Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTOBER 1975
Útgefandr
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiSsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn GuSmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni GarSar Kristinsson.
ASalstræti 6, sfmi 10 100.
ASalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuSi innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakiS.
au tíðindi hafa nú
orðið vestan hafs, að
dótturfyrirtæki Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna
í Bandaríkjunum hefur
ákveðið að hækka verð á
flökum og blokk þannig, að
verð á þorsk- og ýsuflökum
hækkar um 10 sent á pund,
en verð á þorsk-, ýsu- og
ufsablokk hækkar um 2
sent og karfablokk um 5
sent. Þetta er í fyrsta sinn
um nærfellt tveggja ára
skeið, að hækkun verður á
íslenzkum sjávarafurðum á
Bandaríkjamarkaði og þarf
ekki að eyða mörgum orð-
um að því, hvílík gleðitíð-
indi þetta eru í því svart-
nætti efnahagsörðugleika,
sem við erum nú staddir í.
En göngum hægt um
gleðinnar dyr. í grein í
Morgunblaðinu í gær ger-
ir Gunnar Guðjónsson,
stjórnarformaður Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna,
grein fyrir þessari ákvörð-
un. Þar kemur fram, að á
siðustu misserum hefur
hlutfallið milli útfluttra
flaka og blokka til Banda-
ríkjanna snúizt algjörlega
við, þannig að magn flaka
hjá frystihúsum Sölumið-
stöðvar er nú um 70% á
móti 30% af blokk. Salan
hjá Coldwater Seafood hef-
ur gengið vel, það sem af er
árinu, og hefur aukizt um
32% frá árinu 1974. En
Gunnar Guðjónsson segir i
grein sinni: „Það verður að
segjast eins og er, að þessi
ákvörðun er alldjörf og
ekki verður fullyrt um,
hvort hún stenzt fyrr en á
reynir. Hún byggist meðal
annars á því, að mjög stórir
kaupendur vestra telji sér
hag í því að kaupa góða og
örugga vöru sem þeir
þekkja, verulega hærra
verði en þeir geta keypt
sambærilega vöru annars
staðar, jafnframt því, sem
þeir telji sig geta treyst
því, að þeim verði séð fyrir
öllum þörfum sínum. Þessi
tvö atriði hafa úrslitaþýð-
ingu um það, að þessar
hækkanir standist. Færi
svo, að ekki tækist að halda
þeim gæðum á vörunni,
sem hefir gert það að verk-
um, að við Islendingar höf-
um hingað til notið veru-
lega betra verðs en aðrir
fyrir þorskflök okkar og
jafnframt að aðstæður hér
heima fyrir yrðu þannig,
að við gætum ekki séð
kaupendum okkar örugg-
lega fyrir þörfum þeirra á
öllum tímum, þurfum við
ekki að ganga að þvi grufl-
andi, að við glutrum niður
þeirri aðstöðu, sem við á
löngum tíma og með ær-
inni fyrirhöfn og kostnaði
höfum áunnið okkur. Við
verðum ennfremur að
vona, að ávinningur, sem
þarna kann að nást fyrir
þjóðarbúið verði ekki til
þess, eins og hefur viljað
brenna við í þessu þjóð-
félagi, að hann stuðli að
því, að menn áliti, að þarna
hafi ný veizluföng borizt og
að áhyggjur vegna fram-
tíðarinnar eigi sér ekki
stoð i veruleikanum.“
Undir þessi orð stjórnar-
formanns Sölumiðstöðvar-
innar er ástæða til að taka.
Fréttin um fiskverðs-
hækkun á Bandaríkja-
markaði eykur bjartsýni
okkar Islendinga um, að
við munum komast fram úr
þeim efnahagsörðugleik-
um sem við eigum nú við
að etja, en hún má ekki
verða til þess, að við slök-
um á tilraunum okkar til
Sumir voru þeirrar
skoðunar, eftir samn-
ingafundinn með Bretum i
Reykjaví)c i september, að
einstrengingsleg afstaða
þeirra á þeim fundi, væri
einungis samningaaðferð
af þeirra hálfu og að á við-
ræðufundi í Lundúnum í
október mætti búast við
breyttri afstöðu Breta og
meiri samningsvilja. Sú
hefur ekki orðið raunin.
Afstaða Breta á Lundúna-
fundinum var slík, að engu
er líkara en þeir beinlinis
vilji nýtt þorskastrið og
hótanir brezkra ráða-
manna, fyrst Croslands,
síðan Wilsons og nú
Hattersley um herskipa-
vernd fyrir brezka togara,
draga ekki úr því mati Is-
lendinga, að Bretar vilji
einfaldlega ekki samkomu-
lag.
Á hinn bóginn hafa skip-
azt veður í lofti í viðræðum
þess að ná betri stjórn á
efnahagsmálum og draga
úr verðbólguvextinum.
