Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1975
Minningarorð:
Sólveig Jónsdóttir
Stóra-Lambhaga
Fædd: 8. apríl 1889.
Dáin: 28. nóvember 1975.
I dag fer fram frá Leirárkirkju
útför Sólveigar Jónsdóttur fyrr-
um húsfreyju á Stóra-Lambhaga í
Skilmannahreppi, en þar lézt hún
28. nóvember s.l. á87. aldursári.
Sólveig var fædd að Brennu í
Lundarreykjadal 8. apríl 1889,
dóttir hjónanna Sigríðar Snorra-
dóttur og Jóns Pálssonar, sem þar
bjuggu. Brennusystkinin voru
átta, tveir bræður og sex systur,
og var Sólveig yngst systranna.
Hún átti góða og glaða æsku í
foreldrahúsum. Ung fór hún í
kvennaskólann i Reykjav k með
tveimur systrum sinum. Einnig
lærði hún fatasaum, sótti nám-
skeið í hússtjórn og lærði að leika
á orgel. Menntaði hún sig því
meira, en algengt var með stúlkur
í þá daga. Reyndist hún síðan hin
mesta hagleikskona og fóru henni
öll verk einstaklega vel úr hendi.
Ung giftist Sólveig Sigurði Sig-
urðssyni frá Stóra-Lambhaga i
Skilmannahreppi. Hófu þau bú-
skap á hluta jarðarinnar á móti
foreldrum Sigurðar, sem einnig
hétu Sólveig og Sigurður. Var Sig-
urður eldri hreppstjóri sinnar
sveitar. Síðar keyptu ungu hjónin
alla jörðina og hófu þar miklar
framkvæmdir, byggðu upp öll hús
og réðust í mikla ræktun. Gerðu
þau Stóra-Lambhaga að hinni
myndarlegustu jörð. Sigurður
varð forystumaður i málum sinn-
ar sveitar. Hann tók við störfum
hreppsstjóra eftir föður sinn og
gegndi margvíslegum trúnaðar-
störfum fyrir sveitunga sina. Þau
hjón voru mjög samhent um alla
hluti. Fór í senn saman hjá þeim
myndarskapur og gestrisni og frá-
bær snyrtimennska.
Það varð mér mikil gæfa að
kynnast þessu góða fólki, er ég
fór þangað sem barn til sumar-
dvalar árið 1920. Sumrin mín í
Stóra-Lambhaga urðu 12 og ávallt
síðan hef ég átt því láni að fagna
að eiga Lambhagafólkið að góðum
vinum, enda nánast litið á það,
sem hluta af minni fjölskyldu. Nú
að leiðarlokum, þegar fyrrum
húsmóðir mín, Sólveig í Stóra-
Lambhaga hefur kvatt sitt jarðn-
eska líf i hárri elli, er margs að
minnast. Ég minnist fyrstu komu
minnar að Stóra-Lambhaga, þegar
Sólveig kom og bauð mig vel-
komna með sinni gleði og hlýju.
Hún var há og grannvaxi'n og svo
hárprúð, að ljósar fléttur hennar
náðu nær að hnésbótum. Fríð var
hún og glæsileg, einkum er hún
mér minnisstæð, þegar hún
klæddist íslenzka búningnum, en
sjálf hafði hún balderað borðana
og saumað búninginn að öllu
leyti. Minnisstæðust af öllu er
mér þó tryggð hennar og vinátta í
öll þessi ár, sem ég er innilega
þakklát fyrir.
Þeim Sólveigu og Sigurði var
fjögra barna auðið. Þrjú barn-
anna, Sigurður, Jón og Sólveig
eru öll gift og búsett að Stóra-
Lambhaga. Ein dóttir þeirra, Sig-
ríður, er gift og búsett í Reykja-
vík. Mun það sjaldgæft að svo stór
hluti barnanna setjist að á ættjörð
sinni.
Sigurður maður Sólveigar lézt
árið 1953, löngu fyrir aldur fram.
