Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÖBER 1975 Vegna myndar frá Alþingi VEGNA myndbirtingar i Mbl, í fyrradag skal það tekið fram, að Matthías Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, situr ekki á Alþingi nú vegna veikinda. Ráðherrann er í sjúkrahúsi. — Skýrsla Framhald af bls. 1 við Vestur-Þjóðverja annars vegar og við Breta hins vegar fælist í því að Bretar hefðu meiri áhuga á þorskveiðum, en þorskur væri ekki nema 10% af aflamagni Vestur-Þjóðverja við ísland. Tveir þriðju af afla V-Þjóðverja hefðu verið ufsi og karfi. — Sökk Framhald af bls. 2 hliðina strax og þeir félagar reyndu að keyra hann upp. Það tókst þó ekki, þar sem m.a. belgurinn af trollinu kom inn fyrir og stíflaði lensportið þannig að ekki rann út af bátn- um eins og skyldi. Mennirnir voru við vinnu á dekkinu og lentu þ"ir f erfiðleikum með báða gúmbátana. „Við aUum i brasi með þann, sem var bakborðsmegin," sagði Guðmundur Guðfinnsson, „því að olíubr.n)' \ ar komin á báta- dekkið. Við dældum olíu yfir til þess að reyna að rétta hann yfir í bak og hafði þá frussast upp úr yfirfallsrör- inu, seni var á bátadekk- inu. Var svo sleipt að við komum bátnum ekki ú) íyrir. Gáfuni við hann þv: ii.á okkur og fórum upp á brúarþak og náðum bátnum þar. Komum við honum strax í sjóinn, en hann blés ekki upp. í þann mund var og Arnar kominn alveg að okk- ur og þeir settu sinn bát út, er þeir sáu hvað var að hjá okkur. Komust við þannig klakklaust yfir í Arnar, enda var mjög snyrtilega og vel að þvi staðið hjá Einari Sigurðssyni skip- stjóra, sem er einstaklega lag- inn við slíkt hjálparstarf og fljótur til ef eitthvað er. Á hann sérstakt hrós skilið og að sjálf- sögðu þakklæti fyrir það, hvernig hann stóð að þessu,“ — sagði Guðmundur Guðfinnsson. Guðmundur sagði, að skipið hefði sokkið á örfáum mfnút- um. „Við vorum rétt komnir um borð í Arnar, þegar það hvarf í sjóinn," sagði Guðmund- ur. Á staðnum, þar sem Brynjólf- ur sökk, er 85 faðma dýpi og miklir straumar. Því taldi Guð- mundur útilokað að bjarga skipinu. Þá ræddi Morgunblaðið við Einar Sigurðsson, skipstjóra á Arnari ÁR 5. Hann sagði: „Við vorum á spærlingsveiðum þarna suður af Surtseynni, eins og Brynjólfur ÁR, alls 5 bátar. Það var bræluskratti, um það bil 5 vindstig og vorum við að taka' inn trollið, þegar hann kallaði, að hann hefði lagzt á hliðina. Við losuðum strax úr trollinu og fórum að honum. Þá var hann með mikinn halla og drápust á honum ljósin. Áttu þeir i erfiðleikum með gúm- bátana og gátum við rennt að Brynjólfi og komið bát á milli frá okkur og drógum við þá síðan yfir. Tók það stuttan tíma. Annað er eiginlega ekkert um þetta að segja, þeir blotnuðu sáralítið." Einar Sigurðsson hefur nokkrum sinnum bjargað mönnum úr sjávarháska. Er Morgunblaðið spurði hann um það vildi hann nú ekki gera mikið úr því. Er hann var spurður hve oft hann hefði bjargað mönnum á sjó, svaraði hann: „Ja, ég man það nú ekki. Það er sjálfsagt þrisvar til fjór- um sinnum." Þá var hann spurður, hvaða tilfelli það hefðu verið og svaraði hann: „Það var hér fyrir nokkrum árum að litlum bát hvolfdi hér fyrir utan Þorlákshöfn. Hann hét Ásdís og náðum við I menn- ina I gúmbátnum. Svo