Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1975
37
VELVAKAIMDI
Velvakandi svarar i sima 10-100
kl. 14— 1 5, frá mánudegi til föstu-
dags.
0 Hugleiðing
til hinnar
heilögu þrenn-
ingar skólayfir-
valda á Eski-
firði
Þetta er yfirskrift Regínu Thor-
arensen á Eskifirði, sem skrifar á
þessa leið:
„Svargrein skólayfirvalda á
Eskifirði við gagnrýni, sem fram
hefur komið á störf þeirra er afar
sakleysisleg hjá hinni heilögu
þrenningu og allir, sem þar hafa
skrifað nöfn sín undir þykjast lik-
lega vera búnir að þvo hendur
sinar eins og Pílatus.
Ég vil þá svara Sigriði Kristins-
dóttur fyrst, því að hún er aldurs-
forseti skólans hér og gæti verið
móðir kvennanna og amma skóla-
systkina sinna. Ég ætla aðeins að
kynna Sigriði lesendum Mbl. Hún
er 52 ára, dugnaðarkona, og hefur
ekki alltaf farið troðnar slóðir,
sem betur fer. En Sigriður er
fram úr hófi fljótfær og trúir
engu, nema hún reki sig á það
sjálf. Fyrir nokkrum árum keypti
hún sér 50 tonna bát og ætlaði að
sýna alþjóð það í verki, að það
væri stórgróði á þvi að gera út.
Eftir stuttan tima fannst henni,
að það væri of dýrt fyrir sína
útgerð að borga manni fyrir að sjá
um bókhaldið, þvi að útgerðin
gekk hálfilla. Sigríður vatt þá
sínu kvæði í kross, seldi bátinn og
ákvað að fara i gagnfræðaskólann
hér um s.l. áramót til að læra
reikning og bókfærslu.
Nú vil ég spyrja Sigríði nokk-
urra spurninga:
1. Hver bað þig að láta nemend-
ur gagnfræðaskólans skrifa und-
ir?
2. Hve margir vildu ekki skrifa
undir?
3. Hve margir foreldrar
hringdu til þín og báðu þig að
strika nöfn barna sinna út?
4. Skipaðir þú börnunum að
skrifa undir eða baðstu þau að
gera það?
5. Varstu með mikinn áróður
við nemendur út af grein minni í
Mbl. 2. okt. s.l.?
mikið talað um, að unga fólkið úti
á landsbyggðinni komi ekki heim
aftur að loknu framhaldsskóla-
námi. Ég spyr: Þarf nokkur að
vera hissa á þvl ef vfða er beitt
annarri eins valdaníðslu og þið
gerðuð I ykkar veitingu? Er það
efst I huga ykkar og fast ákveðið
að veita einungis réttindalausu
fólki kennarastöður við barna- og
gagnfræðaskólann hér? Það
mætti vel segja mér, að það væri
íslandsmet, að allir kennarar við
sama skóla, væru réttindalausir
eins og hér á Eskifirði, þar sem
þeir eru 12 að tölu. Verkin tala og
þau eru ólygnust. Hvað er að ger-
ast við fyrrnefndan skóla? Er eitt-
hvað óhreint I pokahorninu hjá
skólayfirvöldum hér? Hafa fleiri
réttindakennarar sótt um stöður á
Eskifirði, en verið neitað? Er ekki
eðlilegt að ég spyrji?
% Til skólastjóra
Nú beinir Regína máli sinu til
Trausta Björnssonar skólastjóra
og segir: „Var ekki fljótfærnis-
legt af þér, eftir að þú last ábend-
ingar mínar i Mbl. 2. okt. að fara
strax daginn eftir til 13—16 ára
barnanna og biðja þau að skrifa
undir, að grein mín væri „áróður
og lygi“? Þú viðurkennir flest i
grein minni, að visu ferðu eins og
köttur í kringum heitan graut, en
er leyfilegt að vera með áróður I
kennslustundum, eins og þið
Sigríður Kristinsdóttir gerðuð að
morgni 3. okt.? Morgunblaðið
kom austur að kvöldi 2. okt., en
þegar unglingarnir komu heim úr
skólanum eftir hádegi daginn
eftir þá segja þau, að nú hafi
verið gaman í skólanum um
morguninn. Þau hafa litið þurft
að læra vegna þess að Sigriður
Kristinsdóttir hafi lesið einhverja
grein sem Regína hafi skrifað í
Mbl. í gær þrisvar sinnum og að
þau hafi svo skrifað nöfn sín á
blað hjá Sigríði og nú komi nöfn-
in bráðum i Mbl. Að vonum var
tilhlökkun þeirra mikil að sjá
nöfnin i Morgunblaðinu.