Eftir lát hans var Sólveig lengst
af hjá Sigurði syni sínum og Guð-
rúnu konu hans. Naut hún mikils
ástríkis barna sinna og tengda-
barna, svo og barnabarna, sem
ávallt áttu athvarf hjá góðri
ömmu. Sjálf sagði hún við mig, er
fundum okkar bar síðast saman í
haust, að hún hefði verið mikil
gæfumanneskja í lífinu. Hún gat
Iíka með gleði horft yfir farinn
veg. Uppbyggingin og ræktunin á
Stóra-Lambhaga hefur haldið
áfram. Þar situr nú Sigurður, son-
ur Sólveigar og Sigurðar, sem
hreppstjóri og dugandi forystu-
maður sinnar sveitar, eins og fað-
ir hans og afi áður fyrr. Sá góði
hugur, sem ég kynntist fyrst hjá
gömlu hjónunum á Stóra-
Lambhaga fyrir meira en hálfri
öld hefur ávallt fylgt og einkennt
fólkið þar síðan.
Eg sendi Lambhagafólkinu og
öðrum ástvinum Sólveigar Jóns-
dóttur innilegar samúðarkveðjur
frá mér og fjölskyldu minni.
Guð blessi minningu hennar.
Eygló Gamalfelsdóttir.
Kveðja:
Omar Snorri
Hreiðarsson
Fæddur 10.7 1965
Dáinn 26.11 1975.
Fátt er átakanlegra og kemur
mönnum meira á óvart en þegar
börn og unglingar eru án nokkurs
fyrirboða hrifin á brott úrþessum
jarðbundna heimi okkar. Menn
skynja tómleikann umhverfis sig
og finna sárar til þess en yfirleitt
ella, hversu vanmáttugar við
manneskjurnar erum gagnvart al-
mættinu.
Ömar Snorri Hreiðarsson lést
skyndilega á heimili sínu þann 26.
þ.m., aðeinstíu ára að aldri. Þenn-
an sama dag var hann í skólanum
hjá okkur, hress og kátur og virt-
ist allt vera í besta lagi með hann.
En skjótt skipast oft veður í lofti
og svo reyndist að þessu sinni, því
örfáum klukkustundum síðar var
hann látinn.
Ömar heitinn var elskaður og
virtur af öllum er hann þekktu,
enda var hann einstaklega prúður
og aðlaðandi drengur og átti auð-
velt með að vinna hugi þeirra er
hann umgekkst. Félagahópur
hans var stór og munu margir
sakna góðs og heilbrigðs vinar.
Kynni mín af Ómari voru fyrst
og fremst í gegnum skólastarfið.
Var hann nemandi minn að meira
eða minna leyti frá þvf hann hóf
skólagöngu sína til síðasta dags.
Var ég sannfærður um að þar
væri drengur, sem ætti bjarta
framtíð og farsæla fyrir höndum
og trúi ég að ég hafi ekki verið
einn um það álit. En nú er hann
horfinn frá okkur.
Ómar var elstur þriggja sona
þeirra hjóna Önnu Snorradóttur
og Hreiðars Guðmundssonar til
heimilis að Kirkjugerði 7, Vogum.
Bræður hans tveir eru Magnús
Hlynur, sem er sex ára en sá yngri
er óskfrður, enda aðeins tveggja
mánaða gamall.
Ég og eflaust allir sem Ómar
þekktu, munum minnast hans
með hlýjum huga. Foreldrum
hans, bræðrum og öðrum ættingj-
um og vinum votta ég dýpstu sam-
úð mína. Er það trú mín og einlæg
von, að hina fjölmörgu og eflaust
ánægjulegu minningar sem þeir
eiga um góðan og ástfólginn vin,
verði þeim styrkur á erfiðum
stundum.
Hreinn Ásgrímsson.
ÞESSI mynd var tekin á Landakotsspftala, þegar stjórn Vinahjálpar afhenti spftalanum röntgentækið.
Ljósm. Sv. Þorm.
Snæbjörn J. Thoroddsen:
Sauðlauksdalur
Annexíur kirkjunnar eru:
Saurbær á Rauðasandi og
bænhúsið í Breiðavík, sem
fyrst var sett af Jóni Geirrek"
syni biskupi 1431, en með kon-
ungsbréfi 31. des. 1824 gjört að
kirkju með sérstakri sókn.
