Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1975 „Stjömur vorsins” í viðhafnarútgáfu IJtgáfan í tilefni ^ ^ 75 ára afmælis * Tómasar Guðmundssonar í TILEFNI af 75 ára afmæli Tómasar Guðmundssonar hinn 6. jan. n.k. gefur Almenna bókafélagið út viðhafnarútgáfu af Stjörnum vorsins. Verður þessi útgáfa myndskreytt af Steinunni Marteinsdóttur, sem sér um allt útlit bókarinnar en Kristján Karlsson annast útgáf- una og ritar formáia fyrir ljóðunum. Bókin verður gefin út í mjög takmörkuðu upplagi eða 1495 tölusettum eintökum. Bókin verður til sölu í bókaverzlunum og hjá Almenna bókaféiaginu á einu og sama verði alls staðar og kostar kr. 7.800.— með sölu- skatti. Væntanlega kemur bókin á markaðinn um 10.—12. desem- ber n.k. Stjörnur vorsins komu út árið 1940 og hafa ekki síðan verið gefnar út sem sérstök bók. Bók- in er af mörgum talin einhver lýriskasta ljóðabókin, sem til er á íslenzku og er þar að finna nokkrar af fegurstu ljóðperlum tungunnar, svo sem I klaustur garðinum, Þjóðvísur, Garðljóð, Ljóð um unga stúlku sem háttar o.s.frv. í Stjörnum vorsins nýtur sín til fullnustu samspil mikilla stíltöfra, djúpr- ar alvöru og glitrandi húmors, enda var um það talað, þegar bókin kom út, að allir vildu Stjörnur vorsins kveðið hafa, segir í tilkynningu frá AB. Kristján Karlsson endar for- mála sinn fyrir bókinni á þessa leið: Tómas Guðmundsson. „Hinn djarfi leikur að and- stæðum tilfinningum, sem ein- kennir Stjörnur vorsins, heppn- ast fyrir öryggi stflsins. Sem heimild um skáldskap er þessi bók til þess fallin að minna oss á þann sannleik, að efni og búningur ljóðs verða ekki sundurgreind, og að viðfangs- efni kvæðis nær aldrei hærra, né fellur það lægra en stíllinn ákveður. Með því er auðvitað ekki sagt, að tvö jafngóð.kvæði hljóti að hafa jafnmikla þýðingu. Ef mér væri gert að velja eitt kvæði í Stjörnum vorsins, sem mér þætti mest um vert, myndi ég vafalaust kjósa I klaustur- garðinum. Það er meira kvæði en til dæmis Þjóðvísa, Garðljóð eða Víxilkvæði, af því að það tekur yfir stærra vitundarsvið. En hitt væri marklaust að kalla það betra kvæði. Stíll skáldsins birtist jafnskýrt í öllum þessum kvæðum, sem ég nefni, og þar með afstaða hans, hin ástúðlega virðing fyrir lífinu“. Skorður við kostnaðarmeiri aðgerðum: Tannviðgerðir skólabarna í Reykjavík áætlaðar 131 milljón króna á næsta ári I framsöguræðu borgarstjóra, Birgis ísl. Gunnarssonar, með frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár, kom m.a. fram, að heildarkostnaður við tannlækningar skólabarna á næsta ári er áætlaður 131 milljón króna. Þar af koma í hlut borgar- sjóðs milli 85 og 90 m.kr. Hinn 1. september 1974 gengu f gildi ný ákvæði laga um greiðslu á tannlæknakostnaði skólabarna. Samkvæmt þeim eiga öll börn á aldrinum 6—15 ára rétt á full- kominni tannlæknaþjónustu skoðun og annarri meðferð allt að tvisvar á ári, ef þörf er talin á, þar i innifalin hvers konar þjónusta er að tannvernd lýtur, s.s. gull- fyllingar, að meiri háttar tann- réttingum einum undanskildum. Á næsta ári munu skólatann- lækningar Reykjavfkur veita þessa þjónustu skólabörnum á aldrinum 6—12 ára. Börnum 13 —15 ára er ætlað að fara tal starf- andi tannlækna, sem eru aðilar að samningi Tannlæknafélags Islands og Tryggingastofnunar ríkisins. Reikninga fyrir þá greiða foreldrar en fá síðan endurgreidda að fullu hjá Sjúkra- samlagi Reykjavíkur, sem inn- heimtir þann kostnað að hálfu hjá borgarsjóði. Ljóst er því að þessi nýju ákvæði hafa verulega út- gjaidaaukningu í för með sér fyr- •ir borgarsjóð og einnig fyrir sjúkratryggingar. Vert er að vekja athygli á sagði borgarstjóri að auk þess að greiða að hálfu útlagðan kostnað sjúkratrygginga skv. framvísuðum reikningum frá starfandi tannlæknum fyrir 13—15 ára skólabörn, þá greiðir borgarsjóður einnig um 10% af kostnaði sjúkratrygginga f 'heild, þannig að í reynd greiðir borgar- sjóður 55% af kostnaði við slíkar tannlækningar. Þá gat borgarstjóri