Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 280. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ollum IRA-mönn- um sleppt úr haldi Belfast 5. desember Reuter — AP MERLYN Rees frlandsmálaráð- herra Breta fyrirskipaði f dag, að sfðustu 72 frunum yrði sleppt úr haldi og er þar með úr gildi hin umdeilda heimild yfirvalda til að hneppa menn, sem grunaðir eru um IRA-aðild, f varðhald án réttarhalda. Þessi heimild hefur verið ein helzta hindrunin f vegi fyrir viðræðum brezkra yfirvalda og IRA-manna um varanlegt vopnahlé. Hins vegar var aðeins 46 af 72 sleppt úr haldi i dag, þar sem hinir 26 hafa allir verið fundnir sekir við réttarhöld um hryðju- verkastarfsemi. Akvörðun ráð- herrans var ákaft fagnað meðal kaþólskra á N-Irlandi, en bitur mótmæli heyrðust frá talsmönn- um mótmælenda, sem sögðu að hér væri verið að sleppa lausum þaulvönum og hættulegum hryðjuverkamönnum, sem gætu skapað hættuástand á N-lrlandi og öllu Bretlandi. Heimildin til að handtaka menn og fangelsa án réttarhalda tók gildi árið 1971 og olli þá hörðum deilum. Um 500 manns voru handteknir á þennan hátt, en þeim hefur verið sleppt úr haldi smám saman. Ákvörðun brezkra Ford til Manilla Jakarta, Indónesíu. 5. desember. AP — Reuter. FORD Bandaríkjaforseti kom f dag frá Peking til Jakarta í Indón- esiu i 19 klst. heimsókn og heldur ferð sinni áfram á morgun til Manilla, höfuðborgar Filipseyja, sem verður siðasti áfangastaður- inn á ferð hans áður en hann heldur afturtil Washington. Heimildir í föruneyti forsetans herma, að hann hafi tjáð Suharto, forseta Indónesíu, að kínverskir ráðamenn hefðu lofað í viðræðum við sig að reyna ekki aó eyðileggja öryggisstefnu Bandaríkjanna í SA-Asiu. Er sagt að forsetinn hafi verið mjög ánægður með viðræð- ur sínar við kínverska ráðamenn þrátt fyrir að ýmsir hafi talið að lítill árangur hefði orðið af þeim. yfirvalda um að sleppa mönnun- um hefur verið ákaft mótmælt úr hópi mótmælenda eins og fyrr segir og fengu mótmæli þeirra byr undir báða vængi í sl. viku er 20 ára gamall IRA-maður, Paul Fox, sem nýlega var sleppt úr landi, lézt, er sprengja, sem hann var að fara með á stað f Belfast, sprakk í bifreið hans áður en hann komst á áfangastað. Brezk yfirvöld vonast nú til að IRA fall- ist á að framlengja vopnahléið, sem staðið hefur frá því í febrúar sl., en eitt grundvallarskilyrði IRA fyrir vopnahléinu var loforð um að IRA-mönnum yrði sleppt úr haldi. Navarro fær stór- aukin völd Madrid 5. desember AP — Reuter. JUAN Carlos konungur Spánar veitti Carlos Arias Navarro for- sætisráðherra ðtvfræða traustsyf- irlýsíngu og fðl honum að gegna forsætisráðherraembætti áfram. Þá kvað konungur einnig á um að Navarro skyldi hafa ðtakmarkað valdaumboð til þess að gera breytingar á stjðrn sinni svo og umboð til að gera ýmsar umbæt- ur, sem áður hefur þurft þing- samþykki fyrir. Er þetta talinn mikill sigur fyrir Navarro og raunar ekki fordæmi fyrir svo miklum völdum áður á Spáni hjá öðrum manni en Franco. Fréttaritarar telja að Navarro muni fara hægt i sakirnar til að byrja með, en sfðar er gert ráð fyrir að hann muni leggja niður einhver ráðherraembætti og setja ný á stofn. M.a. er gert ráð fyrir að hann leggi niður upplýsinga- málaráðuneytið, flota-, flug- og hermálaráðuneytið, en stofni varnarmálaráðuneyti, ferðamála-, samgöngu-, félagsmála-, heilbrigð- is- og íþróttamálaráðuneyti. 