Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1975 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna T résmíðameistari getur bætt við sig verkefnum. Upplýsingar í síma 17481 kl. 19 — 20. Rösk kona Óskast til að selja úr happdrættisbíl okkar í Bankastræti, vinnutími nóvember kl. 13 —18, desember allan daginn. Styrktarfélag Vangefinna, Laugavegi 1 1, sími 1594 1. Hj úkrunar- fræðingar Við Sjúkrahús Vestmannaeyja eru eftir- taldar stöður lausar 1. Staða hjúkrunardeildastjóra (deildar- hjúkrunarkonu) á handlækningardeild. Umsóknarfrestur til 1. desember n.k. Staða veitist frá 1 . jan. 1 976 2. Stöður nokkurra almennra hjúkrunar- fræðinga. Stöðurnar veitast nú þegar eða síðar, nánari uppl. gefa forstöðukona eða framkvæmdarstjóri — sima 98-1 955. Stjórn s/úkrahús og heilsugæzlustöðvar Vestmannaeyja. Vantar áhugasaman og duglegan starfskraft í hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, Vesturveri. Verkamenn Sambandið óskar. að ráða verkamenn í byggingarvinnu. Upplýsingar í símum 35751 og19325. Samband ísl. samvinnufé/aga Stúlka óskast Samviskusöm, vandvirk og ábyggileg stúlka óskast til símavörzlu, vélritunar og almennra skrifstofustarfa. Þarf ekki endi- lega að vera vön. Tilboð með nafni, símanúmeri og heimilisfangi sendist Mbl. fyrir þriðjudag merkt: S-2200. Næturvarzla (Hálft starf) Roskinn maður getur fengið atvinnu við að leysa af næturverði. Umsækjandi greini frá fyrri störfum. Tilboð sendist augl.d. Morgunblaðsins merkt: Nætur- varzla: 8857. Atvinna óskast Tvítug stúlka óskar eftir vinnu. Margt kemur til greina. Er með húsmæðraskóla- próf. Uppl. í síma 1 2257, eftir kl. 5. Saumakonur Vanar saumakonur óskast nú þegar. Uppl. hjá verkstjóra ekki í síma. Dúkurh.f., Skeifan 13. Sendill óskast hálfan daginn. Þarf að hafa bílpróf. Uppl. á skrifstofunni. Myndiðjan Ástþór h. f. Suðurlandsbraut 20. Tízkuverzlun Stúlka óskast (á aldrinum 19 — 25 ára) í tízkuverzlun í Reykjavík. Þær sem hafa áhuga á starfinu sendi nöfn sín ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf til Morgunblaðsins fyrir 4. nóv. n.k. merkt: ,,T 2476". Járniðnaðarmenn, vélvirkjar og plötusmiðir óskast um lengri eða skemmri tíma. Upplýsingar í dag í síma 11440, herbergi 302, sími 97- 2300 — 2302. — Rétta þarf hlut útgerðar Framhald af hls. 13 þessara atvinnugreina í Reykjavik á liðnum áratugum' Skal ég nefna nokkur dæmi DÆMI UM SJÓÐA- ÚTHLUTANIR Fyrst er litið á útlán Fiskveiða- sjóðs íslands timabilið 1 972— 1 974 kemur í Ijós, að árið 1972 voru heildarútlán Fiskveiða- sjóðs íslands 1263 millj. kr Þar af fóru til Reykjavíkur 108 millj eða 8 6% Árið 1973 eru heildarútlán Fiskveiðasjóðs 2249 millj. kr þar af fóru til Reykjavíkur 297 millj eða 13 2% Árið 1974 eru heildarútlán Fiskveiðasjóðs íslands 2661 millj þar af fóru aðeins 43 millj til Reykjavikur eða 1 6% Ef litið er til útlána Atvinnuleysis- tryggingasjóðs árin 1972—1974, framkvæmdalán, kemur eftirfarandi i Ijós: Árið 1972 voru heildarútlán Atvinnuleysistryggingasjóðs, fram- kvæmdalán, þá eru hafnalán ekki tekin með, 1 18 millj kr Þar af fóru til Reykjavíkur 32 millj. eða 27 1% Árið 1973 eru heildarútlán 157 millj kr . þar af fóru til Reykjavlkur 46 millj eða 29 3% Ánð 1974 voru heildarútlán til framkvæmda 84 millj, kr þar af fóru 36 mill til Reykjavikur eða 42,8%. Lánveit- ingar Atvinnuleysistryggingasjóðs til Reykjavlkur eru þó raunverulega hlutfallslega lægri hvað fram- kvæmdalán varðar, að stærsti hluti hafnarlána fara til hafna úti á landi og visa ég til þeirra umræðna sem hafa orðið um þau mál I borgar- stjórn Reykjavikur nýlega Þá skulum við lita á Byggðasjóð Á siðasta þingi var upplýst að af heildarútlánum Byggðasjóðs árin 1972. 