Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1975
3
Fjármálaráðherra:
Virðisaukaskattur hef-
ur bæði kosti og galla
SKÝRSLA starfshóps, sem starf-
að hefur á vegum Fjármálaráðu-
neytis að könnun breytinga á
formi almennra, óbeinna skatta,
einkum söluskatts, er nú í athug-
un stjórnvalda og umsögn sam-
taka og stofnana, þ. á m. helztu
samtaka launþega og atvinnurek-
enda, bankanna og ýmissa ríkis-
stofnana.
Skýrslan fjaliar einkum um
virðisaukaskatt, kosti hans og
galla f samanburði við önnur
söluskattskerfi. Hún felur ekki f
sér ákveðna tillögugerð, en er
lögð fram sem grundvöllur að
skoðanamyndun og ákvarðana-
töku. Jafnvel þó að slfk ákvörðun
um virðisaHkaskatt yrði tekin á
næstu mánuðum er ekki við að
búast, að því er f jármálaráðherra
sagði í fjárlagaræðu sinni, að
slíkur skattur komi til fram-
kvæmda fyrr en a.m.k. tveimur til
þremur árum síðar en ákvarðana-
taka, sökum mikils undirbúnings.
Virðisaukaskattur er inn-
heimtur á öllum viðskiptastig-
um. Hins vegar veldur hann
ekki margsköttun eins og núver-
andi form söluskatts, þ.e. leggst
aðeins einu sinni á söluverð-
mætið. Allur skattur, sem fyrir-
tæki greiða við kaup á aðföngum,
er dreginn frá innheimtum skatti
þeirra af sölu. Virðisaukaskattur
er ekki innheimtur af útflutningi
og útflutningsfyrirtæki bera ekki
virðisaukaskatt af aðföngum
sínum, eins og nú er um söluskatt.
Hann bætir þvf samkeppnisað-
stöðu útflutningsgreina.
Virðisaukaskattur myndi hins-
vegar innheimtur hjá mun fleiri
aðilum en söluskattur og er það
talinn meginókostur hans.
Reynsla af þessum skatti hefur og
verið misjöfn, en hann er notaður
í flestum ríkjum V-Evrópu. I Dan-
mörku hefur þessi skattheimta
gefizt mjög vel en miður í Noregi.
Þar er hann talinn hafa auðveld-
að skattsvik. Þar er nú unnið að
greinargerð um reynslu af þessari
skattheimtu, sem fullgerð verður
fyrir nk. áramót, og íslenzka fjár-
málaráðuneytið mun athuga
gaumgæfilega.
Fjármálaráðherra sagði svo orð-
rétt um virðisaukaskattinn:
„Ég vil leggja á það áherzlu, að
virðisaukaskatturinn hefur bæði
Framhald á bls. 24
Hér er Ashkenazy að stjórna blásurunum sem flytja munu verk eftir
Stravinsky.
Vetrarstarf Kammersveitar Reykjavíkur að hefjast:
Ashkenazy notar frí sitt til
þess að stjórna og leika með
Ætla að reisa fisk-
matsstöð í Ólafsvík
Ólafsvik, 30. október —
DÆLUSKIPIÐ Hákur lauk ný-
Iega við að dæla 20 þúsund rúm-
metrum upp úr Ólafsvfkurhöfn.
Var dælt f nýja uppfyllingu, sem
er um 7.500 fermetrar að flatar-
máli. Er sú lóð ætluð undir félags-
heimili. Unnið var fyrir um 26
miltjónir króna við höfnina f ár. í
sumar voru steyptir 320 metrar af
Ennisbraut. Áður höfðu verið
steyptir 1.100 metrar á Ólafsbraut
og liggur nú steyptur vegur gegn-
um þorpið. Lagður hefur verið
einn kflómetri af nýjum götum.
Gatnagerðarkostnaður f ár er um
16 milljónir króna.
Verk h.f. tók að sér i sumar að
reisa sex hús, sem eru leiguíbúðir
á vegum hreppsins. Hefur verkið
gengið vel og eru fyrstu íbúðirnar
að verða tilbúnar. Auk þess eru
hér allmörg hús í smiðum, þar á
meðal íbúðarblokk fyrir verka-
mannabústaði. Fyrir dyrum
stendur að reisa áhaldahús ásamt
vöruafgreiðslu fyrir starfsemi
hreppsins, einnig fiskmatstöð, en
beðið er eftir fyrirgreiðslu lána-
stofnana til þeirrar byggingar.
Fiskmatstöð þessi verður nýmæli
hér á landi og er ekki ljóst hvaða
Hárgreiðslu- og
tízkusýning í Sig-
túni á sunnudaginn
SAMBAND hárgreiðslu- og hár
skerameistara gengst fyrir hár
greiðslu- og tfzkusýningu í Sig
túni næstkomandi sunnudag
Meðal þeirra, sem sýna, eru hár
greiðslu- og hárskerameistarar,
sem hlutskarpastir urðu f hár-
greiðslukeppni hér f vor og munu
taka þátt f Norðurlandamótinu,
sem fram fer f Ósló í nóvember
n.k.
