Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1975 FRÁ LEIÐBEININGASTÖÐ HÚSMÆÐRA Jólaskórnir UM ÞESSAR mundir er jólasal- an í algleymingi og bendir vöruúrvalið i sýningargluggum skóverslana eindregið til þess að hælaháir og támjóir kven- skór séu að komast i tisku aft- ur. Síðustu árin hafa mest- megnis verið á boðstólum breið- ir skór með lágum hælum, enda fara þeir vel við síðbuxur. En nú er buxnatískan á undan- haldi. Konur eiga að klæðast kjólum og pilsum segja tísku- sérfræðingarnir. Og þeim þykir þar með ástæða til að breyta skótískunni. Tískuskór kosta 6—7 þús. kr. parið. Það er þvi ástæða til að vanda sig vel, þeg- ar kaupa skal nýja skó. Við skóvalið mega menn ekki ein- göngu láta fjárhagsleg og fag- urfræðileg sjónarmið ráða, heldur verða menn einnig að taka tillit til heilsufarslegra sjónarmiða. Nýlega var viðtai við Bern- hard Paus, sérfræðing í beina- og liðalækningum í tímaritinu Forbrukerrapporten vegna skó- tískunnar. Tímarit þetta gefur norska Neytendaráðið út. En Bernhard Paus er sérfræðingur í beina- og liðalækningum við Martina Hansens sjúkrahúsið í Noregi. Bernhard Paus álítur að banna eigi að framleiða skó með mjög þykkum og stífum sólum, en slíkir skór hafa verið í tísku undanfarin ár. Stafar slysahætta af slíkum skóm enda eru konur valtar með slíka skó á fótunum. Einnig leggur hann til að bannað verði með lögum að framleiða skó með háum hælum og mjóum tám vegna þess að slíkir skór séu heilsu- spillandi. Á sjúkrahúsinu, þar sem yfir- læknirinn starfar eru vikulega gerðar aðgerðir á konum, sem gengið hafa i of hælaháum Og támjóum skóm. — Við verðum að gera okkur grein fyrir þvi, að það er hællinn sem aðallega ber líkamsþungann. Það hlut- verk er ekki ætlað hinum veik- byggðari framfót. Sé það gert, reynir mjög mikið á tábergið undir stóru- og litlutá og menn fá þrautir í fæturna. Þar að auki er hætt við að litlu vöðv- arnir og liðaböndin í fætinum eyðileggist, konur geta þá ekki hreyft tærnar á eðlilegan hátt lengur. Þegar skórnir eru tá- mjóir er hætt við að stóratáin verði klemmd inn að miðju fót- arins, við það myndast þrimill sem oft er nauðsynlegt að skera burt. Þegar hælaháir skór eru not- aðir að staðaldri, kemur að því að erfitt er að rétta almenni- lega úr vöðvum og sinum í fót- leggjunum að aftanverðu. Menn vita ekki gjörla, hvaða áhrif það hefur á hnjá-, lenda- og hryggjarliði, en það liggur í augum uppi að starfsemi þeirra breytist þegar þungamiðja lík- amans færist fram á við. Aðalreglan, sem hafa verður í huga þegar kaupa skal skó, er sú, að skórnir verða að vera lagaðir eftir fætinum. Menn skulu ekki kaupa skó með því hugarfari að fæturnir verði að Iaga sig eftir skónum, því hætt er við, að menn biði heilsutjón við það. Einnig ber að gera sér grein fyrir því til hvers á að nota þá skó sem kaupa skal. Þegar um gönguskó er að ræða verða menn að hafa það hugfast aó hælbeinið er aðalbeinið í fætinum. Það er því mikilvægt að athuga að hælkappinn á gönguskóm falli vel að hælbein- inu. En að sjálfsögðu má hæl- kappinn ekki vera svo hár að hann nuddist óþægilega við ökklabeinið. Gott rúm þarf að