Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 33
i MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÖBER 1975 33 fclk í fréttum Q Ljósm. Knud Nielsen. Dönsk böm leika sér í útsýnisturni Oðins + Það ríkti mikil gleði á barnaleikvelli einum f Árósum fyrir skömmu, þegar þangað var komið með útsýnisturn af frægum varðbáti íslenzk- um og hann settur upp fyrir börnin að leika sér f. Þetta er útsýnisturn- inn af varðskipinu Óðni, en að undanförnu hafa verið gerðar á skipinu miklar endurbætur í Arhus Flydedok. Nýr út- sýnisturn var m.a. settur upp og dönsku börnin fengu þann gamla á leik- völlinn. + Sinfónfuhljómsveitin f Vfnarborg var fyrir nokkru á ferð um Japan og við heimkom- una til Austurrfkis kom á dag- inn að hin fyrirferðarmiklu hljóðfæri höfðu ekki eingöngu að geyma tónlist. Stærstu hljóð- færin voru full af áfengi, tóbaki, myndavélum, útvarps- tækjum, já og jafnvel plötuspil- urum. + Hin gamla stjarna kvikmynd- anna, Gary Grant, keypti sér nýjan bfl fyrir skömmu sfðan, CadiIIac að þessu sinni. Það fyrsta sem hann gerði þcgar hann hafði ekið bifreiðinni inn f bflskúrinn heima hjá sér var að skrúfa af bflnum öll merki. — Ég er búinn að greiða fullt verð fyrir gripinn, sagði Grant. — Þvf skyldi ég þá vera að auglýsa fyrir fyrirtæki sem mér koma ekkert við. Ég nenni hreinlega ekki að aka um með auglýsingar í bak og fyrir. + Það hafði nýlega verið ráðist á nábúann svo Jake Westlings frá Sydney f Ástralfu tók enga áhættu þegar hann hugðist skreppa út á lífið með strák- unum eitt kvöldið. Hann gaf konu sinni nákvæm fyrirmæli um að lemja hvern þann f haus- inn með tómri flösku, sem hringdi að dyrum eftir venju- legan háttatfma. Þegar Jake svo skreiddist heim í morgun- sárið komst hann að þvf að hann hafði týnt lyklunum sfnum. Hann hringdi dyrabjöll- unni og sfðan ekki söguna meir. Aumingja Jake vissi ekki af sér fyrr en hann vaknaði á sjúkrahúsinu daginn eftir með 14 spor f enninu. BO'BB & BO 3S3-<f^y SBfcrAOblO mm Jölin nálgast Munið að senda gjafirnar tímalega til kunningja og viðskiptavina erlendis. Barnaruggustólar fyrir 5—10 ára börn Barnastólar fyrir 1 —3ja ára börn Ennfremur kollar, bakstólar með fléttaðri setu Ódýrir kókosdreglar OPIÐ TIL 10 © Vörumarkaðurinn h 1. j Ármúla 1A. Húspagna- og heimilisd. S-S6-112 I Matvörudeiki S-U-111, Vefnaðarv d S I6 113 a í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.