1973 og 1974 hafa farið til Reykjavikur sem hér segir Árið 1972 19 lán að upphæð 16 millj Þá var heildarfjöldi lána 432 talsins að upphæð 480 millj Það þýðir, að lán til Reykjavikur á þvi ári voru 3 33%. Árið 1973 voru veitt 4 lán úr Byggðasjóðí til Reykjavikur að upphæð 5.5 millj kr Þá voru heildarútlán 339 að fjárhæð 357 millj eða lán til Reykjavikur voru 1.5%. Árið 1974 veitti Byggða- sjóður eitt lán af 441 láni til Reykja- vikur að upphæð 1 millj. kr., en þá voru heildarútlán Byggðasjóðs 661 8 millj Það tekur því ekki að reikna út prósentuna, þvi að þetta er svo langt innan við 1% . HLUTFALL ÍBÚA OG LÁNAFYRIRGREIÐSLU Það er rétt að árétta það hér, að ibúatala Reykjavikur á umræddu tímabili var um 40% af allri ibúatölu landsins. Á þessum árum, 1972—1974, fara aðeins 7.2% af heildarútlánum Fiskveiðasjóðs til Reykjavikur, 31,2% af framkvæmdalánum Atvinnuleysis- tryggingasjóðs og 1.1% af heildar- útlánum Byggðasjóðs Þessi þróun er gersamlega óviðunandi fyrir reykviskt atvinnulif og ibúa Reykja- vikur Þótt eitt stóriðjuver hafi risið upp í námunda við Reykjavik, er það víðs fjarri, að Reykjavik sem slik hafi notið mikils góðs af þvi fyrirtæki, þótt ekki beri að lasta stofnun þeSs En stofnun stórfyrirtækis á einu svæðí á ekki að vera réttlæting fyrir löggjafarvaldið að setja lög, sem beinlínis fela i sér grifurlega takmörkun á fjármagnsstreymi til smærri fyrirtækja á viðkomandi at- hafnasvæði Það hefur þvi miður gerzt Þess vegna búa mörg minni fyrirtæki við fjármagnsskort á Reykjavikur- og Reykjanessvæðinu Þessari stefnu verður að breyta at- vinnulífi þessara svæða i hag Það á ekki og má ekki vera feimnismál á hinu háa Alþingi, þegar verið er að ræða um endurskoðun á löggjöf um Framkvæmdastofnun (slands að halda því fram, að Reykjavlk eða Stór-Reykjavíkursvæðið skuli sitja við sama borð og aðrir landshlutar hvað varðar fjármagnsmöguleika til atvinnuuppbyggingar Réttur allra landsmanna á að vera jafn i þeim efnum Ég hef þá trú, að uppbygg ing atvinnulifsins viðs vegar um landið sé svo sterk, að það ætti ekki að raska lögum annarra ibúa lands- ins til hins verra nema siður sé, þótt Reykjavík njóti fulls og sama réttar til uppbyggingar á traustu og heil- brigðu atvinnulifi á jafnréttisgrund- velli Allir sanngjarnir menn sjá hina neikvæðu stefnu gagnvart sjávarút- vegi og fiskiðnaði i Reykjavik sér- staklega og sjá, að hún getur ekki gengið lengur nema stefnan sé sú að leggja þessa atvinnustarfsemi niður ! Reykjavik Við biðjum ekki um meiri rétt en aðrir landsmenn hafa, við biðjum um jafnan rétt, þ.e.a.s. sama rétt. Þess vegna óskum við eftir breyttri stefnu opin- berra sjóða gagnvart atvinnulifi höfuðborgarinnar, stefnu, sem felur í sér aukna möguleika á atvinnusvið- inu fyrir þúsundir ungra Reyk: vikinga, sem munu leita út í atvinnu- líf borgarinnar á næstu árum og áratugum Við teljum, að nú sé timi til kominn að breyta lögum þeirra opinberra sjóða, sem fela I sér laga- ákvæði er mismuna byggðarlögum stórlega Er ég þá m.a. með ! huga það ákvæði I lögum Framkvæmda- stofnun rikisins sem lýtur að Byggðasjóði SAMBÆRILEG FYRIRTÆKI SAMI RÉTTUR Það er þvi krafa min sem eins af þingmönnum Reykjavikur að endur- skoðun og umsköpun Fram- kvæmdastofnunar rikisins, sem ég treysti að verði framkvæmd á þessu þingi verði m.a. sú breyting gerð að útlánasjóðum hins opinbera verði gert skylt, að láta sambærilegar at- vinnugreinar og fyrirtæki njóta sama réttar í forgangsverkefnum, óháð þv! hvar atvinnustarfsemin fer fram. Tel ég þessa breytingu mikilvægari fyrir heill landsmanna og þinginu