var það færeyskur línuveiðari á Selvogi fyrir nokkrum árum, en þar voru 17 menn á og drógum við skipið til hafnar. Þá var það Ingvar Einarsson I fyrra, er kviknaði I honum og síðan er það bara smotterí eins og gerist og gengur." Brynjólfur ÁR 4 var 127 tonna stálbátur, smíðaður á Akureyri 1972. Skipið var lengst á Akureyri 1973. — Frystihús Framhald af bls. 40 spurði hann hvernig afurðalánum væri háttað. Árni sagði, að lánað væri út á því sem næst 75% af nettó skila- verði frystihúsanna. Frystihúsin tækju þetta Ián og um þessar mundir væru allmörg hús með hærri lán en næmi þessari tölu og I raun væri það ávallt á þessum árstíma. — Albanía Framhald af bls. 1 Balluku myndi verða eftirmaður Hoxha. Talið er að valdabaráttan I land- inu nú haldist I hendur við ákveðna efnahagsörðugleika sem við sé að glíma og verði horfið frá þvl ráði að fjárfesta nær eingöngu 1 þungaiðnaði á kostnað neyzluvarnings. Vísbending um að við efnahagsörðugleika sé að glíma er að ekki hefur verið minnzt á næstu fimm ára áætlun landsins, sem átti að hefjast þann 1. janúar n.k. I fréttastofu landsins. — Beirút Framhald af bls. 1 mikla manntjóns. Sjúkrahús verða framvegis að treysta á blóð- gjafir. Falangistar hafa hörfað frá einu hóteli af þremur þar sem þeir hafa hreiðrað um sig og við- ræður fara fram um brottflutning þeirra frá hinum hótelunum. Vinstrisinnar telja þetta prófstein á það hvort falangistar vilja virða vopnahléð sem á að gilda að minnsta kosti til kl. 22 annað kvöld. Vopnahléð var samþykkt á fundi Rashid Karami forsætisráð- herra og Yasser Arafats, foringja Frelsissamtaka Palestínu (PLO), annarra palestínskra foringja, líbanskra herforingja og nokk- urra stjórnmálamanna. Hundruð útlendinga flykktust út á flugvöll þegar samið hafði verið um vopnahléið. — Tízkusýning Framhald af bls. 3 Eyjólfsson, Ástvaldur Guðmunds- son og Ágúst Friðriksson, Björg Öskarsdóttir, Guðrún Júlíus- dóttir, Vilborg Teitsdóttir, Mar- grét Jóhannsdóttir og Kristín Kristjánsdóttir, en þær fengu allar prófskírteini sín nú I október. Þá mun Heiðar Jónsson sýna förðun og félagar í Karon- samtökunum sýna fatnað frá Tommý, Kerinu og Faco. Hártopp- ar, ætlaðir körlum, verða sýndir, en notkun þeirra hefur færzt mjög I vöxt hér á landi að undan- förnu. Nokkrir þeirra hárgreiðslu- og hárskerameistara, sem munu taka þátt I Norðurlandamótinu, eru nú erlendis til að undirbúa sig undir keppnina. — 900 millj. Framhald af bls. 2 þar sem birgðir af vörum okkar vestra eru nú minni en verið hefur og lengi hefur verið búizt við hækkun. Jafnframt hafi verð á öðrum matvörum verið hækkandi. Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna, sagði þegar Morgunblaðið hafði samband við hann I gær, að aldrei hefði verið borgað hærra verð fyrir þorskflök en nú. Verð á þeim hefði lengi haldizt svo til óbreytt á Banda- ríkjamarkaði, þrátt fyrir lækkun á öðrum tegundum, mest hefðu þau lækkað um 2 cent um tíma, en að undanförnu hefði verið greidd- ur 1 dollar fyrir hvert pund af flökum, með hækkun þeirri sem Coldwater hefur ákveðið verða greiddir 1.10 dollarar fyrir hvert pund. Reynt hefur verið að auka flakaframleiðsluna sem mest á undanförnum árum og er það gert