vera fyrir tærnar. Þegar tærnar eru pressaðar alveg fram í skóna þarf að vera tæplega 1 cm bil á milli hælsins og hæl- kappans. Það má ganga úr skugga um það með því að stinga fingri þar á milli. Hæll- inn má vera um 3 cm hár. Marg- ir skór eru framleiddir með svamppúðum undir ilinni. Yfir- læknirinn segist ekki sjá að það hafi neinn tilgang, en sennilega hleypa þeir verðinu upp. í Iok greinarinnar í For- brukerrapporten var því slegið fram að eftirlit þyrfti að vera með skóframleiðslunni og sér- fræðingar í beinalækningum hafðir með i ráðum. Hér á landi leggjum við mikið kapp á að elta tískuna út í ystu æsar. Þegar heilsan er i veði getur það verið dýrt spaug. Skó- innflytjendur bera mikla ábyrgð á vöruúrvalinu. Við skulum vona, að þeir sjái sér fært að hafa ætíð á boðstólum góða skó sem henta islenskri veðráttu en ekki eingöngu tískuskó. Við neytendur skul- um hafa það hugfast, að hæla- háir skór og skór með mjög þykkum og stifum sólum eru ekki gerðir til þess að ganga í á götum úfi. Sigríður Haraldsdóttir. Bíll upp á þak í Skagafirði Mælifelli 5. desember. 1 GÆRKVÖLDI rann mann- laus Land Rover af stað af bíla- stæðinu við Miðgarð í Varma- hlíð. Fór hann alllangt norður veg en sveigði á móts við sund- laugina niður brattan vegar- kant og brekku og lenti á íbúð- arhúsi skólastjórans. Virðist þetta hafa orðið af miklu afli, þvf þar hentist jeppinn upp á þak á viðbyggingu og braut það niður. Eru skemmdir á húsinu og jeppanum miklar en slys urðu ekki á fólki. Álitið er að bíllinn hafi verið milli drifa eins og kallað er og gír því ekki haldið honum á bílastæð- inu, en hvassviðri hafði ýtt honum af stað. — Ágúst. 45 hross seld á uppboði Sýslumaðurinn i Eyjafirði hef- ur auglýst 45 hross, sem seld verða á opinberu uppboði í Þóru- staðarétt í Glæsibæjarhreppi i dag. Uppboðið hefst kl. 13. Hross- in eru seld að ósk eiganda, sem er aldraður bóndi á Þelamörk. St.E. Málverk eftir Scheving fór á 485 þús. kr. Kaupmannahdfn 5. des. Frá fréttaritara Mbl. Jörgen Harboe: MÁLVERK eftir íslenzka list- málarann Gunnlaug Scheving var nýlega selt á uppboði hjá Kunst- hallen í Kaupmannahöfn fyrir 17,500 danskar krónur, eða 485 þúsund islenzkar krónur. Mál- verkið nefnist „Stúlka bindur skó“ og var það af sérfræðingum metið á 15 þúsund danskar krónur, eða 415 þúsund íslenzkar krónur. Dýrum Ijós- myndatækjum stolið FYRIR um það bil þremur vikum var brotist inn hjá Ijósmynda- klúbb KFUM og K við Holtaveg. Þaðan var stolið mjög vönduðum stækkara með dýrri linsu, en hann er af gerðinni Durst M 301 með Rodagon-linsu. Einnig var stolið þurrkara, stækkaraklukku og fleiri Ijósmyndatækjum. Þessi þjófnaður er óupplýstur og eru það tilmæli rannsóknarlög- reglunnar að þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um það hvar þessi tæki eru niðurkomin, hafi samband við lögregluna. Það ætti ekki að fara fram hjá fólki ef einhverjir sem það þekkir hafa óvænt fengið í hendur dýr ljós- myndatæki. — 800 þús. Framhald af bls. 32 og matardeild Sláturfélags Suður- lands á jarðhæð. Svo virðist sem einu peningana hafi verið að finna á skrifstofu BP en þar voru rúmar 