Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1975 25 fclk f fréttum Max Nielsen fórst í slysi HINN kunni danski hand- knattleiksmaður Max Nielsen fórst í bifreiðarslysi f Vestur- Þýzkalandi s.l. sunnudag, en hann, var þá á leið til Dan- merkur í bifreið sinni ásamt öðrum þekktum handknatt- leiksmanni, Jörgen Vodsgaard. Þeir félagar höfðu umboð fyrir vörur Hummel- sportvörugerðarinnar og höfðu farið til Þýzkalands í viðskipta- erindum. Á leiðinni til Dan- merkur ók Vodsgaard bif- reiðinni lengst af, en við Hamborg tók Nielsen við og skömmu síðar varð slysið, er hann var að aka fram úr bif- reið á um 80 kílómetra hraða. Rann bifreið handknattleiks- mannanna til í hálku og hafn- aði utan vegar. Nielsen fór i gegnum framrúðuna og hlaut svo slæman höfuðáverka að hann lézt á Ieiðinni í sjúkra- hús. Jörgen Vodsgaard slapp hins vegar með smáskrámur en hann hafði verið i öryggis- belti, en Nielsen ekki. Max Nielsen átti að baki 81 landsleik með danska hand- knattleiksliðinu og var kunnur hérlendis bæði frá leikjum með danska landsliðinu og eins félagsliði sínu, Efter- slægten, sem kom hingað f heimsókn i fyrravor í boði Hauka f Hafnarfirði. — Litið verði. . . Framhald af bls. 19 mílna fiskveiðilögsögu okkar og leiti ekki eftir veiðiheimildum innan hennar svo lengi sem fiski- stofnarnir eru það veikir, að Is- lendingar geta og verða að full- nýta þá til að tryggja lffsafkomu bjóðarinnar. Þá ber að leggja áherzlu á að stuðningur EBE-ríkja við sjávar- útveg þessara landa muni leiða til þess, að þau geti selt fiskafurðir undir framleiðsluverði. Háþróuðum iðnaðarþjóðum þar sem sjávarútvegur skiptir sára- litlu máli, munar lítið um slíkar fjárveitingar, sem síðan stýra markaðsverði og skerðir sam- keppnisaðstöðu fiskafurða okkar. Þannig getum við verið þvingaðir til að selja framleiðslu okkar undir kostnaðarverði, sem þýðir skert lífskjör okkar. Þetta er mál, sem mjög þarf að hyggja að, ekki sízt eftir að fullur sigur er unninn í landhelgismálum okkar, sem væntanlega verður við lyktir haf- réttarráðstefnu S.þ. ÖRYGGI ISLENZKU ÞJÓÐAR- INNAR. Þriðja meginatriði tillögu minnar varðar öryggi íslenzku þjóðarinnar. Tryggja þarf öryggi tslands f hugsanlegum hernaðar- átökum. I því sambandi þarf sér- staklega að hafa í huga að helmingur íslenzku þjóðarinnar býr í samfelldu þéttbýli á tiltölu- lega takmörkuðu svæði. Kristján rakti nokkur tímabil í utanrikismálum okkar. Við hefðum átt lítil samskipti við aðr- ar þjóðir en Dani lengi framan af. Það hefði verið einangrunartíma- bil þjóðarinnar. Síðan taka við vaxandi samskipti við aðrar þjóðir 1874—1918, en þá hafi heimsstyrjöldin fyrri leitt til þess að við urðum f vaxandi mæli að sjá sjálfir málum okkar borgið. Þar næst kemur hlutleysisstefnan frá 1918 fram að síðari heims- styrjöldinni en í henni hefði sú stefna beðið algjört skipbrot. Þá hefði utanríkisstefna okkar breytzt í ljósi nýrra viðblasandi staðreynda og reynslunnar í heimsstyrjöldinni. Þá hefðum við horfið frá hlutleysisstefnu að varnarsamvinnu vestrænna ríkja, sem tryggt hefði öryggi þjóða og frið í okkar heimshluta, allargötur sfðan. Liður í þessari nýju utan- ríkisstefnu hefði verið varnar- samningur við Bandaríki Norður- Ameríku. Síðan fór ræðumaður nokkrum orðum um framvindu í alþjóða- málum, hernaðarlega og stjórn- málalega baráttu stórveldanna og hvern vanda hnattstaða okkar færði okkur á hendur. Hernaðar- jafnvægi austurs og vesturs hefði dregið úr ófriðarhættu og aðild okkar að Nato tryggt öryggi okkar; fyrirbyggt að varnarleysi okkar biði hættunni heim, ef til átaka kæmi í okkar heimshluta. Kristján tók skýrt fram, að þó að tillaga hans fjallaði í samhengi um lífsmöguleika íslenzkrar þjóðar, hagsmuni á sviði efna- hagsmála og varnarmála, kæmi alls ekki til greina að hans mati, að krefjast gjalds fyrir varnar- stöðina á Keflavíkurflugvelli, sem þar væri jafnt f okkar þágu og bandalagsþjóða okkar. Það sem íslendingum ríður hins vegar öllu öðru fremur á í skiptum við vestrænar þjóðir er að geta notið eðlilegra viðskipta- kjara fyrir útflutningsfram- leiðslu sfna og frið um þær auð- lindir, sem lífsafkoma þeirra grundvallaðist á. (Ræða Kristjáns J. Gunnars- sonar, sem hér hefur verið laus- lega rakin í endursögn, er mikið stytt, sökum rúmleysis í blaðinu). — FH Framhald af bls. 31 liðinu. Af Norðmönnunum eru þeir fremstir í flokki Allan Gjerde fyrirliði Oppsals og lands- liðsins og Pál Bye markvörðurinn snjalli, sem aldrei stendur sig bet- ur en í leikjum gegn íslenzkum liðum. Þessi stóri og stæðilegi markvörður, sem notar fleiri púða og bólstra en aðrir mark- verðir og notar skó númer 48 hefur leikið hvorki meira né minna en 113 landsleiki fyrir Nor- eg og hefur enginn Norðmaður leikiö fleiri landsleiki i hand- knattleik en hann. Forystumenn Oppsals létu ný- lega hafa það eftir sér í blaðavið- tali að þeir væru allt annað en öruggir með að komast áfram i Evrópukeppninni. Lið FH hefði leikið undir getu í leiknum i Ösló og leikaðferð liðsins hefði þá ver- ið að halda knettinum, sem alls ekki sé við hæfi FH-liðsins. MUNIÐ jólasöfnun Mæðra- styrks- nefndar Njálsgötu 3 Opið daglega frá kl. 11-6 Úttaraskreytingar btómouol Groðurhusið v/Sigtun simi 36770 Jóla- basar að Hallveigarstöðum Hinn árlegi jólabasar félagsins verður að Hallveigarstöðum sunnudaginn 7. desember og hefst kl. 2 e.h. Fjölbreytt vöruval og gómsætar heimabakaðar kökur. Við eyinga félagid Sparið rafmagn! Notið NOBÖ termistorstýrða rafofna Termistorstýrður Auðveld stilling. hitastillir. Spyrjiö um álit fagmanna. Myndlistar hjá rafverk- tökum um land allt. Söluumboð Lf.R. Hólatorgi 2. Simi: 16694

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.