Morgunblaðið - 02.12.1975, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975
31
PHIUPS
KANN .
-------- — -
hnetuolía
Royal
|rl
ML FLAVORS
Skyndikaffi Lyftiduft Skyndibúðingar Ávaxtahlaup
(Instant kaffi) Fimm Margar
Einnig-grófmalað bragðtegundir bragðtegundir
Hann var stundum fenginn til að
temja hesta og tókst það með
ágætum. Hann var rómaður fyrir
glaðværð og heyrðist alltaf hvar
hann var á ferð þó í fjölmenni
væri, því hann var hávær mjög og
hress í bragði. Foreldrar mínir
voru bæði sérstaklega gestrisin,
það má með sanni segja, „þau
Foreldraminning:
Hjónin frá Litlu-Reykj-
um Páll Ámason og Vil-
borg Þórarinsdóttir
reistu bæ sinn á þjóðbraut miðri“.
Margir áttu erindi að Litlu-
Reykjum, öllum var boðið uppá
kaffi, og þótti þeim báðum miður
ef sá sem að garði bar mátti ekki
vera að því að ganga í bæinn og
þiggja hressingu. Þau voru aldrei
rík af veraldar auði. En þau voru
höfðingjar í reynd og raun, og
auðæfin geymdu þau I hjarta sér,
og gátu alltaf miðlað öðrum af því
litla sem þau áttu; og mörg góð
ráð voru sótt til þeirra beggja.
Mér dettur í hug vísa úr kvæðinu
Húsmóðirin eftir Davlð Stefáns-
son sem mér finnst eiga vel við
þau bæði
Framhald á bls. 38
Hnetusmjör. — Saltaðar hnetur í dósum og pokum.
Einnig ósaltaðar bökunarhnetur í pokum.
Vörur í bezta gæðaflokki
„Þið fæddust saman, og saman 1
skuluð þið verða að eilífu. Saman
skuluð þið verða, þegar hvítir
vængir dauðans leggjast yfir daga
ykkar. Já, saman skuluð þið verða
jafnvel í þögulli minningu guðs“.
Fyrir nokkrum árum dreymdi
mig að ég væri stödd uppá Hellis-
heiði, þar sem nýi vegurinn liggur
nú. Sé ég þá langa brúðarfylkingu
koma að austan. Ég staldra við og
bíð. Þegar gangan kemur nær sé
ég að brúðhjónin eru foreldrar
mínir, og ber faðir minn brúðar-
vönd, og ljómaði friður og ham-
ingja af þeim báðum. Ég réð j
drauminn þannig að það yrði
skammt á milli þeirra, og faðir
minn yrði á undan þegar þau
kveddu þennan heim. Enda varð
sú raunin á, þvf faðir minn
andaðist aðfaranótt 24. júní en
móðir mín hálfum mánuði seinna,
þann 7. júlí. I fögru og blíðu vor-
veðri voru þau til moldar borin,
með viku millibili. Og stór var
vina- og ættingjahópurinn sem
fylgdi þeim hinsta spölinn. „Þetta
var góður endir,“ sagði einn sveit-
ungi þeirra við mig, við jarðarför
móður minnar. Og sannarlega var
það satt. Þau voru búin að skila
erfiðu og löngu dagsverki og voru
hvíldar þurfi. Ég minnist þeirra
með þakklátum og hrærðum hug
og langar að minnast þeirra með
nokkrum fátæklegúm orðum.
Móðir mín Vilborg Þórarins-
dóttir Öfjörð var fædd I Austur-
hlíð í Gnúpverjahreppi 12.
febrúar 1892, dóttir Guðnýjar
Oddsdóttur og Þórarins M.
