Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1975 10 Endurminningar Meyvatns á Eiði BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur sent frá sér endurminningar Meyvants Sigurðssonar bónda og bílstjóra á Eiði Bókina skráði Jón Birgir Pétursson fréttastjón Hún er prýdd mörgum myndum en þær eru flestar tengdat fyrstu árum bílsins á íslandi, enda saga Meyvants samofin þróunarsögu blla á íslandi því hann var einn af þeim fyrstu sem tók bílpróf og er handhafi ökuskír- teinis númer 68. í tilkynningu frá útgáfunni um bók- ina segir: „Meyvant á Eiði er löngu landskunn- ur maður fyrir dugnað og atorku Hann á sér marga eðlisþætti; getur verið allra manna mildastur en einnig snöggur upp á lagið og hvatskeyttur Þótt ungur sé I útliti og anda þá er hann samt svo gamall að hann man aldamótakvöldið og hefur lifað tímana tvenna Hann kann frá mörgu að segja, allt frá þeim dögum er hann var kúskur og keyrði olíu í trétunnum á hestvögnum u*m bæinn og var kærður fyrir að aka slíkum vagni of hratt niður Suðurgöt- una, skylda var að flauta fyrir horn eftir að bílaöldin hófst og sjálfsagt þótti að bílstjórinn „afmeyjaði" brennivínsflösk- una Meyvant var einn af fyrstu vörubif- reiðastjórum á íslandi og rak um skeið sína eigin vörubílastöð þar til forystu- menn verkalýðsins knésettu þar einka- framtakið Á bernskuárum bílanna ruddi hann nokkrar ökuleiðir, sem ekki höfðu verið farnar áður. Hann ók Magga Júl. lækni um borgina milli sjúklinganna þegar spánska veikin geisaði og stóð við gaflinn á Laugar- nesspítalanum og horfði á þann sorg- lega atburð þegar kútter Ingvar fórst við Viðey. Meyvant hefur verið mikil- virkur félagsmálamaður og lengi þótt einn af ötulustu „kosningasmölum íhaldsins", eins og hann sjálfur segir." í tilefni af útkomu bókarinnar var haldinn blaðamannafundur á heimili Meyvants, Eiði. og bar þar margt á góma Meyvant hélt þar smátölu og sagði þar m.a. að það hefði verið keppikefli sitt að segja satt frá eftir beztu sannfæringu. MEYVANT á Eiði heldur á endurminningabók sinni og sitt hvorum megin við hann eru útgefandinn Örlygur Hálfdánarson (t.v.) og Jón Birgir Pétursson, sem skráði bókina. Ljósm Mbl. Friðþjófur. JÓLATRÉN KOMIN! eru Tegundir jólatrjáa DANSKT RAUÐGRENI ÞÝZkT BLÁGRENI DA^SKUR ÞINUR Jólatrjánum er öllum pakkað í þartil gerð nælonnet. Það er fótur fyrir því, að fallegustu jólatrén séu í ALASKA vw.! Sr/Kópavogslæk, BYLINU, Breiðholti Brlflge Reykjavíkur- mótið í tví- menning hefst í dag kl. 13,30 ÚRSLITAKEPPNI í Reykja- víkurmótinu hefst í dag kl. 13.30 og verður spilað í Domus Medica. Reykjavíkurmeistar- arnir frá í fyrra Stefán Guð- johnsen og Símon Simonarson verða meðal þátttakenda ásamt 27 efstu pörunum í und- ankeppninni. Röð efstu para f keppninni varð þessi: Gylfí Baldursson undan- — Sveinn Helgason Ásmundur Pálsson 395 — Hjalti Elíasson Guðmundur Sveinsson 380 — Þorgeir Eyjóifsson Guðlaugur Jóhannsson 379 — örn Arnþórsson Danfel Gunnarsson 376 — Steinberg Rfkharðsson Jón Asbjömsson 375 — Sfgtryggur Sigurðsson Guðjón Krístjánsson 374 — Þorvaldur Matthfasson Sigurður Sverrisson 373 — Sverrir Ármannsson Jóhann Jónsson 356 — Þráinn Finnbogason Hörður Arnþórsson 356 — Þórarinn Sigþórsson Bragí Jónsson 353 — Dagbjartur Grfmsson Gunnar Guðmundsson 347 — örn Guðmundsson Hörður Blöndal 347 — Þórir Sigurðsson Jón G. Jónsson 346 — óiafur H. ólafsson ólafur Jóhannesson 345 — Þórhallur Þorsteinsson Einar Þorfinnsson 343 — Páll Bergsson Rafn Kristjánsson 341 — Þorsteinn Kristjánsson Guðmundur Arnarson 340 — Jðn Baldursson Jóhann Guðlaugsson 339 — Sigrfður Ingibergsdóttir Björn Kristjánsson 338 — Þórður Elfasson Hilmar Ólafsson 337 — Jón Magnússon Guðmundur Pétursson 337 — Karl Sigurhjartarson Magnús Theódórsson 331 — Sigfús Arnason Jakob Ármannsson 324 — Páll Hjaltason Birgir Þorvaldsson 322 — Brynjólfur Bjarkan Gfsli Tryggvason 321 — Tryggvi Gfslason Gunnlaugur óskarsson 319 — Sigurður Steingrfmsson Magnús Apselund 317 — Steingrfmur Jónasson OLafur Lárusson 313 — Sigurjón Tryggvason Guðbrandur Sigurbergsson 311 — Sigurbcrg Elentfnuson 300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.