800 þúsund krónur geymdar í peningaskúffu f skjala- skáp. Var skápurinn brotinn upp og höfðu þjófarnir þá á brott með sér. Þetta er þriðji stórþjófnaðurinn sem framinn er á Reykjavíkur- svæðinu á nokkrum dögum. Þjófnaðurinn á bæjarskrifstofun- um á Seltjarnarnesi er óupp- lýstur, en þaðan var stolið 400 þúsund krónum. Þá er ekki vitað hver stal 6—700 þúsund krónum úr skrifstofum Héðins, en maður einn hefur setið í gæzluvarðhaldi vikutíma á meðan rannsókn málsins hefur farið fram. — Þór klippti Framhald af bls. 32 að hífa fyrr en við vorum komnir alveg að honum, en þá sló hann úr blökkinni, en við náðum sem sagt öðrum vírnum. Var klukkan þá 04,03 og við staddir í 45 sjómflna fjarlægð frá Glettinganesi. Við vissum i fyrstu ekki, hvort okkur hefði tekizt að klippa annan eða báða vfrana, þar sem okkar var gætt það vendilega að við kom- umst ekki að togaranum öðru sinni til þess að kanna það. Við heyrðum það þó betur í dag eftir skipstjórunum, að forvírinn hefði farið. Trollið hafði þá ekki aðeins farið í flækju hjá honum, heldur var það allt meira eða minna rifið. Það tekur því sinn tíma að laga það — og vonandi verður hann sem lengst frá veiðum," sagði Helgi Hallvarðsson, skipherra. Helgi sagði að með samspili varðskipanna tveggja, Þórs og Öðins, hefði tekizt að finna glufu í varnarvegg verndarskipanna. Eftir atvikið sigldi Þór að brezka togaranum Black Watch og dráttarbátarnir tveir fylgdu ásamt Brighton. Black Watch hifði áður en varðskipið kom að honum. „Eftir að við vorum búnir að klippa,“ sagði Helgi, „gengu þeir alveg af göflunum og virtist helzt, sem herskipið vildi fá mig til þess að sigla á sig. Stundum voru ekki margir metrar á milli okkar og varð ég hreinlega að slá af til þess að forðast árekstur. Þetta fannst mér ekki góð sjómennska, en ég held að yfirmaður freigátunnar hafi með þessu verið að reyna að neyða okkur til að beygja í veg fyrir dráttarbátana, sem fylgdu okkur eftir. Ég get vart ímyndað mér að freigátuskipherrann hafi viljað að við sigldum á sig, þótt skip hans sé beyglað og að þvf er mér sýnist hálfgert rusl, sem þeir senda hingað á okkur. En f eitt skiptið, sem við urðum að hægja á okkur, munaði minnstu að öðrum dráttarbátnuni tækist að sigla á okkur. Þá reyndu þeir freigátu- menn einnig að blinda okkur með skærum ljóskösturum, svo að við sáum ekki út úr augunum, en treystum þá bara á ratsjána.“ Undir lok samtalsins sagði Helgi: „Við urðum þess varir á eftir, að mikil reiði var meðal togaraskipstjóranna og beindist hún gegn herskipinu og dráttar- bátunum. Þeir beindu svo reiði sinni aftur að okkur. Allar tal- stöðvarbylgjur voru glóandi eftir þetta atvik og þeir eltu okkur lengi eftir að við vorum komnir út af meginveiðisvæðinu. Sú eftir- för hætti er verndarskipin fengu veður að því að Ægir væri að komast inn á svæðið og væri að nálgast. Sneru þeir þá við til þess að hafa gát á honum.