Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1975 17 Þjóðlegir þankar Skúli Guðjónsson: SVO HLEYPUR ÆSKAN UNGA. □ 180 bls. □ Skuggsjá 1975. Skúli Guðjónsson segir frá þvf í formála þessarar bókar að hann hafi í fyrrahaust hringt til Olivers Steins „til að þakka honum fyrir ánægjuleg við- skipti í sambandi við útgáfu á Heyrt en ekki séð“ og spurt hann um leið hvort hann væri til með að gefa út aðra bók eftir sig. Útgefandinn hefði svarað: „Já, því ekki það.“ Sfðan segir Skúli: „Þegar eg fór að hug- leiða þetta samtal okkar eftir á, fann eg mér til mikillar skelf- ingar, að eg hafði hagað mér eins og glópur. Eg átti ekkert handrit að bók.“ Nú voru góð ráð dýr — að drifa saman handrit. Og út er bókin komin. Með hliðsjón af ofangreindum gangi málanna skilst gerr en ella að hér er samtíningur á ferðinni, haria sundurleitur, og tveir veiga- mestu þættir bókarinnar hafa áður verið fluttir í útvarp og á ég þá við erindin Um gesti og gestakomur og Fornar ástir og þjóðlegt klám. Auk þeirra eru þarna minningabrot frá bernskuárum, þættir af minnis- stæðum mönnum á heimaslóð- um höfundar, þáttur sem heitir Með blindu fólki og að lokum stutt minningargrein um telpu, jafnöldru og skólasystur höf- undar, sem lést ung að árum. Segir höfundur það vera „svip- mynd úr mínu eigin lífi frá þeirri stund, er ég gerði mér það ljóst, að bernskan var á enda og gangan mikla gegnum lífið var hafin. Sú ganga, er hjá Skúll Guðjónsson öllum endar á einn og sama veg.“ Skúli Guðjónsson er löngu þjóðkunnur maður, sumpart af bókum sínum sem nú eru orðn- ar fjórar talsins en þó fyrst og fremst af erindum sínum sem Pétur Sumarliðason hefur flutt Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON í útvarpinu. Hafa þau, að minnsta kosti sum hver, verið f flokki áheyrilegasta útvarps- efnis sem borist hefur úr dreif- býlinu á seinni árum, fjörlega samin, nokkuð háði blandin stundum en einnig oft fróðleg. Um gesti og gestakomur er að mínum dómi í tölu bestu erinda Skúla en þar rekur hann eftir eigin minni og öðrum heim- ildum ýmsar venjur tengdar þeim atburði sem ærið þótti til- breytingasamur f gamla daga, það er þegar gest bar að garði; viðtökur, viðurgerning, kveðj- ur, fylgd úr hlaði og þar fram eftir götunum. Skúli hefur tekið eftir smáu atriðunum f daglega lífinu en þau skipta verulegu máli þegar verið er að lýsa þjóðháttum fyrri tíðar sem nú eru óðum að fyrnast og gleymast og fáir eru orðnir dómbærir um hvort rétt sé hermt eður eigi. Hitt erindið, Fornar ástir og þjóðlegt klám, er fjörlega samið og skemmtilegt en því miður berandi ranga fyrirsögn því klámi er þar lítt fyrir að fara heldur eru þetta hugleiðingar um afstöðu fólks almennt til kynferðismála fyrr á tfð með skírskotun til frjálslegra um- ræðna um sömu mál nú á dög- um. Og ósköp ffnt í sakirnar farið. I rauninni er erindið ámóta upp byggt og fyrrnefnda erindið, um gestakomurnar, segir t. d. frá gömlum venjum i sambandi við trúlofanir og til- hugalíf og er það út af fyrir sig fróðleg upprifjun á athyglis- verðu efni. En klám er það ekki, hvorki þjóðlegt né óþjóð- legt. Á titilblaði stendur að Pétur Sumarliðason hafi búið bókina til prentunar og séð um útgáf- una. Ekki þarf að fetta fingur út í það verk nema hvað benda má á að prófarkir hefðu þurft að vera betur lesnar. Prentvill- urnar eru hvimleiðar, einkum ef hliðsjón er höfð af að Skúli Guðjónsson er vandvirkur rit- höfundur og skrifar jafnan málfarslega hreinan texta. Þjóð í járnum Q Björn Th. Björnsson: □ HAUSTSKIP. J Heimildasaga. □ Teikningar: Hilmar Þ. Helgason. □ Mál og menning 1975. íslenskir sakamenn í dönskum þrældómi á tímabil- inu 