Heiðraði skólastjóri, Trausti
Björnsson. Ertu svo mikið barn,
þótt háskólagenginn sért, að þú
þolir ekki ábendingar. Ekki væri
gott fyrir þig að vera ráðherra.
Hverja fengir þú þá til að skrifa
undir? Ég held, að þetta forgangs-
hrað hjá ykkur Sigriði sé ykkur
báðum til leiðinda og alls ekki til
fyrirmyndar. Ég er sammála þvi,
að skóli sé viðkvæm stofnun. En
af hverju hefur þú þá sem skóla-
stjóri forgöngu um að særa börn-
in með þvi að boða sum til skóla-
slita en mælast til þess við önnur,
að þau komi ekki? AUs staðar þar
sem ég þekki til skólamála er
mikil áherzla lögð á að börn komi
til að vera við skólaslit. Fólk gæti
haldið að þú hefðir ekki hálft
skepnuvit gagnvart barnasálinni
þegar þú þóttist vera að slíta skól-
anum. og ég er viss um að það er
einsdæmi að skólastjórar fari að
sortéra börn eins og átti sér stað
hér s.l. vor.
Eins og ég sagði hér að framan
viðurkennir þú flest, sem ég segi,
annað en orðið skrill. Ég á ekki
það orð, þótt þú viljir eigna mér
það. Ég hef heyrt þetta orð haft
eftir þér af börnum, sem ekki áttu
að koma til skólaslitanna i vor.
Ég þekki talsvert til úti á lands-
byggðinni og við höfum oftast
fengið sanna og góða embættis-
menn, sem heimamenn hafa getað
treyst og borið virðingu fyrir, en
svo hefur það borið við, að einn og
einn embættismaður hefur viljað
sýna veldi sitt og háskólamennt-
un, og haldið að hann mætti fram-
kvæma allt, sem honum sýndist
með ýmiss konar breytingum,
sem síður en svo eru alltaf til
bóta. Þessir litlu háskóiamennt-
uðu menn hafa kannski ekki
alltaf unnið fyrir matnum ofan i
sig I sinni heimabyggð, en fólkið
sem býr úti á landi gleypir ekki
allt ótuggið, þvi að það hefur
góðar tennur, þótt það sé ekki
langskólagengið.
Ég óska skólayfirvöldum og
barna- og gagnfræðaskólanum
hér allra heilla i nútið og framtíð.
Jafnframt óska ég þess að skóla-
yfirvöldin hér særi hvorki nem-
endur né kennara af ásettu ráði
að endingu vil ég þakka þeim
mörgu, sem hafa hringt og komið
heim til mín og þakkað fyrir grein
mína í Velvakanda 2. okt. s.l.
Fólki finnst að vekja þurfi máls á
því sem aflaga fer í blöðum — þá
fyrst beri það árangur.
Regfna Thorarensen.“
HÖGNI HREKKVÍSI
PHILIPS
30% mefra ljtis
ávinnuflötinii
sami
orkukostnartur
PhilipsArgenta’
SuperLux
keiluperan með
óviójafiianlega birtuglugganum
Terelynbuxur kr. 2.575 og 3.575.
Flauelsbuxur nr. 26 — 36 kr. 1.995
Terelynefrakkar 3.575 vattst.
Nylonúlpur klr. 4.025.
Acrylpeysur kr. 1.270
Sokkar kr. 125
Karlmannaföt kr. 9.080
Andrés, Skólavörðustíg 22.
Fullkomió philips verkslæói
Fagmenn sem hafa sérhæft sig í-umsjá
og eftirliti með Philips-tækjum
s'á um allar viðgerðir.
heimilistæki sf
SÆTÚNI 8. SÍMI. 13869.
STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS
6. Fékkstu leyfi skólastjóra til
að trufla kennslu vegna undir-
skriftasöfnunarinnar?
0 Til formanns
og ritara
skólanefndar
Þið segið í yfirlýsingu ykkar:
„Skólanefnd harmar þvi fram-
komin skrif Regínu Thorarensen
um þessi mál.“ En þið harmið
ekki að særa unga konu, sem
hefur fyllstu kennararéttindi úr
Kennaraskóla íslands. Það er
t
baki orða hans, en ég gerði mér
ekki grein fyrir hver hún var. Og
þar sem ég var ekki undir það
búfn að veita honum endanlegt
svar kaus ég að hverfa á braut. Eg
kinkaði stuttlega kolli og yfirgaf
Márten Gustafsson og kirkju-
garðinn þar sem vetrarsólin skein
svo bjart...
Ég kom ekki auga ð Barböru og
sá hana ekki aftur fyrr en ég kom
heim ð prestsetrið. Hjördis Holm
sagði mér að þau hin hefðu þcgar
snætt morgunverð, að presturinn
hefði ekið til Kila tii að halda
bænarstund, að Einar og Lotta
hefðu farið út og að prófessorinn
hefði farið upp á herbergi sitt og
ætiaði að leggja sig. Þegar ég
hafði neytt ofan f mig brauðsneið
með skinku ákvað ég að fara að
dæmi hans.
Eg vaknaði ekki af blundi
mínum fyrr en klukkan hálf tvö
og ég veít ekki almennilega hvað
vakti mig. Kannski var það undir-
meðvitundin sem var að verki. En
ég fór niður og hitti þar fyrir
Einar, Tord og Christer f stofunni
— örfáum mfnútum áður en
Connie Lundgren kom þjótandi
móður og másandi.
Langleitt andlit hans var náfölt
og þunnt grábrúnt hárið var lfmt
Nú — Nú ... þetta verður f fyrsta skipti sem ég slepp undan að mæta
kattarófétinu.
Fjármálastjórn fyrirtækja
Hver er fjárhagsleg staða fyrirtækisins?
Stjórnunarfélagið gengst fyrir námskeiði i Fjármálum I. 3. —10.
nóvember n.k. að Skipholti 37. Námskeiðið stendur yfir frá kl. 15:00
til kl. 19:00 mánud. 3. nóv., þriðjud. 4. nóv., miðvikud. 5. nóv.,
föstud. 7. nóv. og mánud. 10. nóv.
Markmið þessa námskeiðs er að veita þjálfun i að meta afkomu og
fjárhagslega stöðu fyrirtækis og að auki að kynna gerð fjárhagsáætlana
(budgeting), þ.e.a.s. áætlana um rekstrarafkomu, um sjóðshreyfingar
og um þröun efnahags fyrirtækja.
Athyglinni verður beint fyrst og
fremst að ársreikningum (rekstrar-
og efnahagsreikningi) fyrirtækja og
kannað, hvert gagn megi af þeim
hafa og i hverju þeim sé áfátt. Eftir
upprifjun i bókhaldstækni verður
gerð grein fyrir tækni við rannsóknir
á ársreikningum og tækni við
samningu yfirlits um fjármagns-
streymi.
Þá kemur lýsing og gagnrýnið mat á hefðbundnum meginreglum sem
fylgt er við samningu ársreikninga og lýst tækni, sem beita má til að
leiðrétta það vegna áhrifa verðlagsbreytinga.
Nauðsynlegt er fyrir þátttakendur að hafa bókhaldsþekkingu. Nám-
skeiðið kemur að góðu haldi öllum, sem fást við fjármál.
Leiðbeinandi verður
Árni Vilhjálmsson prófessor
Þátttaka tilkynnist í síma 82930.
Þekking er góð fjárfesting.
83? SIGGA V/ÖGA £ “(/LVeRAW
W) HONOl^O
6Í?A. SI66A, IF.
VÓ YNN\tf WLL)0H
\ tíAPM?/£ff/NO
OG <o\'PAN
SVO MEL OG
VlfNN/ $AW
I
imW VIA90R W
ýNÍ r m
'Aíilik i vtum,
' ft/ÁQA Vf/'AI;