Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1975
/ \
Viö afgreiöum
litmyndir
yöará^dögum
Umboösmenn um land allt
Kodak
— ávallt feti framar.
Hans Petersen?
Bankastræti — Glæsibæ
S 20313 S 82590
ATLAS
snjódekk
Hagstæll verð!
560 — 1 3 með
600 — 13 með
650 — 13 me8
560 — 15 með
hvitum hring
hvitum hring
hvitum hring
hvitum hring
8.885 kr full negld
8 027 kr full negld
8 538 kr full negld
8.860 kr full negld
E 78 — 14 svört
F 78 — 14 svört
G 78 — 14 svört
G 78 — 15 svört
8 262 kr ónegid
8.759 kr ónegld
9.180 kr ónegld
9.358 kr ónegld
9.800 kr negld
10.297 kr negld
10.718 kr negld
10.896 kr negld
C 78— 14 með hvltum hring
E 78 — 14 með hvitum hring
F 78— 14 með hvltum hring
8.516 kr ónegld
8.893 kr ónegld
9.599 kr ónegld
10.055 kr negld
10 430 kr negld
11.137 kr negld
750— 16 6 strigal. Jeppadekk 16.498 kr
Opið:
mánud. — fimmtudag.
föstudaga 8—22
laugardaga
8—17
VÉLADEILD SAMBANDSINS
HJÓLBARÐAR
HÖFÐATÚNI 8 SÍMAR16740 OG 38900
Helgi Þorláksson
skólastjóri sextugur
Er nokkur æðri aðall hér á jörð
en eiga sjðn ú( yfir hringinn þröngva
og vekja, hnýja hópsins veiku hjörð
til hærra Iffs —til ódauðlegra söngva.
Hann stendur nú á hátindi ævi
manns á jörðu. Frjáls viðsýnn og
vitur litast hann um af Ljósufjöll-
um eftir langa göngu upp bratt-
ann.
Það er ekki jafnauðvelt og
margir hyggja að klífa tind þrosk-
ans og eiga að vísa öðrum leið,
vera maður morgunsins og kallari
við brautir fjöldans. Flatneskjan
öfundar fjallið. Og uppi á tindin-
um í nálægð heiðríkjunnar næða
stormar allra átta, þótt sól skfni í
heiði.
Eg man Helga Þorláksson fyrst
fyrir nú nær aldarfjórðungi, er
við gerðumst samferðamenn hér í
borg. Hann var þá kennari við
Austurbæjarskólann, einn fjöl-
mennasta skóla þessa lands fyrr
og síðar. Þar var friður hópur
fræðimanna og æskulýðsleiðtoga.
Margir ógleymanlegir. Fyrir-
myndir að fræðslu og háttum,
æfðir við störf og forystu, snjallir
í hugsun og handleiðslu. En mér
og fleirum fannst hópur Helga
bera af að háttvisi og i námi. Þar
virtist ekkert vanhugsað. Allt
rækilega undirbúið og1 fram-
kvæmt líkt og söngstjórn þar sem
hver tónn á sitt svið til að njóta
sín sem bezt.
Eg hygg, að þannig hafi hug-
sjónir hans og aðferðir við
fræðslu og leiðsögn ávallt verið,
vandlega Ihugað og rætt.
Hann var óhræddur við nýjung-
ar, jafnvel djarfur. En samt vildi
hann gróðursetja þær í íslenzkum
jarðvegi.
Siðar á vegi og undir stjórn
hans sem skólastjóra Vogaskóla
kom margt til greina, sem vart
hafði áður verið reynt á Islandi:
Fjölbreytt félagsstörf mitt I náms-
önnum að takmarki prófa. Lauf-
ardagar utanstundaskrár. Val-
greinar, jafnvel upphaf fjöl-
brautaskóla í framkvæmd. Eigin-
lega alltaf eitthvað nýtt. Ekki allt-
af vel skilið eða vel séð, kannski
tilraunir, sem aðrir fordæmdu.
En alltaf starf brautryðjandans í
fjallgöngu fræðslumála á tslandi.
Seinna á starf afmælisbarnsins
skólastjórans og kennarans á
þeim vegi eftir að vekja aðdáun
og eftirtekt sem fyrirmynd.
Þær eru lika margar ferðirnar,
sem Helgi hefur farið til að afla
sér fræðslu og útsýnis í framandi
löndum, þar sem hæst ber mennt-
ir. Þau eru orðin mörg þingin,
sem hann hefur tekið þátt í. Samt
eru enn fleiri þær nefndir og ráð,
sem hann hefur sett, stjórnað og
starfað við hér heima I skólamál-
um borgar sinnar og þjóðar.
Stundir þær, sem hugsað var,
skipulagt og leiðbeint með orðum
og ræðum eru þó enn þá fleiri.
Þar hefur aldrei verið fyrst spurt
um kaupið á klukkustund né
gerðar kröfur til annarra. Hæst
skyldi krafan á eigin hönd. Sum-
umfannst erfitt að fylgjast með.
Eg hef hér aðeins bent á Helga
við aðalstarf sins annrikis. En
hann er maður mikilla sanda og
mikilla sæva austan úr Skafta-
fellssýslum, þótt her verði ekki sú
saga upprunans einu orði rakin.
Vissulega hefur þar sem oftar
hollur orðið heimafenginn baggi.
Hvergi er máttur hinna skapandi
og mótandi afla meiri fyrir sjón-
um vegfaranda en á þessum fögru
og tiginlegu bernskuslóðum hans,
sem geyma paradisargarða gróð-
urs og friðar við barm jökuls og
faðm elds, ofsa fljóts og auðn
sands. Þar hlutu þvii að mótast
meginöfl hverrar mannssálar,
sem nágrennis naut.
Eg man Helga Þorláksson sem
vegsögumann og fararstjóra. Og
bezt um þessar æskubyggðir hans.
Þar lauk hann bókstaflega upp
ritningunum fyrir okkur þar sem
fjöll og sandar, fjarlægð og ná-
lægð, bæir og blómstur, saga og
ævintýri fengu mál og söngrödd.
Framhald á bls. 29