19 ráðherrar sitja nú í stjórninni og er gert ráð fyrir að flestir þeirra verði látnir fara og nýir skipaðir, og þá frjálslyndari en þeir sem nú gegna ráðherraembættunum. ísimaniyna au Lítil unglingsstelpa stendur útúá svölum sendiráðs Indónesíu með bundið fyrir augun, snöru um hálsinn og haglabyssu í bakið. „Svartsýnn á frið- samlega lausn” - segir forsætisráðherra Hollands Skæruliðarnir sleppa börnunum Amsterdam 5. desember. AP — Reuter DULARFULL sprenging varð f kvöld um borð í lestinni, þar sem skæruliðar frá S-Mólukkueyjum halda 35 gfslum skammt fyrir sunnan Beilen f Hollandi, og báru skæruliðarnir tvo særða menn út úr lesinni og báðu um að sjúkra- bfll sækti þá. Annar var skæruliði en hinn úr hópi gíslanna. Engin skýring hefur fengizt á sprengingunni. Skæruliðarnir f sendiráði Indónesíu i Amsterdam slepptu í kvöld 7 börnum af 11, sem verið Líkur á að um 60 þingmenn af 100 styðji 200 mílurnar Frumvarpið hugsanlega samþykkt segir Haraldur Kröyer, sendiherra „ÞAÐ er nokkuð gott útlit fyrir það, skilst mér að 200 mflna frumvarpið verði tekið fyrir f öldungadeildinni seint f næstu viku“, sagði Haraldur Kröyer, sendiherra tslands f Washing- ton f samtali víð Morgunblaðið f' gær. Haraldur taldi að um- ræður um frumvarpið stæðu ekki lengur en 2—3 klukku- stundir og yrði það sfðan tekið til atkvæðagreiðslu þvf að mikið kapp væri nú lagt á að Ijúka fyrir jól ýmsum málum, sem komin væru I eindaga. Þá sagði Haraldur að fslenzka sendiráðið hefði að undanförnu verið að reyna að kanna hver væri stuðningur innan öldunga- deildarinnar við frumvarpið, og við sfðustu könnun fyrir nokkrum dögum var talið að 31 þingmaður væri örugglega með frumvarpinu en 19 örugglega á móti. Hins vegar væru taldar lfkur á þvf að við atkvæða- greiðsluna yrðu 58—60 þing- menn af 100 þingmönnum í næstu viku, 1 Washington öldungadeildarinnar fylgjandi frumvarpinu og það þvf sam- þykkt. Haraldur Kröyer tók fram að ekki væri ákveðið að frum- varpið yrði tekið fyrir í næstu viku, en Warren Magnússon, öldungadeildarþingmaður og flutningsmaður frumvarpsins, átti að sitja fund siðdegis í gær með deildarforsetum um ákvörðun dagskrár fyrir næstu viku. „Ég var fyrir stundu að tala við aðstoðar- mann Magnússons, og hann sagði að þeir væru nokkuð von- góðir um að frumvarpið yrði tekið fyrir f næstu viku. Hins vegar er mönnum ekki grun- laust um að tilraunir' séu f gangi, og þá jafnvel fyrir til- stilli Hvítahússins, til að fá málinu frestað," sagði sendi- herra. Haraldur Kröyer sagði að 200 mílna frumvarpið væri hins vegar svo mikilvægt mál fyrir ýmis ríki Bandaríkjanna að ' ýmsir gerður sér vonir um að Ford forseti beitti ekki neit- unarvaldi sinu gegn því nú er Framhald á bls. 18 hafa ásamt 15 fullorðnum gíslingu, en gáfu ótvírætt til kynna að líf hinna gíslanna væru í hættu. Til að leggja áherzlu á orð sfn ráku þeir tvívegis Framhald á bls. 18 Agreiningur Norðmanna og Sovétmanna um Barentshaf Ösló 5. desember AP — NTB ÁREIÐANLEGAR heimildir I Ösló hermdu f dag, að Norðmenn og Sovétmenn hefðu staðið upp frá samningaborðinu eftir tveggja vikna viðræður án þess að ná samkomulagi um miðlfnu á landgrunni Barentshafs. 1 yfirlýs- ingunni sem gefin var út f Osló f dag, sagði aðeins að viðræðurnar hefðu verið vinsamlegar og byggzt á staðreyndum og að þeim yrði haldið áfram sfðar. Ekki var sagt hvenær það yrði. Viðræðurnar hófust 24. nóvember og var það I annað skipti sem samninganefndir landanna hitt- ust til að ræða þetta mál. Talið er að svæðið milli N- Noregs og Spitzbergen geymi gífurlegt magn af olíu og gasi auk þess sem f Barentshafi eru ein auðugustu fiskimið heims. Svæðið hefur feiknalega hernaðarlega þýðingu bæði fyrir NATO og Varsjárbandalagið, þar sem það er hliðið fyrir sovézka Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.