Morgunblaðið - 31.10.1975, Page 17

Morgunblaðið - 31.10.1975, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1975 17 Skoti vill skerða íslenzka síldveiði London, 30. október. AP. ÞINGMAÐUR úr flokki skozkra þjóðernissinna, Douglas Hender- son, hvatti til þess f dag að i nýjum fiskveiðisamningi Is- lendinga og Breta yrði gert ráð fyrir endurskoðun fiskveiðirétt- inda undan ströndum Skotlands. Hann sagði að í viðræðum um nýjan samning yrði að nota sem vopn þann rétt sem Islendingar hefðu til að veiða 22.000 lestir af síld á Norðursjó og undan vestur- strönd Skotlands. Henderson kvartaði undan því að Islendingar vildu einir veiða innan 200 mílna frá ströndum sínum en á sama tima hefðu þeir heimild til að veiða síld upp að 12 mílna mörkunum við Skotland. Hann sagði að hann ætlaði að skrifa Roy Hattersley aðstoðar- utanríkisráðherra bréf með áskorun sinni. Henderson er þing- maður East Aberdeenshire þar sem fiskveiðar eru mikið stund- aðar og er leiðtogi þingflokks skozkra þjóðernissinna. Sprenging rétt við sendiráð London, 30. október. Lögreglan telur að írskir lýð- ÁTJÁN slösuðust, þar af sjö veldissinnar hafi staðið að alvarlega, f sprengingu f ítölsku veitingahúsi f Mayfair-hverfi f London f gærkvöldi. Skammt þar frá eru mörg erlend sendiráð, þar á meðal það bandarfska. 15 ungmenni létust í Mexico Mexicoborg 30. okt. Reuter. FIMMTÁN stúdentar, flestir stúlkur, létust þegar farþegabif- reið rakst á vörubíl 120 km vestur af Mexicoborg í morgun. Stúlk- urnar voru í skólaferðalagi. Lög- reglan segir, að átján nemendur hafi slasazt, sumir alvarlega. von Thadden hættir í NPD Bonn, 30. október. Reuter. ADOLF von Thadden hefur sagt sig úr Þjóðlega lýðræðis- flokknum, NPD, sem stendur lengst til hægri í vestur- þýzkum stjórnmálum, og jafn- framt hætt virkum stjórnmála- afskiptum. Með þessu vill hann mót- mæla því að Gerhard Frey, út- gefandi blaðs þjóðernissinna í Múnchen, hefur verið kosinn í framkvæmdastjórn flokksins. Von Thadden er i hinum ,,hófsama“ armi flokksins og telur Frey of mikinn öfgasinna að sögn stjórnmálafréttaritara. Von Thadden er stofnandi NPD og var helzti leiðtogi flokksins á velgengnisárum hans 1966 til 1969 þegar flokkurinn átti fulltrúa á fimm fylgisþingum. Hægirsinnar boluðu von Thadden úr flokksforystunni fyrir fjórum árum og síðan hefur hann haft lítil sem engin áhrif. sprengingunni og setja hana í samband við mikla öldu hryðju- verka, sem hafa orðið níu mönnum að bana í London á síð- ustu tveimur mánuðum. Tugir annarra hafa slasazt. Skömmu fyrir sprenginguna handtók lögreglan fjóra karla og fjórar konur sem eru grunuð um að hafa verið viðriðin fyrri sprengingar. Nokkur þeirra voru írsk og einn þeirra var sagður standa í tengslum við írska lýð- veldisherinn. (IRA). Margir telja að á bak við síðustu sprengjuárásirnar í London standi hópur óánægðra manna úr IRA. Þeir munu berjast gegn vopnahlénu, sem lýðveldisherinn fyrirskipaði í febrúar. Gríska oliuskipið Kriti Sun, sem er um 125 þús. tonn að stærð, varð fyrir eldingu við Jurong skammt fyrir utan Singapore í fyrradag og skemmdist svo mikið að það sökk á fáeinum klukkutímum. Andstæðar ályktanir um Kóreu samþykktar New York, 30. okt. Reuter. STJÓRNMÁLANEFND Alls- herjarþingsins hefur samþykkt tvær andstæðar ályktanir um Kóreu, aðra frá vesturveldunum, hina frá austurveldunum. Það eina sem þær eiga sameiginlegt er að í þeim báðum er hvatt til Fyrirspurn um landhelgina á þess að herlið SÞ í Kóreu verði leyst upp. Vesturveldin leggja til að gerðar verði ráðstafanir til að varðveita vopnahléð svo unnt verði að leggja niður herliðið í janúar. Kommúnistar leggja til að í staðinn fyrir vopnahléð verði teknar upp viðræður milli Banda- rfkjanna og Norður-Kóreu. Bandaríkin og 27 önnur vestræn ríki stóðu að fyrri tillög- unni sem var samþykkt með 59 atkvæðum gegn 51 en 29 sátu hjá. Ályktun kommúnistaríkjanna var samþykkt með 51 