1745—1763 er viðfangsefni Björns Th. Björnssonar f Haust- skipum. Hin svokölluðu haust- skip fluttu þessa menn frá ís- landi til Danmerkur. I kafla, sem nefnist Þjóðin týnda, kemst Björn Th. Björnsson þannig að orði: „Islenzkir valdsmenn létu sér ekkert koma við hvað um fólkið varð sem þeir dæmdu; vissu naumast sjálfir hvert þeir dæmdu það. Islenzk fræði, snapvísustu persónufræði sem til munu um jarðarkringluna, hafa og af trúnaði gætt þessa arfasiðs: Hvergi er þar ýjað að þessu fólki, fremur en það hafi aldrei verið til. Enginn slíkur er ættfaðir neins, móðir, sonur né bróðir: I þeim fræðum er þetta og þjóðin týnda.“ Magnús Gíslason amtmaður skrifar konungi bréf 27. september 1757, m. a. um nauðsyn þess að koma upp ís- lensku tugthúsi svo að ekki horfi til landauðnar vegna út- flutnings sakamanna. Hann segir einnig svo að stuðst sé við þýðingu Björns Th. Björns- sonar á bréfinu „að dómur til æviþrælkunar hafi glatt marg- an slfkan syndara, sem þá hafi verið vissaður um lífsframfæri, er honum hafi verið ógerningur að sjá sér fyrir hér heima; slfk eymd er óheyrð í nokkru öðru landi“. Björn Bendir á að „jafnvel íslendingarnir í Kaup- mannahöfn, ættjarðarvinir eins og Jón Eiríksson, Sæmundur Hólm eða Eggert Ólafsson, vita ekki af því að í annarri næstu götu við þá eða næsta hverfi þreyi heil þjóð landa þeirra sem muni aldrei aftur sjá ís- land risa úr sæ. Jón Sigurðsson klígjaði jafnvel ekkert við því að taka sér búsetu á þriðju hæð hússins á horni Austurveggjar og Stokkhússgötu, þaðan sem sjá mátti úr gluggum beint niður í húsagarða þrælakist- unnar“. íslenskir valdsmenn fá heldur lélega einkunn í Haust- skipum að undanskildum þeim Magnúsi Gíslasyni og Skúla Magnússyni. Þeir eru ráðlausir og fákunnandi, en umfram allt skoplegir eins og til dæmis Guð- mundur Sigurðsson sýslumaður á Ingjaldshóli, sem varð að lúta Björn Th. Björnsson í lægra haldi fyrir Árna Gríms- syni Grundarfjarðarkrambúð- arþjófi. Sagan af Árna hefur á sér ævintýrablæ, enda einstök. Vegna þess að dómurinn yfir honum var ekki staðfestur af rétti vildu Danir ekki taka við honum og sendu Guðmundi hann aftur. Birni Th. Björnssyni er það vitanlega ljóst að saga eins og þessi yrði þurr lesning, ef hún væri eingöngu heimild, enginn skáldskapur. Hann grípur þess vegna til sama ráðs og Thorkild Bökmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Hansen í Slavernes skibe og öðrum bókum um danska þrælasölu í Vestur-Indíum að gæða frásögnina skáldlegu lífi, leyfa ímyndunaraflinu að njóta sfn. Höfundur Haustskipa er af þessum sökum ákaflega frjáls þegar hann setur saman texta sinn. Hið skáldlega millispil fer hann sparlega með, en óhætt er að segja að það er oft hugvits- samlegt og skemmtilegt þött sumt orki tvímælis. Haustskip er viðamikil bók og væri hún nær eingöngu Upptalning á högum íslenskra sakamanna í dönskum járnum yrði hún til-. breytingarlaus lestur. Millispil Björns auk mynda Hilmars Þ. Helgasonar, sem eru óvenju heilsteyptar myndskreytingar, gera bókina aðgengilegri. Að sjálfsögðu eru Haustskip merkileg bók fyrir heimilda- könnunina eina saman. Björn Th. Björnsson dregur fram í dagsljósið vanræktan þátt Is- landssögunnar og tekst með því móti að vekja okkur til umhugs- unar um visst tímabil og þá getur endurmat verið skammt undan. Verk hans má skoða frá ýmsum sjónarhornum þótt Ijóst sé með hverjum sambúðin er. Einhvern veginn er þó eins og sögunni sé ekki lokið. Vorið 1763 voru íslensku fangarnir fluttir norður á Finnmörk. Hvað varð af þeim eftir það lýsa Haustskip ekki, en sagt er frá sumrinu góða 1759 þegar manndauða lýkur á Islandi og útlegðardómum