefnuna vera mjög þarflega og nauðsynlega fyrir aðila sem starfa að sjávarútvegi. Ráðstefna FÍS í dag RÁÐSTEFNA Félags fsl. stór- kaupmanna hefst í Kristalsal Loftleiðahótels kl. 9 árdegis i dag. Viðfangsefni ráðstefnunnar er fjármál innflutnings- og heild- verzlunar, og ræðumenn verða dr. Jóhannes Nordal, Arni Vilhjálms- son prófessor og Júlfus S. Ólafs- son, framkvæmdastjóri. Ráðstefn- unni lýkur með panelfundi, og þar munu sitja fyrir svörum dr. Jóhannes Nordal, Árni Vilhjálms- son, prófessor, Jónas Haralz, bankastjóri, Ingólfur Jónsson, al- þingismaður, Jóhann J. Ólafsson, stórkaupmaður, og Gísli V. Einarsson, stórkaupmaður. 0 Mannbjörg er Brynjólfur AR 4 sökk: 99 „Það er ekkert óbœtanlegt í þessu segir skipstjórinn Guðmundur Guðfinnsson „ÞETTA leit kannski ekki vel út á tímabili, en þetta tókst mjög vel til og það er númer eitt fyrir mér, að allir komust af. Því er ekkert óbætanlegt í þessu óhappi,“ sagði skipstjór- inn á Brynjólfi ÁR 4, sem sökk við Surtsey f gærmorgun klukk- an um 05. Sex manna áhöfn var á bátnum og bjargaði áhöfnin á Arnari ÁR 5 áhöfn Brynjólfs, en skipið sökk á örfáum mfnút- um. Skipstjórinn á Brynjólfi, Guðmundur Guðfinnsson, sagði í viðtali við Morgunblaðið: „Þetta vildi þannig til að það kom sjófylling inn yfir lunning- una og lagði bátinn á hliðina. Við gerðum allt, sem í okkar valdi stóð til þess að reyna að bjarga hlutunum, en okkur tókst ekki að rétta bátinn við. Það mikill sjór var og svo var —Ljósm.: Sigurgeir. Brynjólfur AR 4. Myndln er tekin f Vestmannaeyjum. báturinn þannig byggður að op- inn var á honum gangurinn stjórnborðsmegin og þar getur setið talsvert mikill sjór, sem lagði hann alveg á hliðina. Allt var þó lokað og frágengið." Guðmundur sagði að bátur- inn hefði ekki lagzt mikið á Framhald á bls. 24 Ljósm.: Ól. K. M. Frá ráðstefnu um skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand og horfur fiskstofnanna við ísland, sem hagsmunasamtök í sjávarútvegi sóttu f gær. Tæpar 100 millj. krónur af hækkuninni til frystihúsanna I þjóðarbúið alls um 800 millj. króna á ári til að geta staðið við greiðslu- skuldbindingar. Af verðhækkuninni kemur ein- ungis rúmlega tíundi hluti sem tekjuhækkun frystihúsanna, eða innan við 100 milljónir á heilu ári MORGUNBLAÐINU barst í gær svofelld fréttatil- kynning frá Sölusamtök- um hraðfrystihúsanna: „í tilefni af frétt um verðhækk- un á fiski á Bandaríkjamarkaði vill Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna vekja athygli á, að megin hluti þeirrar tekjuaukningar sem þessar verðhækkanir skila, mun renna til verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins og draga úr fyrirsjáan- legum greiðsluhalla sjóðsins á yf- irstandandi verðtímabili. Þrátt fyrir það má áætla að verðjöf- unarsjóð skorti yfir 1400 milljónir og hrekkur sú upphæð skammt til að mæta núverandi hallarekstri þeirra. Þá má einnig benda á að auk þess hluta sem verðjöfnunarsjóð- ur tekur, þá taka útflutnings- gjöldin, þ.e. sjóðakerfið, stærri hlut úr þessari hækkun en rennur til frystihúsanna, eða nálægt 100 milljónum. Sem dæmi um áhrif verðhækk- unarinnar fyrir vinnsluna má nefna að þar sem hækkunin veg- ur mest eða í þorski, þá nemur hún ekki nema 1% tekjuhækkun fyrir frystihúsin. Loks er rétt að benda á, að mjög lítil hækkun er á karfa og ufsa, eða fyrir frystihús- in 0,1% til 0,3%, en þetta eru þær fisktegundir sem nú eru erfiðast- ar í vinnslu, enda hefur hráefnis- verð þessara fisktegunda verið hækkað mun meira en markaðs- verð gefa tilefni til.“ I tilefni þessa sneri Morgun- blaðið sér til Eyjólfs Isfelds Eyjólfssonar, forstjóra SH. og spurði, hvað hann teldi að þessi verðhækkun skilaði íslenzku þjóðarbúi í heild og svaraði hann, að gera mætti ráð fyrir að það væru um 800 millj. króna á ári. Hækkun fiskverðsins í Bandaríkjunum: 900 millj. kr. cif-verð- mæti á ársgrundvelli SÉ GERT ráð fyrir þvf að sú hækkun, sem Coldwater, fyrir- tæki Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, hefur beitt sér fyrir í Bandarfkjunum, verði að raun- veruleika fyrir alla framleiðslu Islendinga, sem þangað er flutt, bæði hjá SH og SlS, og að hækkunin sé 9 cent á þorsk- og ýsuflök, 2 cent á þorsk-, ýsu- og ufsablokk og 5 cent á karfablokk, Staðgreiðslukerfi að v-þýzkri og bandarískri fyrirmynd? 