Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 40
ai<;lysin<;asimi\n er.
22480
au<;lVsin<;asími\n er:
22480
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1975
Miöl og lýsi stígnr
Ekki ástæða til of mikillar bjartsýni
VERÐ á mjöli og lýsi hefur
stigið nokkuð sfðustu daga
á heimsmarkaði. Hver
proteineining af mjöli
hefur hækkað um allt að 50
cent, en þó mun einhver
afturkippur hafa orðið á
verðinu í gær, en verð-
sveiflur eru mjög algengar
á mörkuðum þar sem dag-
prísar ráða. Hvert tonn af
lýsi hefur hækkað um rösk-
lega 30 dollara. Þrátt fyrir
þessar hækkanir, vara fs-
12 ára stúlka
lífshættulega
slösuð eftir
umferðarslys
ALVARLEGT umferðar-
slys varð á Nesvegi gegnt
Tjarnarbóli skömmu fyrir
klukkan 8 í gærmorgun.
Tæplega 12 ára gömul
stúlka varð fyrir Bronco-
jeppa og hlaut hún alvar-
leg höfuðmeiðsli og liggur
nú lffshættulega slösuð á
gjörgæzludeild Borgar-
sjúkrahússins. Hemlaför
jeppans voru mjög löng, en
smávegis hálka mun hafa
verið þegar slysið varð.
Ökumaðurinn var 17 ára
gamall og hafði fengið cku-
skfrteini fyrir aðeins
hálfum mánuði.
Nánari atvik voru þau, að
stúlkan var á leið í skóla. Fór hún
á reiðhjóli frá heimili sínu við
Tjarnarból og beygði vestur Nes-
veg. Broncobifreiðin ók vestur
Nesveginn og eftir hetnlaförun
um að dæma virðist hún hafa
verið á allmikilli ferð. Skall bif
reiðin á stúlkunní og féll hún i
götuna. Var stúlkan strax flutt á
Borgarsjúkrahúsið til aðgerðar.
lenzkir mjöl- og lýsis-
seljendur menn við of mik-
illi bjartsýni.
Gunnar Petersen hjá
Bernhard Petersen h.f.
sagði í samtali við Morgun-
blaðið f gær, að tslend-
ingar hefðu sfðast selt
mjöl á 3.80 dollara protein-
eininguna, en í þessari
viku hefði verðið komist
upp í 4.30—4.50 dollara.
Enginn vissi hvort fram-
hald yrði á þessum
hækkunum, en fslenzkir
mjölframleiðendur hefðu
þegar selt nokkur þúsund
tonn fyrirfram á þessu
verði. Verðið myndi ráðast
af veiðum Perúmanna á
næstunni, en ansjósu-
veiðar þeirra hefðu svo til
algjörlega brugðizt fram
til þessa.
Kvað Gunnar Perúmenn hafa
beðið um afgreiðslufrest á mjöli
sem átti að koma til afgreiðslu f
nóvember og desember og mjöl-
kaupendur keyptu nú mjöl frá
öðrum löndum til að tryggja sér
mjöl í bili að minnsta kosti.
Pétur Pétursson hjá Lýsi h.f.
sagði, að ekkert lýsi væri til í
landinu um þessar mundir og að
sínu mati væri of snemmt að
hugsa um fyrirframsölur. Ekki
væri hægt að neita því, að lýsið
hefði hækkað í verði síðustu vik-
urnar. I september hefði hvert
lýsistonn farið niður fyrir 300
dollara f verði, en hefði sfðan
hækkað á ný upp í 330 dollara. En
það væri engin ástæða til að vera
með mikla bjartsýni. Feitefnis-
markaðurinn í heild hefði ekki
styrkzt.
