Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1975 15 Könnun á aga innan brezka fiskiðnaðarins Stórhætta vegna drykkju sjómanna London, Hulf 5. desember. Einkaskeyti til Mbl. frá Mike Smartt og AP: SJÖUNDI hver brezkur sjómaður drekkur of mikið áfengi og mörg brezk fiskiskip leggja úr höfn með svo stðran hluta áhafnarinn- ar drukkinn að skipin myndu Ifk- lega ekki geta staðið af sér alvar- leg áföll á sjðnum fyrstu tvo dagana, að þvf er fram kemur f könnun á vegum brezku rfkis- stjðrnarinnar sem birt var f dag. Skýrsla þessi sem fjailar um aga innan fiskiðnaðarins segir m.a. að mjög fari í vöxt að haldin séu fagnaðarsamkvæmi um borð f skipunum fyrir og eftir að látið er úr höfn, og stundum er drykkju haldið áfram allt fram á þriðja dag sjðferðarinnar. Skýrsla þessi er unnin eftir könnun sem gerð var f sex brezkum höfnum, þ.á m. Hull og Grimsby. í skýrslunni er m.a. gagnrýnt hversu auðvelt sé að hafa með- ferðist mikið áfengismagn um borð í skipin f höfn. Mælt er með þvi að það flokkist undir afbrot að sjómaður geti ekki unnið starf sitt sómasamlega vegna áfengis- drykkju og að flytja óleyfilegt áfengi um borð. Dave Hawley, ritari samtaka togaraskipstjóra i Grimsby, sagði í dag um skýrsluna að togara- menn drykkju vegna leiðinda og til að flýja undan hinu harða lifi á sjónum. CIA í byltingar- hug í Portúgal? London 5. desember — AP BANDARfSKA levniþjðnustan CIA vinnur nú að þvf að koma af stað byltingu hægri afla f Portúgal, að þvf er Philip Agee, fyrrum njðsnari CIA, sagði f fyrirlestri hjá London School of Economics f gær. Hann sagði að þegar hann hefði verið á ferð f Portúgal fyrr á þessu ári hefði hann rekizt á tfu CIA-njósnara sem hann kannaðist við, en nú væru sendiráðsstarfsmenn Bandarfkjanna f landinu. Hann undirstrikaði að sendimenn CIA f Portúgal störfuðu eftir sömu regl- um og leyniþjðnustan gerði f Chile, Uruguay og Brazilfu, en sannað þykir að CIA veitti and- stæðingum vinstri stjðrnar f þess- um löndum virkan stuðning. Agee, sem sjálfur starfaði eink- um í Suður-Ameríku, sagði enn- fremur að yfirmaður starfsemi CIA í Portúgal væri John Morgan, sem stýrði starfseminni í Uruguay til ársins 1973, en vitað er að CIA á þessum tíma studdu stjórnmálaöfl sem tveimur árum sfðar stóðu á bak við herforingja- byltinguna f landinu. Að sögn Agees veitir CIA Sósíalistaflokk Portúgals og kaþólsku kirkjunni í landinu f járhagsstuðning og vinn- ur að þvf að koma á sundrungu í verkalýðshreyfingunni. Hoffa varmyrtur — segir rannsóknarmaður FBI Detroit 5. desember — Reuter JIMMY Hoffa, fyrrum valda- mikill forseti sambands banda- rfskra flutningaverkamanna, sem hvarf f júlf s.l., hefur verið myrtur, að þvf er stjórnskip- aður FBI-rannsðknarmaður í máli þessu, Robert Ozer, sagði f gær. Hann lagði þá niðurstöður rannsðknar sinnar fyrir dóm- stðl f Detroit og gaf upp nöfn þriggja manna sem samkvæmt vitnisburði tveggja vitna stóðu að baki morðinu. Rannsðknarlögreglumaður- inn bað um Ieyfi dðmstðlsins til að láta vitnin tvö, sem hann nafngreindi ekki hitta þá gruðnuðu þannig að þeir yrðu f Jimmy Hoffa ásamt konu sinni allstðrum hðpi manna sem vitnin þurfa sfðan að velja úr. Heimildir hermdu að þetta mvndi gert á morgun, en af hálfu dðmarans var ekki látið uppi annað