Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1975
Austurbær
Miðbær
ingólfsstræti
Bergstaðarstræti,
Vesturbær
Ægissíða
Blað-
burðarfólk
Úthverfi
Laugarásvegur 1—37
Laugateigur
Álfheimar hærri
númer
Uppl. í síma 35408
BARNAKLOSSAR
Vorum að taka upp nýjar gerðir af barnakloss-
um aldrei meira úrval.
GEísIP
H
Grindavík
Aðalfundur
Aðalfundur sjálfstæðisfélags Grindavikur
verður haldinn í félagsheimilinu Festi, í
Grindavík, laugardaginn 13. des. n.k. og
hefst hann kl. 14.
Dagskrá.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Ávarp Oddur Ólafsson, alþingismaður.
Kaffiveitinqar. Stjórnin.
Garðhreppingar
Huginn, F.U.S. í Garða- og
Bessastaðahreppi
Aðalfundur Hugins F.U.S. í Garða- og Bessa-
staðahreppi verður haldinn þnðjudaginn 9. des-
ember kl. 20.30 að Lyrigási 1 2.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Ólafur G.
Einarsson, alþingismaður ræða um sveitarstjórn-
armál almennt og væntanleg kaupstaðarréttindi
Garðahrepps.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og nýir
félagar eru velkomnir.
Akranes
Sjálfstæðiskvennafélagið Bára Akranesi heldur aðalfund þriðjudaginn
9. desember kl. 20.30 í sjálfstæðishúsinu við Heiðarbraut.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sýnikennsla i laufabrauðsgerð.
Jólakaffi.
Stjórnin.
.. í,.. . *•»
SÖGUR af dýrum og frásagnir
blaðanna af atvikum, sem þau
eiga meiri eða minni hlut að
máli, er ætíð vinsæit efni. Á
þessu ári hefur það komið
nokkrum sinnum fyrir að sagt
hefur verið frá hundum sem
hafa unnið ýmis afrek og bjarg-
að mannslífum. Hundur bjarg-
aði heimilisfólki á bæ einum,
þar sem eldur kom upp um
nótt. Sporhundur fann gamlan
mann suður í Öskjuhlíð um há-
nótt, en gamli maðurinn hafði
lagzt fyrir villtur orðinn og úr-
vinda af þreytu. Loks er svo
frásögnin á dögunum af tíkinni
vestur á Patreksfirði, sem barg
lífi hins þjóðkunna trillukarls
Andrésar.
. og Hringur tekur við póstinum.
Vildi ekki fara heim
með blaðapakkann og
léthann detta oní skurðinn
Þessi saga sem hér verður
reynt að segja rifjaðist upp
fyrir mér eitt kvöldið um dag-
inn, en hún er ekki um björg-
unarafrek eða eitthvað í þeim
dúr. Þetta er eiginlega
skemmtisaga af heimilishund-
inum í Garði í Hrunamanna-
hreppi, en söguna sagði mér
málsmetandi bóndi þar eystra
og leitaði ég siðan stáðfestingar
á henni hjá Garðs-bóndanum,
Einari Hailgrímssyni, sem þar
býr ásamt konu sinni Sigur-
björgu Hreiðarsdóttur.
Þessi saga vakti athygli í
sveitinni og voru ýmsir sem
ekki vildu leggja trúnað á hana
fyrst í stað að minnsta kosti.
Heimilishundur þeirra Sigur-
bjargar og Einars í Garði er nú
átta ára. Hann er af Lassy-kyni
og er kallaður Hringur. Hann
var hvolpur, er hann var van-
inn á það að fara yfir að næsta
bæ, Hvammi, til að sækja
Morgunblaðið. Þangað kom það
með mjólkurbílnum, sem
tengdasonur Garðshjónanna ók
í þá daga. Þá önnuðust mjólkur-
bílarnir póstflutninga þar
eystra.
Fyrir um það bil þremur
árum var gerð sú breyting á
póstdreifingunni að farið var
að senda póstbíla daglega með
bréfa- og blaðapóstinn. Hringi
lærðist það fljótlega að fara í
veg fyrir póstbílinn til að sækja
póstinn til húsbænda sinna og
þessu daglega starfi skilar
hann af stakri samvizkusemi.