“ Þá sagði Helgi að herskipið hefði gróflega brotið allar siglingareglur í þessari viður- eign við Þór og þegar togaraskip- stjórarnir létu reiði sína bitna á skipherra freigátunnar, afsakaði hann sig aðeins með þvf, að hann væri rétt að byrja að æfa sig á verndarstörfunum. — Viðræðu- fundur Framhald af bls. 32 ASl setti fyrir samningum, þar sem talið er að eðlilegra sé að tala við vinnuveitendur áður en rætt er við ríkisstjórn, en að „sjálf- sögðu er það ljóst að það er ríkis- stjórnin, sem er sá aðili, sem ræða verður við um þær politísku að- gerðir, sem við erum að ræða um í kjaramálaályktuninni. - Alþýðubankinn Framhald af bls. 32 skipti af rekstri bankans eða neinu í sambandi við hann og ég hliðra mér alveg hjá þvf að ræða um hann.“ Björn var spurður hvort ekki væri rétt að alþýðusamtökin hefðu alla sfna sjóði í Alþýðu- bankanum. „Nei, því fer fjarri," svaraði Björn. „Þau eiga þarna allmikið fé, en ég hygg að það sé minni- hlutinn af heildarfjárma.gni hreyfingarinnar, sem er í bankanum, en þó eru til aðilar, sem eiga þarna töluvert mikið fé.“ Þá var Björn spurður hvort þetta væri ekki mjög alvarlegt fyrir bankann. „Ja, ég vona að það reynist nú ekki, en að öðru leyti vil ég ekki neitt um það segja. Ég er ekki enn búinn að fá fullkomna skýrslu um málið — auk þess sem bankinn hefur ekki verið í mínum verka- hring,“ sagði Björn Jónsson. — Stöðvast Framhald af bls. 2 þess, að óraunhæfri stefnu væri haldið uppi í verðlagsmálum hita- veitu, auk þess, sem slík lagning eftir á í hverfin væri dýrari og til meiri óþæginda fyrir íbúana. I þessu sambandi er einnig rétt að benda á, að samkvæmt gjaldskrá Hitaveitunnar núgildandi er hit- unarkostnaður þeirra, sem njóta veitunnar, aðeins um 21% af hitunarkostnaði með olíu, en yrði eftir hækkunina um 27.5% af olíuhitunarkostnaði. Að þessum tölum séðum og með hliðsjón af þeim afleiðingum, sem ég hef nú lýst, að stöðvun hitaveitufram- kvæmda hefði f för með sér, verður því ekki trúað, að ráða- menn þjóðarinnar telji það skyn- samlega stefnu í verðlags- og efnahagsmálum að veita ekki Hitaveitunni nauðsynlegar gjald- skrárhækkanir, þannig að hún geti áfram gegnt því þjóðhagslegu mikilvægu hlutverki sínu að veita sem flestum ódýra hitaorku frá náttúrulegum auðlindum lands- ins í stað þess að þurfa að flytja orkuna inn erlendis frá á marg- földu verði. Borgarstjórn hlýtur að krefjast þess, að hún fái sjálf að ráða málefnum þessa fyrir- tækis, sem Reykjavíkurborg hef- ur sjálf reist og rekið án nokkurr- ar fjárhagslegrar aðstoðar frá ríkisvaldinu, fyrirtækis, sem borgarbúar hafa með réttu verið stoltir af og óvéfengjanlega hefur veitt þeim umtalsverðan fjárhags- legan bata auk annarra þæginda." — Svartsýnn Framhald af bls. 1 unglingstelpu út á svalir sendi- ráðsins og var snara um háls henni og haglabyssu haldið að baki hennar. Var hún látin standa stundarkorn í hvert sinn út í söpru vetrarverði. Börnunum var sleppt eftir að hollenzk yfirvöld höfðu orðið við kröfu skæru- liðanna um að fá tvo presta frá S-Mólukkueyjum til þess að miðla málum milli skæruliða og yfir- valda. Gert er ráð fyrir að öll börnin verði laus fyrir dögun. Skæruliðarnir um borð í lestinni við Beilen leyfðu í dag starfsmönnum Alþjóða rauða krossins að fjarlægja lík þriggja manna, sem legið hafa fyrir utan lestina i 3 daga. Hér var um að ræða lík tveggja