atkvæði gegn 38 en 50 sátu hjá. Gert er ráð fyrir þvi að reynt verði að ná samkomulagi um málamiðlun áður en tillögurnar verða lagðar fyrir Allsherjar- þingið í næsta mánuði. Vesturveldin hvetja Norður- og Suður-Kóreu til að halda áfram viðræðum i þeim tilgangi að flýta fyrir friðsamlegri sameiningu. Þau láta einnig í ljós von um að viðræður fari fram um nýtt fyrir- komulag í staðinn fyrir vopna- hléssamninginn í þeim tilgangi að draga úr spennu og tryggja varan- legan frið. Kommúnistaríkin hvetja til brottflutnings allra erlendra her- sveita sem eru í Suður-Kóreu undir fána SÞ, friðarsamnings Bandaríkjanna og Norður-Kóreu og raunhæfra ráðstafana til að binda enda á vígbúnað og fækka herjum. brezka þinginu Formaðurinn Einkaskeyti til Mbl. London, 30. október. AP. FISKVEIÐIDEILU Islend- inga og Breta bar enn á góma í Neðri málstofunni í dag en stjórnin sagði að ekkert nýtt hefði gerzt. Patrick Wall, þingmað- ur íhaldsflokksins frá Haltemprice, sem er skammt frá Hull, spurði hvaða fyrirspurnir land- búnaðar- og fiskveiðiráð- herra hefði fengið frá brezkum sjávarútvegi vegna útfærslu íslenzku fiskveiðilögsögunnar. Edward Bishop, aðstoð- arráðherra úr landbúnað- ar- og fiskveiðiráðuneyti, sagði í skriflegu svari: ,,Ég get engu bætt við svar sem hæstvirtur þingmaður fékk við mjög svipaðri fyrirspurn sem hæstvirtur þingmaður bar fram 23. október.“ I svarinu 23. október, en þaö var frá ráðuneytisstjóra ráðupeyt- isins, Gavin Strang, sagði: „Við- ræður standa nú yfir við íslenzku rikisstjórnina um samninga um veiðar Breta við ísland þegar nú- verandi bráðabirgðasamningur rennur út 13. nóvember." hitti Schmidt Peking, 30. okt. Reuter. MAO Tse-tung ræddi f dag við Helmut Schmidt, kanslara Vest- ur-Þýzkalands. Schmidt átti að ræða við Teng Hsiao-ping aðstoðarforsætisráð- herra, en þeim fundi var frestað á síðustu stundu og f þess stað var kanslaranum ekið til bústaðar Maos. Schmidt hefur útskýrt afstöðu Vestur-Þjóðverja til friðsamlegr- ar sambúðar f ræðu í veizlu sem Kínverjar héldu honum. Hann sagði að Þjóðverjar vildu stuðla að jákvæðara andrúmslofti { Evrópu og stuðla að verndun öryggishagsmuna allra þjóða. Teng aðstoðarforsætisráðherra gagnrýndi aftur á móti Rússa í sinni ræðu, en án þess að nefna þá. Hann sagði að á sama tíma og Rússar töluðu um að slaka á spennu ykju þeir styrjaldarundir- búning meir en nokkur önnur þjóð. Leyfilegt að bjarga fólki úr ánni Spree Austur-Berlin, 30. október, Reuter. YFIRVÖLD í Austur-Þýzkalandi og Vestur-Berlfn hafa gert með sér samning um að afstýra því að fólk drukkni f ánni Spree á milli hinna tveggja hluta Berlfnar. Samningurinn heimilar yfir- völdum f Vestur-Berlín að bjarga fólki sem dettur f ána þótt bjarga verði þvf f austurþýzkri lögsögu. Viðræður um samninginn hafa staðið yfir síðan í júni 1973 og þar til nú hafa þær alltaf strandað á ágreiningi um stöðu markanna milli borgarhlutanna. Austur- Þjóðverjar telja þau landamæri ríkja en yfirvöld i Vestur-Berlin líta á þau sem borgarmörk. Mikill hiti komst i málið í maí þegar fimm ára gamall tyrknesk- ur drengur drukknaði í Spree. Hann var fjórða barnið sem drukknað hafði í ánni á þremur árum. Lögregla Vestur-Berlínar sagði að varðbátur kommúnista hefði komið i veg fyrir tilraun hennar til að bjarga drengnum. Austur- Þjóðverjar sögðu að yfirvöld í Vestur-Berlín hefðu að engu haft tillögur sínar um að afstýra slys- um. Hætta þeir að veiða í bræðslu? Árósum, 30. október. NTB DANIR verða sennilega að hætt að veiða i bræðslu að nokkru eð öllu leyti að sögn danskra ú1 gerðarmanna í dag. Ástæðan er sögð sú, að all bendir til þess, að 200 rnílna efn; hagslögsaga strandríkja verói a menn og viðurkennd regla inna skamms. Auk þess muri Norðaus ur-Atlantshafs-fiskveiðinefndin fjalla um ýmsar takmarkanir veiðum fisks til venjulegra neyzlu á fundi i London i næst mánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.