1 FJARLAGARÆÐU f fyrradag vék fjármálaráðherra að þvi að rfkisskattstjóri hefði lagt til I greinargerð, að tekin yrði upp staðgreiðsla opinberra gjalda, bæði launþega og atvinnurek- enda, einstaklinga og félaga Til- lögur um staðgreiðsb’ s • -.i vinnutekjum bygg* sf 'u- uðum reglum o{. .ua í V- Þýzkal^ndi og Bandaríkjunum og myndi hún ná til tekjuskatts, út- svars, kirkjugarðs- og sóknar- gjalda, auk skyldusparnaðar og orlofsfjárgreiðslna að frádregn- um barnabótum og e.t.v. öðrum tryggingabótum. Utsvör tekju- lágra launþega, sem nýtt geta per- sónuafslátt til greiðslu útsvars, yrðu jöfnuð án milligreiðslna og þeir, sem ættu rétt á endur- greiðslu barnabóta, fengju þær endurgreiddar með launum sfnum hjá vinnuveitanda. Stað- greiðsla atvinnurekenda á öllum tegundum tekjuskatta byggðist hins vegar á fyrirframgerðri áætl- un um tekjur þeirra, en stað- ereiðsla atvinnurekendagjalda byggðist á stofnum gjaldanna, eftir því sem þeir mynduðust á rekstrarárinu. Staðgreiðslan yrði bráðabirgðagreiðsla á skattárinu. Að loknu skattárinu færi álagn- ing fram skv. framtötum. Stefnt yrði að einföldun skattalaga þann veg, að framtal launþega yrði mjög einfalt í sniðum og fram- tíðarstefnan yrði þá sú að afnema með öllu framtalsskyldu laun- Þega. Ennfrem-ur kom fram í fjárlaga- ræðu fjármálaráðherra að tillög- ur ríkisskattstjóra hefðu fyrir nokkru verið afhentar þing- mönnum og sendar samtökum launþega og vinnuveitenda til umsagnar. Ljóst væri, að skoðanir væru mjög skiptar um stað- greiðslukerfið, en væntanlega yrði tekin ákvörðun fyrir nk. ára- mót um, hvort þetta kerfi skuli upp tekið hérlendis að sinni og þá stefnt að framlagningu frum- varps á Alþingi vorið 1976. Gildis- taka yrði þó naumast fyrr en frá 1. janúar 1978. Arinu 1977 yrði varið til nauðsynlegs undir- búnings að framkvæmd og kynn- ingu málsins meðal landsmanna. þá gefur þetta f cif-verð á árs- grundvelli miðað við framleiðslu- magn f ár um 900 milljónir króna eða fob-verð 895 milljónir. Af þessari upphæð færu f útflutn- ingsgjöld og sölulaun til SH um 125 milljónir króna. Þessar upplýsingar fékk Mbl. í gær hjá Jóni Sigurðssyni, for- stjóra Þjóðhagsstofnunar. Hann sagði að í verðjöfnunarsjóð sjávarafurða, þ.e.a.s. til þess að lækka greiðslur úr honum, myndu fara um 75% af 900 milljón króna cif-verði afurðanna, sem eru 675 milljónir króna. Sú upphæð, sem fyrirtækin fá af þessari hækkun, er um 100 milljónir króna. Þessi hækkun á fiskverðinu, ef hún kemur á alla söluvöru Is- lendinga I Bandaríkjunum, myndi lækka útgreiðslu verð- jöfnunarsjóðs, sem hefði orðið við rikjandi skilyrði um 2 milljarðar, í um það bil 1.400 milljónir króna. Jón Sigurðsson sagði að það hefði um langan tíma verið reiknað með hækkunum sem þessum og hefði verið gert ráð fyrir þeim. Hins vegar kvað hann Austurland AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austur- landi verður haldinn í Vegaveit- ingum, Hlöðum, n.k. sunnudag kl. 13.00. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa mun Sverrir Her- mannsson, alþm. ræða um stjórnarviðhorfið. hækkunina koma vonum seinna. Það hvernig verðjöfnunar- sjóónum hefur verið beitt frá miðju ári, hefur byggzt á þeirri trú að verðið hlyti að hækka. Það er nú að koma fram, þótt það brúi aðeins hluta af því bili, sem þegar hefur verið brúað með fram- lögum úr sjóðnum. Meira þarf þó til þess að verðjöfnunarsjóðurinn geti staðið við allar slnar skuld- bindingar á heilu ári. 1 þessu til- felli er þessi hækkun eingöngu reiknuð á þær tilteknu tegundir, sem raunverulega hafa verið aug- lýstar með þessu nýja verði hjá SH. Sambandið hefur þar ekki tilkynnt slíka hækkun. Jón sagði einnig að þetta væri talinn nokkuð djarfur leikur, en hins vegar kvað hann þetta sterkara Framhald á bls. 24 Guðmundur efst- ur við 4. mann BIÐSKAKIR hafa verið tefldar á svæðamótinu I Búlgarfu og er nú röð efstu manna sem hér segir: 1 fyrsta til fimmta sæti eru Ermen- kov, Matanovic, 'Matulovic, Georghiu og Guðmundur Sigur- jónsson, allir með 4 vinninga. I sjötta til sjöunda sæti eru Ree og Radulov með 3,5 vinninga. I átt- unda til ellefta sæti eru Duball, Wirtensohn, Netskar og Bednarsky með 3 vinninga. A Iaugardag teflir Guðmundur Sigurjónsson við Matanovic og hefur svart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.