Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKT0BER 1975 5 Sæmdir Fálkaorðu FORSETI Islands sæmdi í gær eftirtalda íslenzka ríkisborgara riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu: Arna Bjarnarson, formann Þjóð- ræknisfélags Akureyrar, fyrir störf að tengslum við Vestur- Islendinga. Frú Guðlaugu Narfadóttur, Akur- eyri, fyrir störf að bindindis- og félagsmálum. Guðlaug Þorvaldsson, rektor Háskóla Islands fyrir embættis- störf. Haligrím Dalberg ráðuneytis- stjóra, fyrir embættisstörf. Frú Ragnhildi Ingibergsdóttur yfirlækni, fyrir embættisstörf. Sigurð Sigurgeirsson, fv. formann Þjóðræknisfélags Islendinga, fyrir störf að tengslum við Vest- ur-íslendinga. Frú Sigurlaugu Arnadóttur, Hraunkoti í Lóni, Skaftafells- sýslu, fyrir störf að menningar- og félagsmálum. Frú Unni Ágústsdóttur, formann Thorvaldsensfélagsins, fyrir störf að líknar og félagsmálum. Valgarð Briem hæstaréttarlög- mann, fyrir störf að umferðar- málum. (Fréttatilkynning) Kínverjarnir komnir heim KlNVERSKA fréttastofan Hsinhua skýrði frá því í Peking á laugardag að Tientsin- fimleikaflokkurinn, sem hér var á ferð nýlega, hefði komið flug- leiðis til borgarinnar um hádegið þann dag. Auk Islands heimsótti flokkur- inn Finnland, Svíþjóð, Danmörku og Noreg, og voru fulltrúar sendi- ráða þeirra ríkja á flugvellinum til að taka á móti hópnum auk kínverskra frammámanna. Umræður á leiksýn- ingum LR EFTIR sýningu á Fjölskyldunni hjá Leikfélagi Reykjavíkur í kvöld, er gert ráð fyrir þvi að stofnað verði til umræðna um leikritið og boðskap þess. Fyrir umræðum standa nemendur á félagsfræðisviði I Menntaskólan- um við Hamrahlið. Leikstjóri og leikarar munu taka þátt í þessum umræðum. A sunnudagskvöld verður siðan umræða um boðskap leikritsins Saumastofan og stendur fram- kvæmdanefnd kvennafris fyrir umræðum um leikritið að lokinni sýningu. Er þetta 3. sýning leik- ritsins og hafa konur keypt alla miðana á sýninguna fyrir sig og gesti sína. Eins og kunnugt er f jallar leik- ritið Fjölskyldan um vandamál drykkjumanns og áhrif alkohólismans á fjölskylduna. Saumastofan fjallar um þá umræðu, sem efst hefur verið á baugi á kvennaári, misrétti kynja og baráttuna fyrir jafnrétti. Bókauppboð Klausturhóla GUÐMUNDUR Axelsson list- munasali í Klausturhólum hélt bókauppboð um sfðustu helgi. Fjölmenni var á uppboðinu og vel boðið. Hæst verð fékkst fyrir þrjú hefti af „Lítið ungmannsgaman", gefið út 1851—’57, rúmlega 50 þúsund krónur með söluskatti. Mörg númer fóru á þetta 20—40 þúsund krónur, auk söluskatts en eins og gengur fóru einstaka númer ódýrt. Til dæmis fór Iðunn, Nýr flokkur, 1—20. árgangur, á 16 þúsund krónur. i^Í^ÍÍ! Opið til kl. 7 í kvöld og til hádegis á morgun TÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a SIMI FA SKIPTIBOPÐI 2S155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.