Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1975
Nóvember:
Yfirlit yfir sölur
á loðnumjöli, fisk-
mjöli og karfam jöli
HÉR FER á eftir yfirlit yfir sölur á loðnumjöli, fiskmjöli
og karfamjöli í nóvembermánuði sl. Yfirlit þetta birtist í
nýútkomnu dreifibréfi Félags ísl. fiskmjölsframleið-
enda:
Skólaganga sumra
barna strandar á
15 þúsund kr.
— rætt við Njál Þóroddsson, sem
nýlega er kominn frá Ghana
„ÞAÐ ER mikill munur á lífs-
kjörum fóks hér og í Ghana.
Þar eiga fæstir nokkuð og
maður sér varla börn með leik-
föng. Ég minnist þess að hafa
einu sinni séð dreng á hjóli,“
sagði Njáll Þóroddsson f sam-
tali við Morgunblaðið, en hann
er nýlega kominn úr mánaðar-
löngu ferðalagi til Ghana. Njáll
sagði að efnahagsleg uppbygg-
ing væri mjög aðkallandi i
Ghana.
„Landið hefði mikla mögu-
leika frá náttúrunnar hendi,
býr m.a. yfir náttúrulegum auð-
æfum eins og harðviði, en hann
vex þarna mjög ört, og gróður-
mold er mjög frjósöm og gefur
mikla ræktunarmöguleika. En
þjóðina vantar tilfinnanlega
fjármagn og menntað fólk.
Ghanamenn leggja þess vegna
áherslu á að flytja inn erlent
fjármagn og ég kynntist þarna
Itölum, sem eru að reisa
tuttugu verksmiðjur í landinu,
þar á meðal húsgagnaverk-
smiðju, sem framleiðir fyrir er-
lendan markað."
Njáll sagði að skólakerfið
gæfi góða mynd af þeim and-
stæðum, sem væru á milli þjóð-
félaganna f Ghana og á íslandi.
„Þó að almenn skólaskylda sé
frá 6 til 16 ára aldurs, geta
stjórnvöld hvergi fullnægt
henni, vegna skorts á skóla-
húsnæði og kennurum. Auk
þess kemur fátækt í veg fyrir
að mörg börn geti gengið í
skóla. Ég kynntist þarna
aðstoðarrektor í einum mennta-
skóla og hann sagði mér sum
börn kæmust aldrei f skóla
vegna ferðakostnaðar. Hann
sagði mér að skólaganga
þessara barna strandaði á um
15 þúsundum íslenzkra króna.
Og þó vantar þarna mennta-
menn.“
Benti Njáll á hvað íslenzkir
einstaklingar gætu gert mikið
fyrir aðra fyrir tiltölulega litlar
fórnir. 15 þúsund krónur, sem
litlu máli virtust skipta fyrir
hinn venjulega íslending gætu
haft úrslitaáhrif fyrir Iíf ein-
staklinga í Ghana.
Njáll sagði einnig að spill-
ingar gætti nokkuð í stjórnar-
fari. Þegar ég var þarna var
hálfgerð stjórnarkreppa, þvf
þrfr ráðherrar höfðu viljað fara
aðra leið f dýrtíðarmálum og
gagnrýnt samráðherra sína.
Þeir voru strax handjárnaðir og
dæmdir í fimm til sex ára
þrælkunarvinnu. En stjórnin
vill vel og hefur mjög jákvæða
stefnuskrá og vill ná þjóðinni
upp úr minnimáttarkennd, sem
greinilega verður vart og sið-
ferðisskorti, sem gætir. Dæmi
um það er að stjórnin varð að
gefa út bækling þar sem fólk
var hvatt til að hætta vinnu-
svikum eins og að mæta í vinnu
og stimpla sig inn að morgni,
fara sVo heim og koma ekki
aftur á vinnustað fyrr en um
kvöld til að stimpla sig út.
Þegar rfkisstjórnin sér sig
knúna til að gefa svona bækling
hlýtur siðspillingin að vera
töluverð. Nú stjórnin reynir
líka mikið til að ýta undir stolt
Þjóðarinnar, sem er niðurbælt
eftir langvarandi erlenda
stjórn. Þeim svíður t.d. sárt að
heyra orð eins og „þróunar-
land“ og mega helzt ekki heyra
það um land sitt og eins verður
maður að gæta sfn á að nofa
ekki orðið „negri" heldur
„Afríkumaður“.
„En sú stétt, sem nú stjórnar
lærdómsmennirnir, hefur þó
tekið upp marga siði hinna
erlendu stjórnarherra og
umlykja sig þjónaliði og gefa
skipanir í allar áttir. Þeir hafa
einnig há laun og tekjumunur í
landinu hefur einmitt skapað
stéttamismun. Menn sem eru í
lykilstöðu, t.d. tæknimenn eða
þeir sem hafa stjórnun á hendi
njóta forréttinda og hafa sér-‘
stök vegabréf, sem gera þeim
alla vegi færa. En þessir menn
eru þá jafnframt á skrá hjá
yfirvöldum".
Um fólkið sagði Njáll að það
væri yfirleitt viðmótsþýtt og
ekki væri laust við að gremju
gætti undir niðri í garð útlend-
inga og þá fyrir rfkidæmi
þeirra, enda liðu Ghanamenn
fyrir fátæktina.