Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1975 ef þig Nantar bíl Til að komast uppi sveit.út á land eða i hjnn enda borgarinnar þá hringdu i okkur 4L1L?% ál r.\n j én LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL ^21190 m BÍLALEIGAN 51EYSIR O CAR Laugavegur 66 o RENTAL^ 24460 28810 o Utvarp og stereo kasettutæki , , I o O D r\J ♦ E G n FERÐABÍLAR hf. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbílar — stationbilar — sendibílar — hópferðabílaar DATSUN 7,5 I pr. 100 km Bílaleigan Miðborg Car Rental ■. Q A Sendum I-94-921 GEYMSLU HÓLF GEYMSLUHOIF I ÞREMUR STÆROUM NY ÞJONUSTA VJO VIDSKIPTAVINI í NYBYGGINGUNNI BANKASTÆTI 7 nuhankinn Saimin Malbikun gengur vel í góða veðrinu MALBIKUN er enn í fullum gangi hjá Reykjavíkurborg, enda hefur tíðarfar verið ein- staklega hagstætt til slíkra framkvæmda. Að sögn Inga Ú. Magnússonar gatnamálastjóra er mjög sjaldgæft að hægt sé að halda áfram malbikunarfram- kvæmdum svo lengi hausts. Ingi sagði að nú væri aðallega unnið við malbikun gangstiga í Breiðholti og malbikun Sunda- garðs. Þá verður á næstunni gengi frá nokkrum nýjum göt- um í Breiðholti II. 44 þús. fjár slátrað á Húsavík Húsavík 29. október. SAUÐFJÁRSLÁTRUN lauk hjá Kaupfélagi Þingeyinga 15. október s.l. og var slátrað alls 43.321 fjár. Meðalþyngd dilkanna reyndist vera 14.7 kíló, eða 0.35 kg meiri en á sl. ári. Þessi aukna meðalþyngd þýðir að bændur fá 7.5 millj. krónum hærra innlegg en ef þeir hefðu fengið miðað við meðalþyngdina í fyrra. Stór- gripaslátrun stendur nú yfir hjá Kaupfélaginu. Bezta veður er á Húsavik í dag og hefur verið síðustu daga. — Fréttaritari. Útvarp Reykjavík FÖSTUDKGUR 31. október. MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Guðlaugsdóttir les „Eyjuna hans Múmfn- pabba“ eftir Tove Jansson f þýðingu Steinunnar Briem (2). Tilkynningar kl. 9.30 Þingfréttir ki. 9.45 Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05 Ur handraðanum kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Shura Cherkassky leikur Etýður op. 25 eftir Chopin / Colonne-hljómsveitin leikur Sinfónlu f g-moll eftir Lalo; George Sebastian stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónieikar. 14.30 Miðdegissagan: „Á fullri ferð“ eftir Oscar Clausen Þorsteinn Matthfas- son les (13). SÍÐDEGIÐ 15.00 Miðdegistónleikar Studio-hijómsveitin I Berlfn leikur „Aladdin", forleik op. 44 eftir Kurt Atterberg; Stig Rybrant stjórnar. Sinfónfu- hljómsveit sænska útvarps- ins leikur Sinfónfu nr. 1 í f-moll op. 7 eftir Hugo Alfvén; Stig Westerberg stjórnar. 15.45 Lesin dagskrð næstu viku. 16.00 Fréttir Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Utvarpssaga barnanna: „Tveggja daga ævintýri" eftir Gunnar M. Magnúss. Höfundur les (3). 17.30 Tónleikar Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir Fréttaauki Tilkynningar. 19.35 Daglegt mái Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá Kári Jónasson sér um þáttinn. 20.00 Frá tónieikum Sinfónfu- hljómsveitar tslands f Há- skólabfói kvöldið áður. Stjórnandi: Karsten Ander- sen. Einsöngvari Elisabeth Söderström. a. Tilbrigði op. 56 eftir Brahms um stef eftir Haydn. b. „Scene de Berenice" aría eftir Haydn c. „1. 41“ eftir Jónas Tómas- son d. „Portrait of Dag Hammer- skjöld" eftir Malcolm Williamson. e. „Meistarasöngvararnir í Niirnberg“, forleikur eftir Wagner. Kynnir Jón Múli Arnason. 