Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1975 11 Agnar Guðnason: Heyverkun með lofttæmingu UNDIR ofangreindri fyrirsögn var birt í Morgunblaðinu 23. nóv. viðtal, sem Halldór Gunnarsson átti við Leif Einarsson, bónda í Nýjabæ. Lesendur þessa viðtals gætu hafa fengið þá hugmynd, að ráðunautur og sérfræðingar hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins væru óttalegir þöngulhausar, sem væru á móti votheysverkun og alveg sérstaklega andvígir loft- tæmingaraðferð Einars Guðjóns- sonar. Þá er fyrst að upplýsa þá Leif og Halldór, skömmu eftir að fyrsti votheysturn Einars var byggður í Hvammi undir Eyjafjöllum, þá var gerð athugun á vegum Bú- tæknideildar Rannsóknastofnun- ar landbúnaöarins á Lofttæming- araðferðinni. Ásamt Ölafi Guð- mundssyni, forstöðumanni Bú- tæknideildar, unnu þeir Haraldur Árnason og Magnús Sigsteinsson, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Is- lands að þessari athugun. Rétt er að geta þess vegna um- mæla Leifs að enginn búfræði- menntaður maður hafi skoðað turninn i Nýjabæ, að Jón R. Björnsson, fulltrúi hjá Fram- leiðsluráði og ritstjóri Búnaðar- blaðsins, skoðaði turninn og út- búnaðinn á síðastliðnu ári. Jón er með búfræðikandidatspróf frá Danmörku. Lofttæming í votheysgeymslum hefur verið reynd víða, sennilega eru fyrstu tilraunir gerðar i Þýzkalandi fyrir rúmum 20 árum. Arið 1959 voru hafnar tilraunir i Nýja-Sjálandi, en þar var fundin hentug aðferð til að læsa saman plastdúkum, sem breiddir höfðu verið undir og yfir votheysstæðu og síðan notuð sogdæla, til að draga loft úr heyinu. Þessi aðferð vakti þegar mikla athygli. Um 800 bændur í Nýja-Sjálandi verkuðu vothey á þennan hátt árið 1964. Aðferðin breiddist út til Evrópu og meira að segja á íslandi voru einir 8 bændur, sem fengu sér þennan útbúnað. Eftir tiltölulega stutta reynslu af þessari aðferð, hættu allir bændur við lofttæm- inguna. Þær erlendu tilraunaniðurstöð- ur, sem birtar hafa verið um þessa aðferð í samanburði við vot- heysverkun, þar sem notaður er plastdúkur til að útiloka, að loft komist í heyið, hafa gefið til kynna, að engin munur ér á gæó- um votheysins, hvort það er loft- tæmt eða ekki. Aðalatriðið er, að ekki komist nýtt loft í heyið. Til að tryggja góða votheysverk- un, þarf að sjálfsögðu að vanda til allra verkþátta: # Slá grasið í sprettu. # Helst slegið í þurru veðri. # Fvlla gevmsluna á sem skemmstum tíma. # Jafna hevinu vel og þjappa. # Útiloka, að loft komist í heyið. Það er hægt að fá ágætis verk- un í vothey án þess að nota íblöndunarefni eins og t.d. maura- sýru. En það hefur sýnt sig, að maurasýran er þó nokkur trygg- ing gegn lélegri verkun. Þegar hirt er beint með sláttutætara, mun sjaldgæft að í heyinu sé yfir 20% þurrefni og hvað þá þegar hirt er í rigningu, eins og oft þarf að gera hér á landi, en með þjöpp- un pressast allt laust vatn úr hey- inu og það skeður auðvitað við lofttæmingu. I flatgryfjum gerir traktorinn sama gagn, með því að aka honum fram og aftur yfir heyið. Þjappast það saman, vatnið pressast úr og loftrúm verður lít- ið. I