en að sifkt leyfi hefði verið veitt. Hinir grunuðu eru sagðir vera Salvatore Briguglio, bróðir hans, Gabriel, ogThomas Andretta. Þeir hafa allir verið i sambandi við New Jersey-deild sambands flutningaverka- manna. Jimmy Hoffa hvarf í júlí i ár er hann átti að mæta á fundi með fyrrverandi yfirmanni eins útibús New Jersey- deildarinnar Hoffa var forseti sambandsins þangað til hann var dæmdur fyrir mútur og fleiri afbrot árið 1967. Hann var náðaður af Richard Nixon fyrrum forseta árið 1971 með því skilyrði þó að hann tæki ekki þátt í verkalýðsmálum I mörg ár, en vitað var að Hoffa stefndi að því að ná aftur fyrri völdum og ítökum i verkalýðs- hreyfingunni og stóð í slíkri baráttu er hann hvarf. Óðinsmynd meðal víkingaminjanna í Suður-Ameríku Buenos Aires 5. desember — AP FRANSKI mannfræðingurinn dr. Jaime Maria de Mahieu, sem heldur fram þeim kenningum að vfkingar frá Norðurlöndum hafi setzt að I Suður-Amerfku um 800 e. Kr. og séu svonefndir Guyayaqui-Indfánar afkomendur þeirra, hefur nú skýrt nokkuð nánar frá þvf sem hann fann f sfðustu rannsðknarferð sinni I Amambay f Paraguay. M.a. kveðst hann hafa fundið ferkantaðan skjöld með rúnaletri á svonefndri Tupahæð. Ekki mjög langt þar frá fann hann grunn „vfkinga- byggðar“, þ.á m. stórrar byggingar og nokkurra smærri húsa. A steinum I grenndinni hefði verið rúnalegur. „A einum þessara steina var grafin mynd af Óðni á sex-fættum hesti með kast- spjót á Iofti,“ sagði de Mahieu. önnur áletrun á steini undir fossi einum þarna væri „toth log“ sem á forndönsku merkti kyrrlátur lækur, að þvf er mannfræðingur- inn sagði. Hann hyggst fara i aðra könnunarferð um þetta svæði næsta sumar. Kenning de Framhald á bls. 18 Fyrrv. lög- reglumenn hefja harða baráttu New York 5. desember — Reuter NOKKUR þúsund fyrrverandi lögreglumanna í New York límdu í gær upp á veggi víða í borginni spjöld þar sem sagði: „Verður ráðizt á móður þína i dag?“ og „Verður næsta nauðgunarfórnar- lambið í þinni fjölskyldu?" Var þetta gert í mótmælaskyni við uppsagnir þeirra sem gerðar voru í sambandi við sparnaðaráætlun borgaryfirvalda. Barátta þeirra beinist að þremur hverfum þar sem þeir segja að glæpir hafi aukizt um 29,1% frá þvf upp- sagnirnar voru gerðar s.l. sumar. Allir sem einn — þeir samþykkja allir sem einn á þingfundi sovézka þjóðþingsins, — framkvæmdanefndarmennirnir Mikhail Suslov (fremst), Nikolai Podgorny, Leonid Brezhnev, Kirill Mazurov (í miðju), Fedor Kulakov, Dmitri Polyanski, Boris Ponomarev (aftast), Yuri Andropov og Andrei Gromyko. Myndin var tekin s.l. þriðjudag. Allir sem einn — Býsna líkir virðast þeir í fljótu bragði þessir kínversku hermenn sem stóðu heiðursvörð við komu Fords, Bandaríkjaforseta, til Peking í vikunni. \f/ ERLENT r Israeli sigraði Síbelíusar- keppnina Helsinki 5. desember — AP YUVAL Yaron, 22 ára ísraelskur fiðluleikari, sem stundar nám í Bandarikjunum, bar sigur úr být- um í þriðju alþjóðlegu Síbelíusar- keppninni í Helsinki í gærkvöldi og fær hann 4000 dollara i fyrstu verðlaun. Hann fékk einnig gagn- rýnendaverðlaunin sem nema 1000 dollurum, og sagði i áliti dómnefndar að Yaron ætti glæstan feril framundan og væri með beztu fiðluleikurum sinnar kynslóðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.