Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1975 Gullhöllin sem sveif í loftinu og gefa honum nokkra grísaskrokka, þá talar hann við hina tvo, svo þú færð að komast inn f höllina". Það var enn löng leið, áður en komið var til hallarinnar, en er þangað kom, var hún bæði mikil og fögur, og allt sem þar sást, var steypt úr skíru silfri, og fyrir hliðinu lágu drekarnir, svo enginn gæti komist inn en þeir höfðu það svei mér næðissamt, og ekki höfðu þeir verið ónáð- aðir á verðinum, því þeir voru orðnir svo mosavaxnir, að enginn gat séð úr hverju þeir voru, og sumsstaðar á þeim var meira að segja farið að vaxa smákjarr. Piltur vakti nú þann minnsta af þeim og hann fór að rífa mosaflyksurnar frá augunum. Þegar drekinn sá, að hér var maður kominn, kom hann móti honum með gapandi gini, en piltur var ekki lengi að kasta upp í hann grísaskrokkunum, uns hann var mettur og var þá skárra að tala við hann. Bað piltur hann þá um að vekja félaga sína og biðja þá að færa sig svolítið, svo hann kæmist inn í höllina, en það hvorki þorði né vildi litli drekinn. Fyrst sagði hann að þeir hefðu sofið í hundrað ár og aldrei smakkað mat allan þann tíma. Hann var hræddur um að þeir yrðu svo gráðugir, að þeir hámuðu í sig allt, bæði dautt og lifandi. Piltur hélt að hann skyldi nú sjá fyrir því og lét þá hafa hundrað uxaskrokka. Tók nú litli drek- inn við að vekja þá stóru og þeir fóru loks að rífa mosann frá glyrnunum og glaðn- aði heldur en ekki yfir þeim, þegar þeir sáu allar kjöthrúgurnar fyrir framan sig. Tóku þeir óspart til matar síns, rétt eins og þeir hefðu ekki smakkað mat í heila öld, sem þeir og heldur ekki höfðu, og átu uxaskrokkana alla upp til agna, en þá tóku þeir líka að verða saddir og teygðu sig letilega í sólskininu á silfurtröppun- um. Fékk nú piltur að ganga milli þeirra inn í höllina. Þar var allt svo skrautlegt, að hann hefði aldrei trúað, að svona gæti nokkursstaðar verið, en maður sást þar enginn. Hann fór úr einum salnum í annan og leitaði allsstaðar, en sá ekki nokkra manneskju. En aó lokum leit hann inn í herbergi eitt, sem hann hafði ekki fyrr komið í. Þar inni sat konungs- dóttir og spann, og hún varð glöð og ánægð, þegar hún sá hann. „Nei, koma hingað kristnir menn?" sagði hún. „En það er samt líklega best að þú farir aftur, því annars gerir risinn, sem á höllina, út af við þig, þegar hann kemur heim aftur. Hann hefir nú hvorki meira né minna en þrjá hausa“. Piltur, sem varð mjög hugrakkur, þeg- ar hann sá þessa fríðu mey, sagði að hann myndi ekki hopa um fet, þótt tröllkarlinn hefði sjö hausa. Þegar konungsdóttir heyrði þetta, vildi hún að hann reyndi, hvort hann gæti valdið gömlu sverði, sem hékk bak við hurðina. Piltur reyndi og sverðið var eins og fis í hendi hans. „Skelfing ertu sterkur“, sagði kon- ungsdóttir. „Þá þarftu ekki að súpa á flöskunni hérna, til þess að geta sveiflað sverðinu, og það er sannarlega gott, það er svo lítið í henni og tröllið gæti séð, að á því hefði verið tekið“. Allt í einu kom risinn þjótandi, svo stormur stóð af honum, því ekki fór hann hægt yfir, langt frá því. „Svei, hér er magnaður mannaþefur“, orgaði hann. „Víst er það“, sagði piltur, „en hún skal nú ekki lengi ónáða þig lyktin sú“, og þar með brá hann