turnum pressast loft og vatn úr heyinu, vegna þess þunga, sem sífellt bætist ofan á. Nauðsynlegt er að fylla geymsl- una á sem skemmstum tima, þannig að ekki myndist verulegur hiti í heyinu, áður en plastdúkur er breiddur yfir. Það loft sem fyrir er í heyinu eyðist á tiltölu- lega skömmum tíma (örfáum klukkustundum) vegna öndunar lifandi fruma. Við það myndast hiti, en hann verður óverulegur, ef nýtt loft kemst ekki í heyið. Á undanförnum árum hafa bændur óspart verið hvattir til aukinnar votheysverkunar. I handbók bænda hafa nær árlega verið birtar leiðbeiningar bæði um verkun votheys, byggingu vot- heysgeymslna og fóðrun á vot- heyi. Þrátt fyrir það er varla meira en 10% af heildarhey- fengnum verkað sem vothey, en ætti að vera um helmingur að minnsta kosti. Það hefur nokkuð þótt skorta á tækni við fóðrun á votheyi, en á seinni árum hefur komið á mark- aðinn fjölbreytt úrval af tækjum, bæði til að flytja vothey frá geymslu á garða og til losunar á votheyi úr stæðu. Við nýbygging- ar hafa á undanförnum árum ver- ið byggðar flatgryfjur; þar er auð- velt að koma tækninni við. Turn- ar Einars Guðjónssonar hafa sam- kvæmt viðtalinu verið mjög ódýr- ir i byggingu og gætu eflaust hentað víða, án þess að sé endi- lega verið að álíta, að Iofttæming sé nauðsynleg til að tryggja góða votheysverkun. Margir bændur hafa náð mjög góðum árangri í verkun votheys, án þess að þeir hafi notað loftæm- ingu. Fyrir örfáum dögum sá ég úrvals vothey hjá Eyjólfi Ágústs- syni, bónda í Hvammi í Landsveit. Hann klæddi veggi þurrheys- hlöðu með plastdúk, ók inn renn- blautu heyi, en notaði hest til að þjappa heyinu saman, breiddi síð- an plastdúk yfir, maurasýru var blandað i heyið. Heyið, sem hann var að gefa, var tiltölulega þurrt og nær iyktarlaust og ást ágæt- lega. Bændur í Strandasýslu verka mikið vothey, sumir nota maurasýru, aðrir ekki. Það er með votheysverkunina eins og svo margt annað, menn verða að læra af reynslunni, þótt stuðst sé við niðurstöður tilrauna og leiðbeiningar ráðunauta. Vot- heysverkun á ekki að vera neyð- arráðstöfun i óþurrkasumrum. Hún á að vera fastur liður í fóður- öflun hér á landi. Það er því jafn átakanlegt fyrir þá ráðunauta, sem í mörg ár hafa hvatt bændur til aukinnar votheysverkunar og þá Halldór og Leif að sjá hversu mikið fóður fer til spillis vegna rótgróinnar andúðar margra bænda á votheyinu. Herraföt úr terylene og riffluðu flaueli. Stakir sléttflauelsjakkar. Stakar terylenebuxur. Frábært litaúrval. 3 snið. Herra kuldajakkar. Leðurjakkar. Mittisleðurjakkar. Ótrúlegt úrval af peysum í mörgum gerðum og litum. (gæða jólavara). Herrarúllukragabolir Ný sending Men's Club skyrtur. Bindi. Slaufur. Sokkar og m.fl. Inega og Lewi's gallabuxur. Kvenkápur. Kvenbuxnadragtir úr sléttflaueli. Terelynebuxur með háum streng. Margir litir. Margar gerðir af bolum með og án rúllukraga úr frotté og acryl. Glæsilegt úrval af nýjum kvenpeysum. Einlitar kvenblússur, Kvenleðurjakkar, kvenmittispelsar. Sjöl. Nýtt — Nýtt — Nýtt Twomax ullarkjólar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.