Aður fyrrum var aðalkirkjan
f Saurbæ og var helguð Maríu
og Jóni postula, en f Sauðlauks-
dal var þá bænhús, þar til
Stefán Jónsson, biskup, setti
þar sóknarkirkju 1512, og lagði
þangað helming af sóknar-
bæjum frá Saurbæ.
Nokkru síðar (1514) gaf Tón
Jónsson íslendingur og Dýr-
finna Gisladóttir, kona hans, 6
hundruð f heimajörðinni til
kirkju, og mörg ftök og hlunn-
indi önnur, og var þar eftir
saminn kirkjuvígslumáldagi
(1515), og önnur prestsskyidin
frá Saurbæ lögð þangað (1518),
, en með gjafabréfum 1724, 1725
og 1728 gáfu þær Eggerts-
dætur, Helga eldri og yngri,
Arnfríður og Guðrún, allt hitt
af heimajörðinni (19 hundruð)
til kirkjunnar, og er Sauðlauks-
dalur staður síðan.
Það, sem hér að ofan er sagt,
er skráð af Rósinkrans Ivars-
syni, fræðimanni, hinn 15. júlí
1945 á Þjóðskjalasafni íslands.
Þannig mun upphaf af sögu
Sauðlauksdals.
Frá því 1458—1963 hafa 30
prestsvígðir menn setið Sauð-
lauksdal, eða að meðaltali hver
prestur milli 16. og 17 ár. Síðan
1963, eða síðustu tólf ár, hefur
enginn prestur setið staðinn, og
nú er Sauðlauksdalur alveg
mannlaus.
Vafalítið hafa flestir, eða
allir, þessir 30 prestar, sem
Sauðlauksdal hafa setið þessi
500 ár verið mætir og ágætir
fræði- og kennimenn, sómi
sinnar stéttar, og nokkrir
þeirra eflaust skarað fram úr
fjöldanum. Það segir sig þvf
sjálft hversu mikil og góð
þeirra andlegu áhrif hafa verið
byggðabúum á samleiðinni um
aldirnar.
Án þess að slá rýrð á nokkurn
þessara prest\’ígðu manna vil
ég aðeins nefna nafn sr.
Björns Halldórssonar, þess
þjóðkunna manns. Ég ætla
ekki í þessum örfáu línum
að tilfæra neitt um sr.
Björn, en vil benda á for-
málsorð Þorsteins Þorsteins-
sonar, þáverandi sýslumanns í
Dalasýslu, sem skráð eru
framan vió ljósprentaða útgáfu
að riti sr. Björns, „Atli“, sem
gefið var út 1948 af Búnaðar-
félagi Islands.
Þessi formálsorð sr. Bjorns
Halldórssonar sýna einmitt
ljóslega hvaða hæfileikum sr.
Björn Halldórsson var gæddur
og hverju hann gat til leiðar
komið, einmitt í Sauðlauksdal.
Þau sýna einnig hvernig sr.
Björn hefur unað hag sínum:
„Undir bláum sólarsali, Sauð-
Iauks-uppí lygnum dali“, ein-
mitt í Sauðlauksdal.
Fyrir átta árum eða svo hóf
fjölskylda búskap I Sauðlauks-
dal, sem átti ekki bústofn sem
nefnandi væri. Þetta fólk
keypti nú á þessu ári jörð á
Rauðasandi og fluttist frá Sauð-
lauksdal með 8 eða 10 nautgripi
og um 200 sauðfjár, fullorðið.
Þetta mætti sýna, að það má
lifa I Sauðlauksdal fjárhagslega
talað.
Auk landgæða I Sauðlauks-X
dal, en þar er svo að segja allt
land véltækt, sem á annað borð
er slegið, er við túnfótinn all-
stórt vatn. Silungsveiði hefur
ávallt verið í Sauðlauksdals-
vatni, og var veiði úr þvi lögð á
móti mjólkurnyt úr snemm-
bærri kú til heimilisþarfa.