21.30 Utvarpssagan: „Fóst- bræður“ eftir Gunnar Gunnarsson Jakob Jóh. Smári þýddi. Þorsteinn Ö. Stephensen leikari les (9). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Dvöi Þáttur um bókmenntir. Umsjón: Gylfi Gröndai. 22.50 Skákfréttir 22.55 Áfangar Tónlistarþáttur I umsjá Asmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnars- sonar. 23.45 Fréttir I stuttu máli. Dagskráriok. MK 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og augiýsingar 20.40 Kastljós Þáttur um inniend málefni. Umsjónarmaður Svala Thorlacius. 21.30 Fortfðin á sér framtfð Gengnar kynslóðir hafa iátið eftir sig ómetanleg verðmæti menningar og listaverka. Þessi verðmæti verður með öilum ráðum að varðveita. Kvikmynd frá Menningar- og vfsindastofnun Sam- einuðu þjóðanna. Þýðandi og þulur Stefán Jökulsson. 21.50 Þrfr sakleysingjar Tékknesk bfómynd frá árinu 1967. Leikstjóri Josef Mach. Aðalhlutverk Jiriho Sováka og Marie Drahokoupilová. Ráist er á stúlku, og skömmu síðar er stoiið bif- reið frá ferðamanni. Lög- regian fær lýsingu á giæpa- manninum, og þrfr menn, sem lýsingin gæti átt við, eru handteknír. Þýðandi Öskar Ingimarsson. 23.20 Dagskráriok Þáttur um Stein Steinarr í hljóðvarpi kl 22.15 „DVÖL“ heitir þáttur um bókmenntir, sem er á dagskrá hljóðvarps að loknum fréttum kl. 22.15 og er í umsjá Gylfa Gröndal, ritstjóra. Gylfi sagði aðspurður að þátt- ur þessi yrði hálfs- mánaðarlega í vetur og hefði hann mjög svo frjálsar hendur um efnis- val í þáttinn og myndi hafa það efni sem andinn inngæfi sér hverju sinni. „Þessi þáttur fjallar um Stein Steinarr,“ sagði Gylfi Gröndal Gylfi, „í tilefni þess að viðhafnarútgáfa er kom- in út af „Tímanum og vatninu" með skreyting- um Einars Hákonarson- ar“. í þættinum er spjall- að við Ásthildi Björns- dóttur, ekkju Steins, og mun þetta vera í fyrsta skipti sem hún kemur fram opinberlega og tal- ar um Stein. Hún rifjar upp endurminningar frá búskaparárum þeirra Steins úr Fossvoginum, þegar þau höfðu þar hænsni og ketti. Ásthildur segir og frá því að hún eigi bók, eftir Stein sem heitir „Dvalið hjá djúpu vatni“ og mun vera fyrsta gerð höfundar að „Tímanum og vatninu“. Steinn vél- ritaði bókina sjálfur og áritaði hana til eiginkonu sinnar og hún er mynd- skreytt fagurlega af Þor- valdi Skúlasyni og bund- in í forkunnargott skinn- band. Gylfi kvaðst hafa minnst á bókina við ýmsa og enginn kannaðist við að hafa kynnzt þessari gerð bókarinnar. Þá verður spjallað við Matthías Johannessen ritstjóra sem kynntist Steini náið á síðari æviár- um skáldsins og átti við hann viðtöl, sem nú eru ein helzta heimild um persónuleika Steins. Þá er rætt við Jón Óskar, Steinn Steinarr einn af vinum Steins úr af hljómplötu fyrsta og hópi atómskálda. Gylfi síðasta ljóðið úr „Tíman- sagði að Steinn læsi síðan um og vatninu". Tékknesk mynd „ÞRlR sakleysingjar“ heitir tékknesk mynd á sjónvarpsdagskrá kvölds- ins og hefst hún kl. 21.50. Myndin er gamansöm sakamálamynd og gerist í nútímanum. Þar er greint frá árás á stúlku nokkra, stolið er bifreið frá ferðamanni og ráðist er á gjaldkera í kvik- myndahúsi. Lögregla fær lýsingu á glæpamannin- um og þrír menn sem lýsingin gæti átt við, eru handteknir. Verður síðan úr því hið mesta flækju- mál hver þeirra er sekur um verknaði þessa. Þýðandi texta er Óskar Ingimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.