farþega og lestar- stjórans, sem voru skotnir, er skæruliðarnir sex náðu lestinni á sitt vald á þriðjudag. Skærulið- arnir krefjast þess að hollenzk stjórnvöld lýsi yfir stuðningi sinum við hreyfingu þeirra, sem krefst sjálfstæðis frá Indónesíu fyrir S-Mólukkueyjar og að öllum S-Mólukkumönnum i hollenzkum fangelsum verði sleppt. Þessum kröfum hafa hollenzk yfirvöld al- gerlega vísað á bug og lýst þvi yfir að enginn skæruliðanna skuli fá yfirgefa landið því að þeir hafi mannslíf á samvizkunni og ef þeim yrði sleppt yrði það aðeins til að hvetja fleiri hryðjuverka- menn til dáða. Skæruliðarnir höfðu krafizt þess að fá farþegaþotu til umráða til að yfirgefa landið. Nú hafa 5 manns fallið frá því að skæru- liðarnir létu til skarar skríða, 3 við lestina og 2 við sendiráðið. Hollenzk yfirvöld létu í morgun 35 brynvarða vagna umkringja lestina, en skæruliðarnir hótuðu að taka gíslana af lífi ef vagnarnir yrðu ekki færðir úr sjónmáli. Var látið undan hótununum. Auk þess umkringja um 600 lögreglumenn og hermenn lestina og nokkur hundruð eru við sendiráðið. Talið er að hollenzk yfirvöld undirbúi valdbeitingu til að frelsa gíslana, ef skæruliðarnir láta þá ekki lausa mjög fljótlega og sagði Joop den Uyl forsætis- ráðherra Hollands á aukafundi í þinginu f gærkvöldi að verið væri að reyna að finna friðsamlega lausn á málinu, en að hann væri mjög svartsýnn á að það tækist. — 60 þingmenn Framhald af bls. 1 forsetakosningar nálguðust. Ennfremur væri mikið í húfi fyrir Warren Magnússon sjálfan. Frumvarpið væri nú ekki lengur kennt við 200 mflurnar heldur væri það nafn Magnussons og héti „The Magnússon Bill“. Magnusson hefði þannig sett æru sína að veði fyrir þetta frumvarp og hann legði nú allt kapp á að afla því fylgis. „Og hann hefur m.a. gefið í skyn að hann leggi áherzlu á að geta komið með þetta heim sem jólagjöf til sinna kjósenda.“ sagði Haraldur Kröyer sendi- herra í Washington að lokum. r — Agreiningur Framhald af bls. 1 flotann, sem hefur stöðvar sínar f í Murmansk. Heimildir herma að Norðmenn hafi krafizt þess að línan yrði dregin sem nákvæm miðlfna frá ströndum beggja landa, en Sovétmenn hefðu viljað að lfnan yrði dregin eins vestar- ,lega og hægt væri af sérstökum ástæðum, sem væru þyngri á metunum en grundarvallarregla miðlínu. — Tannviðgerðir Framhald af bls. 3 félaga og á fundi borgarfulltrúa og þingmanna Reykjavíkur. Virt- ust flestir vera sammála um, að fulllangt hefði verið gengið í þess- um efnum, nauðsynlegt aðhald og eftirlit skorti og eðlilegt væri að setja einhverjar skorður við hin- um kostnaðarmeiri viðgerðum, t.d. væri tæplega eðlilegt að greiða gullaðgerðir úr sameigin- legum sjóðum borgaranna nema f slysatilvikum og öðrum undan- tekningatilfellum. r — Oðinsmynd Framhald af bls. 15 Mahieus er á þá leið, að víkingar hafi komið til Mexíkóstrandar á 8. eða 9. öld e. Kr. og borizt m.a. þaðan gegnum Mið-Ameríku til Suðurhvelsins. Hann heldur því fram að víkingar hafi stofnað ríki í Tiahuanaco í Bólivíu, þar sem Inkarnir stofnuðu líka ríki að því er flestir mannfræðingar álita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.