Þau, sem fara til Óslóar og sýna
í Sigtúni á sunnudaginn eru, Guð-
rún Þorvarðardóttir, Kristin Hálf-
dánardóttir, Lovísa Jónsdóttir og
Þorberg Ólafsson. Auk þeirra
sýna Halldór Sigfússon. Einar
Framhald á bls. 24
Lögfræðinga-
aðilar kosta húsnæðið og sfðar
rekstur stöðvarinnar.
Vegagerð ríkisins er að leggja
nýjan veg hér austur úr þorpinu
og hefur smíðað nýja brú á Hofsá.
Vegarkafli þessi er 2,5 km.
Afli hefur verið rýr hér undan-
farnar vikur. — Helgi.
KAMMERSVEIT Reykjavfkur er
að hefja annað starfsár sitt með
tónleikum f sal Menntaskólans
við Hamrahlfð næstkomandi
sunnudag og hefjast þeir kl. 16.
Stjórnandi og einleikari á tón-
leikunum verður Vladimir
Ashkenazy en hann mun leika
einleik f rondo f b-dúr fyrir pfanó
og hljómsveit eftir Beethoven og
f pfanókonsert í G-dúr KV-453
eftir Mozart. Ashkenazy hefur
hvorugt þessara verka leikið
opinberlega áður, hvað þá stjórn-
að þeim svo að hér er á ferðinni
merkur tónlistarviðburður.
Önnur verk á tónleikunum á
sunnudag eru serenaða f c-moll
KV-388 fyrir blásara eftir Mozart
og oktett fyrir blásara eftir Igor
Stravinski. Ashkenazy stjórnar
f lutningi þessara tveggja verka.
Kammersveit Reykjavíkur
félagið
LÖGFRÆÐINGAFÉLAG íslands
heldur hádegisverðarfund f Þing-
holti, Hótel Holti, f dag kl. 12.00
— á fundinum mun Guðrún Er-
lendsdóttir hrl. ræða um efnið:
BARNARÉTTINDI.
Svarti borðinn sýnir hvar vegarkaflinn er, sem nú á að fara að vinna
við f Breiðholtinu og verður hin mesta samgöngubót.
Breiðholt:
Lægsta tilboðinu í
tengiveginn tekið
BORG ARSTJ ÓRN hefur nú
samþykkt að taka lægsta tilboð-
inu er barst í vegarkaflann —
Stekkjarbakka og Höfðabakka
upp í Vesturhóla — sem tengja
mun efra og neðra Breiðholt,
en svo sem Morgunblaðið hefur
skýrt frá var það tilboð röskar
36 milljónir króna og um 17
milljónum undir kostnaðar-
áætlun gatnamálastjóra.
Að þvi er Birgir Isleifur
Gunnarsson, borgarstjóri, tjáði
Morgunblaðinu, þá er ráðgert
að verki þessu verði lokið
næsta haúst en þvi á að skila
tilbúnu undir malbik. Kvaðst
Birgir vonast til að hægt yrði að
ljúka malbikun vegarins fyrir
veturinn.
Birgir kvað þessa fram-
kvæmd hafa dregizt nokkuð frá
því sem ráðgert var og væri
ástæða þess sú að fjárhagsleg
staða borgarinnar hefði valdið
því að draga varð úr fram-
kvæmdum á hennar vegum og
það ekki sízt bitnað á ýmsum
þeim verkefnum er ekki voru
komin á útboðsstig. Hefði svo
verið um þessa framkvæmd.
Hins vegar kvaðst borgarstjóri
hafa orðið var við gagnrýni
vegna þess að á þessum sama
tima hefði verið haldið áfram
framkvæmdum við framleng-
ingu Breiðholtsbrautar. Kvað
Birgir Isleifur það hafa verið
gert samkvæmt verksamningi
frá 1973 er borgin hefði verið
bundin af.
skipa 14 hljóðfæraleikarar og
leika' þeir allflestir í Sinfóníu-
hljómsveit Islands. Formaður
sveitarinnar er Rut Ingólfsdóttir,
fiðluleikari, en aðalstjórnandi er
Páll P. Pálsson, tónskáld. Það
kom fram á fundi sem aðstand-
endur Kammersveitarinnar héldu
með blaðamönnum, að af öllum
greinum tónlistar væri kammer-
tónlist mest vanrækt hér á landi
og stofnun Kammersveitarinnar
hefði þvi verið í því skyni að
koma þessari tegund tónlistar
betur á framfæri hér á landi auk
þess sem hljómsveitarfélagarnir
hefðu sjálfir mikla unun og
ánægju af því að leika kammer-
tónlist.