þess að mál þetta hefði verið til umræðu bæði á ráðstefnu Sambands fsl. sveitar- Framhald á bls. 18 Óskað eftir 60% hækkun hafnargjalda í Reykjavík HAFNARSTJÓRINN f Reykjavfk hefur óskað eftir viö samgöngu- ráðuneytið að fá heimiid til að hækka hafnargjöld um 60%. Er hér um að ræða skipagjöld, sem eru lestagjald, bryggjugjald, hafnsögugjald og fjörugjald. Hefur hafnarstjórinn f Reykjavfk sent borgarstjórn tillögur um nýja gjaldskrá, þar sem gert er ráð fyrir ofangreindri hækkun auk nokkurra breytinga á vöru- gjaldskrá. Borgarstjórn hefur enn ekki af- greitt tillöguna en fjallað um hana á tveim fundum. Formleg umsókn um staðfestingu Sam- gönguráðuneytisins á hækkunun- um hefur því enn ekki verið gerð. Óskar hafnarstjórn eftir þvf að hækkunin taki gildi 1. janúar næstkomandi. 16.055 nemendur í skólum borgarinnar: Hefur fækkað um 1280 á þremur árum I RÆÐU borgarstjóra, Birgis Isl. Gunnarssonar, er hann mælti fyr- ir frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1976, í fyrradag, kom m.a. fram, að nem- endum f skólum borgarinnar 1 Morgunblaðinu í gær var sagt frá útgáfu á tveimur bindum á úrvali þjóðsagna Jóns Árnason- ar á vegum ísafoldar- prentsmiðju. Þar stóð eftirfarandi og var tekið orðrétt af bókarkápu, „hafa þjóðsögurnar ekki verið fáanlegar í aðgengi- legri útgáfu um langt skeið“. Þessar upplýsingar á bókar- hefði fækkað um 568 frá fyrra ári. Borgarstjóri sagði: „I skólum borgarinnar, að meðtalinni æf- ingadeild Kennaraskólans, eru nú 16.055 nemendur og hefur þeim kápunni eru ekki alls kostar réttar að sögn Hafsteins Guð- mundssonar forleggjara hjá Þjóðsögu. Bókaútgáfa hans gaf nefnilega út þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar í heild árin 1952—’59 f umsjá Bjarna Vil- hjálmssonar og Árna Böðvars- sonar. Utgáfan er i 6 bindum og hefur hún verið prentuð á ári hverju fram á þennan dag enda mikil og stöðug sala á henni. Þetta er eina heildarútgáfan á þeim sögum sem Jón Árnason safnaði. fækkað um 568 frá fyrra ári. Þá eru að vísu ekki taldir með nem- endur í fjölbrautaskólum, sem eru um 200. Er þetta nokkurn veginn jafnmikil fækkun og varð á milli áranna 1974 og 1975, en milli áranna 1973 og 1974 fækkaði nemendum í skólum borgarinnar um 138. Þannig hefur nemendum í skólum borgarinnar fækkað á sl. þrem árum um samtals 1280 eða næstum því um jafnmarga og f jöl- mennasti skólinn, Fellaskóli, hef- ur i 7 til 14 ára aldursflokkum. Þessi þróun gæti eflaust gefið til- efni til allnokkurra hugleiðinga, m.a. um aldursskiptingu borgar- búa almennt, stefnur f skipulags- málum og kostnað hins opinbera við uppbyggingu nýrra hverfa, fjölda nemenda í einstökum skól- um og bekkjardeildum, tvísetn- ingar og eflaust ýmis fleiri at- riði.“ Heildarútgáfa á þjóð- sögum Jóns Arnasonar FAST M.A. HJA Reykjavík. Amatör verzlunin Laugaveg 55 Filmur og vélar, Skólavörðustíg 41. Fókus, Lækjargötu 6B Flans Petersen, Bankastræti og Glæsibæ. Myndiðjan Ástþór, Hafnarstræti Akranes. Bókaverzlun Andrésar Níelssonar, Borgarnes Kaupfélag Borgfirðinga Flateyri. Kaupfélag Húnvetninga. Patreksf jörður. Verzlun Laufeyjar Táknafjörður Bókaverzlun Ólafs Magnússonar Ísafjörður Bókaverzlun Jónasar Tómassonar. Blönduós Kaupfélag Húnvetninga Sauðárkrókur. Bókaverzlun Kr. Blöndal. Siglufjörður Aðalbúðin Verzl. Gests Fanndal. Ólafsfirði Verzlunin Valberg. Akureyri. Filmuhúsið, Hafnarstræti 104 Húsavik Kaupfélag Þingeyinga. Vestmannaeyjar. Verzlunin Kjarni. Verzlunin Miðhús Keflavik. Stapafell. Víkurbær Hafnarfirði. Ljósmynda og gjafavörur Reykjavlkurveg 64 Um hátíðarnar kemur fjölskyldan saman. Þá er dýrmætt tækifæri til að eignast góða mynd af hópnum. Polaroid-myndavélarnar skila myndunum fullgerðum á augabragði, litmyndum á 60 sekúndum og svart-hvítum á 20 sekúndum. VERÐ FRÁ KR. 4.960.- —---POLAROID—---- GÓÐ MYNDAVÉI__ . . . Á GÓÐU VERÐI Heildsölubirgðir: MYNDIR HF Austurstræti 17 9 70150 °

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.