Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1975 7 Kaupmáttur og þjóðartekjur í bæklingi um þjóðar- búskapinn, sem Þjóðhags- stofnun gaf út i endaðan nóvember sl., kemur fram eftirfarandi: Séu þjóðar- tekjur á mann markaðar með visitölunni 100 árið 1971, hækka þær á árinu 1972 i 103.8, 112.4 árið 1973 og 111.3 á árinu 1974. Þjóðartekjur á ein- stakling vaxa þvi á þessum árum, allt fram yfir mitt ár 1974, þegar versnandi viðskiptakjör fóru að hafa áhrif á þær til verulegrar lækkunar. Þetta segir tvennt, sem hver skynsamur maður hlýtur að hnjóta um: 1) Það voru vaxandi þjóðar- tekjur, sem rætur áttu i hagstæðu söluverði út- flutningsframleiðslu okkar. sem gerðu hækkun launagreiðslna á þessum árum mögulegar. Febrúar- samningarnir 1974 fóru að visu verulega fram úr rauntekjum þjóðarinnar, sem m.a. leiddi til þess, að vinstri stjórnin rauf tengsl kaupgjalds og visi- tölu, felldi gengið og rýrði kaupmátt á fleiri vegu. 2) Siðari hluta árs 1974 en þó einkum á árinu 1975 versnuðu viðskiptakjör þjóðarinnar hastarlega, sem lækkaði þjóðartekjur, bæði I heild og á hvern einstakling. Sú var höfuð- ástæða kjararýrnunar á þessu timabili. Það er þvi út i hött og stangast á við allar staðreyndir, að kenna núverandi rikis- stjórn um kjararýrnunina. sem fyrst og fremst á rætur i ytri aðstæðum, sem þvi miður virðast frekar versna en batna á næstu messerum. Þjóðartekjur á mann svipaðar og 1971 Þrátt fyrir þá staðreynd. að þjóðartekjur á mann eru nú nær hinar sömu og á árinu 1971, er kaup- máttur launa yfirleitt mun meiri en það ár. Þannig er kaupmáttur dagvinnu- launa áætlaður 111.5 á þessu ári, kaupmáttur vikulauna 106.8 og kaup- máttur ráðstöf unartekna 105.6 allt miðað við töl- una 100 árið 1971. Þessar tölur sýna, að hér hefur siður en svo verið um óeðlilega kjaraskerð- ingu að ræða, miðað við afkomu þjóðarbúskapar- ins og rauntekjur þjóðar- innar i heild. Þessi kjaraskerðing. sem rætur á i versnandi viðskiptakjörum okkar út á við, hefði óhjákvæmi- lega orðið hin sama, hvaða stjórnmálaf lokkar, sem farið hefðu með völd i landinu. Á timum viðreisnar- stjórnarinnar, þegar hlið- stæðir en e.t.v. minni erfiðleikar steðjuðu að þjóðinni vegna óhag- stæðra viðskiptakjara 1968—69 stóð Alþýðu- flokkurinn ásamt Sjálf- stæðisflokknum að „óvin- sælum" stjórnarað- gerðum, sem kringum- stæður gerðu þá óum- flýjanlegar. Alþýðubanda- lagið stóð að gengisfell- ingu haustið 1972 og var fylgjandi gengisfellingu 1974 og stóð að stjórnar- aðgerð, er rauf tengsl kaupgjalds og visitölu. Tveir helztu forystumenn þess á fjármálasviði, Guð- mundur Hjartarson og Ingi Helgason, samþykktu beint og óbeint gengisfell- inguna i febrúár i ár. Þessir svokölluðu „verka- lýðsflokkar" hafa þvi, engu siður en aðrir, staðið að hliðstæðum aðgerðum og núverandi rikisstjóm, þegar þeir hafa borið ábyrgð á stjórn landsins. Ásakanir þeirra nú finna þvi ekki hljómgrunn i hug- um þeirra, sem lita á þró- un efnahagsmála okkar i heild sl. áratug. Verðbólgan og atvinnuleysið Öll viðleitni okkar nú. ekki sizt af hálfu laun- þegasamtaka, hlýtur að miða að