Það kom fram, að til þess að
halda úti Kammersveitinni þurfa
félagarnir í henni að leggja á sig
verulegt erfiði, þar eð þeir vinna
flestir þar fyrir utan tvöfalda
vinnu — leika í Sinfóníuhljóm-
sveitinni og kenna en eins og fyrr
segir er þetta fyrst og fremst
áhugastarf því að fjárhagslegur
ávinningur fyrir þá er enginn. Að
visu gaf fyrsta starfsárið i fyrra
ágæta raun og yfirleitt sóttu tón-
leika sveitarinnar þá um 300
manns. Um þriðjungur þess hóps
voru áskrifendur að tónleikunum
en einnig sóttu tónleikana fjöl-
margt ungt fólk í framhalds-
skólunum er fengið gat miða á
niðursettu verði. Þessi áheyr-
endahópur stóð þó engan veginn
undir nauðsynlegum kostnaði við
tónleika Kammersveitarinnar,
t.d. vegna prentunar efnisskrár
og borgunar til hljóðfæraleikara
sem fengnir voru að og það var
ekki fyrr en Kammersveit
Reykjavíkur hafði selt útvarpinu
upptöku að einum tónleikum sín-
um að það tókst að ná endum
saman.
Kammersveit Reykjavíkur hef-
ur hingað til notið nánast engrar
fjárhagslegarar fyrirgreiðslu af
hálfu hins opinbera nema hvað í
fyrra fékkst 75 þúsund kr. styrk-
ur og Reykjavíkurborg hyggst í ár
styrkja sveitina með um 100 þús-
und króna framlagi. Þorkell
Helgason, dósent, sem aðstoðað
hefur Kammersveitarfólkið varð-
Framhald á bls. 24
Hreppsnefnd Hafnarhrepps:
Bannar geymslu háhyrn-
inga í Höfn í Hornafirði
nema uni vörzlu hans sjái sérfræðingur með ráðuneytisleyfi
HREPPSNEFND Hafnarhrepps
samþykkti á fundi f gærkveldi að
banna mönnum að flytja til
Hafnar í Hornafirði háhyrninga
eða aðra hvali, nema viðkomandi
hafi til þess leyfi ráðuneytis og
þar með einhverja sérfræðikunn-
áttu f meðferð slíkra dýra.
Hreppsnefndinni barst í gær
bréf frá lögreglustjóranum á
Höfn f Hornafirði, Friðjóni
Guðröðarsyni, sem hljóðaði svo:
„Hjálagt sendist í ljósriti vottorð
héraðsdýralæknisins á Höfn.
Einnig úrskurður lögreglustjóra
og varðar hvorttveggja háhyrning
þann, er m.s. Hafnarnes RE 300
færði hingað í höfnina hinn 27.
þessa mánaðar.“ Siðan segir
lögreglustjóri:
„Ég er efnislega sammála dýra-
lækninum um að tæpast geti talizt
heppilegt að áhafnir síldveiði-
skipa, alls óvitandi um meðferð
þessara dýra og án nokkurs sér-
búnaðar til að flytja þau til
hafnar, séu að fást við veiðiskap
af þessu tagi. — Hins vegar vil ég
á það benda, að það er á valdi
hreppsnefndar Hafnarhrepps þá
eftir atvikum í samráði við
hafnarnefnd, að banna geymslu
dýra hér í höfninni og/eða flutn-
ing þeirra þangað. Tel ég æski-
legt, að hreppsnefnd fjalli um
málið og geri i því ályktun.“
Síðan samþykkti hreppsúefnd-
in eftirfarandi ályktun vegna
háhyrningsveiða: „Hreppsnefnd
Hafnarhrepps samþykkir, að hér
eftir verði ekki leyft að færa til
hafnar í Hornafirði háhyrninga
eða aðra hvali nema þeir séu i
vörzlu sérfræðings, sem hefur
leyfi ráðuneytis til veiðanna."
Ljósm.: Öskar Sæmundsson.
Verðlagsstjóri
kærir diskótek
VERÐLAGSSTJÓRI kærði fyrir
nokkru sfðan veitingastaðinn Ses-
ar fyrir að krefja gesti sína um of
hátt aðgöngumiðagjald eða 300
krónur, en leyfilegt gjald er 150
krónur.
Að sögn Sverris Einarssonar
sakadómara hefur Verðlagsdóm-
ur haft málið til meðferðar og
bæði rannsóknarlögreglumenn
kannað miðaverð og forráðamenn
staðarins verið yfirheyrðir. Hafa
þeir viðurkennt að hafa tekið
fyrrnefnt gjald og talið sig í rétti
til þess, þar eð þeir heyrðti ekki
undir verðlagsákvæði. Málið verð-
ur sent rikissaksóknara til um-
fjöllunar að rannsókn lokinni.