sverðinu og hjó af tröllinu MW M0RÖ4JM RAFFINÖ Revndu nú að borða kjötboll- urnar, án þess að hugsa um dýrtfðina og verðbðlguna. Amerfskur blaðamaður, sem var veill til heilsunnar, dvaldi f gistihúsi f Englandi sér til heilsubótar. Allir gestirnir þar voru enskir nema hann. Þeir voru allir mjög alúðlegir við blaðamanninn að undanskil- inni miðaldra konu, sem þoldi Amerfkana alls ekki. Það snerti ffnu taugar hennar að vera f návist þeirra. Hún fór til húsráðandans og bar sig upp við hann. Hún sagð- ist aldrei hefði komið á þennan stað, ef hún hefði ekki haldið að þar væru aðeins Englending- ar. Gestgjafinn maldaði f mó- inn, kvað blaðamanninn vera bezta náunga, sem ekkert gerði á hluta neins. Konan tók þá upp á því að niðra amerfsku þjóðina f viðurvist hans. Tók blaðamað- urinn þessu öllu með hinni mestu rósemi. Eitt sinn við kvöldverðinn sagði konan við Amerfkanann: — Þér hafið auðvitað heyrt um Crippen-morðmálið? Hvaða álit hafið þér á samlanda yðar þessum dr. Crippen? — Ég held að hann sé ekki með öllum mjalla, sagði blaða- maðurinn. — Jæja haldið þér það? sagði konan sigri hrós- andi. — Já, hann hlýtur óhjá- kvæmilega að hafa verið brjál- aður. Að myrða amerfska konu til þess að giftast enskri! Hefur breytt mataræði f för með sér meiri skilning á vand- anum, læknir? — Heyrðu Guðmundur, við verðum að spara. Þú verður að hætta að fá þér sjúss á hverju kvöldi. — Auðvitað vil ég spara. Já, já, ég skal spara. Ég skal fram- vegis hafa helmingi minna sódavatn f viskfinu. X Lftill snáði sagði frá þvf við morgunverðinn, að hann hefði dreymt mjög skemmtilegan draum um nóttina. — Veiztu nokkuð, hvað draumar eru? spurði móðir hans. — Já, það eru bíómyndir, sem maður sér, þegar maður sefur. X — Þú hefur kært yfir þvf, að það væri mold f súpunni. — Já, herra liðsforingi. — Heldurðu að þú hafir gengið f herinn til þess að vinna fyrir land þitt eða til þess að kæra út af matnum? — Til þess að vinna fyrir föðurlandið, en ekki til þess að éta það. Mér skilst hann sé auglýsinga- Bara rólegur, rebbi minn, þetta stjóri. erfáranlegt! Morðíkirkjugarðinum Eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjóns- dóttir þýddi. 50 lausnina á þeim gátum sem við hafði verið að glfma. — Þegar ég kom úr sjúkra- vitjun minni síðdegis á aðfanga- dag, sagði Tord, fór ég réttilega og eins og ég hef áður sagt að leiði konunnar minnar f kirkju- garðinum. Klukkan var tuttugu mínútur yfir fimm, þegar ég gekk framhjá aðalkirkjudyrunum á leið heim aftur. A þvi andartaki hitti ég allt f einu Barböru. Ifún var berhöfðuð og klædd f rauðu úlpuna sfna ... og hélt á allstórri ferðatösku. Henni varð ákaflega hverft við þegar hún kom auga á mig, en sagði hún væri á leið inn í kirkjuna að sækja söngbók sem hún hefði glevmt á æfingunni, vegna þess að hún og Arne ætluðu að syngja jólalögin saman um kvöldið. Ég hugsuði ekki út f að hún hefði sjálfsagt undir hönduni Ivkla Arnes að kirkjudyrunum. svo að ég bauðst til að Ijúka upp skrúðhússdyrunum fyrir henni. Hún flýttí sér inn og náði f söng- bókina og svo sátum við dálitla stund inni í kirkjunni og töluðum saman. Eftir á laust þeirri hugsun niður hjá mér að hún hefði verið bæði æst og tauga- óstyrk, en þá held ég að fvrst og fremst hafi mér fundizt