Svæðamótið:
RibK og Liberzon
hafa forystu
I áttundu umferð svæðismóts-
ins f skák f gærkveldi urðu úrslit
þessi: Friðrik og Hamann gerðu
jafntefli f 25 leikjum, Ribli og
Liberzon gerðu jafntefli f 31 leik,
Jansa vann Björn Þorsteinsson f
39 leikjum, van den Broeck vann
Murray f 39 leikjum, Ostermayer
vann Laine f 33 leikjum,
Poutiainen vann Timman f 33
leikjum og Hartston vann Zwaig f
19 leikjum.
Efstu menn eru: Ribli og
Liberzon hafa forystu með 6 vinn-
inga. I þriðja sæti er Friðrik með
4,5 og biðskák, í fjórða sæti er
Parma með 4,5 vinninga í 5. sæti
er Hamann með 4 vinninga og
biðskák og síðan eru f 6. til 9. sæti
Poutiainen, Zwaig, Timman
Ostermayer og Jansa allir með 4
vinninga.
Nfunda umferð verður tefld í
kvöld. Þá tefla saman Ribli og
Framhald á bls. 24
Ljósm.: Oskar Sæmundsson
Það er yfirleitt nóg að gera á sjónum, og starfið oft á
tíðum tilbreytingarríkt. Myndin er tekin um borð í
rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni þegar verið var
við síldarrannsóknir fyrir skömmu.
Fjölmörg frystihús
halda áfram vinnslu
KOMIÐ hefur f Ijós, að mörg
þeirra fyrstihúsa, sem sagt var að
hætta myndu starfsemi um helg-
ina, gera það ekki og munu halda
áfram vinnslu svo lengi sem þau
geta. Forráðamenn húsannasegja
þó, að með þeim rekstrargrund-
velli, sem húsin búi við núna, sé
vart langt að bfða þess, að þau
verði að hætta starfsemi, en reynt
verði að klóra f bakkan eins lengi
og hægt er. Mörg frvstihúsanna
hafa þegar sagt sínu starfsfólki
upp og gerðu það um leið og fiski-
skipaflotinn stöðvaðist f sfðustu
viku. Þeir framkvæmdastjórar
þrátt fyrir fjárhagserfiðleikana
Innkalla 500 þúsund
gosdrykkjarflöskur
Fundizt hafa nokkrar flöskur mengaðar af þvottaefnum
FUNDIZT hafa þrjár flöskur af
gosdrykkjarframlciðslu fyrir-
tækisins Sanitas h.f., scm
mengaðar eru af þvottaefnum —
að þvf er Skúli Johnsen, borgar-
læknir, tjáði Mbl. f gær. Þessi
þvottaefni eru mjiig sterkur lút-
ur, sem getur valdið slæmum
skaða, ef fólk drekkur hann.
Skúli sagði að iúturinn hefði
fundizt á tveimur flöskum af
Pepsi Cola og einni flösku af
Seven-Up. Hefur borgarlæknis-
embættið f samráði við Sanitas
kallað inn alla framleiðslu verk-
smiðjunnar.
Skúli sagði að í allan gærdag
hefði verið reynt að finna,
hvort meiri brögð væru að
þessu og kvað hann hafa
verið farið í 50 verzlanir i
gær, en fyrsta flaskan, sem vart
varð við, fannst í Hafnarfiröi.
Hafa um 500 flöskur verið
opnaðar og ekkert fundizt athuga-
vert við þær. „En þetta er það
slæmt,“ sagði Skúli, „að við þor-
um ekki annað en láta innkalla
alla framleiðsluna. Það sem gerist
er auðvitað aðeins slysni. Fram-
leiðsluvörur Sanitas eru Pepsi,
Seven-Up, Mirinda, Póló og
sykurlaust appelsín. Hér er ein-
göngu um öryggisaðgerð að
ræða.“ Skúli sagði að liklegast
væri hér um að ræða þvottasóda,
sem flöskurnar væru þvegnar
upp úr. Hefur framleiðandinn
reynt allt til að komast að þvi
hvers vegna þessi ólyfjan er í
flöskunum, en erfitt hefur verið
að fá úr því skorið hver ástæðan
er. Skúli sagði að reynt yrði að
rekja slóð þessara sérstöku send-
inga, sem lúturinn hefði komið
fram í og kvað hann borgar-
læknisembættið mundu aðstoða
framleiðandann við rannsókn
málsins I dag.
