Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1975
Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri:
Aðhalds verði gætt í
rekstri borgarinnar
Brúttótekjur skattgreiðenda hækka um
27% og aðstöðugjaldskyld velta meira en 35%
BORGARSTJÓRI, Birgir Isl. Gunnarsson, fylgdi í fyrra-
dag úr hlaði, í ítarlegu ruáli, frumvarpi að fjárhagsáætl-
un Reykjavíkurborgar tyrir árið 1976. I ræðu hans kom
m.a. fram, að áætlaðar heildartekjur borgarsjóðs á næsta
ári eru um 7.3 milljarðar króna, sem er 22.3% hækkun
frá yfirstandandi ári. Rekstrarútgjöld borgarsjóðs eru
hins vegar áætluð rúmlega 5 milljarðar króna, sem er
26.4% hækkun milli ára. Sé nýbygging gatna og holræsa
ekki meðtalin nemur raunveruleg hækkun rekstrarút-
gjalda 20.8%. Hér á eftir verða lauslega og efnislega
raktir þeir kaflar úr ræðu borgarstjóra, er fjölluðu
sérstaklega um það meginatriði: hverjar eru tekjur
borgarsjóðs, hvaðan koma þær og hvern veg verður þeim
varið.
Borgarstjóri tók fram að óvfst
væri, hvort hægt væri að afgreiða
fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir
áramót, þar eð enn lægi ekki ljóst
fyrir hvort og þá hvern veg Al-
þingi myndi breyta lagaákvæðum
um kostnaðarhluta sveitarfélaga í
ýmsum opinberum rekstri og/eða
framkvæmdum.
Rekstrargjöld
borgarsjóðs
Borgarstjóri gat þess að
rekstrarútgjöld borgarsjóðs
myndu hækka úr 4.3 milljörðum í
rúmar 5 milljarða króna, eða
26.4%. Hækkun rekstrarútgjalda
yrði þó aðeins 20.7%, ef
Til fþróttamála skal verja sam-
tals 127.6 m. kr., þar af til rekstr-
ar þriggja sundstaða um 40.0 m.
kr. Kostnaður við íþróttasvæði er
áætlaður 33.0 m. kr., þar í sérstök
fjárveiting til viðgerða á Laugar-
dalsvelli (6.5 m. kr.). Rekstur og
mannvirkjagerð íþróttafélaga fær
43.5 m. kr.
Framlag til útiveru er 270.3 m.
kr., þar af eru tveir stærstu liðirn-
ir: skemmtigarðar borgarinnar
92.5 m. kr. og leikvellir 118.7 m.
kr. Sérstakt framlag er til land-
græðslu á Hólmsheiði.
0 5. Heilbrigðis- og hreinlætis-
mál eru áætluð 517.2 m. kr. og
nemur hækkun þessa liðar 80.3
m. kr. eða 18.4%.
0 6. Félagsmð! eru áætluð
Birgir tsleifur Gunnarsson borgarstjóri.
Minni hlutfallshækkun
milli ára
Ég vil í þessu sambandi rifja
upp, sagði borgarstjóri, að þegar
frumvarp að fjárhagsáætlun
ársins 1975 var lagt hér fram fyrir
réttu ári síðan, var áætluð hækk-
un milli ára um 52.5%. I reynd
varð hækkunin nokkru meiri,
þegar miðað er við endanlega
fjárhagsáætlun. Frumvarpið nú
felur þann veg í sér verulega
minni hlutfallshækkun milli ára,
sem óneitanlega er vísbending
um batamerki f efnahagsmálum
þjóðarinnar, þ.e.a.s., að dregið
hafi úr verðbólguþenslunni.
Tekjustofnar
borgarsjóðs
Um tekjustofna borgarinnar
sagði borgarstjóri:
0 I. Aðaltekjustofn borgarsjóðs
eru útsvörin. Þau eru áætluð 3
milljarðar 724 milljónir, sem þýð-
ir hækkun um 537 milljónir eða
16.8% frá fjárhagsáætlun þessa
árs.
Reiknað er með að nota að hluta
heimildarákvæði um allt að 10%
álag á útsvör, en sú hækkun er
háð samþykki ráðherra.
Áætlunin er byggð á spá um
hækkun á brúttótekjum reyk-
vískra gjaldenda um 25% milli
áranna 1974—75 — og fjölgun
gjaldenda um 1.6%. Athugun
hefur leitt i ljós að brúttótekjur
framteljenda í borginni á þessu
ári verði um 45 milljarðar og 648
milljónir, sem er 27% hækkun
frá fyrra ári. Með eðlilegum
frádráttarliðum og áætluðum 6%
vanhöldum (í innheimtu) gefur
þessi álagningarstofn um 3.5
milljarða í útsvörum, án 10%
álagsins. 10% álagsheimildin gef-
ur að auki 419 m. kr. en frum-
varpið gerir ráð fyrir að nýta 150
m. kr. af þessari (419 m. kr.)
heimild. Rétt er að taka fram að i
ár (1975) munu öll stærstu bæjar-
félög landsins hafa notað um-
rædda 10% álagsheimild svo víð-
ast verður ekki um hlutfallslega
hækkun fyrir gjaldendur að ræða.