þvi að koma á jafnvægi t þjóðarbúskapn- um. með hliðsjón af að- stæðum i efnahagslifi okkar. Með hófsömum kjarasamningum verður að treysta samkeppnis- stöðu útflutningsatvinnu- vega okkar, kom i veg fyrir atvinnuleysi og byggja upp vaxandi verð- mætasköpun i þjóðarbú- inu. Slikir samningar eru og forsenda þess að takist að varðveita þann árangur í verðbólguhömlun. sem orðið hefur á siðari hluta yfirstandandi árs, sem og að ná lengra á þvi sviði. Ný vixilhækkana- og verð- bólguskriða væri tilræði við atvinnuöryggi almenn- ings og rekstaröryggi at- vinnuveganna. DÖMKIRKJAN. Messa kl. 11 árd. Séra Óskar J. Þorláksson. Messa kl. 2 síðd. Séra Þórir Stephensen. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. í Vesturbæjarskólan- um. Séra Þórir Stephensen. DÖMKIRKJA KRISTS KON- UNGS Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. FlLADELFlUKIRKJAN. Al- menn guðþjónusta kl. 8 síðd. Einar J. Gíslason. FRÍKIRKJAN I REYKJAVlK. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Þorsteinn Björnsson. NESKIRKJA. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Aðalsafnaðarfundur í félagsheimili kirkjunnar að messu lokinni. Safnaðarnefnd- in. Arbæjarprestakall, Barnasamkoma í Arbæjarskóla kl. 10.30 árd. Guðþjónusta í skólanum kl. 2 síðd. Séra Guð- mundur Þorsteinsson. ENSK GUÐÞJÓNUSTA verður kl. 12 á hádegi í kapellu háskól- ans. ASPRESTAKALL. Barnasam- koma kl. 11 árd. í Laugarásbíói. Mess að Norðurbrún 1, kl. 2 sfðd. Séra Grfmur Grímsson. HALLGRIMSKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Jóhannes Sigurðsson prentari prédikar. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Fjölskyldu- messa kl. 2 sfðd. Séra Karl, Sigurbjörnsson. Lesmessa n.k. miðvikudag kl. 10.30 árd. Beðið fyrir sjúkum. Prestarnir. LAUGARNESKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Séra Garðar Svavars- son. BREIÐHOLTSPRESTAKALL. Sunnudagaskóli kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. í Breiðholts- skóla. Séra Lárus Halldórsson. LANGHOLTSPRESTAKALL. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Séra Arelfus Nfelsson. Að- ventusamkoma kl. 2 sfðd. sem hefst með guðþjónustu, en síðan kórsöngur, samleikur á trompett, einsöngur og fleira. Séra Árelíus Níelsson. Óska- stundin kl. 4 siðd. Séra Sigurð- ur Haukur Guðjónsson. Safnaðarstjórn. HATEIGSKIRKJA. Barnaguð- þjónusta kl. 10.30 árd. Séra Arngrímur Jónsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Jón Þorvaldsson. Hljómleikar í kirkjunni kl. 5 síðd. Stjórnandi Martin Hunger. FELLA- og HÓLASÓKN. Barnasamkoma kl. 11 árd. Messa kl. 2 síðd. i Fellaskóla. .Séra Hreinn Hjartarson. HJALPRÆÐISHERINN KI. 11 árd. helgunarsamkoma. Klukk- an 2 síðd. Sunnudagaskóli. Kl. 8.30 sfðd. hjálpræðissamkoma. Kapt. Daniel Óskarsson. BUSTAÐAKIRKJA. Barnasam- koma kl. 11 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Jón Bjarman prédikar. Altarisganga. Séra Ólafur Skúlason. GRENSASKIRKJA. Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Guð- þjónusta kl. 2 síðd. Altaris- ganga. Séra Halldór S. Gröndal. BORGARSPlTALINN. Guð- þjónusta kl. 10 árd. Séra Hall- dór S. Gröndal. GRUND Elli- og hjúkrunar- heimilið. Messa kl. 10 árd. Séra Lárus Halldórsson. SELTJARNARNES. Barnaguð- þjónusta kl. 10.30 í félags- heimilinu. Séra Frank M. Hall- dórsson. DIGRANESPRESTAKALL. Barnasamkoma í Vfghólaskóla kl. 11 árd. Guðþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 2 sfðd. Séra Þor- bergur Kristjánsson. kArsnesprestakall. Barnaguðþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11 árdegis. Aðventu- samkoma í Kópavogskirkju kl. 8.30 síðd. Séra Árni Pálsson. GARÐASÓKN. Barnasamkoma f skólasalnum kl. 11 árd. Séra BragaFriðriksson FRÍKIRKJAN I HAFNAR- FIRÐI. Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Aðventusamkoma kl. 8.30 síðd. Fjölbreytt efnisskrá. Safnaðarprestur. HAFNAÐARFJARÐAR- KIRKJA. Barnaguðþjónusta kl. 11 árd. Séra Garðar Þorsteins- son. BESSASTAÐAKIRKJA. Messa kl. 2 sfðd. Fél. guðfræði- stúdenta hefur guðþjónustu á hendi. Hjálmar Jónsson stúd. theol. prédikar. Súdentar annast söng og þætti í guðþjón- ustunni. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Séra Garðar Þor- steinsson. kAlfatjarnakirkja. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Aðal- safnaðarfundur að messu lok- inni. SéraBragi Friðriksson. HVALSNESKIRKJA. Messa kl 2 síðd. Safnaðarfundur að messu lokinni. Séra Guðmund- ur Guðmundsson. KEFLAVlKURKIRKJA. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Guð- þjónusta kl. 2 sfðd. Æskulýðs- samkoma kl. 8.30 síðdegis. Séra Ólafur Oddur Jónsson YTRI-NJARÐVlKURSÓKN. Guðþjónusta í Stapa kl. 5 sfðd. Séra Páll Þórðarson prédikar. Séra Ólafur Oddur Jónsson. GRINDAVlKURKIRKJA. Barnaguðþjónusta kl. 11 árd. Séra Jón Árni Sigurðsson. EYRARBAKKAKIRKJA. Guð þjónusta kl. 2 síðd. Sóknar- prestur. STOKKSEYRARKIRKJA. Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. GAULVERJABÆJAR- KIRKJA. Aðventukvöld kl. 9 síðd. Frú Anna Magnúsdóttir og séra Guðmundur Óli Ólafs- son tala. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA. Barnaguð- þjónusta kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Séra Björn Jónsson. Veitingahús VIÐ ÓÐINSTORG I dag gerumst viö þjóölegir og bjóöum: Saltfisk og skötu á íslenzkan máta eins og hjá mömmu og ömmu með velling og súru slátri. Verd kr. 480.- DJUPSTEIKINGA POTTARNIR NÝ SENDING Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI sýningarsalur Tökum allar notaðar bifreiðar í umboðssölu OPIÐ Á MORGUN LAUGARDAG FRÁ KL. 10 — 3 TIL SÖLU Fiat 128 Station árg. '74 Fiat 600 árg. '73 Fiat 1 28 Sport SL árg '73 Fiat 126 árg. '74 Fiat 1 28 Sport SL árg. '74 Fiat 126 árg. '75 Fiat 128 Rally árg. '73 Fiat 850 árg. '71 Fiat 128 Rally árg '74 Fiat 127 árg. '72 Fiat 132 Spesial árg. '73 Fiat 127 árg. '73 Fiat 132 Spesial árg. '74 Fiat 127 árg. '74 Fiat 132 GLS árg. '74 Fiat 127 árg. '75 Citroen GS árg. 72 Fiat 128 árg. '71 Volkswagen sendiferðabifreið Fiat 128 árg. '73 árg. '73 Fiat 1 28 árg. '74 Volkswagen 1300 árg. '73. FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Davíð Sigurðsson h.f., SÍÐUMÚLA 35, SÍMAR 38845 — 38888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.