enn. Þorskflökin eru I langhæsta verðinu, en þau eru um 62% af flakaframleiðslunni. Eins og áður hefur verið greint frá, þá ákvað Coldwater að hækka verð á blokk um 2 cent eða úr 58 centum I 60. Hæst komst blokkar- verðíð á árinu 1973, og fram I ársbyrjun 1974 eða I 82 cent pund- ið, þannig að enn vantar mikið á að blokkin hafi náð sínu gamla verði. — Flotinn Framhald af bls. 1 eftir William Dullforce um við- ræður Breta og Islendinga, þar sem hann kemur einnig inn á viðræður Þjóðverja og Is- lendinga. „Ef afstýra á nýju þorska- stríði verða báðar viðræðurnar að heppnast," segir hann. Hann leggur áherzlu á að það sem fyrst og fremst vaki fyrir Islendingum með því að banna veiði erlendra togara innan 200 mílna sé að vernda fiskstofna og að skriflegt loforð um að dregið verði úr ásókn brezkra togara I samræmi við þetta markmið verði liður I hvers konar nýjum samningi sem verði gerður. Greininni fylgja linurit frá íslenzka sjávarútvegsráðuneyt- inu er sýna hvað stofnar þorsks, ýsu, ufsa og karfa hafa minnkað á árunum 1971—74. — Diplómatar Framhald af bls. 1 að þeir væru óvopnaðir. öllum farþegum — og diplómatar með- taldir — ber nú að ganga í gegnum slíka byssuskoðun á Kastrup. AP-fréttastofan leitaði eftir að sovézka sendiráðið í Kaupmannahöfn segði eitthvað um málið i dag, en það var til þess ófáanlegt með öllu. — Svæðamótið Framhald af bls. 40 Murray, Poutiainen og Liberzon, Hartston og Timman, Hamann og Zwaig, Ostermayer og van den Broeck, Jansa og Laine, Parma og Björn Þorsteinsson. Friðrik situr hjá — Sanitas Framhald af bls. 40 hátt og þvl miður væri ekki vitað hve flöskurnar væru margar — Það að við innköllum flöskurnar, sem eru á bilinu 300—500 þús- und, er til að fyrirbyggja slys. Sigurður sagði, að við rannsókn hefði komið I ljós, að þessi lútur hefði ekki komist I flöskurnar frá skolunarvélunum. Hins vegar væri sá möguleiki fyrir hendi að lúturinn hefði verið fastur I botni flasknanna þegar þær komu I verksmiðjurnar og slðan leystst upp eftir að búið var að tappa á þær. Það magn sem nú er innkall- að er upp undir mánaðarfram- Ieiðsla Sanitas. — Sakharov Framhald af bls. 1 andi án þess að ríkið viðurkenni grundvallarmannréttindi". Síðar segir: „Afl, sem beitt er inn á við, snýst fyrr en slðar einnig út á við. Þannig var friðarsamningur Hitl- ers og Stalíns árið 1939 undanfari skelfilegustu styrjaldar sögunnar. Það hefði verið hlægilegt ef friðarverðlaununum árið 1933 hefði verið úthlutað Stalín eða Hitler og þeim sem hefði ráðist gegn fórnardýrum Hitlerisma og Stalinisma og fordæmt þau sem „óvini alþjóðsfegs dentente“,“ segir I yfirlýsingunni. í sovézkum blöðum hefur Sakharov verið borið á brýn að hann væri and- snúinn „detente" og Pravda birti I dag glefsur úr erlendum blöð- um, þar sem farið er hörðum orðum um Sakharov. En þeir sem skrifa undir orðsendinguna segj- ast fagna úthlutun verðlaunanna til Sakharovs vegna mikils fram- lags hans fyrir málstað friðar, detente og mannréttinda. Þá er I skjalinu gagnrýnd harðlega yfir- lýsing frá 72 fulltrúum sovézku akademlunnar sem var birt um sl. helgi og hvassyrt var I garð Sakharovs. 