Öfjörð. Þau fluttust nokkrum
árum síðar að Fossnesi og bjuggu
þar sfðan. Faðir minn var fæddur
á Hurðabaki í Villingaholtshreppi
27. október 1889, sonur Guðrúnar
Sigurðardóttur og Arna Páls-
sonar. Nánar mun ég ekki fara útl
ættir þeirra. Þegar ég minnist
æskuáranna kemur margt I hug-
ann, og allt stendur ljóslifandi
eins og það hafi gerst I gær. Ég
man er ég staulaðist örþreytt eftir
langan dag og klifraði uppá bring-
una á pabba og hann háttaði mig
með ást og umhyggju og stakk
mér svo undir sængina í handar-
krika sinn, þar sem ég sofnaði
örugg og ánægð, Og ein af mínu
bestu minningum er um það
þegar mamma safnaði okkur
krökkunum í kringum sig I
rökkrinu á kvöldin og söng fyrir
okkur og lét okkur syngja með sér
og kenndi okkur kvæði og bænir.
Hún vandi okkur á að fara aldrei
að sofa án þess að lesa bænirnar
okkar. Hún var sönn I sinni trú,
þó hún flíkaði því ekki. Og jólin
voru sannarlega hátíðleg, þó þar
væri ekki sá íburður eða
kostnaður sem nú tiðkast. Pabbi
skammtaði hangikjöt og heima-
bakað brauð, sem mamma bak-
aði á sérstakan hátt um jólin.
Svo sátu allir hver með sinn
disk, síðan var jólagjöfum
úthlutað, það voru 3 stór kerti
og 5 lítil og spil, þau voru ómiss-
andi. Pabbi var mikill spila-
maður, og var jafn viljugur að
spila marías og fant við okkur
krakkana og eins vist og bridge
við þá fullorðnu, og virtist
skemmta sér jafn mikið í báðum
tilfellum.
A jólamorguninn vakti mamma
alla með súkkulaði og kökum, sem
hún færði okkur i rúmið og sagði
„Góðan dag og gleðilega hátíð.“
Þá var sönn hátíð i litla bænum.
Foreldrar mínir varðveittu alltaf
barnið i hjarta sér, þau skemmtu
sér innilega við að taka þátt I
leikjum okkar, og voru þáu stund-
um fremst í flokki, en þó oftar
mamma. Hún var oft frumkvöðull
að allrahandanna uppátækjum og
meinlausum hrekkjum. Stundum
bjó hún sig I gervi gamallar konu
og kom þá gangandi framan veg,
og barði að dyrum sem bláókunn-
ug manneskja, þóttist vera að
spyrja til vegar eða eitthvað
annað erindi, og var með allra-
handanna kúnstir og undarleg-
heit til að skemmta okkur. Sjálf
hafði hún mikið gaman af, því
leiklist var eitt af hennar aðal
áhugamálum, og skemmti hún
sveitungum sínum með leik sín-
um langt fram eftir aldri. Og lagði
oft á sig mikið erfiði í því sam-
bandi. Þá voru ekki bílar á
hverjum bæ, og þurfti hún að fara
gangandi langa leið í misjöfnum
veðrum og kolsvarta myrkri til að
komast á æfingar. Faðir minn tók
aldrei þátt í leikstarfsemi en
hann kunni mikið af visum,
þulum og ævintýrum og hafði sér-
staklega góðan frásagnarhæfi-
leika svo unun var á að hlýða. Oft
stóð ég dag eftir dag og þandi
físibelg i smiðju hjá honum. Þá
skemmti hann mér með þvi að
segja mér sögur og kveðast á við
mig. Og ef mig vantaði visu þá
kenndi hann mér hana, og endaði
það með því að við urðum nokkuð
jöfn í þeim leik. Hann var mjög
góður járnsmiður og rómaður
skeifnasmiður og mjög laginn við
að járna hesta. Hann hafði alltaf
mikið yndi af góðum hestum, og
hafði gaman af að ríða hart.
Margskonar
sælgæti
Te í grysjupokum og
skyndite (instant te)
TÆKNINNI
pVAtLtPs
KfE'-'S
140 I kr. 48.300 2ja dyra
160 I kr. 55.200 225 I kr. 73.300
170 I kr. 58.100 275 I kr. 80.600
205 I kr. 63.800 350 I kr. 99.500
325 I kr. 83.700 390 I kr. 127.000
HEIMILISTÆKI SF.
HAFNARSTRÆTI 3 - S(MI 20455
SÆTÚN 8 SÍMI 15655