Við heimreiðina að Garði
stendur Hringur þegar póstbíll-
inn kemur. Póstbílstjórinn fer í
pósttöskuna og sækir póstinn,
réttir hann út um gluggann en
þar tekur Hringur póstinn fim-
lega í kjaftinn og skokkar síðan
með hann heim til sín. —
Þannig hefur þetta gengið og
gengur alltaf. — En svo var það
dag einn í vor er leið að hið
óvænta gerðist. Þegar Hringi
var réttur pósturinn greip hann
póstinn í kjaftinn að venju, en
snerist á hæl og snaraðist fram
á skurðbrún við veginn i stað
þess að skokka strax heim. Á
skurðbrúninni lét Hringur
póstinn — sem var blaðapakki
— detta beint ofan í skurðinn.
— Póstmaðurinn, sem hafði
horft á eftir hundinum, snaraði
sér í hvelli út úr bílnum og
fram á skurðbarminn og niður í
skurðinn og náði blaðapakk-
anum. Hann hafði ekki vandað
Hringi kveðjurnar. — En viti
menn. Þessi blaðapakki var alls
ekki merktur Garðsheimilinu.
Póstbílstjórinn fór í pósttösk-
una — þar var blaðapakkinn til
Einars í Garði: Morgunblaðið.
— En blaðapakkinn sem
Hringur hafði látið detta I
skurðinn var merktur öðru
heimili í sveitinni og í þeim
pakka var ekki Morgunblaðið
heldur Þjóðviljinn. — Póstbíl-
stjórinn fékk nú Hringi
Morgunblaðspakkann sem
hann greip léttilega í skoltinn
og skokkaði heim í hlað, stoltur
að vanda.
Ekki er svo þessi saga af
Hringi i Garði lengri, en margir
eru þeir, sem til þekkja austur í
Hreppum, sem hafa skemmt sér
yfir þessari sögu.
— Og svo til að þessi stutta
frásögn væri nú i lagi, las ég
hana fyrir Einar í Garði, sem
sagði hana pottþétta. Sv. Þ.
Hamborgarjólatréð til Reykja-
víkurhafnar 1 tíunda skipti
SUNNUDAGINN 7. desember
n.k. kl. 16.00 verður i tiunda sinn
kveikt á jólatrénu, sem Reykja-
vfkurhöfn hefur fengið sent und-
anfarin ár frá Hamborg. Tréð er
gjöf frá klúbbnum Wikinger-
runde, sem er félagsskapur fyrr-
verandi sjómanna, blaða- og verzl-
unarmanna f Hamborg og ná-
grenni.
I ár, þegar Hamborgarjólatréð
er afhent í 10. skipti, eru einnig
liðin 500 ár frá því að Hamborgar-
ar hófu siglingar hingað, en heim-
ildir eru um, að árið 1475 hafi
tveimur skipum verið haldið frá
Hamborg i verzlunarleiðangur til
Islands. Af þessu tilefni kemur
hingað til lands dr. Mönkemeier,
hafnarstjóri Hamborgarhafnar,
og frú, O. Dreyer-Eimbecke, ræð-
ismaður tslands f Hamborg ásamt
félögum úr Wikingerrunde til
þess að afhenda tréð. Með í þess-
um hópi eru frumkvöðlar hug-
myndarinnar um Hamborgarjóla-
tréð, þeir Werner Hoenig, fulltrúi
Flugleiða í Hamborg og Hans
Hermann Schúnz hjá norður-
þýzka útvarpinu.
Einnig er í hópnum H. Grunen-
bere. binemaður. sem tekið hefur
þátt i viðræðum um landhelgis-
samningana.
Kveikt verður á trénu við Hafn-
arbúðir kl. 16.00 sunnudaginn 7.
desember. Dr. Mönkenmeier,
hafnarstjóri í Hamborg, mun af-
henda tréð, en Gunnar B. Guð-
mundsson, hafnarstjóri, veitir því
viðtöku að viðstöddum borgar-
stjóranum í Reykjavfk, sendi-
herra þýzka sambandslýðveldis-
ins á Islandi og öðrum gestum.
Lúðrasveit Reykjavíkur
leika við athöfnina.
1/2
gefið...
íslenzka hljómplötu i jólagjöf
ódýr og góð gjöf
mun
S9