hún vera hress og skemmtileg ... Nú svo stóðum við upp og bjuggumst til að fara heim og ég bevgði mig niður til að taka upp ferða- töskuna. En hún ýtti mér frá og vildi ekki heyra á það minnzt að ég bæri töskuna fyrir hana. Ég spaugaði dálítið af þvf tilefni og sagði eitthvað á þessa leið: — Hvað ert þú eiginlega að pukrast á aðfangadagskvöld? Ertu að leika jólasvein, eöa ætlarðu að stinga af frá okkur? En þá varð hún alvarleg og horfði á mig stórum augum og sagði: — Já, það er sannarlega ýmis- legt skrftið sem ég er að bauka við. Én Tord, mundu það, að heyrir þú eitthvað um mig, þá skaltu marka mfn orð að það er ekki eins slæmt og það Iftur út fyrir að vera og að í raun og veru hef ég ekkert með málið að gera. Ég fann á mér að hún var full- komiega einlæg á þessari stundu og ég er enn þeirrar trúar, þrátt fyrir allt sem sfðan hefur gerzt. Annars hefði ég aldrei dregizt á að gefa henni ioforðið sem hún krafðist ég gerði, þarna f kirkjunni. Ifún lét mig lofa því að treysta sér og að ég segði ekki frá því að við hefðum hitzt og alls ekki minnast orði á að hún hefði verið með þessa tösku í hendinni. Ég var satt bezt að segja hálf- ringlaður og fljótlega iðraðist ég eftir því að hafa lofað þessu. Ég tók það enn nærri mér, þegar málin tóku að þróast í þær áttir sem ykkur öllum er kunnugt um, en ég var allan tímann að vona að hún fengist til að fara til lög reglunnar og um það höfum við verið að rffast öðru hverju sfðan. En f dag grét hún og fullvissaði mig um að hún hefði ekkert rangt gert en hún neitaði þverlega að segja mér um hvað þetta mál snerist eiginlega, því að ég skildi hvorki haus né hala á þessu eins og þið getið fmyndað ykkur. Það kann að vera að mér skjátlist en ég fékk það vissulega á tilfinning- una að hún væri að berjast fyrir aðra... og vernda þá. Tord þagnaði en Márten reis skyndilega upp af stólnum og hrópaði æðislega: — Presturinn hefur á réttu að standa. Af einskæru trvgglyndi var hún að vernda manneskju sem gegn vilja hennar hafði dregið hana inn í mál sem var bæði bjálfalegt og henni í hæsta máta ósamboðið. Hann þeytti frá sér síga- rettunni, svo að minnstu munaði hún lenti ekki f öskubakkanum og sagði svo ögn rólegar: — Ég skil svo afskaplega vel að hún skyldi ekki þiggja aðstoð prestsins við að bera töskuna sem hún var með ... og það þarna inni f kirkjunni sjálfri. Kirkju- girpirnir ... stolnu kirkju- gripirnir voru nefnilega í þessari tösku. OG ÞESSA GRIPI HAFÐI HÚN FENGIÐ I JÖLAGJÖF FRA ERKIBJALFANUM MARTEN GUSTAFSSON... 14. Kafli Sjaldan hef ég séð furðu lýsa af jafn mörgum andlitum samtímis. Tord var eins og hann tryði ekki sfnum eigin eyrum, Susann hló taugaveiklunarlega og Friede- borg sagði með öndina í hálsin- um: — I jólagjöf...? KIRKJU- SILFRIÐ? ... En hamingjan sanna, hvað f ósköpunum átti hún að gera við það? Ertu bara orðinn snælduvitlaus drengur? Sá eini sem tók upplýsingum Mártens Gustafsson með heim- spekilegri ró var Christer Wijk. Hann feygði úr löngum skönkun- um og sagði rólega: — Jæja, loksins. Eg hef haft þann grun frá brvjur. að það væruð þér sem væruð þjófurinn. Þaö var að minnsta kosti eðiileg skýring á þvf að þér voruð svo tregur til að viðurkenna... að þér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.