1 þeirri yfirlýsingu hafi skoðanir Sakharovs verið rangtúlkaðar og rangfærðar á allan mögulegan máta. „Af þessari ástæðu viljum við undir- ritaðir — sem erum þó ekki alltaf á sömu skoðun og Sakharov I hverju máli — fagna þvl að Nóbelsnefndin skyldi velja hann.“ Skömmu eftir að fréttin um yfirlýsinguna var birt var Andrei Amalrik handtekinn af lögreglu og honum tjáð að hann hefði ekki leyfi til að vera I Moskvu. Amalrik hafði rétt lokið við að lesa yfirlýsinguna fyrir erlenda fréttamenn I íbúð eiginkonu sinnar I miðborg Moskvu, þegar lögreglumenn komu á vettvang. Honum var sleppt eftir yfir- heyrslu og sagði hann frétta- mönnum að hann hefði haft þriggja daga dvalarleyfi I Moskvu. — Ashkenazy Framhald af bls. 3 andi ýmsa rekstrarþætti sveitar- innar tjáði blaðamönnum I þessu sambandi, að raunar þætti ýmsum unnendum tónlistar sem hún yrði nú töluvert útundan hjá fjárveit- ingavaldinu. Kvaðst hann sjálfur hafa athugað framlög á fjárlögum til frjálsrar tónlistar og hefðu þau verið óbreytt allt frá 1964 — kr. 1200 þúsund. Til frjálsrar leik- listarstarfsemi hefði þetta sama ár — 1964 — einnig verið varið 1200 þúsund krónum en það fram- lag væri nú á fjárlögum um 9 milljónir króna, svo að leiklistin hefði þannig haldið miklu betur I við verðbólguna. Varðandi tónleikana á sunnu- daginn þá kom það fram á fundin- um með blaðamönnum að þeir tónleikar eru hinir viðamestu sem Kammersveit Reykjavíkur hefur ráðizt I hingað til þar eð á þeim munu koma fram milli 20 og 30 hljóðfæraleikarar. Að sögn Þor- kels hafði Ashkenazy heitið því þegar við stofnun Kammer- sveitarinnar að annast eina tón- leika og þar eð hann hefur að undanförnu tekið sér frí frá tón- leikaferðum erlendis var ákveðið að nýta þann tíma hans. Ashkenazy var staddur á framan- greindum fundi með blaðamönn- um og var hann spurður nánar um verkin tvö sem hann leikur einleik I auk þess að stjórna Kammersveitinni. „Um Rondo Beethovens er það að segja,“ sagði Ashkenazy, „að það er upphaflega samið sem Iokaþáttur 2. píanókonserts Beet- hovens, þó að það sé tölusett með þessum hætti. Beethoven var hins vegar ekki nógu ánægður með þennan lokaþátt og samdi síðar nýjan, þann er nú er jafnan leik- inn en Rondó-ið hefur síðan verið leikið sem sjálfstætt verk. Nú, það er ósköp notalegt verk en auðvitað langt frá því að vera I tölu beztu verka Beethovens.“ Öðru máli kvað Ashkenazy gegna um píanókonsert Mozarts. „Hann er áreiðanlega meðal beztu verka Mozarts," sagði hann. „Ég á þá ekki við að hann sé meðal mikilfenglegustu planókonserta hans, því að það má ef til vill finna 2 eða 3 konserta sem maður getur kallað viðameiri, en að upp- byggingu og þema er þessi kon- sert að mínum dómi meðal hinna beztu, I alla staði hugljómuð tón- smíð.“ Ashkenazy leggur I næstu viku af stað I þriggja vikna hljómleika- ferð, og er ferðinni heitið til Kenya og S-Afríku en til þeirrar heimsálfu hefur Ashkenazy ekki komið áður. Einnig mun hann leika I London og I Brasilíu I þessari sömu ferð en koma að því búnu aftur hingað til lands, og dveljast hér á heimili sínu yfir hátlðarnar og fram I janúar. En svo vikið sé aftur að Kammersveit Reykjavíkur þá er ýmislegt fleira hnýsilegt á verk- efnaskrá hennar fyrir veturinn en ráðgerðir eru þfennir reglu- legir