slotar. Stíll Björns Th. Björnssonar er skrautlegur, stundum of- hlaðinn. Að þessu sinni virðist mér hann hafa gaett hófs og er það út af fyrir sig virðingarvert vegna þess að aldarfarið, sem lýst er, gefur tækifæri til stíl- æfinga, samanber málfar emb- ættismanna. Danskt og þýskt mál er víða í textanum, yfirleitt endursagt á íslensku, en þó ekki alltaf. Ef einhverjir skyldu halda að þetta gæti fælt almennan lesanda frá bókinni er það mikill misskilningur. Þetta er ekki einungis bók handa sérfræðingum og lærð- um mönnum þótt mörgu sé til skila haldið. Helsti kostur fræðimennsku Björns Th. Björnssonar (þetta gildir lika um listrýni hans) er ljós fram- setning, yljuð rómantískri glóð. Þetta veldur þvi að hann á auð- velt með að ná til lesenda og nýtur hylli þeirra. Peningarnir og valdið Q Frederick Forsyth: □ BARIZT FYRIR BORGUN. (The dogs of war) □ Hersteinn Pálsson þýddi. Q Isafoldarprentsmiðja 1975. I sögum Fredericks Forsyths er venjulega sterk blanda af glæpum og stjórnmálum. Þetta vita þeir, sem lesið hafa Dag sjakalans og Odessaskjölin. Þriðja skáldsaga hans Barizt fyrir borgun bregst ekki heldur að þessu leyti. I henni er fjallað um erlenda ásælni í nýfrjálsu Afríkuríki, baráttuglaða mála- liða og ýmislegt fleira, sem ekki má vanta í metsölubókum. Hetja bókarinnar, Shannon, fræðir ástkonu sína um hlutina eins og þeir blasa við frá hans bæjardyrum og er ekki ólíklegt að hann tali fyrir munn höfundarins: „I heimi komm- únista — og þú skalt ekki vera það barn að halda, að leiðtogar kommúnista séu friðsamir — er gjaldmiðillinn vald, vald, vald og meira vald, hversu margt fólk sem þarf að deyja, til þess að þeir öðlist það. 1 heimi auð- valdsins er valdið peningar. Meiri og meiri peningar. Olía, gull, hlutabréf og verðbréf, fleiri og fleiri, eru keppikeflin, jafnvel þótt menn þurfi að ljúga, stela, múta og svikja til að öðlast þetta. Slíkir menn græða peninga, og með pen- ingunum má kaupa vald. Þegar öllu er á botninn hvolft, veltur allt á valdagræðginni. Ef þeir halda, að aukin völd fáist ekki nema með stríði, þá verður strlð. Allt þetta tal um hug- sjónir er hreinn þvættingur." Væntanlegir lesendur Barizt fyrir borgun, sem kaupa bókina til að ná sér í gott afþreyingar- efni, skulu ekki hræddir með fleiri tilvitnunum af þessu tagi. Slíkar ræður eru ekki algengar hjá Frederick Forsyth þótt þær segi töluvert um höfundinn. Aftur á móti má segja að óvenju langur aðdragandi sé að þessu sinni að þeim atburðum, Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON sem úrslitum ráða, sjálfum bar- daganum. Höfundurinn er kunnur fyrir að lýsa smáatrið- um með þeim hætti að les- andinn áttar sig betur en ella á því, sem máli skiptir. Hér virðist mér hann of smámuna- samur og eins og hann sé að treina sér efnið. Sagan, sem á sér ýmsar hliðstæður, verður ekki nógu trúverðug i höndum höfundar vegna þess hve hann leggur mikla áherslu á reyfara- kennda frásögn. Oftast er þó eins og hann sé á báðum áttum. Hvaða lesendum ber höfundi eins og honum að þóknast: þeim, sem vilja sögu með stoð í veruleikanum, eða þeim, sem vilja ekkert annað en æsisögu. Þegar Frederick Forsyth tekst að fara bil beggja, og það kann hann flestum höfundum betur, eru sögur hans skemmtilegt lestrarefni. A Barizt fyrir borg- un eru nokkur þreytumerki höfundar, sem samið hefur tvær metsölubækur og komið með þeim í senn til móts við vandláta lesendur og þá, sem gera minni kröfur. Það er skilj- anlegt. Sagan veldur nokkrum vonbrigðum af því að hún er eftir Frederick Forsyth. Þrátt fyrir það munu margir hafa gaman af henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.