Hún gefur ekki tilefni til
neinna kjarabóta í landinu,
einfaldlega vegna þess að
það eina sem hún gerir er
að draga úr þeirri f járvönt-
un, sem sjávarútvegur og
fiskvinnsla bersýnilega
standa frammi fyrir um
áramót.
okkar við Þjóðverja og
enda þótt samkomulag hafi
ekki tekizt á fundinum,
sem staðið hafa hér i
Reykjavík síðustu daga, er
þó ástæða til meiri bjart-
sýni en áður, um að samn-
ingar gætu tekizt við þá.
Það er þýðingarmikið fyrir
okkur Islendinga vegna
stöðu mála á hafréttarráð-
stefnunni og gagnvart
umheiminum að halda
þannig á málum, að ef til
nýs þorskastríðs kemur,
megi öllum ljóst vera, að
það er vegna þvergirðings-
háttar brezkra ráðamanna.
Hitt verða Bretar að gera
sér ljóst, að nú sem fyrr
standa Islendingar ein-
huga að baki útfærslunni í
200 milur og munu standa
saman sem einn maður í
nýrri viðureign við brezka
togara og herskip, ef til
slíks þarf að koma.
Verðhækkun í Bandaríkjunum
Oskiljanleg
afstaða Breta
Gylfi Þ. Gíslason:
f umræðu um stefnuræðu
forsætisráðherra, Geirs Hall-
grimssonar, sem birt var I
heild hér I blaðinu, fluttu
talsmenn stjórnarandstöð-
unnar sinar ..stefnuræður",
er einnig voru raktar efnis-
lega i Mbl. — Rétt þykir að
birta i heild ræðu eins af
oddvitum stjórnarandstöð-
unnar, Gylfa Þ. Gtslasonar,
sem var einna málefnalegust,
svo lesendum blaðsins gefist
betri kostur á þvi að kynna
sér þjóðmálaumræðu um
vandamál liðandi stundar frá
báðum hliðum séð, stjórnar
og stjórnarandstöðu. (Yfir-
skrift og millifyrirsagnir eru
blaðsins).
þessum gífurlegu skuldum, sem
safnað hefur verið á örfáum undan-
förnum árum
Nú kynni einhver að segja, að
almenningur og atvinnuvegir hljóti
að búa við góðæri i skjóli þessarar
skuldasöfnunar Eins og fjölmörg
dæmi eru um, að skuldakóngar lifi I
vellystingum praktuglega, en ekki er
því að heilsa. í fyrsta skipti um langt
skeið þarf Islenzkur almenningur að
sætta sig við lægri ráðstöfunartekjur
i ár en I fyrra, allt að 1 / 6 hluta, og
margar greinar útflutningsatvinnu-
veganna eiga við mikla rekstrarerfið-
leika að etja Eðlilegt er, að menn
spyrji: Hvernig I ósköpunum hefur
annað eins og þetta getað gerzt? Var
hér ekki gifurlegt góðæri á árunum
eftir 1970 bæði meiri verðhækkanir
erlendis en áður höfðu átt sér stað
Gylfi Þ. Glslason, form. þingfl.
Alþýðuflokksins.
Sjónarmið
stjórnar-
andstöðu
hafa það að efni þessara orða minna
að ræða liðinn tima og deila á fyrrv
og núv. valdhafa fyrir mistök þeirra
Eins og nú er komið málum tel ég
mestu máli skipta að vekja athygli á,
að takist ekki að snúa við á þeirri
óheillabraut I efnahagsmálum, sem
þjóðin hefur lent I, er sjálft efna-
hagssjálfstæði þjóðarinnar I hættu.
Og glati þjóð efnahagssjálfstæði
Abyrg ríkisfjármál —
skynsamleg launastefna
VIÐSKIPTAHALLINN
TÍUNDI HLUTI ÞJÓÐARTEKNA
Hjá þvi getur varla farið, að sér-
hverjum hugsandi manni á islandi
sé Ijóst, að nú er illa komið högum
íslendinga á sviði efnahagsmála
Ástæðan er einfaldlega sú, að í raun
og veru hefur landið verið stjórn-
laust að þvi er efnahagsmál snertir
s I. 3—4 ár Afleiðing þessa stjóm-
leysis er fyrst og fremst meiri verð-
bólga en áður eru dæmi til um frá
þvl að farið var að mæla þetta efna-
hagsfyrirbæri — og a.m k Evrópu-
met í þessum efnum Jafnhliða er
ógnvekjandi halli f viðskiptum þjóð-
arinnar við önnur lönd Hann nemur
nú hvorki meira né minna en tíunda
hluta þjóðarframleiðslunnar Þjóðin
er beinlims fartn að lifa á erlendum
lántökum
1 apríl s I námu skuldir (slend-
inga erlendis til langs tima tæpum
55 milljörðum kr Þær hafa þrefald-
azt á um það bil 4 árum miðað við
sama gengi á doilar Hinn gildi
gjaldeyrisvarasjóður þjóðarinnar er
ekki aðeins horfinn, bankarnir hafa
safnað mikium lausaskuldum er-
lendis Sérfræðingar hafaspáðþví.