meira til sóma, heldur en karp um skoð- anir einstakra stjórnarmanna eða starfsmanna þessarar stofnunar Þó vil ég ekki gera lítið úr því að það þurfi að breyta stjórnskipulagi Fram- kvæmdastofnunar rlkisins Ég vil leggja áherslu á að við endurskoðum ákvæða um Fram- kvæmdastofnunina verði höfð í huga sjónarmið ákveðinnar vald- dreifingar. í því efni kemur mér til hugar, að til greina kæmi að Fram- kvæmdasjóður íslands væri sjálf- stæð stofnun, utan framkvæmda- stofnunar ríkisins, með sjálfstæða stjórn Ég tel það æskilegt og núverandi tilhögun orka mjög tví- mælis, frá stjórnmálalegu sjónar- miði séð, og vera í negu samræmi við hlutverk sjóðsins í peningakerfi þjóðarinnar. — Berjast fyrir Framhald af bls. 28 voru samþykktar með öllum at- kvæðum á stofnfundinum til styrktar íslenzkum kvikmynda- gerðarmönnum. „Norðurlandadeild FISTAV (Heimssamband kvikmynda- gerðarmanna) lýsir yfir fullum stuðningi við Félag kvikmynda- gerðarmanna í baráttu þeirra fyrir samningi við íslenzka sjón- varpið. Hið jákvæðu áhrif sem rfkis- sjónvarp ætti að hafa á menn- ingarlff þjóðarinnar hafa hingað til ekki komið f ljós. Það er okkar skoðun að ríkis- sjónvarp ætti að líta á það sem frumskyldu sína að hafa nána samvinnu við innlenda kvik- myndagerðarmenn. Til þess að auka gæði dagskrár er það kappsmál hverrar þjóðar að stuðla að bættri aðstöðu kvik- myndagerðarmanna sinna.“ „Norðurlandadeild FISTAV (Heimssambands kvikmynda- gerðarmanna) lýsir áhuga sfnum og samstöðu með íslenzkum kvik- myndagerðarmönnum í baráttu þeirra fyrir grundvallarskilyrð- um fyrir þjóðlegri, íslenzkri kvik- myndagerð og aðstöðu til sýninga. Það er okkur áhyggjuefni, að ennþá hefur ekki verið sett lög- gjöf um kvikmyndir né kvik- myndasjóð, sem eru sjálfsögð grundvallarskilyrði fyrir þróun þjóðlegrar kvikmyndagerðar á ís- landi. Kvikmyndagerð er eitt þýðingarmesta tjáningarform nú- tímans og því væri það ómetanleg- ur skaði fyrir menningarlíf ís- lenzku þjóðarinnar ef ekki verða sköpuð nauðsynleg skilyrði nú þegar. Allar norðurlandaþjóðirn- ar nema Island búa nú þegar við löggjöf um kvikmyndir og kvik- myndasjóði til eflingar þjóðlegri kvikmyndagerð. Norðurlanda- deild FISTAV skorar á Alþingi að taka mál þessi föstum tökum.“ Blómlegt félagslíf 1 Ólafsvík Ölafsvík, 30. október. FÉLAGSLÍFIÐ er nú að komast f gang eftir sumarhlé. Lions- klúbburinn hefur tvívegis í haust haft fjáröflunarsölu, bæði peru- sölu og svo blómasölu fyrir kvennafrfdaginn. Hefur fólk tekið Lions-mönnum mjög vel. Einnig hafa félagarnir aflað á eigin hendur í sumar, m.a. með þvf að rífa stóra bogaskemmu fyrir ákveðið gjald. Aðalfjár- öflunin hefur þó verið sú að róa til fiskjar. Eins og aðrir Lions- menn hafa þeir varið fénu til líknar- og menningarmála. Þau þrjú ár sem klúbburinn hefur starfað, hefur hann keypt handa Iæknamiðstöðinni hér, sog- og súrefnisbekk, skoðunarlampa og borð, glákuleitartæki og annað sjónverndartæki til. I sumar lagði klúbburinn 100 þúsund krónur í gluggasjóð Ólafsvíkurkirkju vegna hinna nýju glugga með myndum Qerðar Helgadóttur. Lions-menn hér hafa einnig tekið þátt í samsöfnun Lions-klúbba og látið margt til sín taka heima fyrir, m.a. haldið skemmtun fyrir eldri borgara. Leikfélag Ólafsvfk- ur æfir nú Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Leikstjóri er Hörður Torfason. Kvenfélag Ólafsvíkur fagnar nú í nóvember 25 ára afmæli sínu. Auk framantalinna starfa hér a.m.k. 8 önnur félög á ýmsum sviðum. Er orðin mjög aðkallandi þörf fyrir nýtt félagsheimili í Ólafsvík til þess að félagsstarf- semi geti dafnað sem bezt. — Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.