tónleikar. Má þar t.d. nefna að um jólin mun hljómsveitin frumflytja verk sem aðalstjórn- andi hennar, Páll P. Pálsson, hef- ur samið sérstaklega fyrir sveit- ina. Reyndar frumflutti Kammer- sveitin einnig Islenzkt verk I fyrra, en það hafði Hafliði Hall- grímsson, sellóleikari, samið sér- staklega fyrir sveitina og um þessar mundir er norskt tónskáld að semja verk fyrir Kammersveit- ina og hefur hlotið til þess norrænan styrk. Þá hefur hljóm- sveitin einnig I hyggju að flytja hér á landi verk eftir það norrænt tónskáld sem kemur til með að hljóta næstu verðlaun Norður- landaráðs, enda er verkefnaval Kammersveitar Reykjavíkur að miklu leyti við það miðað að flytja Islenzkum tónlistarunnendum nýja tónlist og er þá bæði átt við nútímaverk og eldri tónlist sem ekki hefur áður heyrzt hér á landi. Loks er að geta þess, að hafnar eru æfingar á Sögunni af dátan- um eftir Igor Stravinski sem Leikfélag Reykjavíkur mun færa á svið og Kammersveitin mun annast tónlistina. Áskriftarkort að sunnudagstón- leikunum fernum kosta 1800 krónur en 1200 kr. fyrir börn og skólanemendur. Er hægt að fá þá 1 Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og einnig á fyrstu tón- leikunum. — Virðisauka- skattur Framhald af bls. 3 kosti og galla. Því þarf vandlegrar Ihugunar við, hvort I stað þess að taka upp virðisaukaskatt sé mögu- legt að ná einhverjum kostum hans með því að sníða verstu agnúana af núverandi söluskatts- kerfi. Hitt verður einnig að vera ljóst, að þær undanþágur frá skattskyldu, sem nú eru I sölu- skattskerfinu, eru nánast óhugs- andi I virðisaukaskatti. Þegar af- staða er tekin til þess, hvort taka eigi upp virðisaukaskatt I stað söluskatts, þarf því m.a. að svara þeirri grundvallarspurningu, hvort vilji sé fyrir hendi til þess að hverfa að mestu frá undan- þágum, sem nú gilda um sölu- skattinn.“ — Flugslys Framhald af bls. 1 rakst á nokkra vinnuskúra er hún hrapaði, og brak úr henni þeyttist langar leiðir, en ekki er vitað til að umtalsvert tjón hafi orðið þar sem vélin kom niður. Björgunar- sveitir og slökkvilið þustu á vett- vang, en eldur gaus upp I vélinni er hún skall á jörðina. Tókst slökkviliðsmönnunum að slökkva eldinn með undrahraða að sögn og bjarga fjölda manns lifandi út úr flakinu. Að minnsta kosti tíu þeirra létust af meiðslum sínum nokkru síðar. — Juan Carlos Framhald af bls. 1 Francos hefði versnað enn. Juan Carlos fær ekki formlega konungsnafnbót fyrr en að Franco látnum. Ekki var vitað hvort Franco hefði undirritað skjal sem staðfesti útnefn- inguna en heimildir Reuters töldu að ekki væri þörf á slíku. Juan Carlos hefur verið krónprins Spánar að kjöri Francos sfðustu sjö ár og hefur einu sinni áður gegnt þjóðhöfðingjaembætti um tfma vegna veikinda hershöfð- ingjans. Lfðan Francos versnaði enn f dag, eftir að Iftilsháttar hafði dregið úr þjáningum hans f morgun, en þá hafði hann matarlyst og drakk mjólk, að sögn lækna. Hins vegar er starfsemi hjartans f afturför og maginn er tekinn að þrútna mjög og læknar telja að útlitið verði æ alvarlegra. Þeir hafa sagt að fæstir á Francos aldri hefðu lifað af þau áföll sem Franco hefur orðið fyrir að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.