Morgunblaðið hafði samband
við Sigurð Waage framkvæmda-
stjóra Sanitas í gærkvöldi og
spurði hann hver ástæðan væri
fyrir þessum mistökum.
Sigurður Waage sagði, að eitt-
hvað hefði komið fyrir, sem þeir
vissu ekki þessa stundina. Ein-
hver lútur hefði lent á nokkrum
flöskum á einhvern óskiljanlegan
Framhald á bls. 24
fyrstihúsa, sem Mbl. ræddi við f
gær, sögðu, að frystihúsin þyrftu
hærri afurðalán og að vaxta-
greiðslur væru að drepa rekstur-
inn. Samstarfsnefnd frystihúsa-
eigenda mun ganga á fund for-
sætisráðherra kl. 9.30 í dag og
skýra frá vandamálum frystihús-
anna.
— Við munum ekki loka okkar
húsi að svo komnu, sagði Sighvat-
ur Bjarnason, forstjóri Vinnslu-
stöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Þessa dagana reynum við að lifa
og gerum þangað til allsherjar-
stöðvun kemur á okkur, en von-
andi verður það aldrei.
Sighvatur sagði, að f höfuð-
atriðum væri hann sammála bréfi
því, sem stjórnvöldum var sent,
en í því hefði ekkert staðið um að
stöðva ætti frystihúsin. — En við
reynum að klóra í bakkann. Þetta
mál hefur verið rætt við bæjar-
stjórnina hérna, þvl ef frystihús-
in loka, þá gripur það fljótt inn í
atvinnulífið. Þá er ekki gott að
þurfa að segja upp fastráðnu
’ starfsfólki, ef það yrði gert er
óvíst að við komumst af stað
aftur.
Valdimar Indriðason, fram-
kvæmdastjóri Heimaskaga á
Akranesi, sagði, að þeir hefðu
sagt upp sínu starfsfólki strax og
fiskiskipaflotinn sigldi til hafnar
og að óbreyttu ástandi myndi
vinna leggjast niður í frystihús-
inu í nokkra daga á næstunni,
eingöngu vegna þess, að hráefni
vantaði. En um leið og fiskur bær-
ist að landi, yrði vinna hafin á ný.
— Við reynum að klóra í bakkann
eins og hægt er, en við rikjandi
aðstæður er ákaflega erfitt að
reka frystihús i þessum lands-
hluta. En ekkert er verra en at-
vinnuleysi.
Guðjón Ölafsson hjá Hraðfrysti-
húsi Ólafs Lárussonar í Keflavík
sagði, að þeir væru búnir að segja
öllu fólki upp og tækju uppsagnir
gildi annað kvöld. Höfuðástæðan
fyrir stöðvun frystihússins væru
gífurlegir vextir og óhentugar
fisktegundir. Frystihúsið hefði
ekkert hráefni eftir miðja næstu
viku, og eftir það hefðu þeir úr
engu að spila, því veðsetning á
fiskinum hrykki ekki fyrir vinnu-
launum og hráefni.
Einar Kristjánsson hjá Sjö-
stjörnunni í Njarðvíkum sagði, að
uppsagnir h''rðu tekið gildi hjá
þeim og bé væri að loka húsinu.
Bankarnir færu nú algjörlega
eftir þeim reglum, sem þeir
hefðu, en það hefðu þeir ekki gert
í mörg ár. Þessi ákvörðun bank-
anna og hinir háu vextir ásamt
óhagstæðum fisktegundum væru
ástæðan fyrir fjárhagsvanda
frystihússins.
Þá hafði Morgunblaðið sam-
band við Árna Jónsson i afurða-
lánadeild Landsbankans og
Framhald á bls. 24