Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1975
13
Guðmundur H. Garðarsson:
Ekkert eitt mál hefur tekið
meiri tlma af þingstörfum en
frumvarp Gylfa Þ. Gislasonar
um nýjar reglur um skipan
framkvæmdastjórnar Fram-
kvæmdastofnunar rikisins. I
þessum umræðum kom fram
ný rödd, sem taldi hallað á
útgerð og fiskvinnslu i
Reykjavik, miðað við þróun I
sjávarútvegi annars staðar á
landinu. Ræða Guðmundar
H. Garðarssonar, þingmanns
Reykjavikur fer hér á eftir.
HNIGNUN í SJÁVAR
ÚTVEGI OG FISKIÐNAÐI
f REYKJAVlK
Fyrr í þessari umræðu, komst
hæstvirtur dómsmálaráðherra svo
að orði, að Framkvæmdastofnun
rikisins hefði með starfsemi sinni
styrkt mjög hinar dreifðu byggðir.
Það er að sjálfsögðu mjög ánægju-
legt, út af fyrir sig, að viðleitnin
hefur haft, jákvæð áhrif, víða um
land. En þvi miður hefur þróun
þessara mála ekki verið jafnánægju-
leg i Reykjavik, og á Reykjanes-
svæðinu, hvað viðkemur atvinnu-
greinum, sem fengið hafa forgangs-
afgreiðslu hjá Framkvæmdastofnun
ríkisins, og á ég hér einkum við
sjávarútveg og fiskiðnað
Sú raunalega staðreynd blasir við
i þróun þessara atvinnugreina
siðustu árin, að á sama tima sem
sjávarútvegur og fiskiðnaður
almennt stóreflist víðs vegar um
landið, hnignar þeim verulega á
Suðvesturlandi og þá alveg sérstak-
lega í Reykjavik og á Reykjanesi. Á
þessu svæði á sér ekki stað sam-
bærileg endurnýjun fiskiskipa, véla
eða tækja í fiskiðnaði, eða i endur-
nýjun og uppbyggingu hraðfrysti-
húsa og vinnslustöðva sem annars
staðar. Ástæðna þessa er m.a. og
alveg sérstaklega að minu mati, að
leita i þeim lögum og reglum, sem
gilda um Framkvæmdastofnun rikis-
ins, um Byggðasjóð og hinni
almennu útlánastefnu opinberra
sjóða gagnvart Reykjavik og Suð-
vesturlandssvæðinu i heitd.
Staðreynd er að vegna fjárvöntunar
er mikil hnignun i sjávarútvegi og
fiskiðnaði I Reykjavik. Er ástandið að
verða svo alvarlegt gagnvart fisk-
iðnaðinum I höfuðborginni, að óum-
flýjanlegt er, að stefna opinberra
aðila, sjóða og stofnana, verði ger-
breytt þannig, að Reykjavlk verði
ekki afskipt, svo sem átt hefur sér
stað siðustu árin. Meðan rikjandi
fyrirkomulag helzt, varðandi hlut-
verk og starfrækslu Framkvæmda-
stofnunar rikisins og þeirra sjóða, er
heyra undir hana, er nauðsynlegt,
að þessir aðilar komi strax til
skjalanna og stuðli að eflingu sjávar-
útvegs og fiskiðnaðar í Reykjavík,
sem og annarra atvinnugreina, á
sambærilegan hátt og átt hefur sér
stað annars staðar á landinu Þess
vegna er brýnt að rætt sé um endur-
skipulagningu Framkvæmdastofn-
unar ríkisins og þeirra sjóða, sem
heyra undir hana I nýju Ijósi. Einnig
ber að hafa I huga þegar rætt er um
þessa endurskipulagningu, að
Byggðasjóður hefur fengið aukið
fjárhagslegt svigrúm við það, að 2%
Guðmundur H. Garðarsson
alþingismaður.
af útgjaldaáætlun fjárlaga er áætlað
til hans. Við það styrkist fjárhags-
staða sjóðsins verulega og þar af
leiðandi eykst svigrúmið til útlána,
til atvinnuvega á Suðvesturlandi og
er ég þá sérstaklega með Reykjavik í
huga Með visan til þess, sem ég hef
þegar sagt, vil ég rekja nokkuð hvert
er hlutverk Framkvæmdastofnunar
rikisins samkvæmt núgildandi lög-
um þ.e.a.s. þá hlið, sem snýr að
fjármagninu og einnig framkvæmd
þeirra mála gagnvart Reykjavik, frá
1972 til dagsins I dag í 3. gr. 1.
um Framkvæmdastofnunina segir
m.a., að hún fari með stjórn
Framkvæmdasjóðs íslands og
einnig að hún fari með stjórn
Byggðasjóðs. í 12 gr sömu laga
segir:
MISMUNAÐ INNAN
RAMMA FORGANGS-
VERKEFNA
..Lánadeild vinnur að því að sam-
ræma útlán allra opinberra
stofnlánasjóða, og að skipuleggja
fjármagnsöflun til framkvæmda,
með sérstöku tilliti til þeirra fram-
kvæmda, sem forgang þurfa að hafa
samkvæmt átælun stofnunarinnar."