að eftir 3— 4 ár muni þjóðin þurfa
að nota um það bil fimmtung gjald-
eyristekna sinna til þess að standa
straum af vöxtum og afborgunum af
og góður afli? Jú, það er rétt En
stundum hefur verið sagt, að meiri
vandi sé að stjórna í góðæri en á
erfiðum árum Þeim vanda reyndust
Islenzk stjórnvöld ekki vaxin
Þegar lukkuhjólið snerist og erfið-
leikar tóku að steðja að, reyndust
valdhafar óviðbúnir Niðurstaðan
varð ringulreið og upplausn Þetta á
ekki aðeins við um fyrrverandi vald-
hafa, heldur einnig þá, sem við'
stjórnartaumunum tóku eftir slðustu
kosningar Sama ráðleysið hefur
einkennt núv. ríkisstjórn og hina
fyrrverandi
EFNAHAGSLÍF ÞJÓOARINNAR
í HÆTTU
Það er athyglisvert, að á þessu
„Efnahagslegt
sjálfstæði
þjóðarinnar,
í hættu”
stjórnleysistlmabili undanfarinna ára
hafa allir flokkar átt aðild að rlkis-
stjórn nema Alþýðuflokkurinn
Ábyrgð SF á óstjórninni er þó tvl-
mælalaust minnst, þar eð hluti
þeirra sagði skilið við ráðleysisstefn-
una Samt er það ekki ætlun min að
sinu að meira eða minna leyti,
hversu lengi tekst henni þá að halda
stjórnmálasjálfstæði slnu?
Til slíks má ekki koma Nauðsyn
ber til þess að snúast gegn vandan-
um Eins og málum er nú komið er
hins vegar Ijóst, að enginn einn aðili
er þess megnugur að vinna bug
á þeim erfiðleikum, sem við er að
etja. Það er ekki á valdi stjórnvalda
einna að leysa vandann Það er ekki
á valdí launþegasamtaka einna né
vinnuveitenda Þessir valdamestu
aðilar i landinu verða i samstarfi
við stjórnmálaflokkana að takast
sameiginlega á við vandann. í
þessu sambandi er það mjög athygl-
isvert, að forystumenn Alþýðusam-
bands (slands hafa undanfarið gefið
yfirlýsingar um, að þeir séu, vegna
þess óvenjulega erfiða ástands, sem
rlkir, reiðubúnir til þess að fylgja
ábyrgri stefnu I launamálum og
stuðla að vinnufriði. Þeir hafa lýst
nauðsyn þess að ráðast gegn orsök-
um verðbólgunnar i stað þess að
berjast við afleiðingar hennar Þeim
er Ijóst, að sllkt verður ekki gert
nema i samstarfi við rikisvaldið.
Jafnljóst er, að grundvallarforsenda
þess að sllkt samstarf geti tekizt,
hlýtur að vera, að rlkisstjórnin njóti
almenns trausts Sllks trausts laun-
þega hefur rlkisstjórnin ekki notið.
SKYNSAMLEG
LAUNASTEFNA
í júnl s.l voru niðurgreiðslur á
kjöti og mjplk auknar og við gerð
kjarasamninganna gaf rikisstjórnin
fyrirheit um, að kaupmáttur yrði ekki
skertur með þvi að þessar niður-
greiðslur yrðu lækkaðar. Stuttu síð-
ar var hins vegar lagt á 12% vöru-
gjald, sem jók útgjöld almennings
um tvöfalda þá upphæð, sem aukn-
ing niðurgreiðslnanna kostaði Sllk
vinnubrögð hæfa ekki I samskiptum
við samtök launþega Þau skapa
ekki það traust, sem er nauðsynlegt
til þess að hægt sé að takast sameig-
inlega á við vandann Ef unnt á að
reynast að draga verulega úr vexti
verðbólgunnar, engum dettur I hug,
að hægt sé að stöðva hana með einu
átaki, þá verður sameiginlegt átak
rlkisvalds og aðila vinnumarkaðarins
að koma til. Kjarni þess þarf annars
vegar að vera ábyrgar ráðstafanir
rikisstjórnar og Alþingis og hins
vegar skynsamleg launastefna af
hálfu launþegasamtaka, sem fyrst
og fremst verður að taka mið af
hagsmunum þeirra lágt launuðu og
tryggja þá gegn ranglátri kjaraskerð-
ingu En hér verður rlkiSvaldið að
ganga á undan með fordæmi, sem
vekur traust I þessu sambandi hlýt-
ur það að valda vonbrigðum að
hæstvirtur forsætisráðherra sagði
orðrétt í ræðu sinni, að án efa væri
hyggilegt að setja kaupmáttarmarkið
fremur lægra en hærra I upphafi
hins nýja samningstlmabils Ef þetta
þýðir að kaupmáttur eigi enn að
minnka, er þetta köld kveðja til laun-
þega einmitt þegar nauðsyn var
boðskapar um jákvæðar aðgerðir af
hálfu þings og stjórnar„og sllkar
Framhald á bls. 31