0 II. Fasteígnagjöld eru áætluð
974.0 m. kr. Hækkun um 174.0 m.
kr. eða 21.7% frá áætlun þessa
árs. Áætlunin er miðuð við það,
að aðafmat fasteigna frá áramót-
um ’69/’70 verði framreiknað um
173% í stað 100% eins og var á
þessu ári, en það jafngildir 36.5%
hækkun á fasteignamati í ár. Er
þetta f samræmi við auglýsingu
félagsmálaráðuneytisins frá 14.
nóv. sl. og í samræmi við hækkun
vísitölu byggingarkostnaðar á ár-
inu. Arið 1972 voru fasteigna-
gjöld 19.6% af heildartekjum
borgarsjóðs. Þetta hlutfall hefur
farið lækkandi og er nú í ár
14.1%. Gert er ráð fyrir óbreyttu
hlutfalli fasteignagjalda f heildar-
tekjum. Ekki verða nýtt nema
30% af heimiluðu 50% álagi á
fasteignagjöld, sem þýðir um 150
m. kr. lægri upphæð en verið
hefði með ítrustu álagningu. Frá
árinu 1969 til 1975 hefur vfsitala
byggingarkostnaðar hækkað um
346.5% en framreikningur
fasteignamatsins aðeins um
173%. — Meirihluti borgarstjórn-
ar er þeirrar skoðunar, að stilla
beri innheimtu fasteignagjalda í
hóf en nýta heldur álagsheimild á
útsvör, sem betur kemur heim við
tekjur og gjaldgetu hvers og eins.
• III. Ymsir skattar eru áætlaðir
19.4 m. kr. Hér er aðallega um að
ræða byggingarleyfisgjöld og
leyfisgjöld fyrir kvikmynda-
sýningar.
0 IV. Arður af eignum er
áætlaður 66.3 m. kr. og er það
21.9% hækkun frá áætlun þessa
árs. Hér er fyrst og fremst um
landleígu að ræða, leigu af
íbúðarhúsalóðum, iðnaðar- og
verzlunarlóðum. Alagsgrundvöll-
urinn hækkar um 36.5%.
0 V. Arður af fyrirtækjum
reiknast eins og áður 4% af skuld-
lausri eign fyrirtækja borgar-
sjóðs, en er þó ekki reiknaður af
endurmetnum eignarhluta
Rafmagnsveitu Reykjavíkur f
Landsvirkjun, enda naumast
sanngjarnt, þar sem Rafmagns-
veitan hefur engan arð af þeim
eignarhluta.
0 VI. Framlag úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga (hluti aðfl. gjalda,
söluskatts og landsútsvör) er
áætl. 2.228 m. kr. sem er 16.3%
hækkun.
0 VII. Aðstöðugjöld eru áætluð
1.126.0 m. kr. sem er 36.1% hækk-
un frá fyrra ári. Þessi áætlun er
miðuð við óbreytta aðstöðugjalda-
skrá og spá Þjóðhagsstofnunar
um hækkun á gjaldstofni (veltu)
milli ára. Samkvæmt skýrslu
Sambands isl. sveitarfélaga um
aðstöðugjald og álagsstofn nýtti
Reykjavík 89.2% af stofninum á
sl. ári, sem er hliðstætt því sem
gerist hjá öðrum kaupstöðum.
0 VIII. Bensfnskattur er
áætlaður 90.0 m. kr. Áætluð út-
koma þessa árs er talin munu
verða 96. m. kr.. Skil á þessum
skatti frá Vegagerð ríkisins hefur
verið mjög slæm á þessu ári,
þannig að við upphaf síðasta
mánaðar var aðeins búið að greiða
um 6.5 m. kr. af framangreindri
fjárhæð og þá yfirlýst, að ekki
yrði um frekari skil að ræða á
árinu. Um þessi skil þyrftu að
gilda sömu reglur og ráðgerðar
eru um skil Jöfnunarsjóðs, þ.e.
mánaðarlegar greiðslur.
0 IX. Gatnagerðargjöld eru
áætluð 377.0 m. kr., sem er í sam-
ræmi við áætlun gatnagerðar um
undirbúning nýrra byggingar-
svæða.