Siðan segir í sömu gfein: „Stjórn
stofnunarinnar getur að fengnu
samþykki rikisstjórnarinnar og í
samráði við banka og stærstu fjár-
festingarsjóði sett almennar reglur
um, hvers konar framkvæmdir skulu
hafa forgang umfram aðrar. Skulu
þá lánastofnanir og opinberir sjóðir
haga lánveitingum I samræmi við
það."
Hæstvirtur 1. þingmaður Sunn-
lendinga sagði eitthvað á þá leið fyrr
i þessari umræðu að Byggðasjóður
hefði víða bjargað atvinnumálum úti
á landi Þessi ummæli munu örugg-
lega vera hárrétt hvað lands-
byggðina áhrærir. Reikningar
Byggðasj , reikningar Fiskveiðasj ís-
lands og fleiri opinberra sjóða tima-
bilið 1972—1974 bera því glöggt
vitni. Enn fremur fer ekkert á milli
mála, að sjávarútvegur og fiskiðn-
aður voru forgangsverkefni hjá
Framkvæmdastofnun rikisins um-
rætt timabil og er svo enn. Hefur
uppbyggingin úti á landi verið I fullu
samræmi við það Það skal viður-
kennt. En þvi miður er óhjákvæmi-
legt að vekja athygli á þeirri
staðreynd að hinum ýmsu byggðar-
lögum hefur verið mjög mismunað
innan ramma forgangsverkefna Eru
hér sérstaklega höfð i huga útlán
opinberra sjóða til sjávarútvegs og
fiskiðnaðar umrætt tímabil, þ.e.a.s.
á árunum 1972-—1974. Reykjavtk
var um langt árabil aðalútgerðarbær
landsmanna. Þar var vagga
islenzkrar togaraútgerðar, blómleg
útgerð og mikil fiskvinnsla án þess
að hallað væri á aðra útgerðarbæi i
landinu. Nú bregður svo við, að
útgerð og fiskiðnaði hnignar mjög i
Reykjavtk. Hefur þessi þróun verið
sérstaklega áberandi siðustu árin
Skýringanna er m.a. að leita i þvi,
að fyrirtæki í sjávarútvegi og fisk-
iðnaði i Reykjavik hafa verið i algeru
fjárhagslegu svelti af hálfu opin-
berra sjóða, sem stafar m a. af rang-
látri löggjöf, sem gerir ráð fyrir mis-
munun i úthlutun eftir byggðarlög-
úm, þótt um sambærilega atvinnu-
starfsemi sé að ræða Hefur þessi
stefna dregið úr athafnahvöt og
möguleikum manna á sviði sjávarút-
vegs og fiskiðnaðar á Reykjavikur-
svæðinu og kemur þetta fram I mikl-
um samdrætti I frystingu sjávar-
afurða. Góð og vel útbúin hraðfrysti-
hús standa verkefnalaus eða verk-
efnalitil mánuðum saman og endur-
uppbygging eldri vinnslustöðva
gengur mjög hægt öllum til tjóns
Opinberir sjóðir eru reykvískum fyr-
irtækjum svo til lokaðir og fyrir-
greiðslan af þeirra hálfu til fyrirtækis
I sjávarútvegi og fiskiðnaði I Reykja-
vik er I engu samræmi við framlag
Framhald á bls. 26
Rétta þarf hlut útgerðar
og fiskvinnslu í Reykjavík
Einstakt tækifæri
Bókatilboð bókaklúbbs
<á
Nýir félagar í Bókaklúbbi AB geta valið sér
eina af þessum bókum fyrir aðeins 100
Kaupið bækur á betra verði
,v ut pótvxf**
1. 1 fylgd með Jesú
Leiðsögn um Nýja testamentið í móli og myndum. 180
myndir. Falleg bók í stóru broti. Ætti að vera til ó hverju
heimili. (Venjulegt verð: kr. 1.080.—).
2. Þorsteinn Gíslason — Skáldskapur og stjórnmál
Ljóðaúrval, safn ritgerða, þættir úr stjórnmálasögu ís-
lands, æviágrip Þorsteins, o.fl. í samantekt Hagalíns.
(Venjulegt verð: kr. 1.080.—).
3. Frásagnir um ísland, Niels Horrebow
Ein merkilegasta heimild um Island, eins og háttað var
hérlendis fyrir tveimur öldum. Bókin kom fyrst út 1752.