Undanfarin ár mun þetta vatn
hafa gefið af sér nokkra tugi
þúsunda króna í veiðileyfum
með stöng. Þar munu jafnvel
hafa veíðzt laxar (aðeins fáir)
veit ég samt ekki til að laxaseiði
hafi verið flutt þangað.
Fyrir tæpum tveimur árum
átti ég tal við þjónandi prest og
spurði hann, hvað myndi valda
því, að enginn sækti um Sauð-
lauksdal. „Ætli að þeim þyki
ekki staðurinn afskekktur,"
sagði presturinn.
Bílfær vegur er af þjóðvegin-
um að dyrum kirkjunnar og
mun vera um 5 minútna akstur
á þjóðveginn. Bílfær vegur að
flestum eða öllum býlum í um-
dæmi Sauðlauksdals. Flug-
völlur er að Sauðlauksdalssönd-
um og um 8—10 mínútna
akstur á flugvöll. Þrir flug-
dagar eru milli Reykjavíkur og
flugvallarins I hverri viku, og
ég held, aðrir þrir vikulega
milli Isafjarðar og vallarins.
Sauðlauksdalur hefur sima frá
Patreksfirði, og hefur þvi sam-
samband milli 9 að morgni til 9
að kvöldi, eða meðan Patreks-
fjörður gegnir afgreiðslu. I
Sauðlauksdal munu vera all
góð skilyrði til að nota sjón-
varp.
Nú spyr ég: Hvers vegna
sækir enginn prestsvígður
maður um Sauðlauksdal?
Heilla þéttbýlu þorpin og stað-
irnir meir en hinar dreifðu
byggðir? Sauðlauksdalspresta-
kall mun nú ná yfir Barða-
strandar- og Rauðasands-
hreppa. Já, hvað veldur?
Sauðlauksdalur býður enn
hin sömu lífsskilyrði, er hann
bauð þeim 30 prestum, er sátu
i hann i samfellt 5 aldir.
Núna á 20. öldinni, eða 1920
var við brottför prestshjóna frá
Sauðlauksdal samið ljóð, sem
þetta erindi er úr: „Þar fékk
forða námfús nægan, nær mun
fyllast auðnan slík? Hjónin
gerðu garðinn frægan, göfug-
lynd og kærleiksrík." Eru það
ekki einmitt svona heimili, sem
þurfa að vera um dreifðar
byggðir Islands? Við þurfum
fræðandi, kærleiksrik heimili i
anda Júsú frá Nazaret, sem
sagði: „Eitt er nauðsynlegt."
Guðfræðikandidatar og em-
bættislausir prestar: Litið á
Sauðlauksdal með opnum aug-
um, þegar þér leitið yður að
framtíðarlífsstarfi.
Kvígindisdal, 11. nóvember
1975.
Snæbjörn J. Thoroddsen
Vinahjálp gefur röntgentæki
STJÓRN Vinahjálpar afhenti
nýlega St. Jósepsspítala í Landa-
koti að gjöf vélknúið röntgen-
myndatökutæki á hjólum. Við af-
hendingu tækisins mælti for-
maður Vinahjálpar, frú Doris
Briem, nokkur orð. Tæki þetta er
eins og áður sagði færanlegt og er
hægt að aka þvf inn á sjúkrastof-
ur og mvnda sjúklinga I rúmum
sfnum. Fyrst og fremst er tækið
þó ætlað til myndatöku á sjúk-
lingum á gjörgæzludeild
spítalans. Yfirlæknir rönt-
gendeildar spftalans, Kristján
Jónsson, þakkaði gjöfina
fyrir hönd spftalans og sagði
hana bæta úr brýnni þörf, þegar
um mjög sjúkt fólk væri að ræða.
Þetta er í þriðja sinn, sem Vina-
hjálp leggur Landakostsspfiala
lið með tækjagjöf og segir I
fréttatilkynningu frá Vinahjálp
að það sé aðeins Iftill þakklætis-
vottur við stofnun, sem f 63 ár
hefur veitt landsmönnum hjúkr-
un og skjól f veikindum.