0 X. Aðrar tekjur eru áætlaðar
148.0 m. kr. og er þar um verulega
hækkun að ræða frá yfir-
standandi ári. Hér er fyrst og
fremst um að ræða áætlun um
innheimtu dráttarvaxta hjá Gjald-
heimtunni, kr. 145.0 milljónir, en
það er svipuð upphæð og ætla má
að innheimtist i ár.
nýbygging gatna og holræsa væri
ekki innifalin í heildar rekstrar-
gjöldum, og væri það að sjálf-
sögðu réttari viðmiðun, þegar tal-
að væri um raunverulega hækkun
rekstrarútgjalda milli ára.
0 1. Stjórn borgarinnar er
áætluð 220.3 m. kr. og nemur sú
hækkun aðeins 6.2%. Skýring á
svo lítilli hækkun liggur m.a. I
þvi, að endurgreiðslur borgar-
stofnana á sameiginlegu bók-
haldi og gjaldkeradeild, sem skipt
er I hlutfalli við færslufjölda í
bókhaldi, hækkar hlutfallslega
meira en rekstrarkostnaður þess-
ara deilda.
0 2. Brunamál (eldvarnir)
hækka úr 81.5 m. kr. í 89.2 m. kr,
eða um 7.7 m. kr., sem reiknast
9.45%. Gert er ráð fyrir fjölgun
varðliðsmanna, þann veg, að 16
varðliðsmenn skipti hverja vakt.
0 3. Fræðslumál hækka um 208.2
m. kr. eða 27.3% og fara í 969.683.
000.00 króna. í þessum gjaldalið
felast m.a.: almenn fræðslumál
(fræðsluráð, skrifstofa fræðslu-
stj. o.fl.), grunnskólar, heilsu-
gæzla í barna- og gagnfræðaskól-
um, námsflokkar Rvíkur, lúðra-
sveitir barna, skólagarðar, félags-
og tómstundastarf meðal
unglinga, styrkir til skáta o.fl.,
borgarbókasafn, skjalasafn, Ár-
bæjarsafn og útgáfa safns til Sögu
Reykjavíkur.
0 4. Listir, Iþróttir og útivera
hækka skv. frumvarpinu um 21%
eða í 484.8 m. kr. Hæsta fjárveit-
ingin, sem flokkast undir listir, er
til Leikfélags Reykjavíkur 39.3 m.
kr. (styrkveitingin er miðuð við
launagreiðslur til fastráðinna
starfsmanna fél.). Framlag til
Sinfóniuhljómsveitar er áætlað
21.4% af rekstrarkostnaði eða
17.0 m. kr., Rekstur Kjarvalsstaða
16.0 m. kr.
l. 322.0 m. kr. Hækkun 30.6%.
Hækkun á fyrst og fremst rætur
að rekja til hækkunar á framlagi
borgarsjóðs til sjúkratrygginga,
en þar nemur hækkunin 189.0 m.
kr. eða 80.8%. Undir þennan lið
falla m.a. félagsmálaaðstoð (223.4
m. kr.) þ.e. heimilishjálp, dagvist-
un, sumardvöl barna o.fl.
0 7. Fasteignir áætlast 27.9 m.
kr., hækkun 46.8%, sem stafar
m.a. af því, að ekki er gert ráð
fyrir því að leigutekjur standi
undir kostnaði við fasteignir.
0 8. önnur útgjöld eru áætluð
143.2 m. kr., lækkun u.þ.b. 39 m.
kr., en það er sem næst þeirri
fjárhæð sem vaxtaútgjöld borgar-
innar lækka vegna skuldabréfa-
lánsins við Landsbankann frá sl.
ári.
0 9. Gatnamál. Til gatna- og hol-
ræsa, þ.m.t. bæði viðhald og
nýbyggingar, svo og til umferðar-
mála, er áætlað 1.419.8 m. kr.
Hækkun frá fyrra ári 414.8 m. kr.
s«.m er 41.3%. Skipting á heildar-
framlagi borgarsjóðs til gatna-
mála er þannig: skrifstofu- og
verkfræðilegur undirbúnings-
kostnaður 55.5 m. kr., til viðhalds
gatna og holræsa 275 m. kr., til
nýbygginga 852.2 m. kr. og til
umferðarmála (þar i götulýsing)
237.1 m. kr.
Eignabreytingar
Samkvæmt frumvarpinu renna
2.333.9 m. kr. til eignabreytinga á
næsta ári. Hækkun frá endur-
skoðaðri áætlun þessa árs nemur
372.2 m. kr. en 367.6 m. kr. miðað
við upphaflega áætlun. Hækkun
19% miðuð við endurskoðaða
áætlun yfirstandandi árs.
0 Áætluð útgjöld borgarsjóðs
undir byggingarframkvæmdalið
eignabreytinga hækka úr rösk-
lega 898 m. kr. 1 1.199 m. kr. eða
um 33.5%.