(Venjulegt verð: kr. 1.080.—).
4. Höfuðpaurinn, William Golding
Framtíðarskáldsaga af bestu gerð: skóladrengir berast
undan tortímandi atómstyrjöld upp á óbyggða eyju í
Kyrrahafi. (Venjulegt verð: kr. 720.—)
5. Hjartað í borði, Agnar Þórðarson
I þessari skáldsögu gefur Agnar meira í skyn en sagt er
með berum orðum á þann hátt, sem honum einum er
lagiðl (Venjulegt verð: kr. 720.—)
Veljið eina af þessum bókum — og gefið
val yðar til kynna á umsókn yðar í Bóka-
klúbb AB.
Þetta sérstaka tilboð er aðeins ætlað
nýjum félögum. Nýir félagar tryggja
öllum félögum Bókaklúbbs AB áframhald-
andi vildarkjör á bókum klúbbsins, sem
eru betri en yfirleitt gerist á almennum
bókamarkaði.
Ath. Tilboð þetta stendur á meðan upplag
tilboðsbókanna endist, — og því miður
ekki lengur en til 15. nóvember.
Bókaklúbbur AB var stofnaður með 'það fyrir
augum, að hægt sé að gefa félögum klúbbsins
kost á fjölbreyttu úrvali bóka á betra verði en
yfirleitt gerist á almennum bókamarkaði.
Félagar geta allir orðið, hafi þeir náð lögræðis-
aldri. Rétt til kaupa á bókum klúbbsins eiga
aðeins skráðir félagar Bókaklúbbs AB.
Bókaklúbbur AB mun gefa út 6—8 bækur ár-
lega. Félagsbækurnar munu koma út með eins
eða tveggja mánaða millibili.
Um það bil einum mánuði áður en hver félagsbók
kemur út verður félögum Bókaklúbbs AB sent
Fréttabréf AB. þdr sem bókin og höfundur hennar
verður kynntur, greint frá verði bókarinnar, stærð
hennar, o.fl.
Félagar Bókaklúbbs AB eru ekki skyldugir að
kaupa neina sérstaka bók. Félagar geta afþakkað
félagsbækur með því að senda Bókaklúbbi AB
sérstakan svarseðil, sem prentaður verður í
hverju fréttabréfi AB.
Félagar Bókaklúbbs AB geta valið sér aðra bók en
þá, sem boðin er hverju sinni f Fréttabréfi, og
aukabækur að vild sinni. Velja má bækurnar eftir
skrá, sem birt er l Fréttabréfinu. Þá geta félagar
keypt bækur til viðbótar samkvæmt sértilboði,
sem veitt verður öðru hvoru.
Ef bók er afþökkuð, eða önnur valin l hennar
stað, eða aukabækur pantaðar, þarf fyrrnefndur
svarseðill að hafa borizt Bókaklúbbi AB fyrir
tilskilinn tlma. Að öðrum kosti verður litið svo á,
að félaginn óski að eignast þá félagsbók, sem
kynnt er f Fréttabréfinu. Félagsbókin verður þá
send ásamt póstgíróseðli. Félaginn endursendir
síðan póstgíróseðilinn ásamt greiðslu í næsta
pósthús eða bankastofnun.
Sú eina skylda er lögð á herðar nýrra félaga
Bókaklúbbs AB að þeir kaupi einhverjar 4 bækur
fyrstu18 mánuðina, sem þeir eru félagar. Félags-
gjöld eru engin. Áskriftargjald Fréttabréfsins er
ekkert.
Félagar Bókaklúbbs AB geta sagt upp félagsrétt-
indum sfnum með þvf að segja sig skriflega úr
klúbbnum með eins mánaðar fyrirvara. Sami
uppsagnarfrestur gildir fyrir nýja félaga, en þó
aðeins að þeir hafi lokið kaupum á fjórum bókum
innan átján mánaða.
Félagar í Bókaklúbbi AB fó:
★ Fréttabréf um nýjar bækur
★ 6—8 vandaðar bækur á áii
★ Félagsréttindi án félagsgjalda
jr Bækur póstsendar sér að
kostnaðarlausu
★ Frjáls val bóka á lágu verði
★ Bækur í góðu og vönduðu bandi
.__ Eg vilverameö _____
Umsókn nýrrafélaga
Vinsamlega skráið mig f Bókaklúbb AB.
Ég hef kynnt mér félagsreglurnar og geri mér grein
fyrir kvöðum nýrra félaga um kaup á bókum.
Nafn
Heimilisfang
Nafnnúmer
Ég vel rnér bók nr.
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ
Austurstræti 1 8, Reykjavík Pósthólf 9 Símar 1 9707 & 1 6997