0 Fyrirhugað er að verja 790.3
m. kr. til skólabygginga. Þar
hækkar framlag borgarsjóðs úr
264.8 m. kr. í 299.7 m. kr. Borgar-
stjóri rakti í löngu máli hverjar
skólaframkvæmdir á árinu 1976
yrðu
0 Framkvæmdir á sviði æsku-
lýðsmála taka til sín 39.5 m. kr.
0 Framlag til Borgarleikhúss
verður kr. 40.0 m. kr.
0 Framlag til íþróttamann-
virkja 50.0 m. kr.
0 Framkvæmdir undir Iiðnum
„umhverfi og útivist” 59.3 m. kr.
0 Leikvallagerð 15.0 m. kr.
0 Þjónustuálma Borgarspitala.
Áætlaður byggingarkostnaður við
ráðgerðan áfanga er á gildandi
verðlagi 425 m. kr.
Afram verður haldið við annan
áfanga byggingar í Arnarholti.
Innrétting heilsugæzlustöðvar i
Arbæjarhverfi fer að mestu fram
á þessu ári og verður boðin út
innan tíðar. Aðstaða fyrir
heimilislækna i Domus Medica
verður og verulega bætt.
0 Borgarstjóri gat þess að óskað
hefði verið eftir sérstakri fjár-
veitingu frá ríkinu til byrjunar-
framkvæmda við B-álmu Borgar-
spítala (langlegudeild). Þá ræddi
hann um væntanlegt hjúkrunar-
heimili fyrir aldraða í Hafnarbúð-
um, sem rekið yrði f nánum
tengslum við Borgarspítalann.
Ennfremur ræddi hann um
byggingu nýrra íbúða fyrir
aldraða. Síðan i október 1973
hefði verið gert ráð fyrir að 7.5%
af álögðum útsvörum (án álags)
rynnu til þeirra framkvæmda.
Næmi fjárhæðin nú alls um 265
m. kr. Af þeirri fjárhæð er gert
ráð fyrir að 148. m. kr. gangi til
byggingar fyrir aldraða við Furu-
gerði á árinu 1976. AIls yrðu um
395.0 m. kr. til ráðstöfunar í þágu
aldraðra á þessum vettvangi á
næsta ári.
0 Alls er áætlað að verja 122 m.
kr. á næsta ári til stofnkostnaðar
vegna barnaheimila. Hafin
verður bygging tveggja leikskóla í
Hólahverfi og Seljahverfi, sem
teknir verða í notkun árið 1977.
Þá verður hafin smfði dagheimilis
í Hólahverfi. Þá má nefna kaup á
dagvöggustofu í Krummahólum,
en helmingur kaupverðs er
greiddur á þessu ári og afgangur-
inn 1976. Þá er fyrirhugað að
kaupa hús undir rekstur skóla-
dagheimilis í Efra-Breiðholti.
Endurbætur verða gerðar á
Laufásborg.
0 Framlag til Byggingarsjóðs er
148.0 m. kr., framlag til fbúða
fyrir aldraða, sem fyrr getur, og
120.3 m. kr. framlags til verka-
mannabústaða.
0 Þá er f fjárhagsáætlun gert ráð
fyrir 100 m. kr. framlagi til Fram-
kvæmdasjóðs, sem fyrst og fremst
er ætlað til að mæta hallarekstri f
Bæjarútgerð Reykjavíkur á næsta
ári, en mikil óvissa ríkir um af-
komuhorfur þess fyrirtækis á
næsta ári.
0 Aætlað er að 310 m. kr. renni
til greiðslu afborgana á næsta ári.
Atriði sem helzt
einkenna fjárhags-
áætlun og afkomu
1975
Að lokum sagði borgarstjóri
orðrétt:
„Ég mun að svo stöddu ekki
ræða nánar einstök atriði frum-
varpsins, nema sérstakt tilefni
gefist til síðar á fundinum, en vil
að lokum með nokkrum orðum
reyna að draga saman þau atriði,
sem helzt einkenna þessa fjár-
hagsáætlun og afkomu ársins
1975:
1. Þrátt fyrir mikla verðbólgu á
árinu 1975 hefur tekizt að stýra
fjármálum borgarsjóðs þannig, að
ekki er líklegt, að fjárhagsleg af-
koma borgarsjóðs versni á árinu,
ef innheimta álagðra gjalda nær
77%, sem er 1% lakari en á s.l.
ári. Þetta hefur tekizt með miklu
aðhaldi f rekstri og með því að
setja nýjar framkvæmdir ekki af
stað, nema nokkurn veginn væri
tryggt, að fjármagn væri fyrir
hendi til að greiða þær. Endur-
skoðun fjárhagsáætlunar f apríl